Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 53 Hlutafélagið Mjölnir/Þór stofnað Styður efni- lega knatt- spyrnu- menn STOFNFUNDUR hlutafélags- ins Mjölnis/Þórs var haldinn í Hamri, félagsheimili íþróttafé- lagsins Þórs, í fyrrakvöld. Til- gangur félagsins er að styðja fjárhagslega við bakið á ungum og efnilegum knattspyrnu- mönnum í Þór og halda þeim innan raða félagsins, þar til þeir reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku erlendis, komi til þess. Stofnhlutafé er 3,2 milljónir króna, lágmarkshlutur hvers hluthafa er 50.000 krónur en stjórn hlutafélagsins hefur heimild til að auka hlutafé á fyrsta árinu upp í allt að 10 milljónir króna. Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks Þórs og starfsmaður knattspyrnudeild- ar, var ánægður með að hluta- félagið væri nú orðið að veru- leika. Hann sagðist vita af fjölda fólks sem hefði áhuga á að leggja fjármagn í félagið og því hafi stjórn þess verið veitt heimild til að auka hlutaféð á fyrsta árinu. í stjóm hlutafélagsins Mjölnis/Þórs voru kosnir þeir Sævar Helgason, Skapti Hallgrímsson, Rúnar Antons- son, Kristján Guðmundsson og Kristján Jóhannesson. Námsstefna um sköpun at- vinnutækifæra JUNIOR Chamber Nes og Vegsauki bjóða til námsstefnu sem ber yfir- skriftina „Sköpun nýrra atvinnu- tækifæra". Markmið námsstefnunar er að hvetja ungt fólk til dáða og vekja það til vitundar um þá mögu- leika sem nýir tímar, ný tækni og ný tækifæri færa fólki til eigin atvinnu- sköpunar. Fyrirlesarar verða Ámi Sigurðs- son frá Vegsauka sem mun fjalla um fjóra gmnnþætti farsælla frum- kvöðla, Daddi Guðbergsson frá Gæðamiðlun mun fjalla um nýtingu á margháttuðum möguleikum Inter- netsins og Páll Kr. Pálsson frá 3P Fjárhús mun skýra helstu atriði í gerð viðskiptaáætlana og fjármögn- un hugmynda. Námsstefnan verður haldin á Grand Hótel 30. mai frá kl: 18 til 21 og er öllum opin og aðgang- ur frír en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 29.maí. Nánari upplýsingar um námsstefnuna má fá á www/jc.is. Hátíð við Vígðulaug HÁTÍÐARSAMKOMA verður á Laugarvatni, á uppstigningardag 1. júní kl. 14, í tilefni af 1000 ára af- mæli kristnitöku. Umhverfi laugar- innar hefur verið lagfært og sett upp fræðsluskilti fyrir ferðamenn. Ávörp flytja Guðmundur Rafnar Valtýsson og Kristinn Kristmunds- son. Kirkjukór Mosfellsprestakalls syngur undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur. Minnst verður skírnar við Vígðulaug fyrir 1000 ár- um og sóknarprestur sr. Rúnar Þór Egilsson skírir börn úr vatni Vígðu- laugar. Fyrirtæki og nýsköpun erlend samskipti Fundurinn, ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa áhuga á erlendu samstarfi við lausnir á tæknilegum vandamálum og nýsköpun, verður haldinn í Versölum, Hallveigarstíg 1, þriðjudaginn 30. maí kl. 8.00 til 9.30. Eftir fundinn er boðið upp á viðtöl við ráðgjafa sem þekkja umsóknarferlið í fyrirtækjaáætlunum ESB Dagskrá: Staður: Versalir, Hallveigarstíg 1, kjallara Tími: Þriðjudaginn 30. maí nk. frá kl. 8.00 til 9.30 8.00 Fyrirtækjaáætlanir ESB um stuðning við hugmyndir að nýsköpun -'Umsóknarstyrkir (stuðningur við gerð umsókna 2,1 m. kr.). - Samstarfsverkefni (framlög til kaupa á tæknilausnum 20-140 m. kr.) - Reynsla af þátttöku íslendinga í umsóknum til ESB Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins, Pétur Pétursson Innlendur stuðningur við fyrirtæki sem sækja um i fyrirtækjaáætlun ESB - Fjárhagslegur stuðningur vegna umsókna (umsókna- og ferðastyrkur 350 - 550 þús. kr.) - Fjármögnun verkefna - Aðstoð við gerð umsókna Hjördis Hendriksdóttir, Rannis Gisli Benediktsson, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Elisabet Andrésdóttir, Aflvaki hf 9.30 Einkaviðtöl fyrirtækja við sérfræðinga á eftirfarandi sviðum: • Forsendur umsókna • Innlendur stuðningur við umsóknir • Innlend ráðgjöf við umsóknir • Innlend fjármögnun á nýsköpunarverkefnum Þátttaka er ókeypis, vinsamlega tilkynnið hana tit RANNÍS í síma 515 5800. Eftirtaldir standa að fundinum: Aflvaki hf Byggðastofnun, þróunarsvið Hringur hf Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hörður Jónsson, ráðgjafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins RANNIS Samtök iðnaðarins Útflutningsráð íslands Kældu þig á ströndinni Með gjaldeyrinum færðu tösku sem heldur drykkjunum þínum köldum. Nú fá allir þeir sem kaupa gjaldeyri hjá Sparisjóði vélstjóra fyrir 30.000 eða meira glæsilega fjölnota sumartösku að gjöf!* Taskan er tilvalin á ströndina því hún heldur bæði nestinu þínu og drykkjunum köldum í sólinni. Allt er á sínum stað í sumartösku SPV. Sparisjóður vélstjóra hefur allar helstu tegundir gjaldeyris til sölu, allt frá dollara til drökmu. Verið velkomin á afgreiðslustaði okkar í Síðumúla 1 , Rofabæ 39 og Borgartúni 18. Sími575 4000 * Meðan birgðir endast. spv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.