Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 50

Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 50
50 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Heimilis- guðrækni Heimilisguðrækni mótaði líf og uppeldi fólks fyrr á tíð. Stefán Friðbjarnarson veltir því fyrir sér, hvort ekki sé tímabært að efla veg hennar í íslenzku samfélagi. ISLENDINGAR bjuggu í strjálbýli - fá- brotnu og fámennu bændasamfélagi - frá landnámi fram undir 20. öldina. Sjávarþéttbýli, sem rís undir nafni, myndaðist ekki fyrr en á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Fá- mennið og strjálbýlið mótuðu þjóðlífíð og settu samskiptum fólks ákveðnar skorður. Pess- ar skorður sögðu til sín í trúariðkun landsmanna. Víða var langt á milli bæja og kirkjugatan löng og torfær. Heimilis- guðræknin var þvi mikil- vægur og fastur þáttur í lífi fólks og uppeldi. A kaþólskum tíma, fram að miðri 16. öld- inni, vóru heimiliskirkj- ur og bænahús á fjöl- mörgum bæjum. I Sögu Kjalarnesprófastsdæmis, sem fyrr hefur verið vitnað til í pistlum þessum, segir: „Bænahúsin og heimiliskirkjurnar vóru öðru fremur ætlaðar til að hýsa trúar- athafnir heimilisfólks og í sumum tilvikum ef til vill einnig fólks af allra næstu bæjum. Annars er fremur lítið vitað um það með hverjum hætti heimilisguðrækni var ástunduð hér á landi í kaþ- ólskri tíð. Fólk fastaði og sinnti öðrum boðum kirkjunnar, en að öðru leyti mun Guðsdýrkun eink- um hafa falist í bænalestri og ákalli dýrlinga. Að því leyti var heimilisguðræknin ef til vill ein- staklingsbundnari á kaþólskum tíma en eftir siðaskipti." - Signing og bænir við fótaferð og þegar gengið var til hvílu að kvöldi vóru fastir þættir í lífi fólks, bæði fyrir og eftir siðaskipt- in. Borðbænir vóru einnig þekkt- ar. Þá var og til siðs að fara með bænir þegar haldið var af bæ, einkum þegar lagt var í erfíðari ferðir, t.d. á viðsjárverða fjallvegi. A fjölförnum og erfiðum leiðum vóru og sums staðar reistar litlar kapellur, þar sem ferðamenn gátu gert bæn sína. „Tvö dæmi eru kunn um slíkar vegakapellur í Kjarlarnesprófastsdæmi," segir í tilvitnaðri bók, „önnur var í Kap- elluhrauni, skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, hin á Hraunssandi í Grindavík“. Sjóferðarbænir vóru og ríkur þáttur í lífi fólks við sjávarsíðuna - áður en haldið var á miðin. Stað- bundnir trúarlegir siðir vóru og í flestum fornum verstöðvum þjóð- arinnar. Þannig tíðkaðist það allt fram á síðari hluta 19. aldar, að föstumessur væru sungnar eld- snemma á miðvikudagsmorgnum í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Komu sjómenn þá stundum skinnklæddir til kirkju, en ekki var róið fyrr en messa var úti. í Sögu Kjalarnesprófastsdæmis segir og frá staðbundnum trúar- háttum í Dritvík. Þar söfnuðust vermenn saman á helgum dögum og röðuðu sér upp, fyrst formenn, er settust flötum beinum, fyrir aftan þá fulldrættingar og krupu á kné og síðan hálfdrættingar og aðrir viðstaddir. „Fyrir framan hópinn, sem myndaði eins og langdregna skeifu, stóð húsles- „Guð er bara einni bæn í burtu.“ arinn með Vídalínspostillu í hendi. Fyrst var sunginn sálmur, síðan lesið, því næst lutu menn höfði og fóru með Faðir vor í hljóði og að lokum var sungið.“ Eftir siðaskiptin var húslestur- inn meginþáttur heimilis- guðrækninnar. Takð er að Guð- brandsbiblía og aðrar trúarlegar bækur sem Guðbrandur biskup á Hólum gaf út hafi fest húslestur- inn í sessi. Til húslestrar vóru einkum notaðar sérstakar hús- lestrarbækur (postillur) og er Vídalínspostilla þeirra kunnust. Húslestrar hófust gjarnan um veturnætur, þegar sumar- og haustverkum var lokið, og var les- ið á hverju kvöldi fram að sumar- málum. Að sumri var ekki lesið á virkum dögum. Nú til dags á fólk greiða leið til kirkju. Kirkjugatan er ekki leng- ur „löng og torfær“. Heimilis- guðrækni fyrri tíðar hefur af þessum sökum færzt að hluta til yfir til sóknarkirknanna, sem standa fyrir margs konar þjón- ustu við unga sem aldna - fólk á öllum aldri. Kirkjan var á hinn bóginn nán- ast ein um hituna á tímum bænda- samfélagsins, nánast eini sam- komustaðurinn. I neyzlusamfélagi samtímans eru aðstæður hennar gjörólíkar. í hraða og tímaþröng líðandi stundar er margs konar áreiti - ásókn í tómstundir fólks - nánast yfirþyrmandi. Kirkjan hef- ur þvi orðið að aðlaga sig að „nýrri veröld". Og margt bendir til þess að það sé enn ríkari þörf fyrir þá trúarlegu vin, sem kirkj- an er, í hrikalegu áreiti samtím- ans en í fábreytni hins foma bændasamfélags. Fleira hefur færzt til en heimil- isguðræknin. Fjölmargt, sem heyrði til uppeldisskyldum heimil- isins, hefur og færzt yflr á hinar og þessar stofnanir, sem eru góð- ar og gegnar á sinn hátt. En aga- og siðleysi, sem víða sér stað, sem og „skipbrot" fjölmargra einstak- linga mitt í meintri velferð, vekur samt sem áður ýmsar spumingar. Meðal annars spuminguna um það, hvort ekki sé tímabært að vekja heimilisguðræknina til nýs lífs; hvort ekki sé tímabært að heimilið verði á nýjan leik það vé í „vargöld" umhverfisins sem það fyrrum var. VELVAKA3ÍDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um efni lang- bylgjunnar ÉG vil koma á framfæri at- hugasemdum vegna lang- bylgjunnar, 189 og 207. Það var mikið góðverk að fá þessa senda og geta hlustað á útvarp um allan sjó, því ég hef sannreynt að þetta heyrist mjög víða. En þá komum við að kjama máls- ins, efnið sem sent er út á þessum bylgjum. Að verða að hlusta á þetta voðalega sjálfseyðingarefni sem er á Rás 1 er íyrir neðan allar hellur. Hverjir eru það aðr- ir en sjómenn og einstaka fjallamenn sem hlusta á langbylgjuna? Og hvaða aldurshópur hlustar á Rás 1? Ég þekki 3 einstaklinga sem hlusta á Rás 1 og þeir eru allir í eldri kantinum. Af hverju er ekki hægt að útvarpa Rás 2 á langbylgj- unni? Er það útaf veður- fregnum sem ekkert er hlustað á úti á sjó lengur vegna veðurfregna sem eru á tölvutæku formi í gegnum gervihnetti? Ef svo er þá er ekki ástæða til að útvarpa Rás 1 á langbylgjunni. Mér er þetta alveg hulin gáta og væri til í að fá útskýringu á því hvers vegna þetta er svona. Úti á sjó er útvarp notað sem afþreying við vinnu og er þá helst að hlusta á eitthvað létt en ekki morguntóna, laufskál- Kannast einhver við myndirnar? ÞESSAR myndir fundust í versluninni IKEA við Holtagarða í síðusiu viku. Ef einhver kannast við þær, er hægt að vitja þeirra hjá Morgunblaðinu 2. hæð sími 569-1201. ann eða eitthvað álíka skelfilegt. Það ætla ég að vona að hægt sé að kippa þessu í liðinn því langbylgj- an er sú bylgja sem mest er notuð úti á sjó. Og ef ekki þá væri gaman að fá út- skýringu af hverju verið er að útvarpa Rás 1 á lang- bylgjunni. Með von um skjót við- brögð því þetta er að gera okkur vitlausa. Frystitogarasjómaður. Ánægður djassunnandi ÉG vil lýsa ánægju sinni með djassþátt Lönu Kol- brúnar Eddudóttur á Rás 1. Þátturinn er bæði fjöl- breyttur og viðfangsefnin valin af smekkvisi og kunn- áttu. Ég er sammála því sem Lana sagði í þættinum fyrir skömmu, að plata Guðmundar Ingólfssonar heitins píanóleikara „Þjóð- legur fróðleikur, sé líklega besta djassplata sem gefin hefur verið út á Islandi, en sú plata sem mig langaði að sjá koma út og eignast er sólóplata með djasspíanó- leikaranum Eyþóri Gunn- arssyni, þar sem hann léki sína uppáhalds djassstand- ara. Éyþór er sá íslenski djassmaður sem ég held mest uppá en heyri allt of lítið í. Vona að hann drífi í því að gefa út sólódisk sem fyrst. Djassunnandi. SKAK Umsjón llelgi Áss Grétarsson k afc !■ A H _ k wmkM% k' í ÍSRAEL búa margir geysisterkir skákmenn. Deildakeppnin þar í landi er því með þeim öflugri í Evrópu en meðfylgjandi staða er einmitt frá keppninni þaðan en hvítu Amönnunum stýrði Sofía Polgar (2.500) gegn Val- eria . Dotan (2.062). 27. Hxg7! Kxg7 28. Dh5! Hg8 29. e6+ f6 30. Bxf5 og svart- ur gafst upp enda getur fátt afstýrt yfirvofandi máti. jj Hvítur á leik. I|l 'I Raddir framtíöar Hver fann eiginlega upp á þessu 2000-verkefni? Hlynur Smárl, Kvarnarborg. Víkverji skrifar... SEM Víkverji atast í flutningum þessa dagana og málar og dyttar almennt að sem mest hann má hefur hann þurft að setja sig á stundum í stellingar iðnaðarmannsins, spranga gáfulegur um byggingarvöruverslan- ir - spá og spekúlera: „Skyldu það vera fírtommunaglar?, ætli maskínan ráði við þetta?“ Þetta eru að sönnu misgáfulegar vangaveltur, sumar skemmtilegar en aðrar alls ekki, en mikilvægi þjónustuþáttarins hjá verslunum sem sinna sjálfskipuðum iðnaðarmönnum eins og Víkverja verður seint ofmetið. BLÁR litur er ríkjandi i nýju húsi Víkverja á nokkrum veggjum, m.a. yfir stigagangi milli hæða, þessi huggulegi Utur sem heimilisfólkið (konan sumsé) ákvað að mætti sem best halda sér. Aðeins þyrfti að bletta í á stöku stað. Víkverji var hinn sátt- asti við þetta, enda nógir veggir aðrir til að mála fyrir flutninginn og tók að sér að kaupa litla dós af bláa litnum. Fyrri eigendur hússins höfðu ekki sýnt það göfuglyndi að skilja eftir dós til upplýsingar um heiti litsins, en Vikverji hélt léttur í spori út í næstu byggingarvöruverslun með þá vissu að blár litur væri nú vart annað en blár litur og varla gæti verið mikið mál að finna þann rétta af litaspjald- inu. ANNAÐ kom á daginn. Sá blái reyndist aðeins hluti af stórfjöl- skyldu blárra lita og það sem meira var; lítið gekk að finna litinn góða. Margir voru sláandi líkir, en þó ekki. Aðrir sýndust vera þeir réttu í blaut- kenndu formi, þegar svo sýnishorn af þeim var þomað á áætluðum fleti kom í ljós nokkur blæbrigðamunur. Nú voru góð ráð dýr. Víkverja var bent á að sumar málningarvöruverslanir byðu upp á þá þjónustu að litgreina sýnishorn í orðsins fyllstu merkingu; gegn flögu af vegg væri sumSé hægt að reikna út bláma bláa litarins með allnokkurri vissu. Sagði í auglýsing- unni, hið minnsta. MEÐ hamar og spoijám að vopni náði Víkverji í flöguna góðu og hélt af stað í málningarverslun Hörp- unnar í Skeifunni. Eftir nokkrar bollaleggingar þar var honum tjáð að flagan væri helst til lítil, því var stærra sýnishorn tekið af veggnum og sett í vélina miklu. Skyldi Hturinn finnast? „Hún finnur ekki þennan lit, þetta er afar óvenjulegt,“ var svarið og Víkverja var hreint ekki farið að lítast á blikuna. Ungur sölumaður í búðinni sá að viðskiptavinurinn var al- veg strand og sýndi því þrautseigju á raunastund. „Við finnum þennan lit,“ sagði hann og tók upp fimin öll af litaspjöldum. Eftir langa yfirlegu kom niðurstað- an. Pollrólegur verslunarmaðui'inn kvað upp úrskurðinn: „Nær kemstu ekki,“ og með það sama var liturinn blandaðiu-, hrærður og hristur og sýn- ishom af honum sett á flöguna góðu. Ráðagóði verslunarmaðurinn var ekki af baki dottinn, tók upp hárblásara og þumkaði flöguna á augabragði. Nið- urstaðan: Blái liturinn var fundinn. VÍKVERJI steig glaðbeittur út úr versluninni þennan dag, enda hafði verslunarmaðurinn sýnt allt það sem hægt er að ætlast til af honum við slík tækifæri. Hann sýndi þjónustu- lund, áhuga og þrautseigju þegar ekki gekk strax allt sem skyldi. Um leið velti Víkveiji fyrir sér flóknari fyrir- bæmm heimsins og kollvarpaði hin- um ýmsu mýtum sem þarfnast frekari athugunar við. Er himinninn blár? Er það svo? Er hann kannski djúpblár, eða kóngablár, ellegar hafblár. Hundruð blárra litafbrigða koma hér til álita. Og hvert skyldi gljástigið vera? Caramba!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.