Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hneykslismál í franska tísku- heiminum Kókaín og’ kynferðis- legtofbeldi París. Daily Telegraph. RÉTTARHÖLD hófust nýlega í París í máli eins helsta frammá- mannsins í tískuheiminum þar í borg en hann er sakaður um kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart ungri konu. Hinn ákærði er Adam Lisowski, fimmtugur að aldri og yfirmaður kapalstöðvarinnar Fashion TV, en j ákærandinn er Eva Cyankiewicz, tvítug, pólsk fyrirsæta. Bar fundum þeirra fyrst saman við myndatökur fyrir stöðina í Berlín 1997 en hún ber, að hann hafi síðar boðið sér heim til sín í París þar sem hann reyndi að nauðga henni. Cyankiewicz segir, að í Berlín hafi Lisowski byrjað á því að bjóða sér kókaín og síðan lofað henni „glæstum ferli“ hjá stöðinni í París. Hafi það boð freistað hennar mjög | og þegar hún kom til Parísar mán- uði síðar var tekið á móti henni með I kostum og kynjum. Beið hennar glæsibifreið á flugvellinum en þaðan var henni ekið heim til Lisowskis. Áreitt strax Cyankiewicz, sem nú er í laga- námi og hefur lagt fyrirsætustörfin á hilluna, segir, að Lisowski hafi farið að áreita hana strax og hún steig inn fyrir þröskuldinn. Ruddist hann meðal annars inn á hana í baði og reyndi að þukla en alvarlegasta ásökunin er, að nokkrum dögum síðar hafi hann slegið hana, rifið af henni blússuna og i’eynt að nauðga henni. Henni tókst þó að koma í veg fyrir það og kærði síðan árásina hjá lögreglunni. Lisowski, sem var dæmdur fyrir að hafa kókaín í fórum sínum fyrir tveimur árum, ber að hann hafi haft mök við Cyankiewicz en það hafi verið með hennar samþykki. ------«-»-♦ ------ „Hálsband“ fyllt sprengi- efni London. Daily Telograph. ELVIA Cortez, frá smáþorpinu La Esperanza í Kólumbíu, neitaði fyrir skömmu að láta uppreisnarmenn FARC, sem fjölmennasti flokkm’ skæruliða í landinu, kúga af sér um 350.000 kr. Öðrum til varnaðar límdu liðsmenn FARC eins konar „háls- band,“ hólk fylltan sprengiefnum, við háls hennar og var sprengjan stillt þannig að hún myndi springa að nokkrum tímum liðnum, hefði Cort- ez ekki greitt um hálfa milljón kr. Cortez hringdi samstundis á lög- reglu sem ók með hana út fyrir bæinn ásamt sprengjusérfræðingi. Fimm tímum síðar þegar tekist hafði að gera 70% sprengjunnar óvirka | sprakk hún með þeim afleiðingum að Cortez og sprengjusérfræðingurinn fórust og tveir hermenn, sem verið höfðu þeim til aðstoðar, særðust. „Það eru enginn fordæmi fyrir þessu hvorki í átökum hér í Kól- umbíu né annars staðai' í heiminum,“ sagði Fabio Bedoya, hershöfðingi í kólumbíska hernum. „Nú er vanvirð- , ingin orðin slík að það virðist engin | virðing vera lengur borin fyrir rétt- | indum manna.“ Cortez, sem var fjögurra barna móðir og driffjöður í bæjarsamfélagi sínu, hafði ákveðið að sætta sig ekki við fjárkúganir FARC. Viku eftir að uppreisnarmönnum hefði átt að ber- ast greiðsla hennar komu þeir „háls- bandinu" fyrir, en FARC grípur nú í síauknum mæli til fjárkúgana til að standa straum af þeim kostnaði sem , baráttan við ríkisstjórnina hefur í för | með sér. FARC ræður nú um 40% jj landsins og lýsa uppreisnarmenn f kröfum sínar sem „sköttum“. Abdullah II konungur Jórdaníu telur líklegt að Israelar og Palestínumenn nái friðarsamningum í höfn Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands og Doritt Moussaieff taka á móti Abdullah Jórdaníukonungi og Rania drottningu er þau mættu í kvöldverðar- boð að Bessastöðum á föstudag. Opinberri heimsókn konungshjónanna lauk í gær. Palestínskir flóttamenn eiga að fá skaðabætur Opinberri heimsókn Abdullah Jórdaníukon- --------------------------- ■ ungs til Islands lauk í gær. Konungurinn svaraði spurningum Óla Jóns Jónssonar um stöðu mála í Mið-Austurlöndum. SÉR yðar hátign einhverja hugsanlega lausn á því þrátefli sem virðist vera í friðarumleitunum ísraela og Palestínumanna og tekur Jórd- anía á einhvern hátt þátt í tilraun- um til að leysa óútkljáð deilumál, svo sem mál palestínskra flótta- manna? „Bæði Israelar og Palestínu- menn eiga nú í viðamikium viðræð- um um varanlegan friðarsamning. Þeir ræðast við og samningavið- ræðurnar munu alltaf ganga upp og niður. Mikilvægast er að báðir aðilar komi þeim samningum, sem hafa þegar verið undiri’itaðir, í framkvæmd meðan þeir semja um ramma friðarsamningsins. Eg tel að báðir aðilamir séu nógu öflugir til að koma samningunum í höfn. Ýmis erfið mál bíða enn úrlausnar en ég tel að hægt sé að leysa þau með staðfestu og einbeittum vilja og ég er bjartsýnn. Jórdanía hefur mikilla hagsmuna að gæta í friðarviðræðunum. Eitt af þessum málum snýst um flótta- fólkið. Eins og kunnugt er eru þessir flóttamenn jórdanskir ríkis- borgarar. Þeir eiga rétt á að fá að snúa aftur heim og að fá skaðabæt- ur. Þetta er eiiía leiðin til að leysa málið í eitt skipti fyrir öll. Enn- fremur ættu skaðabæturnar ekki að einskorðast við flóttamennina heldur að ná einnig til þeirra ríkja sem þeir búa í.“ Hversu margir palestinskir flóttamenn eru núna í Jórdaníu og hvaða áhrif hefur það á jórdanskt samfélag ef þeir fara í burtu til að búa í framtíðarríki Palestínu hand- an Jórdanár? „Samkvæmt mati Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna eru þessir flóttamenn um það bil 1,4 milljónir. Þetta setur Jórdaníu í mjög sérstaka stöðu í þessu máli. Þeir eru jórdanskir ríkisborgarar eins og ég sagði áðan og við erum ein fjölskylda. Ég vil minna á að réttindi þeirra í Jórdaníu hafa ekki og eiga ekki að hafa áhrif á rétt þeirra til að snúa aftur. Verði þeim veitt tækifæri til að nýta þennan rétt er þeirra að ákveða, og ef þeir gera það ekki verða þeir enn jórd- anskir ríkisborgarar." Hverjar eru líkur á því að friður muni ríkja í Líbanon nú eftu• að ísraelar hafa dregið herlið sitt út úr landinu? „Það er góðs viti að friður hefur ríkt á landamærunum eftir brott- hvarf ísraela frá Suður-Líbanon. Þetta ætti að skapa jákvætt and- rúmsloft í hugsanlegum endurvökt- um samningaviðræðum milli ísra- els og Sýrlands og Líbanons.“ Hvað ættu Vesturlönd, Banda- ríkin og Evrópa, að gera til að að- stoða við að koma á varanlegum friði í Miðausturlöndum? Getur friður náðst án stöðugrar íhlutunar Bandaríkjanna eða geta afskipti Vesturlanda mögulega spillt fyrir? „Það hefði verið erfiðleikum bundið að ná þeim árangri friðar- ferlisins sem raun ber vitni, án þátttöku Bandaríkjanna og Evr- ópu. Til að mynda var aðild Banda- ríkjanna meginforsenda þess að aðilar náðust að samningaborðinu og hlutur evrópskra ríkja var einn- ig stór þar eð álfan hefur hags- muna að gæta af friði á svæðinu. En það sém er hér mikilvægast er að deiluaðilarnir sjálfir vilja frið. íhlutun Vesturlanda varð nauðsyn- legri á hættutímum og þegar allt var í hnút sem með sanni má segja að hafí verið ósjaldan. Bæði Bandaríkin og Evrópa hafa stutt vel við friðarferlið efnahags- lega. Stuðningur þeirra hefur verið veittur vegna þess að hans hefur verið þörf. Aframhaldandi þátttöku þeirra er vænst ekki síst í ljósi þess að við eigum enn talsvert í land með að ná þeim algilda, rétt- mæta og varanlega friði sem við höfum unnið að og þráð í svo lang- an tíma.“ Hver eru verkefnin sem við blasa á leið Jórdana til aukins hag- vaxtar og bættra lífskjara? Er auk- in efnahagsleg samvinna þjóða í Miðausturlöndum rétta leiðin í átt að varanlegum friði og velmegun? „Það verkefni að bæta efnahag- inn er stór áskorun. Ég vil þó leggja áherslu á að það er mun mikilvægara að ræða um hvernig við gerum hlutina en hvað ógert er. Þetta er allt hluti af heildrænum endurbótum sem við höfum hafið og miða að auknu pólitísku frjáls- ræði, frelsi í efnahagslífi og fjöl- miðlun. Við leggjum áherslu, sem aldrei fyrr, á að gera aðila úr viðskiptalíf- inu og einkageiranum að fullum þátttakendum í stefnumótun. í þessu skyni hvatti ég síðastliðið haust til þess að allir hlutaðeigandi gerðu áætlun um það hver stefnan verði til að örva hagvöxt í landinu. Samvinna ríkja er afar mikilvæg. í kjölfar þátttöku okkar í Heims- viðskiptastofnuninni eru Jórdanar reiðubúnir til að takast á við heim- inn allan. En það er ekki ætlun okkar að sitja með hendur í skauti og bíða þess að þessi friður verði að fullu unninn. Við ætlum að ganga til fulls í umbótunum. Þegar friður kemst á mun Jórdanía vera einu skrefi á undan og það mun gefa okkur þann drifkraft sem til þarf.“ Fólk á Vesturlöndum heldur því gjarnan fram að konur í Araba- löndum séu kúgaðar af karlmönn- um og að félagslegri og lagalegri stöðu þeirra megi í mörgum tilvik- um jafna til þrælahalds. Að hvaða marki eru slíkar fullyrðingar á rök- um reistar? Getur verið að sú sam- félagsgerð sem tíðkast meðal araba geti á einhvern hátt staðið í vegi fyrir efnahagslegum frumförum ? „í Jórdaníu hafa konur kosn- ingarétt og eru kjörgengar. Þær hafa um langt skeið gegnt ýmsum æðstu embættum í opinberri stjórnsýslu. Og það sem er meira um vert, konur geta, samkvæmt lögum, gert allt þetta og meira til. Það er í þeirra valdi að sannfæra kjósendur um að greiða sér at- kvæði. Ríkisvaldið getur ekki og mun ekki gera það. Breytingarnar hafa átt sér stað og fleiri eru rétt handan við hornið. Jafnvel þótt aft- urhaldssöm samfélagsöfl finnist í landinu þýðir það ekki að þau geti haft sitt fram. Þvert á móti þá hryllir meirihluta þjóðarinnar við þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.