Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Vaxandi spenna og ókyrrð er í Bólivíu. Myndin er frá mótmælum í borginni Cochabamba í siðasta mánuði. Bólivía - þar sem krafta- verkin duga ekki til etftir Franco Sampietro ÞAÐ sem hvað best lýsir Bólivíu er ef til vill hugtakið mótsögn. Þar má finna mótsagnir í landafræðinni, í sögu landsins, í fjármálum, í þjóð- inni sjálfri. í Bólivíu er hægt að finna sams konar einingar og stofn- anir og einkenna vestrænar þjóðir en þær starfa á allt annan hátt: Mót- sagnakennt. í bóksölum landsins má nú orðið finna margvísleg met- sölurit sem fjalla á mismunandi hátt um hnattvæðinguna og um frelsi markaðarins en þessum bókum er jafnan stillt upp í hillu við hliðina á öðrum ritverkum sem innihalda boðskap af allt öðrum toga. Dæmi um þetta er hin þekkta og vel metna bók „Pueblo enfermo" („Veikburða þjóð“) eftir Alcides Arguedas en í bókinni segir hann meðal annars að vegna persónueinkenna þjóðarinnar sé hún einfaldlega ekki fær um að laga sig að vestrænum lifnaðarhátt- um á neinn hátt. Hann lýsir þjóðinni þannig að hún sé blanda af ósið- menntuðu, sinnulausu fólki sem er fast í hugsun sveitamannsins. Hann var uppnuminn af Evrópu, aðallega Englandi og Frakklandi, og gerði sér ekki grein fyrir því eða vildi ekki sjá það að kenningar hans áttu við í allt öðru samhengi. I Bólivíu búa nefnilega meira en 500 ólíkar ind- íánaþjóðir og það er einmitt vegna þess sem nauðsynlegt er að fara aðrar leiðir við skipulag þjóðar. Áð- ur en uppreisn var gerð árið 1952 ríkti í landinu ríkisskipulag sem má að mörgu leyti líkja við miðalda- skipulagið á Vesturlöndum þar sem 80% bólivísku þjóðarinnar bjuggu á dreifbýlisstöðum þar sem voru alls engar samgönguleiðir og þetta fólk var því í engu sambandi við um- heiminn. Þessa ósnertu menningar- heima má finna enn þann dag í dag í landinu þar sem margt fólk býr enn við þessar aðstæður. Vegalaust land Bólivía þarfnast betrí vega og það er einmitt það sem helst stendur í vegi fyrir framþróun þjóðarinnar. Málið snýst reyndar ekki um að leggja hraðbrautir eða eitthvað því líkt, heldur einfaldlega að malbika vegina sem fyrir eru en einungis um 150 kílómetrar af vegum þessa víð- áttumikla lands eru malbikaðir. Það er reyndar enginn hægðarleikur að leggja vegi og hvað þá malbika þá í þessu harðbýla landi. Aðstæður eru erfiðar: Stærðarinnar fjöll, oftar en ekki 4.000 m há, steineyðimerkur þar sem skyndilega ryðjast fram kröftugar og vatnsmiklar ár og regnskógar þar sem slóðarnir hafa verið ruddir með sveðjum. Þar er mönnum hætta búin af villtum dýr- um og skordýrum sem geta smitað mann af banvænum sjúkdómum. Það hefur verið sagt að hver kíló- metri vegar kosti Bólivíu 11 milljón- ir króna og sjálfur Von Humbolt hafði á orði þegar hann ferðaðist um Bólivíu á 18. öld, að vegarlagning í Bólivíu flokkaðist undir listgrein. Þegar aðstæður eru eðlilegar tekur það um 6-7 klukkustundir að að ferðast 150 kílómetra og enn á eftir að taka með í reikninginn hin ófyrir- sjáanlegu veðurbrigði. Nú í febrúar síðastliðinn eyðilagðist vegurinn til Bermejo, sem er einn mikilvægasti verslunarstaðurinn í syðsta hluta landsins, en vegurinn hreinlega hrundi á 27 kílómetra kafla vegna gífurlegs úrfellis í marga daga. Þar á meðal hrundi og eyðilagðist al- gjörlega lítið indíánaþorp og enn hefur ekki verið unnt að laga veginn svo bærinn er í einangrun frá land- inu öllu. í öðrum hitabeltishéruðum (Beni, Pando, E1 Chaco) finnast mörg byggðarlög sem búa við al- gjöra einangrun af þessu tagi, rétt eins og litlar eyjar, það er ómögu- legt að komast lengra en í 10 kíló- metra fjarlægð frá hverju þorpi. Fátækasta land Suður-Ameríku Svo hefur því að sjálfsögðu ekki alltaf verið farið. Hin vellauðuga borg Tiwanacu var við lýði rétt fyrir blómaskeið inkaveldisins og við því tók borgin Potosi. í Potosi „upp- götvuðu" Spánverjar Sumaj Orko sem var bókstaflega heilt silfurfjall. Ef til vill styður þetta þá tilgátu ind- íána að það sé beint hlutfallslegt samband á milli þess hvaða lönd voru ríkust fyrir landvinningana og hver þeirra eru fátækust nú. Sam- kvæmt því sem Sameinuðu þjóðim- ar segja er t.d. meðalævin nú 60 ár (sem er þó framför frá 56 árum á 9. áratugnum). Meðaltal þeirra sem ekki eru læsir og skrifandi er um 60% þó að í sveitunum, þar sem meirihluti fólksins býr, sé meðaltal- ið allt að 90%. í sveitunum finnast ekki undirstöðuatriði eins og rafljós, drykkjarvatn, gas né neitt annað af þeim toga. 90% barna í La Paz, höf- uðborginni, þjást af næringarskorti. Árlegur hagvöxtur landsins, sem greinir reyndar ekki frá því í hönd- um hverra þessi vöxtur hafnar, er minni en 0,5% á ári. Helsta útflutn- ingsvara Bólivíu er kókaín og því næst baðmull en baðmullarræktun- in er samt mjög lítil. Landið er eitt af þeim þremur löndum í heiminum sem þurfa hvað mest á alþjóðlegri hjálp að halda ásamt Burkina og Bangladesh og sumir lánardrottnar þjóðarinnar, eins og Þýskaland, hafa fellt niður skuldir landsins. Samkvæmt rannsókn sendiráðs Bandaríkjanna á síðasta ári er til þrælaskipulag þekkt undir nafninu „criadito" þar sem foreldrar af ind- íánakyni gefa börn sín í hendur hvítra fjölskyldna til þess að þau starfi sem þjónustufólk í húsum þeirra allt sitt líf. Enginn aðgangur að sjó Landið missti aðgang að sjó í stríði við Chile fyrir meira en hundrað árum og þrátt fyrir miklar kröfur um endurheimtingu hefur ekkert gengið í samræðum ríkjanna tveggja. Bólivía neyðist því til að borga til Perú skatta fyrir það að fá að flytja innflutningsvörur sínar í gegnum landið sem gerir það að verkum að þær eru með því allra minnsta. ímyndið ykkur einangrun- ina sem allt þetta hefur í för með sér:'Enginn aðgangur að sjó, stór Andesfjallgarðurinn í vestri, Am- azon-regnskógarnir í norðri og austri. I suðri liggur svo landið að norðurhluta Argentínu þar sem verslunin snýst fyrst og fremst um kókaín, fatnað og annars flokks heimilistæki. Þriðja spilltasta landið Samkvæmt staðli Sameinuðu þjóðanna er Bólivía þriðja spilltasta land í heimi en þær niðurstöður voru fengnar út með því að einblína meira á útbreiðslu en verðgildi fyr- irbrigðisins. Spillinguna er að finna í öllum tegundum almenningsstofn- ana og einkastofnana (spítölum, nemendafélögum, fótboltafélögum, samböndum af öllum stærðum og gerðum) og nær út í öll þrep valda- píramídans út í ystu æsar þar sem hugsanlega finnast örlítil völd af einhverri gerð. Fjöldi dæma af þessu tagi sem finnast er einnig lygilegur, en einn verknaður virðist gleymast þegar sá næsti skýtur upp kollinum sem jafnframt gleymist þegar sá þriðji á sér stað. Spillingin er þannig hluti af menningunni og daglegu lífi fólks og það vita allir að til að geta fengið lán, vottorð, skírteini og leyfi er fyrsta atriðið að verða sér úti um einhver „sam- bönd“. Ein dagsönn staðreynd: Þeg- ar skipt er um stjórnvöld í landinu eru fengnir nýir starfsmenn í hrein- lega allar almennar stöður allt frá fyrsta ráðherraembætti til síðasta ræstitæknis. Byltingarglatt fólk Það var ekki að ástæðulausu sem Che Guevara valdi einmitt þetta land með það markmið sitt í huga að breiða út vopnaða byltingu um alla Rómönsku-Ameríku. Einmitt á síð- ustu öld voru gerðar 150 byltingar og valdarán í landinu. Það var svo erfitt að stjórna landinu að stofn- andi þess, Simon Bolivar, lagðist í þunglyndi eftir að hafa skrifað stjórnarskrá landsins sem var byggð á öllum helstu göfugustu undirstöðuatriðum Evrópumanna. Bólivía er í raun samsafn ólíkra þjóða og það hefur í för með sér alls kyns erfiðleika þegar á að fara að stjórna og skipuleggja. Til dæmis eru skráð gildandi 32 tungumál þótt sum þeirra séu reyndar töluð af minna en 50.000 manns eins og ger- ist með þjóðflokkana matacos, urus, trinitarios, tarabucos sem eru allt litlar þjóðir innan bólivísku þjóðar- innar. Fyrir utan spænsku, eru þrjú önnur tungumál viðurkennd sem op- inber: quechua, ayamara og guarani en þau voru viðurkennd opinber hinn 1. janúar 1996 og enn sjást eng- in merki um framfarir svo sem eins og aukna skólagöngu barna af ind- íánakyni á landsbyggðinni þar sem það telst til undantekninga að þau ljúki fyrsta bekk. 70% af þjóðinni eru af indíánakyni og 60% þeirra búa á landsbyggðinni þar sem finn- ast fáar og slæmar samgönguleiðir. Þetta fólk hefur komið sér upp heimsmynd sem í stórum dráttum kemur frá tímum inkanna blönduð við kristna trú. Heimsmynd sem byggist á raunveruleikatilfinningu sem á rætur sínar að rekja til tím- Bólivía er eitt fátæk- asta land í heimi. Það er landlukt, næstum vegalaust, menntun landsmanna í molum og spillingin nær inn i hvern krók og kima. Nú bendir margt til að íbúarnir, sem heyra flestir til einhverjum hinna rúmlega 500 indíánaættbálka i landinu, séu að búa sig undir enn eina byltinguna í landinu. anna löngu fyrir auðvaldskerfi nú- tímans. Kannski nægir að nefna eitt dæmi til að styðja þessa yfirlýsingu: í desember síðastliðnum lýsti al- þjóðlega fyrirtækið Coca Cola yfir gjaldþroti i Bólivíu vegna ónógrar sölu. Önnur stór og fræg fyrirtæki af sömu stærðargráðu, eins og McDonalds, hafa heldur ekki náð fótfestu. Þrátt fyrir það sjást um- merki vestræns samfélags á ólíkleg- ustu stöðum eins og til dæmis á ind- íánamörkuðunum þar sem byrjað er að taka við greiðslukortum. Fram- farir af þessu tagi eiga þó eftir að verða mun meira hægfara og erfið- ari fyrir bólivísku þjóðina en hjá suður-amerísku nágrannaríkjunum. Fyrrverandi harðstjóri við völd Þjóðin kaus sér forseta í miðri ringulreið og skorti á úrræðum af öllu tagi í september ’97 og fyrir val- inu varð Hugo Banzer Suarez, gam- almenni sem er þekkt fyrir það tvennt að vera morðingi og óhæfur stjórnandi. Morðingi, því ef gefin væri upp talan af horfnum embætt- ismönnum þar sem ábyrgðin er hans væri vel hægt að bera hann saman við Pinochet, og óhæfur vegna hás aldurs og slæmrar reynslu frá tveim síðustu ríkis- stjórnum hans. Banzer er, án efa, fyrsti suður-ameríski einvaldurinn sem er fyrirgefið af sögunni ef mað- ur hugsar út í það að hann var kos- inn forseti með 54% atkvæða. Þetta eru afleiðingar fátæktarinnar, van- mættisins og fáfræðinnar. Þrátt fyr- ir þetta hefur ráðuneyti hans, eins og reyndar í öllum löndum álfunnar, ekki gert annað en að breikka bilið sem aðgreinir ríka og fátæka. í dag eru mánaðarlaun heimilisþernu um 1.500 kr., laun verkamanns um 3.000 kr., lögreglu um 3.700 kr. á meðan almennir embættismenn komast upp með að fá um 220.000 í mánað- artekjur. Þetta eru afleiðingar eig- ingirni, spillingar og upplausnar. Vaxandi ókyrrð Spennan sem nú ræður ríkjum í Bólivíu er ekkert nema náttúrulegar orsakir þess að hafa notast við inn- flutt, ókunnug stjórnkerfi sem hafa verið tekin í notkun þrátt fyrir mót- þróa í landi þar sem raunveruleik- inn er allt annar, vegna þess að auð- lindirnar sem eru þar eru aðrar, vegna sérkenna fólksins sem byggir landið, vegna sögu þjóðarinnar. Ránin og skemmdarverkin sem nú ráða ríkjum í landinu sýna öll um- merki þess að almenningur sé að taka lögin í sýnar hendur. Almenn- ingur sér það í stofnunum dóms- valdsins (réttarkerfi, lögreglu), að þær starfa ekki með velmegun þjóð- arinnar allrar í huga heldur er þetta vald notað sem valdatæki fyrir efstu stéttina. Af því leiðir að það sem byrjar sem mótmæli vegna lélegs fjárhags verður að árás á allt það sem er í fyrirsvari fyrir valdinu yfir- leitt: Embættismenn, almennings- stofnanir, ríkisfyrirtæki...það kæmi ekki á óvart ef áframhald yrði á árásunum að aðgerðum yrði beint beinlínis að þeim sem hafa hvítan hörundslit því að hér í Bólivíu eru mótsagnirnar ótrúlegri en hægt er að gera sér í hugarlund og krafta- verk myndi ekki duga til við að leysa vandamálin. Höfundurmn er argentínskur blaða- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.