Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNELAÐIÐ
VIKAN 21/5-27/5
► UM 20% gerenda í
kynferðisafbrotamálum,
sem upp komu á tímabil-
inu frá nóvember 1998 til
desember 1999, voru und-
ir átján ára aldri, sam-
kvæmt rannsókn sem
byggði á gögnum frá
Barnahúsinu.
► ÓLAFUR Ragnar
Grímsson, sjálfkjörinn
forseti Islands til næstu
fjögurra ára, hefur heit-
bundist Dorrit Moussaieff.
► SAMTÖK atvinnulífsins
vísuðu á mánudaginn, fyr-
ir hönd LÍÚ, kjaradeilu
útvegsmanna og sjó-
manna til sáttasemjara
ríkisins. Ðeiluaðilar munu
hittast á morgun.
► VERKFALL í átta físki-
Álver gæti tekið til
starfa árið 2006
REYÐARÁL hf. og eigendur þess,
Hydro Aluminium og fímm íslenskir
fjárfestar, ætla að verja 300-400 millj-
ónum á næstu 20 mánuðum til að und-
irbúa og kanna hagkvæmni þess að
byggja álver í Reyðarfírði. Lands-
virkjun reiknar með að verja 1.100
milljónum til undirbúnings byggingar
Kárahnúkavirkjunar, þar af 300 millj-
ónir á þessu ári. Akvörðun um hvort
ráðist verður í þessar framkvæmdir,
sem áætlað er að kosti samtals 180-200
milljarða, verður þó ekki tekin fyrr en
í upphafi árs 2002, en ef framkvæmdir
hefjast það ár ætti nýtt álver að geta
tekið til starfa á árinu 2006 eða fyrr.
Lífeyrissjóðir rétti við
hlut húsbréfanna
mjölsverksmiðjum á
Norður- og Austurlandi
hefur staðið yfir frá 16.
maí, en á miðvikudaginn
slitnaði upp úr viðræðum
deiluaðila, en þeir stefna
að því að funda í dag.
► UM 50 dansarar San
Francisco-ballettsins,
komu til landsins á mánu-
daginn. Ballettinn, sem er
undir stjórn Helga Tóm-
assonar, sýndi uppfærslu
hans á Svanavatninu í
Borgarleikhúsinu.
► BJÖRK Guðmundsdótt-
ir var kjörin besta leik-
konan á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes á mánu-
daginn, fyrir hlutverk sitt
í myndinni „Dancer in the
Dark.“
► KONUNGUR Jórdaníu,
Abdullah II og kona hans
Ranfa komu í tveggja
daga opinbera heimsókn
til Islands á föstudaginn.
PÁLL Pétursson félagsmálai'áðherra
segir að ein af ástæðum þess að afföll
af húsbréfum hafa aukist mikið á sein-
ustu vikum sé sú að mikið fé hafi
streymt úr lífeyrissjóðum í fjárfest-
ingar erlendis eftir að heimild sjóð-
anna til að fjárfesta erlendis var rýmk-
uð. Hann segir lífeyrissjóðina eiga 70
milljarða í húsbréfum og væntir þess
að verkalýðshreyfingin beiti áhrifum
sínum í lífeyrissjóðunum til að rétta
við hlut húsbréfanna, enda sé það sam-
eiginlegt hagsmunamál allra.
Sala fasteigna dregst
ekki saman
GUÐRÚN Árnadóttir, formaður Fé-
lags fasteignasala, segir engin merki
um að sala fasteigna sé að dragast
saman þó að mikil afföll séu nú á sölu
húsbréfa. Þessar væringar geti að vísu
haft þau áhrif að verð á fasteignum
hækki ekki meira en hún kveðst hins-
vegar ekki vera á því að verð muni fara
lækkandi.
Hernámi ísraela í
Suður-Líbanon lokið
TVEGGJA áratuga hemámi ísraela í
suðurhluta Líbanons lauk á fimmtu-
dag þegar síðustu hermennirnir fóru
þaðan og sigurreifir Hizbollah-skæru-
liðar lögðu svæðið undir sig.
Israelsku hermennirnir voru fluttir
á brott í miklum flýti og vakti það
furðu margra hversu skipulagslaus
brottflutningurinn var. Þótti hann
líkjast engu meira en allsherjarflótta.
Yfirmenn hersins lýstu því þó yfir að
brottflutningurinn hefði verið vel
heppnaður og bentu á að enginn her-
maður féll.
Mikil fögnuður ríkti meðal Hizboll-
ah-skæruliða og stuðningsmanna
þeirra sem söfnuðust saman við landa-
mærin að ísrael. Ehud Barak, forsæt-
isráðherra Israels, hótaði því að svara
hugsanlegum árásum skæruliðanna á
norðurhluta ísraels af fullri hörku.
Hann skoraði ennfremur á ráðamenn í
Líbanon að notfæra sér brottflutning
hernámsliðsins til að tryggja varan-
legan frið milli landanna.
Vonast er til að brottflutningur
herliðsins greiði fyrir friði í Miðaust-
urlöndum en margir óttast þó að út-
koman geti orðið þveröfug.
Varað við sundrung
milli ESB og NATO
TVEGGJA daga vorfundi utanríkis-
ráðherra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins lauk í Flórens á Ítalíu á
fimmtudag og var þar lýst yfir stuðn-
ingi við fyrirætlanir Evrópusam-
bandsins um aukinn hlut þess í örygg-
is- og varnarmálum Evrópu. Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra ítrek-
aði þó á fundinum mikilvægi þess að
frumkvæði ESB í slíkum málum
mætti ekki verða til þess að veikja
NATO og varnarskuldbindingar
bandalagsins og varaði við því að
sundrung yrði sköpuð milli ESB og
NATO.
► FULLTRÚADEILD
Bandaríkjaþings sam-
þykkti á miðvikudag lög
sem kveða á um að Banda-
ríkin taki upp eðlileg við-
skiptatengsl við Kína.
Samþykktin var álitin mik-
ill sigur fyrir Bill Clinton
forseta sem barðist ötul-
lega fyrir lögunum.
► TALSMAÐUR rúss-
nesku stjórnarinnar sagði
á miðvikudag að til greina
kæmi að gera loftárásir á
staði í Afganistan þar sem
talið væri að liðsmenn ísl-
amskra skæruliða væru
þjálfaðir. Sljórnin myndi
ekki hika við að grípa til
slíkra aðgerða ef mikil-
vægir þjóðarhagsmunir
Rússa væru taldir í veði.
► PERVEZ Musharraf,
leiðtogi herforingjastjórn-
arinnar í Pakistan, kvaðst
á fimmtudag ætla að verða
við tilmælum hæstaréttar
landsins um að koma á lýð-
ræði innan þriggja ára frá
valdaráni hersins 12. októ-
ber. Er þetta í fyrsta sinn
sem hershöfðinginn lofar
að boða til kosninga innan
ákveðins tíma.
► AKBAR Hashemi Rafs-
anjani, fyrrverandi forseti
Irans, tilkynnti á fimmtu-
dag að hann hefði ákveðið
að taka ekki sæti á þingi
landsins vegna ásakana
um að harðlínuöfl í klerka-
stjórninni hefðu tryggt
honum þingsætið með
kosningasvikum. Rafsanj-
ani kvaðst afsala sér þing-
sætinu til að afstýra alvar-
legri sundrung í landinu
vegna valdabaráttu harð-
linuaflanna og umbóta-
sinna.
Styttist í að alþjóðlegur sakamáladómstóll taki til starfa
Island tíunda ríkið til
að fullgilda sáttmálann
Reuters
Aðalritari SÞ, Kofí Annan, sem setti Rómarráðstefnuna þar sem sam-
þykkt var að setja á stofn alþjóðlegan sakamáladómstól.
Tíu af 96 ríkjum, sem
undirrituðu samninginn
um stofnun alþjóðlegs
sakamáladómstóls, hafa
fullgilt hann. Island
gekk frá fullgildingar-
skjölum í fyrradag.
FULLTRÚI íslands afhenti í íyrra-
dag aðalframkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna fullgildingarskjal
vegna Rómarsamþykktarinnar um
Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Is-
land varð þar með tíunda ríkið til að
fullgilda samþykktina.
Alls hafa 96 ríki undirritað Rómar-
samþykktina en þau ríki sem hafa
fullgilt hana eru, auk íslands, Sen-
egal, Trínidad og Tóbagó, San Mar-
ínó, Ítalía, Fídjieyjar, Gana, Noreg-
ur, Belize og Tajikistan. Samþykktin
mun öðlast gildi tveimur mánuðum
eftir að 60 ríki hafa fullgilt hana.
Samþykktin, sem gerð var 17. júlí
1998 á ríkjaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Róm, kveður á um stofnun
Álþjóðlega sakamáladómstólsins.
Álþjóðlegi sakamáladómstóllinn,
sem hafa mun aðsetur í Haag, hefur
það hlutverk að dæma í málum ein-
staklinga sem grunaðir eru um alvar-
legustu glæpi gegn mannkyninu, þ.e.
hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðs-
glæpi og glæpi gegn friði.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að stofnun þessa dóm-
stóls væri afar mikilvægt og jákvætt
skref. „Þessum dómstól er ætlað að
taka á öllum aðilum sem eru grunaðir
um stríðsglæpi eða aðra glæpi gegn
mannkyni. Þegar hann tekur til
starfa verður ekki lengur nauðsyn-
legt að setja upp sérstaka dómstóla í
hverju tilviki. Það er því miður verið
að fremja slíka glæpi um allan heim
og engin tök á því að setja upp dóm-
stóla í öllum þeim málum. Stofnun
þessa dómstóls er ekki síst gagnleg
vegna þess að þeir sem eru grunaðir
um slík voðaverk geta þá aldrei verið
öruggir um að þeir komist upp með
glæp sinn,“ sagði Halldór.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri íslandsdeildar Amn-
esty Intemational, sagðist vera mjög
ánægð og stolt yfir því að Island væri
orðinn formlegur aðili að samningn-
um.
„Við erum búin að berjast fyrir
þessu í mörg ár og höfum lagt í þetta
mikla vinnu. Við hjá íslandsdeildinni
höfum þrýst á íslensk stjómvöld að
hraða afgreiðslu málsins og lítum á
það sem árangur okkar að við skulum
verða númer 10 í röðinni. Þar með
setjum við mikilvægt fordæmi fyrir
önnur ríki sem eiga eftir að staðfesta
stofnsáttmálann.
Þessi dómstóll skiptir gífurlega
miklu máli. Amnesty Intemational
hefur í fjöldamörg ár haft það sem
eitt af forgangsverkefnum að beijast
gegn refsileysi. Þessi dómstóll er gíf-
urlega mikið skref í áttina að því að
refsileysi verði ekki liðið. Við sjáum
það í starfi okkar að það em bein
tengsl á milli mannréttindabrota og
refsileysis. Svona dómstóll mun rjúfa
þennan vítahring refsileysis og
mannréttindabrota,“ sagði Jóhanna.
Tekur á stríðsglæpum
og hópmorðum
Unnið hefur verið að stofnun saka-
máladómstóls allt frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Hópmorð,
glæpir gegn mannúð og stríðsglæpir
em skilgreind í Rómarsamþykktinni,
en kveðið er á um að dómstóllinn
skuli ekki beita lögsögu sinni að því
er glæpi gegn friði varðar fyrr en
skilgreining á þeim liggur fyrir.
Dómstóllinn hefur sjálívirka lögsögu
í málum er undir hann heyra, þ.e.
óháða sérstöku samþykki viðkom-
andi ríkja. Skilyrði er þó að annað-
hvort þegnríki sakbomings eða ríkið
þar sem hið meinta brot var framið sé
aðili að samþykktinni. Aðildarríki er
heimilt að undanþiggja sig lögsögu
dómstólsins að því er stríðsglæpi
varðar til allt að sjö ára frá því að
samþykktin öðlast gildi gagnvart því.
Sérstakur saksóknari starfar sam-
kvæmt samþykktinni og getur hann
að eigin frumkvæði eða eftir tilvísun
frá aðildarríki eða öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna hafist handa við að
rannsaka og gefa út ákæm í málum
er undir dómstólinn heyra. Sam-
kvæmt samþykktinni er óheimilt að
hefja eða halda áfram rannsókn eða
saksókn í máli á eins árs tímabili eftfr
að öryggisráðið hefur lagt fram
beiðni þar að lútandi til dómstólsins, í
samræmi við ályktun sem samþykkt
er samkvæmt VII. kafla sáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Lögsaga Alþjóðlega sakamála-
dómstólsins er til fyllingar lögsögu
einstakra ríkja til að saksækja og
dæma í þeim málum sem hér um
ræðir. Lögsaga dómstólsins verður
því aðeins virk að viðkomandi ríki
hafi sökum skorts á getu eða vilja lát-
ið undir höfuð leggjast að grípa til
viðeigandi ráðstafana.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er
varanlegur og hefur almenna lög-
sögu. Hann er því frábrugðinn al-
þjóðastríðsglæpadómstólunum í mál-
efnum íyrrverandi Júgóslavíu og
Rúanda sem hafa takmarkaða lög-
sögu bæði í tíma og rúmi.
Áhersla á sjálfstæði
dómstólsins
Ríkjaráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna í Róm var haldin dagana 15. júní
17. júlí 1998. ísland var í hópi rúm-
lega 60 ríkja á ráðstefnunni sem
lögðu áherslu á að Alþjóðlegi saka-
máladómstóllinn yrði sjálfstæður og
öflugur og hefði sjálfvirka lögsögu í
málum er undir hann heyra. Hópm--
inn taldi enn fremur afar mikilvægt
að tryggja sjálfstæði og frumkvæðis-
rétt saksóknarans. í hópnum voru
m.a. öll aðildarríki ESB að Frakk-
landi undanskildu, Noregur, Sviss,
Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland
auk ýmissa Austur-Evrópuríkja,
Mið- og Suður-Ameríkiufkja, Afríku-
ríkja og Asíuríkja. Nokkur ífki, þ. á
m. Bandaríkin, Frakkland, Rússland,
Kína, Indland, Mexíkó og ýmis
Arabaríki, vildu á hinn bóginn draga
úr valdi saksóknarans og takmarka
lögsögu dómstólsins. Bandaríkin
lögðu megináherslu á að þegnríki
sakbornings yrði að veita samþykki
sitt í hvert skipti til að lögsaga dóm-
stólsins yrði virk, en samkvæmt því
væri t.d. ekki unnt að lögsækja
bandaríska hermenn nema með sér-
stöku samþykki Bandaríkjanna.
Að morgni lokadags ráðstefnunn-
ar, 17. júlí 1998, lagði formaður aðal-
samninganefndarinnar, Kanadamað-
urinn Philippe Kirsch, fram ný
samningsdrög sem byggðu að veru-
legu leyti á sjónarmiðum 60 ríkja
hópsins. Komið var þó að nokkru
leyti til móts við sjónarmið hinna ríkj-
anna. Fyrmefndi hópurinn taldi
drögin viðunandi í heild og hvatti til
þess að þau yrðu samþykkt án nokk-
urra breytinga. Á lokafundi aðal-
samninganefndarinnar lögðu Indland
og Bandaríkin hvort um sig fram
breytingartillögur, en mikill meiif
hluti ríkja samþykkti tillögur Noregs
um að taka breytingartillögurnar
ekki fyrir. í kjölfarið voru samnings-
drögin samþykkt með lófataki.
A fundi um kvöldið kröfðust
Bandaríkin atkvæðagreiðslu um
samningsdrögin. í atkvæðagreiðsl-
unni greiddu 120 ríki atkvæði með, 21
sat hjá og aðeins 7 greiddu atkvæði á
móti, þ. á m. Bandaríkin, Indland,
Kína og ísrael. Meðal þeirra sem
greiddu atkvæði með drögunum voru
Frakkland og Rússland.