Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Blaðað í fjöl- skyldualbúmi þjóðarinnar Draumalandið er yfírskrift tónleika í Saln- um nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 en þar munu fjórir ungir söngvarar syngja íslensk einsöngslög ásamt Jónasi Ingimundarsyni Morgunblaðið/Ásdís Jónas Ingimundarson, Ágúst Ólafsson, Garðar Thor Cortes og Ásgerður Júníusdóttir. píanóleikara. Margrét Sveinbjörnsdóttir 7 7 7 hitti þau Agúst Olafsson baríton, Asgerði Júníusdóttur mezzósópran, Garðar Thor Cortes tenór og Jónas í Salnum - og sló svo á þráðinn til sópransöngkonunnar Valgerð- ar G. Guðnadóttur sem var að búa sig af stað frá Lundúnum. ÞÓ AÐ einsöngslög í hefðbundnum skilningi eigi sér ekki nema rétt rúmlega hundrað ára sögu hér á landi er safn íslenskra einsöngslaga orðið býsna fjölskrúðugt. Á tónleik- unum í Salnum á þriðjudagskvöldið verður stiklað í gegnum þessa sögu og mun þar hljóma fjöldinn allur af vel þekktum lögum í bland við nokk- ur minna þekkt. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir merkjum Listahá- tíðar i Reykjavík, eru liður í annarri tónleikaröð Tónskáldafélags ís- lands, íslensk tónlist á 20. öld, auk þess sem þeir eru á dagskrá Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Aðspurður um tildrög tónleikanna segir Jónas Ingimundarson að þegar hann hafí verið beðinn um að hafa umsjón með þeim hafi honum þótt upplagt að kalla til liðs við sig nokkra unga söngvara til þess að „líta í fjöl- skyldualbúm þjóðarinnar og blaða í því fram og til baka“, eins og hann orðar það. „Við stöndum á tímamót- um á árinu 2000 og þessi tímamót fara saman við íslenska einsöngslag- ið í eina öld en elstu lögin eru frá síð- ustu árum nítjándu aldar. Það gaf okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg. Við byrjum á Sveinbirni Svein- bjömssyni, Sigfúsi Einarssyni og Bjarna Þorsteinssyni og endum á Tryggva Baldvinssyni og John Speight," segir Jónas til að gefa hug- mynd um breiddina í efnisskránni en tekur þó fram að það sé ekki endi- lega ætlunin að gefa sögulegt yfirlit um þróun íslenska einsöngslagsins. Hikar ekki þegar svona tækifæri býðst „Eg hef haft mjög gaman af að vinna með þessu unga fólki, þau em öll mjög músíkölsk og elskuleg - og ég hef ekki orðið var við neinn ágreining í tjáningunni. Við stingum okkur hvert í samband við annað og látum tónana leiða okkur inn í þenn- an undraheim sem við öll elskum og dáum,“ segir Jónas. Söngvararnir em sammála um að það sé frábært tækifæri fyrir þá að Sara Haraldsdottir Ibróttapíáffiart Nýbýlavegi 24 - Kópavog! Slml 564 1011 - spa@meccaspa.ls www.meccaspa.is Innifalið i verði Einkatímar t tækjasai Leikfími - hóptímar Taibo tímar Næringarráðgjöf Sund, gufa og nuddpottur Sloppur, skór og handklæði Frábærir kennarar Morgun- hádegis- og kvöldtímar Tílboð 22*500 krónur rafn Friðbjörnsson Goran Kristofer Ukamsbiatfðrí Yflbidlfati Erla Kjartansdottir Ég byrjaói í þjálfun hjá Goran í Mecca Spa i lok febrúar og undir hans leiósögn með frábæru æfingaprógrammi hef ég misst 16 kíió á auóveldan hátt, án þess aó neyta mér um i gæði lífsins í mat og drykk. J oley Johonnsdóttir Birna Guðmundsd UkárnjWáifart IbrðttafitólBii fá að kafa í brunn ís- lenskra einsöngslaga með Jónasi, sem þekki þau manna best. „Mað- ur hikar ekki þegar svona tækifæri býðst,“ segir Ágúst Olafsson en hann hefur síðast- liðin þrjú ár stundað nám við Sibeliusaraka- demíuna í Helsinki. Þar hefur hann fram að þessu mestmegnis verið í ljóðasöng en þreytti nýverið inn- tökupróf í óperudeild- ina og hefur þar nám á hausti komanda. íslensku ræturnar Ásgerður Júníusdóttir segir það góðan skóla að vinna með Jónasi og líkir þvi við „masterklass“-námskeið. Hún hélt nýverið „debúttónleika" sína og vinnur nú að gerð geislaplötu með lögum eftir íslenskar konur við ljóð íslenskra kvenna. Hún segir það sérstaklega góðan grunn að byggja á fyrir unga söngvara að leita til hinna íslensku róta í einsöngslaginu í upp- hafi ferilsins. Garðar Thor Cortes segist dálítið hafa fengist við íslensk einsöngslög þegar hann var við nám í Söngskól- anum í Reykjavík, auk þess sem hann hafi gert dálítið af því að syngja þau við jarðarfarir og brúðkaup, m.a. ásamt Valgerði Guðnadóttur. Garðar Thor hefur að undanförnu verið í einkatímum hjá Andre Orlowitz í Kaupmannahöfn en í haust heldur hann til Lundúna þar sem hann hyggst nema næstu tvö árin við óp- erudeild Konunglegu tónlistaraka- demíunnar. Á síðastliðnu ári gerði hann hlé á námi til þess að syngja í Óperudraugnum í Her Majesty’s Theatre á West End. Á sviðinu allan tímann Valgerður, sem hefur verið við framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum í vetur, seg- ir að þó að hún hafi gert þónokkuð mikið af því að syngja íslensk ein- söngslög, þá sé heilmik- ið af lögum sem hún syngur á tónleikunum í Salnum sem hún hafi aldrei komist í tæri við áður. „Það er til dæmis eitt eftir John Speight, sem heitir Prinsessan á bauninni, sem er mjög skemmti- legt og nútímalegt," segir hún. Val- gerður hélt ásamt þeim Valdimar Himarssyni og Hallveigu Rúnars- dóttur tónleika í Guildhall á liðnum vetri, þar sem þau sungu m.a. íslensk lög, sem hún segir að hafi verið sér- staklega vel tekið af áheyrendum. Efnisskrá Draumalandstónleik- anna er mikil að vöxtum og til þess að eyða ekki óþarflega miklum tíma í að ganga inn og út af sviðinu munu flytjendur allir verða á sviðinu allan tímann og stíga fram til skiptis. Garðar Thor hugsar sér gott til glóð- arinnar að geta sest niður eftir að hafa sungið sín lög og hlustað á þau hin. Félagar hans taka heilshugar undir. Þegar þau eru spurð hvort þau eigi sér einhver uppáhaldslög úr þessu mikla safni vefst þeim tunga um tönn og þau eiga erfitt með að gera upp á milli þeiiTa. Ágúst nefnn- Rósina sem sitt uppáhald en Ásgerð- ur og Garðar Thor segja pass. Valgerður Guðrún Guðnadóttir HADEGISVERÐARFUNDUR Mánudaginn 29. maí kl. 12:00 íVíkingasal á Hótel Loftleiðum Evrópusambandið, evran og Bretland Ræðumaður: Kenneth Clarke Kenneth Clarke er þingmaður fyrir breska íhaldsflokkinn og fyrrverandi ráðherra. Hann hefur lcngi verið talsmaður aukinnar þátttöku Bretlands í málefhum ESB og mun á fundinum ræða um hugmyndir sínar um framtíð Bretlands á þeim vettvangi. Þátttökugjald er kr. 3000 (hádegisverður innifalinn). Fyrirframskráning er æskileg: sími 510 7100, fax 568 6564, tölvup. mottaka@chamber.is. BRESK ÍSLENSKA VERSLUNARRÁÐ ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.