Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 51 I DAG BRIDS Umsjjón Guðmuiidur PáU Arnarson VÖRNIN er sannarlega erfiðasti þáttur spilsins, sem stafar ekki síst af því að iðulega þarf að taka lykilákvörðun snemma, of- ast í fyrstu þremur slögun- um. Lesandinn ætti að tylla sér í austur og gera upp við sig framhaldið í öðrum slag: Austur gefur; NS á hættu. Norður A1Q652 ¥ A1086 ♦ DG8 * K9 Vestur Austur A ♦ 874 V ¥G953 ♦ ♦ ÁK7 + 4.1043 Vestur Norður Austur Suður - Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Allir pass Suður hefur sýnt 13-15 punkta grandopnun og neitað hálit. Makker kem- ur út með tígulfjarka, fjórða hæsta, sagnhafi stingur upp gosa í borði og þú átt á kónginn. Hvað svo? I'að er ljóst að makker á slatta af spilum, 7-9 HP, en er þó punktlaus í tígli. Að því athuguðu virðist skynsamlegt að fría tígul- inn, þó svo að það kosti kannski einn slag á litinn, því makker á mjög senni- lega innkomu til hliðar. Og þannig vörðust menn á borðunum þremur á lands- liðsæfingunni, sem þáttur- inn hefur verið helgaður síðustu daga. En ekki með góðum árangri: Norður A 10652 ¥ A1086 ♦ DG8 + K9 Vestur Austur aKG93 *874 ¥D7 ¥G953 ♦ 109642 4ÁK7 *D8 +1043 Suður +ÁD ¥K42 ♦ 53 +ÁG7652 Sagnhafi þarf ekki nema fímm slagi á lauf og hefur þvi efni á að toppa laufið í öryggisskyni. í>að bar óvæntan ávöxt þegar vest- ur lét drottninguna treg- lega undir ásinn. Þegar állar hendur sjást er einfalt að hnekkja þrem- ur gröndum með því að skipta yfir í spaða, því þá neyðist sagnhafi til að spila laufinu með líkum og svina gosanum. En það er sitt- hvað Jón og séra Jón, eða „tvær hendur og fjórar". Arnað heilla O/AÁRA afmæli. í dag, ÖU sunnudaginn 28. maí, verður áttræður Finnur Bergsveinsson frá Gufudal, rafvirkjameistari, Laugar- nesvegi 90, Reykjavík. Finnur dvelst erlendis á af- mælisdaginn. O/A ÁRA afmæii. Á O v/ morgun, mánudag- inn 29. maí, verður áttræð Halldóra Júlíusddttir, Gnoðarvogi 68, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Magnús Finnbogason, taka á móti gestum í Safnaðai-- heimili Langholtskirkju nk. sunnudag, 4. júní, kl. 16. FJ fk ÁRA afmæli. Nk. I t) mánudag, 29. maí, verður sjötíu og flmm ára Andres Þ. Guðmundsson, Hrauntungu 11, Kdpavogi. Hann og eiginkona hans, Sigríður WiIIiamsddttir, verða að heiman á afmælis- daginn. pTO ÁRA afmæli. Á OU morgun, mánudag- inn 29. apríl, verður fimm- tug Sigurdís Þorláksdóttir, Arnardranga, Kirkjubæjar- klaustri. Eiginmaður henn- ar er Helgi V. Jdhannsson. LiOÐABROT LOAN Einn um haust í húmi bar hal að kletta sprungu, úti kalt þá orðið var, öngvir fuglar sungu. Sá hann lóur sitja þar sjö í kletta sprungu, lauf í nefi lítið var og lá þeim undir tungu. Og hann sá, að sváfu þær svefnamóki þungu; læddist inn og einni nær inni’ í kletta sprungu. Gísli Brynjúlfsson. ORÐABÓKIN Dyrum og dyngjum NÝLEGA rakst ég á frá- sögn í tímariti, þar sem sagt var frá manni, og hefði lögreglan leitað „að honum í dyrum og dyngj- um“, eins og það var orð- að. Ég skal játa, að ég hnaut um þetta orðtak, enda er ég ekki vanur því í þessari mynd. Ég tala um að leita að e-m eða e-u dyrum og dyngj- um, þ. e. leita að e-u mjög rækilega, leita alls staðar. Ég býst við, að þeir séu fleiri en ég, sem nota orðtakið í þessari mynd. Við athugun á Orðtakasafni Halldórs Halldórssonar próf. kem- ur sitthvað í ljós. Hann nefnir annað afbrigði og segir algengt í nútíðar- máli, Er það að leita e-s (að e-u) dunum og dynkj- um, en um það hefur hann svipað dæmi frá um síðustu aldamót. Benedikt Gröndal talar um að leita dynum og dynkjum að e-u. Elzta dæmi, sem kunnugt er um orðtakið, er frá 18. öld: hann leitaði að henni í dyrum og dyngjum. Er þá komin hér sama gerð orðtaksins og vitnað var til hér í upphafi. Vel má vera, að sá blaðamaður, sem skrifaði frásögnina, hafi lært þetta af bók Halldórs, en það þarf ekki að vera svo. Dyngja táknaði að fornu kvenna- hús, aðsetursstað kvenna í baðstofu (skála). Hall- dór telur, að hér merki dyr hin ytri takmörk hússins, en dyngjan hin innri. Frummerking orð- taksins er því sú „að leita um allt húsið“. Hvað segja lesendur annars um orðtak þetta? - JAJ. STJÖRIVUSPA eftir Frances llrake TVIBURAR Þú ert sjálfstæður og sköp- unargáfa þín ersterk. Listir eru þér hugleiknar og þar muntu njóta þín. Hrútur (21. mars -19. apríi) Einhver vandræðagangur er líklegur til þess að fara í taug- amar á þér. Það er samt mik- ilvægt að þú haldir ró þinni meðan ósköpin ganga yfir. Naut (20. apríl - 20. maí) /a* Þú átt margan greiðan inni og þeir eru mai-gir sem eru boðn- ir og búnir til að rétta þér hjálparhönd, ef þú bara lætur þá vita. Hikaðu ekki við það. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Einhverjar breytingar eru að bijótast um í þér. Leyfðu hlutunum að gerjast og taktu svo málið skipulega íyrir. Þannig færðu beztu niður- stöðuna. Krabbi (21. júní-22. júlí) Það getur verið notalegt að láta hugann reika og skapandi líka, ef þú hefur skriffæri við hendina. Að setja saman sög- ur og ljóð er góð dægrastytt- ing.____________________ Ljón (23.júlí-22. ágúst) m Sýndu mikla varúð í fjármál- um þessa dagana. Kannaðu vandlega þá kosti sem fyrir hendi eru og hiustaðu á sérf- ræðingana áður en þú ákveð- urþig.__________________ Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (DlL Sýndu samstarfsmönnum þinum lipurð og sveigjanleika. Þeir reyna sitt bezta. Líttu frekar svo á að stundaglasið sé hálffullt en hálftómt. (23. sept. - 22. okt.) m Það muna reynast þér ógjöm- ingur að halda þig við fyrir- fram ákveðna dagskrá í dag. Taktu hlutunum samt með ró og kláraðu það sem skiptir máli. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Komdu vinum þínum á óvart með einhverju skemmtilegu uppátæki. Það þarf ekki að vera neitt stórbrotið, bara smávottur um vináttu þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Afj) Þú átt oft erfitt með að halda hlutunum í röð og reglu. Þótt sjálfur vitir þú vel hvar hver hlutur er, kunna aðrir ekki að meta þetta skipulagsleysi. Steingeit (22. des. -19. janúar) Nú er dagurinn til þess að leyfa hæfileikunum að njóta sín óhindrað. Skrifaðu, mál- aðu, syngdu, allt eftir þínu höfði og þú munt yngjast um mörg ár! Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) kÉk> Haltu fast utan um budduna. Það er margt sem kallar, en færra sem er nauðsynlegt. Og oft eru beztu hlutirnir alls ekki falir fyrir fé. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það eftir þér að gera bara það sem þú vilt í dag. Þú hefur reynzt öðrum tillits- samur og hjálplegur og nú er komið að þeim að gjalda líku líkt. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. Sushibakki 8 bitar kr. 1.800.- apótek bar • grill Austurstræti 16 Sími: 5757 900 /7 ÁSKORUN HUGLTÓMUNAR (The Enlightenment Intensive) í Bláfjölium 31. maí til 3. jdní. Áskorun hugljómunar er krefj- andi en magnað og hefiir sl. 30 ár verið vendipunktur til aukinnar meðvitundar fyrir þúsundir manna. Engin reynsla af sjálfsvinnu er nauðsynleg. Leiðbeinandi Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir. Nánari uppl. og skráning hjá Guðfinnu í símum 562 0037 og 869 9293 og Óttari Ellingsen í símum 554 3930 og 899 5589. Lokadagur til skráningar er sunnudagurinn 28. maí. ASfiegja spegilinn 5umarbCi<í»rnar Ævintýraland Nýjar vörur í hverri viku Verðdæmi: Jakkar Pils Buxur Bolir frá kr. 4.900 frá kr. 2.900 frá kr. 1.690 frá kr. 1.500 kr. 2.500 Kvartbuxur Stuttbuxur og bermudabuxur frá kr. 1.900 QÍjBS Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. IMýkomin vörusending Sófasett, bókahillur, stakir sófar, brúður, postulínsstyttur o.m.fl. Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Raðgreiðslur 1 Antik er fjdrfesting Antik er lífstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17. Viktoria Antik • Grensásvegi 14 • Sínii 568 6076 ER RAFLÖGNIN ORÐIN GÖMUL EÐA ÚR SÉR GENGIN? HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF ÖRYGGI FJÖLSKYLDUNNAR? Við hjá Rafsól skoöum eldri raflagnir og gerum kostnaöar- áætlanir á þeim únbótum sem þurfa þykir, húseigendum að kostnaðarlausu. Upplýsingar í síma 553 5600 FYRIRBYGGJUM SLYS - AUKUM ÖRYGGI! RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVfK SÍMf: 553 5600 www.rafsol.is Rafsól hf. er löggiltur rafverktaki og starfar í Reykjavík og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.