Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nýsköpunasjóður verðlaunaði sjö nýjar viðskiptaáætlanir á ársfundi sínum í vik- unni. Anna G. Ólafs- dóttir spjallaði við verðlaunahafana í tveimur fyrstu sætun- um. Fyrstu verðlaun hlaut Egill Jónsson, tannlæknir á Akur- eyri, fyrir áhugaverða hufflnynd á sviði tannviðgerða. Önnur ✓ verðlaun hlutu Olafur Helgi Jónsson og Kjartan Magnússon 1 tengslum við þróun á rakamælingartæki. EG er ekki að hugsa um eigin hag enda er ég ríkur - á góða og heilbrigða fjöl- skyldu. Á hinn bóginn er ég gífurlega metnaðarfullur fyrir hönd lands og þjóðar. Islendingar ættu að geta stjórnað ferðinni í rekstrinum að því tilskyldu að fyrir- tækið verði fjármagnað með inn- lendu fjármagni," segir Egill Jóns- son, tannlæknir á Akureyri, um áætlun um rekstur fjölþjóðafyrir- tækis um framleiðslu og sölu á fjölda- framleiddum postulínsfyllingum. Egill er borinn og barnfæddur Ak- ureyringur. Fyrir utan námsárin á íslandi og Svíþjóð hefur hann búið í bænum og líkað vel. „Stressið er ekki líkt því eins og í Reykjavík," segir hann og því er engin tilviljun að hann hefur starfað við tannlækingar á Ak- ureyri í 22 ár. Fyrir um 12 árum fór hann að velta fyrir sér nýstárlegri að- ferð við tannlækningar. „Lengi vel hélt ég að mér höndum og þóttist nokkuð viss um að aðrir yrðu fyrri til að þróa hugmyndina. Ég ákvað loks að láta til skarar skríða og bar mig upp við bandarískt sölufyrirtæki á tannlæknavörum fyrir um tíu árum. Hugmyndin var að fá fyrirtækið Henry Schein til samstarfs við Há- skóla íslands og íslenska tannlækna um rannsóknir og þróun á sviði tann- lækninga. Að mínu viti eru íslenskir Morgunblaðið/Kristján Egill Jónsson tannlæknir að störfum á tannlæknastofu sinni á Akureyri. Islendingar stj órni fer ðinni Morgunblaðið/Kristján Skrifstofustörfín taka drjúgan tíma. tannlæknar sérstaklega hæfir til þró- unarstarfs því sú stétt sækir sér þekkingu alls staðar að úr heimin- um.“ Stjórnendur fyrirtækisins svöruðu fyrirspurninni ekki beint heldur sögðu að samstarf á sviði sölu á tann- lækningavörum kæmi vel til greina. „Fyrirtækið hugði á útþenslu til Evrópu eins og staðfest var á fundi með forstjóra og fjármálastjóra þess í Keflavík skömmu síðar. Ferðinni var heitið til Þýskalands til að kaupa þýskt fyrirtæki og ekki leið á löngu þar til útibúin í Evrópu voru orðin heilmörg. Nú er fyrirtækið orðið stærsta fyrirtækið í sölu á tannlækn- ingavörum í öllum heiminum með ársveltu upp á meira en 76 milljarða íslenskra króna.“ Egill fór að kaupa inn tannlækna- vörur frá fyrirtækinu fyrir eigin tannlæknastofu og nokkrar aðrar á Akureyri árið 1989. „Smám saman fór umstangið í kringum innflutning- inn að verða tímafrekara. Þrýstingur myndaðist á að ég tæki ákvörðun um að hætta innflutningi alfarið eða stofna fyrirtæki um reksturinn. End- irinn varð sá að ég fékk 112 tannlækna í lið með mér um stofnun innflutningsfyrir- tækis með tannlæknavörur frá Henry Schein árið 1990,“ segir Egill og tekur fram að hópurinn hafi talið helming allra starfandi tannlækna á landinu á þeim tíma. „Aðalstöðvar fyrir- tækisins eru á Akureyri og útibú í Reykjavík. Nú er fyrirtækið leiðandi í tann- læknavörum og hefur valdið því að tannlæknavörur hafa lækkað um 35-40% í verði.“ Ekki hrifinn afþróuninni Egill hafði ekki gefið hugmyndina um þróunarvinnuna upp á bátinn. „Ég fylgdist vel með þróuninni í tannlækningum og var ekki alls kost- ar hrifinn að því í hvaða átt stefndi. Vélmenni voru þróuð og ýmsar aðrar tækninýjungar. Aftur á móti breytt- ist vinnuaðstaða tannlæknanna af- skaplega lítið og hélt áfram að valda ýmsum axlar- og bakeymslum," segir hann og lét loks til skarar skríða fyrir um ári. „Með styrk frá Atvinnuþró- unarsjóði Eyjafjarðar gafst mér tækifæri til að taka hugmyndina upp að nýju.“ Egill útskýrir nánar hvað felst í hugmyndinni. „Skemmdir eru í 99% tilvika mjög ámóta. Engu að síður hefur hingað til þurft að gera sér- staka fyllingu fyrir hverja skemmd, fyrir utan að erfitt hefur verið að komast að sumum skemmdum. Hug- myndin felst í því að fjöldaframleiða fyllingar fyrir hverja skemmd. Gald- urinn felst í því að gera holuna til- búna fyrir fyllinguna. Ég get ekki gefið ítarlegri upplýsingar því skil- yrði fyrir því að einkaleyfi fáist felst í því að aðferðin sé ekki gefin upp op- inberlega. Aftur á móti hef ég kynnt hugmyndimar útvöldum hópi tann- lækna og fengið afar jákvæð við- brögð.“ Egill heldur áfram. „Núna eru snillingar á Iðntæknistofnun að hanna tæki til að líkja eftir bor í eins konar hermiforriti. Éftir að teikning- amar verða tilbúnar verður fyrsta tækið framleitt í Hollandi í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í smíði framgerða og gerir ráð fyrir smíðin taki aðeins tvo daga. Væntanlega verða fyrstu prófanimar á gifstönnum gerðar innan fárra vikna. Eftir að fyrstu prófunum lýk- ur vonast ég eftir samvinnu við æðstu menntastofnanir landsins við prófan- imar. Aðferðin verður ekki reynd á sjúklingum fyrr en á næsta ári. Stefnt er að því að byrjað verði að selja fyllingar og tilheyrandi tækja- búnað á Norðurlöndum um mánaða- mótin ágúst og september árið 2002.“ Ódýrara og minni sársauki Nýja aðferðin veldur því að vinnu- aðstaða tannlæknisins batnar til muna. Neytendur verða aðallega varir við breytinguna í tengslum við lækkun á tannlæknakostnaði. „Núna vill almenningur fá hvítar fyllingar. Plastfyllingar verða gjaman fyiir valinu enda talsvert ódýrari heldur en sérsmíðaðar postulínsfyllingar. Aftur á móti endast postulínsfylling- ar gjarnan þrefalt lengur. Með nýju aðferðinni verður hægt að bjóða end- ingargóðar postulínsfyllingar á svip- uðu verði og plastfyllingar nú. Önnur breyting felst í því að ekki þarf að koma fyrir bráðabirgðafyllingum eins og áður. Sjúklingar þurfa því ekki að koma aftur til tannlæknisins til að láta bora bráðabirgðafyllinguna út og fá varanlega fyllingu." Egill fékk verðlaunin fyrir við- skiptaáætlun um hugmyndina. Við- skiptaáætlunin er unnin með dyggri aðstoð ráðgjafarfyrirtækisins Ráð- garðs á Akureyri. „Hugmyndin er að um fjölþjóðlegt fyrirtæki með höfuð- stöðvar á Akureyri verði að ræða. Salan fer væntanlega aðallega fram í gegnum netið og auðvelt verður að senda léttar fyllingarnar milli landa. Miðað við 3% markaðshlutdeild er hægt að gera ráð fyrir að starfsmenn verði um 90 talsins og flestir sölu- menn. Skattgreiðslur fyrirtækisins verða samkvæmt viðskiptaáætlun- inni yfir 60 milljónir í hverjum mán- uði og auk þess verða fá láglauna- störf í fyrirtækinu en mörg há- launastörf,“ segir Egill og tekur að lokum fram að raunhæft sé að stefna að 30% markaðshlutdeild. Viðskipta- áætlunin eigi ekki að geta bragðist þar sem bæði sjúklingar og tann- læknar eigi eftir að hagnast. VIÐ gerum okkur auðvitað grein fyrir því að ýmis ljón eru í veginum. Þó er full ástæða til bjartsýni þegar litið er til fjögurra helstu skrefanna í nýsköpun. Fyrsta skref- ið felst í því að vera með góða hug- mynd eins og talsmenn ýmissa ís- lenskra fyrirtækja hafa staðfest. Annað skrefið um viðeigandi þekk- ingu hefur Ólafur uppfyllt með þró- unarvinnu sinni. Þriðja skrefið í átt til framleiðslu er verið að stíga. Fjórða skrefið um markaðsetningu á að ganga vel upp miðað við núver- andi horfur," segir Kjartan Magn- ússon, annar stofnandi fyrirtækis- ins Intelscan Solutions. Hinn stofnandi fyrirtækisins er Ólafur Ilelgi Jónsson verkfræðing- ur og vinur Kjartans frá barnæsku. Ólafur stundaði framhaldsnám í fiskeldisverkfræði og markaðs- fræði í Skotlandi að loknu námi í vélaverkfræði við Háskóla íslands. Hann rak fyrirtæki í Skotlandi er vann að hugbúnaðargerð og varð hugmyndin að þessu viðskiptatæki- færi til í þeirri vinnu. Ólafur upplýsir í hverju tæknin á bakvið rakamælingatækið er fólgin. „Þróunarvinnan felst í því að hanna tæki til að senda örbylgjur í gegn- um ýmiskonar efni og fá út upp- Ymis ljón í veginum Morgunblaðið/Golli Ólafur Helgi Jónsson og Kjartan Magnússon. lýsingar um gleypnina. Með hliðsjón af upplýsingunum er hægt að fá fram vatnsinni- hald eða rakastig efnisins," Ekki aðeins fyrir matvæli Kjartan hefur unnið að því að kynna hugmyndina fyrir sljórnendum íslenskra fyrir- tælq'a og fjárfestum. Hann vekur athygli á því að raka- mælingatækið geti komið að góðu gagni í hinum ýmsu iðngi'einum. „Við höfum ákveðið að byrja á því að bera niður í einni grein. Is- lenskur sjávarútvegur varð fljótt álitlegur kostur enda eru þar allar grunnforsendurnar fyrir hendi, þ.e. þörf, fjármagn og áhugi á tækninýjungum. Annars koma flestar aðrar iðngreinar til greina, t.d. oliu- og tókbaksvinnsla þar sem þarf að stýra vatnsmagni í framleiðslunni.” Ólafur bætir við dæmi um gagn- semi rakamælingatækisins við við- arframleiðslu. „Viður er oft verð- lagður eftir þyngd. Þess vegna þarf að hafa í huga hvort viðurinn er blautur eða ekki. Viðurinn má held- ur ekki verða of þurr enda myndast af því eldhætta." Ólafur hefur unnið að þróun rakamælingatækisins í Skotlandi í nokkurn tfma. „Eins og við töluðum um á tækið eftir að koma að góðu gagni í ýmsum iðn- greinum. Notast verður við sama tækið og aðeins gerðar breytingar á hugbúnaðinum eftir því um hvaða iðngrein verður að ræða,“ segir Ólaf- ur. Kjartan er nokkuð bjartsýnn. „Ég hef gert nokkuð ítarlega könnun á markaðsmöguleikum og heppilegum útfærslum. Nið- urstaðan er að þörfin sé fyr- ir hcndi og hægt sé að fram- leiða tækið. Gögnin hafa verið lögð fyrir fjárfestana. Stefnt er að því að fá fáa og öfluga fjárfesta til koma reksturinn af stað með myndarlegum hætti.“ Ólafur nefnir að fleiri séu að vinna að þvi að þróa rakamælinga- tæki. „Ég veit að breskt fyrirtækið nýtir sér infrarauða-geisla í sama tilgangi. Gallinn felst í því að sú tækni mælir aðeins á yfirborði hluta og hentar því best í greinum eins og pappfrsiðnaði," segir Ólafur og minnir á að þeirra tækni byggi á örbylgjum. „Sú tækni hefur verið þekkt í yfir 25 ár. Með framförum í tölvu- og rafeindatækni hefur verið hægt að nýta örbylgjumar til að þróa jafn nákvæmt og hraðvirkt tæki og rakamælingatækið sem mun gefa niðurstöður á ákaflcga stuttum tíma.“ Með báða fætur á jörðinni Við gerð viðskiptaáætlunarinnar hafi félagarnir haft f hug að standa báðum fótum á jörðinni. Ekki væri ætlunin að sigra heiminn í einu stökki. „Við hefðum auðvitað getað gert ráð fyrir 2-5% markaðs- hlutdeild og fengið út gífurlegan gróða. Hin aðferðin, að reikna dæmið af hógværð, varð fyrir val- inu og sýnir að reksturinn standi undir sér. Viðskiptaáætlun gerir ráð fyrir að öllum kostnaði sé hald- ið í hófi og auðvelt verði að ná til markaðarins. í því skyni er stefnt að því að hægt verði að sameina tækið öðrum framlciðsluciningum, t.d. flökunarvélum fyrir fisk. Með því sparast bæði fjármagn til dreif- ingar og markaðssetningar," segja félagamir sammála um að spenn- andi tímar fari í hönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.