Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 41 HUXLEY ÓLAFSSON + Huxley Ólafsson fæddist í Þjórs- ártúni í Ásahreppi í Rangárvallarsýslu 9. janúar 1905. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 23. maí. Það er vornótt með fyrirheit um nýtt líf en líkt og lífið á sér upphaf er endirinn óhjá- kvæmilegur. Ég er stödd hjá afa í síðasta sinn, endanleg kveðjustund. Það togast á ólíkar til- finningar, gleði, sorg og söknuður. Gleði yfir löngu og farsælu lífi, sorg og söknuður yfir því sem var og ekki kemur aftur. Það er sagt að hver maður sé ein- stakur á sinn hátt en það átti sannar- lega við um afa. Hann ólst upp á miklu menningar- heimili, Þjórsártúni í Rangárvalla- sýslu, þar sem foreldrar hans stund- uðu búskap og ráku gistiheimili og pabbi hans var auk þess starfandi læknir. Mér fannst afi bera þetta uppeldi með sér, hann var heims- maðm- en einnig mikið náttúrubarn. Svangar kisur jafnt og hunangsflug- ur að vori gátu átt von á góðgæti frá honum svo ömmu þótti stundum nóg um en amaðist ekki við þessu því svona var afi. Allt líf hafði sinn rétt að hans mati og ein- hverju sinni var hann staddur með kunningja sínum við veiðiá. Ekki var afrakstur afa við veiðarnar mikill því hann beitti bláberjuin til málamynda til að vera öraggur um að enginn fiskur gleptist til að bíta á. Hann sagði mér líka einhvern tímann að hann hefði aldrei getað orðið bóndi því haustið og sláturtíðin þótti honum erfiður tími í sveitinni. Mér fannst alltaf að afi hefði átt að verða læknir og ég held að hann hafi verið samþykkur því. Aðstæður buðu ekki upp á slíkt nám hjá honum fremur en hjá mörgu ungu fólki í upphafi síðustu aldar en sú menntun sem hann fékk nýttist honum sann- arlega vel auk góðrar greindar og víðsýni sem hann fékk sem farareyri út í lífið. Afi var ákaflega rólegur og yfir- vegaður og í návist hans voru allar áhyggjur óþarfar, allt fékk farsælan endi. Þetta vissum við amma báðar enda sagði hún ósjaldan ef eitthvað barst í tal sem þyrfti að leysa, „við höfum ekki áhyggjur af því, hann afi er svo duglegur.“ Væntumþykjan og virðingin var gagnkvæm frá afa hálfu og hann dáðist að ömmu. Mynd sem ég rakst á sem afi hafði tekið af ömmu finnst mér undirstrika þetta ákaflega vel. Amma var í forgranni og í baksýn lýsti viti. Við myndina hafði afi skrifað „Tveir vitar,“ amma var hans viti í lífinu. Grunnurinn að þeirri vissu minni að geta ávallt treyst á afa var reynd- ar lagður strax á fyrstu áram mín- um. Þá eram við mamma einhverju sinni staddar í húsi í Keflavík og þeg- ar kemur að því að halda heim vil ég að afi nái í okkur. Mamma svarar þessu engu og við göngum heim við litla hrifningu mína. Þegar þangað kemur held ég áfram að kvarta og óskapast yfir því að afi hafi ekki komið og náð í okkur. Afi skildi þetta mæta vel og fann á þessu yndislega lausn sem sýnir skilning hans á hug- arheimi og þroska litlu frekjunnar. Við fóram út í bíl og hann keyrði mig þangað sem við höfðum verið og til baka aftur. Ég var alsæl, auðvitað gat ég treyst á afa! Nú er komið að því að þakka afa fyrir samfylgdina gegnum lífið og halda áfram án hans. Afi var ákaflega andlega sinnaður og taldi að fólk kæmi hingað aftur og aftur þar til það hefði öðlast nægan þroska og visku. Sé það rétt vildi ég gjarnan eiga samleið með honum aft- ur. Ég er þó ekki viss um að afi komi aftur og þá þarf ég að þroskast áfram án hans en ég veit að ég bý alltaf að samvistunum við hann. Ég vona að hann hafi núna fengið svar við einhverjum þeirra spurn- inga sem hann hafði velt fyrir sér um það hvað tæki við þegar þessu lífi lyki og þau amma njóti á ný samvist- anna við hvort annað. Vilborg Ámundadóttir. HARALDUR SIGURGEIRSSON + Haraldur Sigur- geirsson fæddist á Akureyri 6. októ- ber 1915. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 15. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 26. aprfl. „Hann nafni þinn er látinn." Þessi orð sagði systir mín við mig er hún hringdi í mig þar sem ég lá á sjúkrahúsi. Hvað flýgur í gegnum hugann þegar svona fréttir berast? Sorg og söknuður að sjálfsögðu. Einnig sú tilfinning að sá heimur sem ég ólst upp í sem barn er óðum að hverfa. Það fólk sem átti stóran hlut í uppeldi mínu og mótun á æsku- áranum er ekki lengur á meðal okk- ar, og maður finnur ósjálfrátt fyrir eigin takmörkunum og það að okkur er öllum skammtaður viss tími hér á jörðu. Hann nafni minn átti langa og farsæla ævi. Þessi maður sem ég þekkti síðan ég komst til vits og ára og bar ótakmarkaða virðingu fyrir, hafði margvísleg áhrif á mótun mína sem bam og minningamar eru marg- ar. Ég tengdist inn í fjölskyldu nafna míns á þann hátt, að faðir minn var fósturbróðir eiginkonu hans, Sigríðar Pálínu, sem lést fyrir nokkrum áram. Spítalavegurinn á Akureyri og ná- grenni var leikvöllur minn í æsku og bjuggu nafni og nafna, eins og ég kallaði þau alltaf, í númer 15 en fjöl- skylda mín í 19, þannig að samgangur var mikill. Rétt ofar og sunnar á brekkunni var nafni minn með kart- öflugarða og var það hluti af tilver- unni að stússast með nafna og Sigur- geir syni hans, ásamt fleiram í því að setja niður og taka upp öll vor og haust. Nafni minn vissi nefnilega allt um kartöflurækt og var uppskeran oft drjúg á haustin. Ennig notaði hann tímann til að kenna okkur að þekkja hin og þessi fuglahljóð. Ég man líka eftir Reykjavíkurferð á splunkunýj- um Ford Taunus 12M, sem nafni var nýbúinn að eignast og á þeirri leið þekkti hann öll fjöll og kennileiti. Hann var mikill útivistamaður og tamdi sér heilbrigt og reglusamt líf- erni alla tíð. Tónlist var mikið áhugamál hans og ég man eftir dimm- um vetrarkvöldum er ég dvaldi hjá þeim einn vetm- eftir að fjölskylda mín flutti til Reykjavík- ur, að við Sigurgeir vor- um að dunda okkur frammí eldhúsi og ljúfir tónar Bethoovens bár- ust úr píanóinu hjá nafna. Einnig er mér minnistætt frá þessum vetri, að nafni stóð fyrir kynningu á ýmsum teg- undum hljóðfæra í gamla Lóni. Við strákamir höfðum gaman af þessu og lögðum okkur fram í að aðstoða á allan hátt. Daginn eftir kallaði nafni á mig er ég var á leið í skólann og rétti mér 50 krónur, sem vora miklir peningar árið 1965. Þannig var nafni. Aldrei sýndi þessi maður mér annað en væntum- þykju og umhyggju. Því miður slitn- aði samband mitt við hann um árabil vegna dvalar minnar annars staðar á hnettinum, en þegar ég kom aftur til Akureyrar, þá fannst mér ég aldrei hafa farið. Spítalavegur 15 var alveg eins og þegar ég skildi við hann og allt á sínum stað í annars fallvaltri veröld. Nafni var þá kominn í kjallar- ann, búinn að setja upp verkstæði og farinn að gera við gömul orgel- harmoníum og þar gerðust krafta- verkin. Stundum sá ég þessi skrifli þegar þau komu í viðgerð en virtust frekar tilheyra öskuhaugunum, en þegar þau fóra úr höndum nafna vora þau sem ný. Búið að fara yfir hverja nótu, flís og fjöl og eftir sat klassískt listaverk sem hverri kirkju eða heim- ili er sómi að. Við þessar viðgerðir þurfti mikla þolinmæði og alúð og virtist nafni hafa nóg í þeim sjóðum. Mér er mikil eftirsjá að honum nafna mínum og er ég hreykinn af bera nafn hans, þó svo að ég hafi ekki getað tamið mér sama heilbrigða líf- ernið, þá var hann mér fyrirmynd á mörgum sviðum og er ég þakklátur fyrir þær stundir er við áttum saman. Agnesi, Helgu, Sigurgeh’ og fjöl- skyldum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Minningin lifir. Haraldur Páll Sigurðsson. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúiö og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónusfu við landsbyggðina í 10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á llkkistum og þjónustu við úttarir. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is EHF Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sigurður Rúnarsson útfararstjóri Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Önnumst alia þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ^ % sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % / UTFARARSTOFA KlRKJUGARÐANNA EHF. PALINA S VEINSDÓTTIR + Pálína Sveins- dúttir fæddist í Dalskoti undir Eyja- fjöllum 20. júní 1921. Hún lést á Land- spítalanum 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 19. maf. Elsku Lalla mín, þá er ég búin að kveðja þig í síðasta sinn í bili. Minningarnar streyma, og efst í huga mér er þakklæti, þakk- læti fyrir allt og allt. Umhyggjan sem þú hefúr borið fyrir mér í öll árin. Og þú hefur sýnt það óspart með örlæti í einu og öllu, tekið þátt í öllu mínu lífi. Minningarnar frá Leifsgötunni, þagar ég var smákrakki, Lalla hringdi og bauð í afmæli hjá Sæ- mundi. Og Sæmi átti oft afmæli, sem þýddi að mér var boðið í kaffi og eitt- hvert gott meðlæti. Og alltaf var ég meðhöndluð eins og fullorðin mann- eskja, sat við eldhúsborðið og drakk úr bolla og við ræddum saman eins og jafnaldrar. Enda þótt að það væru 38 ár á milli okkar voram við alltaf jafn- gamlar, líka þegar ég var unglingur. Og það er vegna þess að þú varst svo ótrúlega skemmtileg. Þú hefur verið mikill áhrifavaldur í mínu lífi, ég vai’ víst bara fjögurra ára þegar við fór- um á málverkasýningar. Og svo seinna í leikhús og bíó. Og báðar lás- um við bækur og ræddum svo saman yfir kaffibolla í eldhúsinu hjá þér, þú varst leiðandi í litla menningar- klúbbnum okkar. Við voram held ég bara alltaf sammála, þú hafðir svo miklu að miðla, víðlesin og vel gefin. Og við voram á sömu línu í pólítikinm og þá létum við ýmislegt flakka sem bara Sæmi fékk að heyra. Mér finnst núna þegar ég hugsa til baka að allt þitt líf hafi snúist um að gleðja aðra. Allt- af kaffi á könnunni, rausnarlegt meðlæti og þeir era ófáir sem nutu gestrisni þinnar gegn- um árin. Mér finnst að eldhúsið á Leifsgötunni hafi verið miðstöð fyrir ótrúlega marga vini, heimsmálin rædd tekið í spil. Það var erf- itt að kveðjast þegar ég flutti til Noregs fyrir rúmum fimm áram, en vináttan hélst jafnsterk, næstum vikulega bréf, kort og gjafir. Og alltaf var Lalla mín með svör á reiðum höndum. Þegar ég sagði: „Þú mátt ekki dekra svona við okkur,“ svaraðir þú ákveðin: „Ég er að þessu fyrir sjálfa mig.“ Ég er rík að hafa átt þig sem vin- konu og ætla áfram að hafa þig að leiðarljósi. Kærkveðja. Þín Edda Kristin. Elsku Lalla. Lítii kveðja frá laug- ardagsprinsinum þínum. Það kallaðir þú mig þegar ég kom í kaffi til þín eft- ir að hafa borið út DV. Þú fékkst blað og ég fékk gott og mikið að borða og svo spiluðum við rússa. Það sem er efst í minningunni er hvað þú varst skemmtileg og talaðir alltaf við mig eins og fullorðinn mann. Og það er virðing fyrir smápolla, og núna í febrúar þegar síminn hringdi og ég svaraði og fór að hlæja, þá vissu allir á heimilinu að Lalla var á línunni. Hjartans þakkir fyrir allt. <» Jón Þröstur. UTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is # Listahátid i Reykjjavík Hvað ætlar þú að sjá? Tónllstarmenn 11. aldar Fjórir ungir (slenskir tónlistarnemar Salurinn, [ kvöld, 28. mal kl. 20:30. Miðaverð: 1.500 Vttlusp* - Nttauleihhúsið Nýtt verk fyrir böm eftir Þórarin Eldjárn Möguleikhúsið, f dag, 28. maí kl. 17:00 og I. júni kl. 18:00 Miðaverð: 1.200 Einhver f dyrunum nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson Borgarleikhús, f kvöld, 28. maí kl. 19:00, 30. maí kl. 19:00 og 3. júnl kl. 16:00. Miðaverð: 2.000 kr. Klúbbur Listahátíðar i Kaffileikhúsinu I kvöld, 28. mal: TOP SECRET — Fyrsta konan á tunglinu, Alexandra Mir, Gjörningaklúbburinn, Jón Hallur Stefánsson og dr. Guðmundur Sigvaldason. fslensk tttnlist á 1«. ttld - Draumalandið Jónas Ingimundarson og söngvarar af yngstu kynslóðinni flytja einsöngslög Salurinn, 30. mal kl. 20:30. Miðaverð: 1.500 kr. Ftttspor fusls f sandi-CAPUT Frumflutt ný Islensk tónverk Salurinn, 31. mal kl. 20:30. Miðaverð: 1.500 kr. Olli Hustonen Finnskur p Háskólabíó, * • planósnillingur bló, I.Júnl kl. 19:30. Miðaverð: 2.000 kr. og 2.300 kr Hfðasala Listahátíðar, Banhastræti 1 Símf: 551 8588 Opfð alla daga: 8:30- 10:00 www.artfestis <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.