Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HATTON ROCKALL NÚ eru liðin 22 ár frá því að Eyjólfur Konráð Jónsson flutti þingsályktunartillögu á Alþingi ásamt fleirum þess efnis, að Alþingi lýsti því yfir, að ytri landgrunnsmörk ís- lands til suðurs yrðu ákveðin án tillits til Rockall-klettsins og samvinna yrði höfð við Fær- eyinga til að tryggja sameigin- leg réttindi á landgrunnssvæð- inu utan 200 mílna marka. Þessi tillöguflutningur þótti á þeim tíma ekki merkilegur og sumir töldu hann fáránlegan. Frá því að tillagan var flutt og til dauðadags barðist Eyjólfur Konráð ótrauður fyrir því, að kröfum Islendinga til réttinda á þessu svæði yrði fylgt fast eftir. Ekki er ofmælt, að stjórnkerfið hafi lengi verið mjög tregt til að fylgja kröfun- um eftir og ljóst að skilningur á þeim hagsmunum sem í húfi voru og eru var nánast enginn. En nú eru breyttir tímar. Morgunblaðið birti í gær út- tekt á stöðu þessara mála, sem sýnir svo ekki verður um villzt framsýni flutningsmanns þessa máls. Umfjöllun Morg- unblaðsins hefst á þessum orð- um: „Kröfur Islendinga um yfir- ráð hafsbotna utan efnahags- lögsögunnar verða í brenni- depli næstu árin, enda styttist nú tíminn, sem yfirvöld hafa til að skila inn greinargerðum vegna kröfugerða um hafs- botnsréttindi á Reykjanes- hrygg, Hatton Rockall og í síldarsmugunni. Samkvæmt hafréttarsamningnum eiga ís- lendingar að skila inn kröfum sínum til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna í síðasta lagi 16. nóvember 2004 en tals- verð vinna er framundan við rannsóknir á þessum svæðum og frekari kortlagning hafs- botnsins.“ I samtali við Morgunblaðið í gær segir Steinar Þ. Guðlaugs- son, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, að kröfur íslend- inga snúist um að ætla sér landsvæði fyrir utan 200 mílna lögsöguna á grundvelli 76. greinar hafréttarsamningsins. I frásögn Morgunblaðsins af ummælum Steinars Þ. Guð- laugssonar segir m.a.: „Hann segir Island hafa ver- ið eitt allra fyrstu ríkja til að hefja undirbúning á sviði landgrunnskrafna og að víð- tækar kröfur Islendinga, sem þeir settu fram á sínum tíma með Eyjólf Konráð Jónsson, ritstjóra og alþingismann, í broddi fylkingar, hafi komið nágrannaríkjunum nokkuð á óvart. Þær kröfur íslendinga voru byggðar á tiltækum kort- um og línurnar lagðar í rök- semdafærslunni. Síðan þá hef- ur landgrunnsnefndin sett sér starfsreglur og lagt talsverða vinnu í að samræma þær og ákveða hvaða kröfur verða gerðar til þeirra gagna, sem lögð verða fram frá viðkom- andi ríkjum.“ Kröfur Islendinga til rétt- inda á hafsbotni utan 200 mílna lögsögunnar snúast nú um þrjú svæði; Hatton Rockall-svæðið, síldarsmuguna svonefndu og Reykjaneshrygg. Um síldar- smuguna segir í umfjöllun Morgunblaðsins í gær: „Islendingar hefja rann- sóknir í sumar í samstarfi við Norðmenn á hafsbotninum í síldarsmugunni en ríkisstjórn- in samþykkti nýlega 16 millj- óna króna viðbótarframlag til undirbúnings landgrunns- krafna þar.“ Á samráðsfundi með fulltrúum Norðmanna kom fram, að íslendingar gætu líklega gert víðtækari kröfur á þessu svæði en áður hefur ver- ið talið. í úttekt Morgunblaðs- ins segir um þetta atriði: „Sá möguleiki byggist á ákveðinni túlkun á „írsku reglunni“ svo- kölluðu í hafréttarsáttmálan- um, þar sem fjallað er um skil- greiningu landgrunnsins ... Eyjólfur Konráð Jónsson sagði í greinargerð með þingsálykt- unartillögu um gæzlu hafs- botnsréttinda árið 1993, að ír- ar mundu hafa áttað sig á veikleika sínum vegna Rockall- trogsins..." Um kröfugerðina varðandi þetta svæði segir Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur og deildarstjóri auðlindadeildar Orkustofnunar, m.a. í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Norðmenn líta þannig á að meiri líkur séu á að Sameinuðu þjóðirnar úrskurði og úthluti Norðmönnum, Islendingum og Færeyingum þessu svæði, ef þessi ríki standi saman að beiðninni og byggja hana á sömu rökum. Ef Norðmenn hefðu gert sína kröfu byggða á þykkt setlaga og við síðan mót- mælt henni er líklegt að ákvörðun yrði ekki tekin í mál- inu.“ Islendingar eru eina þjóðin, sem gerir kröfur á Reykjanes- hrygg og þar er um nokkuð önnur sjónarmið að ræða en á fyrrnefndu svæðunum tveim- ur. Um það segja talsmenn Orkustofnunar: „...það er túlk- unaratriði í hafréttarsáttmál- anum og við þurfum að gera ýtrustu kröfur á Reykjanes- hrygg. Síðan verður framtíðin að skera úr um hvernig farið verður með þær kröfur. Á þessu svæði erum við ekki í baráttu við aðrar þjóðir heldur má segja, að það sé hlutverk landgrunnsnefndarinnar að verja hagsmuni alþjóðahafs- botnsins gagnvart strandn'kj- unum.“ Ekki fer á milli mála, að hér getur verið um mikla hags- muni að tefla fyrir íslendinga. Þess vegna er það sérstakt fagnaðarefni, að nú er unnið svo skipulega að framgangi þeirrar kröfugerðar, sem Eyj- ólfur Konráð Jónsson lagði grunninn að fyrir rúmum tveimur áratugum. G: Ég hef mest gaman af að mála fólk eins og ég hef oft sagt þér, einkum að vinnu úti í náttúrunni, en vara mig á fjöllunum. Það er eins og þau taki eitthvað frá fólkinu. Stór mað- ur, sem er málaður á léreft, minnk- ar, ef stórt fjall er sett á bak við hann. Þegar ég kom til Reykjavíkur austan af fjörðum, þar sem eru há fjöll og tignarleg, fannst mér Esjan lítil og ég kunni því vel. Þar sem ég sá slétturnar hér sunnanlands, sá ég manneskjuna eins og mér líkaði: hún var stór í sléttunni. Og þegar ég málaði fólk, voru oft sléttir sandar á bak við, en langt í fjarska einhverjir litlir hnjúkar. Fjöllin voru aldrei yf- irþyrmandi martröð bak við fólkið. Sama sagan endurtekur sig, þegar ég mála sjávarmyndir. Sjaldnast rís aldan yfír mennina. Mér þykir skemmtilégt að hafa landslag í myndum, en vil að manneskjan sé aðalatriðið, þ.e. fjallið eða aldan lítil, manneskjan stór. Af þessum ástæð- um hef ég haft mikið dálæti á Suður- landsundirlendi. Mér verður frekar litið í átt til hafs en upp til fjalla. Ég mála stund- um landslagsmyndir með fjöllum, en þó aðeins til hvíldar eða tilbreyting- ar. Mér þykja fjöll falleg, en ekki eins skemmtileg og fólkið. Þegar ég málaði hús í Grinda- vík, þótti mér sjórinn alltaf fallegri bak- grunnur en fjöllin. Ég er alinn upp undir háum fjöllum og hef aldrei getað losn- að við þessi fjöll, þau koma oft til mín í draumi. Mig hefur margoft dreymt, að ég væri undir þessum fjöllum eða uppi á þeim, einkum fjöllunum á æskustöðvum mínum, í Unaósi. I draumunum hef ég verið með vatnsliti og skissublokk og ætl- að að mála fjöllin og kannski lítinn bæ undir þeim. En mig hefur aldrei dreymt, að ég væri með olíuliti. Og mig hefur ekki heldur dreymt, að ég væri á . Suðurlandsundirlendinu og ætlaði að fara að mála mynd af slétt- unni. Mér finnst þetta einkennileg mótsetning milli svefns og vöku. í öllum myndum eru tvö elíment og ef þau eru jafn stór, éta þau upp hvort annað og auka á jafnvægileys- ið í myndinni. En ef hlutföllin eru ólík, verkar það vel. Það stóra verð- ur áhrifaríkt. Þegar málað er í borg- um eða þorpum, er oft gott að hafa stóra kirkjutuma eða háa reykháfa í myndinni. Ég hef víða komið, þar sem mér hefur þótt fallegt og skemmtilegt að mála, en hef ekki getað unnið þessi áhrif inn í stóru myndirnar. Þegar ég var á Seyðisfirði, gerði ég nokkr- ar myndir og hafði bratta brekku bak við fólkið, en það sást ekki til himins. Mér fannst skemmtilegra að mála hér sunnanlands, þar sem er víður himinn og ílatt landslag. Það gefur manneskjunni stærð og reisn og svigrúm og loft í myndina og auk þess er meiri birta í þessum víða himni og opna landslagi en gi-ænu hlíðinni fyi-ir austan: sem sagt, manneskjan sker sig út úr bak- grunninum. Það er mér að skapi. Mér hefur ekki alltaf fundizt bezt að mála, þar sem mér hefur þótt fal- legt landslag. Þegar maður stendur undir háum fjöllum eins og jöklun- um í Oræfasveit, er ómögulegt að fá fram þessar stærðir, sem blasa þar við augum. Það er hægt að mála yndisþokka litanna í fjallinu og þetta fína samspil ljóss og lofts, en þegar kemur að því að framkalla stærð fjallsins, verð ég ráðalaus. I listinni verður manni eðlilegt að stækka það, sem er lítið, og gera meira úr því en ástæða væri til, ef nákvæmlega væri farið eftir fyrir- myndinni. Það er hægt að stækka könnur í kyrralífsmyndum og fólk úti í náttúrunni, en ómögulegt að stækka fjall. Ég hef haft áhuga á því að ná einhverju mónúmental, ein- hverju stóru, í myndirnar. Sumir álíta þetta kannski galla, en ég get einhvern veginn ekki án þess verið. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. maí enningarborgarárið og Listahátíð sýna svo ekki verður um villzt, hve mikil grózka er í íslenzku menningarlífi. En kannski hugsa þeir, sem njóta þessa auð- uga menningarlífs, ekki alltaf út í það hvað mikið átak býr að baki þeim menningarvið- burðum, sem í boði eru. Þá er ekki einungis átt við það listræna starf, sem er forsenda þess að listalífið hér er eins frjósamt og raun ber vitni, heldur líka þá ómældu vinnu, sem lögð hefur verið í að skapa rekstrarleg og fjárhagsleg skilyrði fyrir þessari starfsemi. Þótt ríki og sveitarfélög leggi mikla fjármuni fram til þess að hér megi halda uppi metnaðar- fullri menningarstarfsemi dugar það ekki til. Þessir opinberu aðilar sjá til þess að Þjóð- leikhús og Borgarleikhús eru starfrækt, að Sinfóníuhljómsveit íslands er til, að Listasafn Islands og Listasafn Reykjavíkur eru starf- rækt með myndarbrag og svo mætti lengi telja. En listalífið hér er svo auðugt m.a. vegna þess að fyrir utan þessar menningarstofnanir, sem reknar eru fyrii- almannafé er mikill fjöldi listamanna á öllum sviðum sem heldur uppi fjölbreyttri starfsemi með svo litlum fjármun- um að það hlýtur að teljast til afreka. Þessir hópai- listamanna leita í síauknum mæli til at- vinnulífsins eftir fjái-hagslegum stuðningi frá fyrirtækjum til þess að fjármagna einstaka listviðburði. Stærri fyrirtæki hafa meir og meir stutt við bakið á menningarstarfsemi með fjárframlögum og er á engan hallað, þótt fullyrt sé að þar hafi Eimskipafélag íslands undir forystu Harðar Sigurgestssonar og Islandsbanki undir forystu Vals Valssonar haft algera sérstöðu. Vaxtarbroddar í menningarlífinu verða þess fljótt vai-ir, að þeir eiga í harðri samkeppni við íþróttahreyfinguna um fjármuni frá einka- fyrirtækjum. Iþróttafélög og samtök þeirra hafa á undanförnum árum fjármagnað starf- semi sína að töluverðu leyti með samningum við fyrirtæki, sem leggja fram peninga en fá á móti margvíslega kynningu í beinum og óbein- um auglýsingum. Énn aðrir keppinautar era félagasamtök, sem á einn eða annan veg vinna að samfélagslegri þjónustu. Þegar svo mikil ásókn er í fjárhagslegan stuðning einkafyrirtækja er auðvitað augljóst, að úr vöndu er að ráða fyrir þau um leið og þau spyrja af eðlilegum ástæðum: hver er okkar hagur af því að styðja þessa starfsemi? Mörgum hefur þótt þessi fjármögnunarað- ferð hæpin, ekki sízt hjá íþróttafélögum, en segja má, að markaðsvæðing þeirra sé komin einna lengst. Fjölmiðlai- hafa haft mikla fyrir- vara á þessari starfsemi á þeini forsendu, að þriðji aðili væri raunverulega að selja kynn- ingu í fjölmiðlum, án þess að forráðamenn þeirra hefðu nokkuð um það að segja. í samræmi við það sjónarmið neitaði Morgunblaðið lengi vel, _að nota fyrh-tækja- heiti yfir úrvalsdeildir í íslandsmótum, hvort sem var í knattspymu eða öðium íþróttagrein- um. Það var fyrst þegar þing KSI tók formlega ákvörðun um að skíra þá deild í knattspyrnu upp, að Morgunblaðið taldi sér ekki fært að standa gegn þvi að nota það heiti, sem formleg samþykkt hafði verið gerð um hjá viðkomandi íþróttasamtökum. Þeir sem veitt hafa umtalsverðan stuðning til menningarstarfsemi hafa sýnt mikla hóg- værð en spyrja engu að síður þeiirar spum- ingar, hvers vegna ekki megi geta þess, hvaða aðili það er sem hafi yfirleitt gert mögulegt að efnt var til ákveðins menningarviðburðar en því hefur fram til þessa lítið verið flíkað í fjöl- miðlum. Nú er alveg ljóst, að starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar er að verulegu leyti fjármögnuð með þessum hætti og ef þetta fé kæmi ekki til er vandséð hvaðan það ætti að koma. Það fer heldur ekki á milli mála, að ef fyrir- tæki hættu að veita stuðning til menningar- starfsemi yrði menningarlíf þjóðarinnar til muna fátækara. Þess vegna hlýtur það að verða nokkurt um- hugsunarefni með hvaða hætti hægt er að ýta undir að fyrirtækin veiti íþróttastarfsemi, menningarstarfsemi og margvíslegri samfé- lagslegri þjónustu fjárhagslegan stuðning. ■■■■■■■■■ E KKI fer á milli mála, Þjóðþrifastarf aðstarfsemiíþróttafé- ° 1 laganna hefur mikla þjóðfélagslega þýðingu. Á tímum eins og nú, þegar miklar hættur og freistingai- steðja að ungu fólki vegna vaxandi lausungar, fíkniefna- neyzlu og margvíslegra annarra vandamála, er kannski ekkert forvarnarstarf mikilvægara en það, sem unnið er á vegum íþróttahreyfíngar- innar. Ungt fólk, sem kemur til starfa á þeim vettvangi og leggur áherzlu á iðkun íþrótta er ólíklegra til þess að falla fyrir freistingum fíkniefna og annarra vimuefna. Þar að auki er ljóst, að íþróttahreyfingin sér þjóðinni fyrir hollii afþreyingu, sem er jákvæðari en ýmis önnur afþreying, sem í boði er nú á tímum. Það er þess vegna mikilvægt fyrir þjóðina hvað starfsemi íþróttafélaganna og samtaka þeirra er öflug og fullt tilefni til að veita henni þann bakstuðning, sem mögulegt er. Hið sama á við um menningarlífið. íslenzkt menningarlíf síðustu áratuga hefur orðið auð- ugra en ella vegna framtakssemi Ingólfs Guðbrandssonar og félaga hans í Pólýfónkórn- um, sem því miður hætti starfsemi vegna fjár- skorts fyrir allmörgum árum. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir þá litlu tónlistarhópa, sem hafa árum og stundum áratugum saman haldið uppi tónlistarstarf- semi, sem byggist á miklum kröfum, að fjár- magna þá starfsemi og tryggja henni viðun- andi fjárhagslegan grundvöll. Islenzkir myndlistarmenn, sem flestir hafa orðið að standa undir kostnaði við sýningar á eigin verkum hafa ekki alltaf verið öfundsverð- ir af því hlutskipti, þegar sala myndanna hefur ekki einu sinni staðið undir kostnaði. Og alveg ljóst, að margir þeirra efna ekki til sýninga, þótt þeir eigi mikið af verkum vegna þess, að þeir telja sig ekki hafa efni á sýningarhaldi. Mikið af þeÚTÍ menningarstarfsemi, sem einna mesta athygli vekur nú um stundir, er einkarekstur. Sem dæmi má nefna, að leik- verkið Guðríður, sem íárið hefur verið með vítt og breitt um Bandaríkin, byggist á einkafram- taki Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og samstarfsmanna hennar. Samtök, sem stofnuð hafa verið til þess að styðja við bakið á samfélagslegri þjónustu, ekki sízt í heilbrigðismálum, eiga sér mörg langa sögu. SIBS hefur á löngum starfstíma unnið stórmerkilegt starf. Það sama á við um DAS. Hið sama á við um krabbameinsfélögin og Hjartavemd, Gigtarfélagið og geðverndar- samtök, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þessi félagasamtök hafa fjármagnað starf- semi sína með happdrættum og með því að leita stuðnings almennings og fyrirtækja með ýmsum hætti. Þessari starfsemi hefði aldrei verið haldið uppi með fjárframlögum frá ríki og sveitar- félögum. Hún hefði ýmist ekki orðið til eða lognast út af vegna fjárskorts. Það er því sama frá hvaða sjónarhorni litið er á þessi mál; starfsemi íþróttasamtakanna, listamannanna og félagasamtaka á sviði sam- félagsþjónustu skiptir gífurlega miklu máli fyrir þjóðfélag okkar - en staðreyndin er sú, að þessi starfsemi er alltaf í fjársvelti og þarf allt- af á fjárhagslegum stuðningi að halda. Það getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti fyrir forráðamenn þessara aðila að ganga ár eftir ár á fund forsvarsmanna fyrii'tækja og leita eftir fjánnagni, sem oft er veitt en stund- um í svo litlum mæli, að tæpast dugar til. Og ekki ólíklegt að margir þeir sem leita eftir stuðningi upplifi það sem betlistarfsemi. ENGINN gei-ir eitt- hvað fyrir ekki neitt - a.m.k. eru þeir fáir, sem af göfúglyndi einu saman leggja fram mikla fjármuni til þess að hægt sé að halda uppi starfsemi á þeim sviðum þjóðlífsins, sem hér hafa verið nefnd. Þegar um stuðning við íþróttastarfsemi er að ræða er Ijóst, að í stað fjárhagslegs stuðn- ings fá fyrirtækin beina auglýsingu og annars konar kynningu. Leikmenn eru í búningum, sem bera merki fyrirtækisins og sjást greini- lega í sjónvarpssendingum frá leikjum. Ein- staka deildir í íþróttamótum eða heilu mótin bera nafn fyrirtækjanna samanber Lands- símadeildina í íslandsmóti í knattspyrnu. íþróttasamtökin leggja hart að fjölmiðlum, ef þeim þykir þeir ekki standa sig nógu vel í að koma þessari kynningu á framfæri. Ef t.d. mótaheitin sjást ekki nógu oft í texta frétta af íþróttaviðburðum eða ef myndir eru ekki nógu oft teknar með þeim hætti að auglýsingar á búningum sjáist. Þegar slíkar athugasemdir eru gerðar er ekki ósennilegt að að baki þeim liggi athugasemdir frá fyiTitækjunum, sem hafa gert samninga við íþróttasamtökin og Sjónarmið fyrir- tækjanna , Morgunblaðið/Kristinn I heyskap á Miklatúni. telja sig ekki fá nægilega mikið fyrir sinn snúð. Þegar fyrirtæki styrkja menningarstarf- semi eða félagasamtök á sviði samfélagsþjón- ustu með fjárframlögum, eru takmarkaðri möguleikai- til þess að koma nafni fyrirtækis- ins á framfæri. Hins vegar leggja mörg fyiir- tæki vaxandi áherzlu á það, sem kallað er „írnynd" þeirra. Þau leggja mikla peninga í ímyndarauglýsingar og þau hafa áttað sig á að stuðningur við menningu bætir ímynd þeirra. Þannig leikur enginn vafi á því, að smátt og smátt hefur skapazt sú ímynd af Islandsbanka, sem nú er raunar að sameinast öðrum banka, FBA og Eimskipafélaginu, að þessi tvö fyrir- tæki séu menningarleg, hafi áhuga á menn- ingu og að ímynd þeirra sé ekki sízt jákvæð í augum almennings af þessum sökum. Islandsbanki hefur t.d. sterkari menningar- lega ímynd heldur en aðrir bankar, þótt sumir þeirra, eins og t.d. Búnaðarbankinn, séu þekktú- fyrir að kaupa myndverk og eigi mikið safn slíkra verka. Sennilega á það síðastnefnda við um flestar ef ekki allar fjármálastofnanir en ímynd Búnaðarbankans er sterkust í sam- bandi við myndlist vegna þess, að bankinn hef- ur árufn saman sýnt þessi verk í sýningar- glugga, sem blasir við almenningi. Imynd Iðnaðarbankans og síðar Iðnlána- sjóðs var einnig sterk þegar kom að stuðningi við myndlist, eins og menn muna, þegar Bragi Hannesson var einn af forsvarsmönnum þess- ara fyrirtækja. Atvinnufyrii’tæki sækjast eftir þessari menningarlegu ímynd enda hefur reynslan sýnt, að hún skiptir miklu máli fyiir þau. Þess vegna hafa forráðamenn þeirra stundum átt erfitt með að skilja áhugaleysi fjölmiðla á því að koma á framfæri við almenning upplýsing- um um, hverjir séu styrktaraðilar að tilteknum menningarviðburðum. Þannig hefui- Morgun- blaðið verið spurt hvers vegna ekki megi geta þess í umsögnum um einstaka listviðburði, að tiltekið fyi-irtæki hafi veitt stuðning til þess að af þeim viðburði gat orðið. Að þessu leyti fara hagsmunir fyiirtækj- anna og listamannanna saman vegna þess, að hinir síðamefndu gera sér ljóst, að meiri líkur eru á að fyrirtækin haldi stuðningi sínum áfram, ef hans er getið með áberandi hætti. Fyrirtækin standa svo sjálf frammi fyrir vanda í sambandi við val á menningarviðburð- um, sem þau vilja styðja. Forsvarsmaður stór- fyiirtækis hefur sagt, að hann fái beiðnir um fjárstuðning á hveijum einasta degi allt árið um kring og stundum margar á degi hverjum. Þessar ákvarðanh' er ekki hægt að taka af handahófi og eftir því, sem fyrirtækin verða stærri og meira fjármagn er til ráðstöfunar í þessu skyni verður þörfin fyrir faglega með- ferð umsókna meiri. Margir listamenn telja að fyrirtækin noti fjármuni sína ekki rétt að þessu leyti. Þau hafi of mikla tilhneigingu til þess að deila út mörg- um styrkjum og smáum í stað þess að hafa þá færri en stærri. Þeir, sem hafa úr miklum fjármunum að spila, hafa alltaf staðið ft’ammi fyi-ir ákveðnum vanda í sambandi við val á verkefnum. Því kynntist John D. Rockefeller vel seint á síð- ustu öld og í byrjun þessarar aldar, þegar hann efnaðist með þeim hætti að hann var í vand- ræðum með að ráðstafa peningum sínum. Nið- urstaða hans varð sú, að setja á fót sérstaka stofnun, sem vann faglega að því að fjalla um umsóknir og vinna úr þeim. Þar var ekki bara um stuðning við menningarviðburði að ræða heldur líka við samfélagsþjónustu og mennta- stofnanir en einn fi-ægasti háskóli í Bandaríkj- unum, háskólinn í Chicago, var settur á stofn fyrir peninga Rockefellers, sem átti í mestu vandræðum með að gera upp við sig, hvort hann ætti að leggja fé í þá starfsemi. Sum íslenzk fyrh’tæki hafa tekið ákveðin ski’ef í þá átt að fjalla faglega um umsóknir um stuðning við þjóðþrifastarfsemi á borð við menningu. Þannig hefur íslandsbanki starf- rækt sérstakan menningarsjóð og má gera ráð fyrir, að þegar íslandsbanki og FBA leggja saman, verði þar um mjög öfluga starfsemi að ræða, sem kalli á enn vandaðri undirbúning að ákvörðunum um ráðstöfun fjármuna í þessu skyni. Hið sama má segja um Sparisjóð Reykjavík- ur og nágrennis, sem rekið hefur skipulega starfsemi á þessu sviði með því að setja á fót sérstakan sjóð, sem veitir árlega styrki til menningarstarfsemi. Nokkm’ hópm- fyrirtækja hefur tekið hönd- um saman um stuðning við menningarlífið með því að skuldbinda sig til kaupa á myndverkum með reglulegum hætti og hefur Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, m.a. verið í forystu fyrir þeim hópi. íslenzk fyrirtæki hafa eílzt mjög á þessum áratug og eru að verða stærri og kraftmeiri. Líklegt má telja, að þau stærstu muni fljótlega standa frammi fyrir því, að það sé þeirra hagm’ að ráða til sín sérmenntað fólk til þess að vinna að ráðstöfun fjármuna, sem settir eru í stuðn- ing við menningarstarfsemi. Slík þróun væri af hinu góða og líkleg til þess að ýta undir menn- ingarstarfsemi í landinu. Efth’ því, sem vinnubrögð fyrirtækjanna verða faglegri verður krafan meiri til lista- manna um að umsóknir þeirra sjálfra verði unnar með faglegri hætti en verið hefur. Sá tími er liðinn, að listamenn geti hlaupið á milli fyrirtækja og leitað eftir stuðningi við menn- ingarviðburð, sem á að fara fram á morgun. Líklegt má telja, að listamennh’nh’ muni smátt og smátt taka upp þau vinnubrögð, sem marg- ir þeirra hafa ástundað í fjöldamörg ár, að skipuleggja menningarstarfsemi langt fram í tímann og leggja fram vandlega unnar um- sóknir um íjárstuðning með löngum fyrirvara. ÞESSI þróun veldur Afstaða Þrf að fjölmiðlamir pj"i ;3i þurfa að endurskoða lJOimiOia afstöðu sína til stuðn- ingsstarfsemi af þessu tagi. Fjölmiðlar hafa lengi verið mjög varir um sig, þegar að því kemur, að fyrirtæki eða einstaklingar vilja að þeirra mati verða sér úti um „ókeypis" auglýs- ingar í formi „textaauglýsingar" í stað þess, að viðkomandi aðilar kaupi auglýsingu. Áð hluta til hefur þessi afstaða einfaldlega byggzt á því, að fjölmiðlamir hafa viljað verja tekjugmnn sinn, sem byggist ekki sízt á auglýsingum en að öðm leyti á því sjónarmiði, að þeir hafa ekki viljað láta „nota“ sig með þessum hætti. Markaðsvæðing íþróttahreyfingarinnar hef- ur knúið fjölmiðlana til þess að hugsa þetta mál upp á nýtt. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, að fjölmiðlar vilji ekki láta þriðja aðila ,;selja“ auglýsingar i texta þeirra eða mynd. Á hinn bóginn má líka líta á það sem framlag fjölmiðl- anna til þess að styðja við bakið á þeirri mikil- vægu starfsemi, sem íþróttafélögin hafa for- ystu um, að þeir sýni því skilning að við núverandi aðstæður verður starfsemi íþrótta- félaganna ekki fjármögnuð með öðmm hætti. Nú er auðvitað alveg ljóst, að fáir aðilar styðja jafn vel við baldð á menningarstarfsemi í landinu og einmitt fjölmiðlamir, sem með víð- tækri umfjöllun um menningarviðburði eiga ríkan þátt í því grózkumikla menningarlífi, sem við búum við. En það er raunar ekki hugs- að fyrst og fremst sem stuðningur við menn- ingarstarfsemi heldur er það áreiðanlega ein af forsendunum fyrir áhuga fólks á að kaupa blað eða gerast áskrifandi að sjónvarpsstöð, að geta með þeim hætti fylgzt með því, sem er að gerast í menningarlífi þjóðarinnar. Þannig er öflugt menningarlíf ein af forsendunum fyrh’ líflegri fjölmiðlastarfsemi. Þegai’ málið er skoðað í því ljósi er kannski tímabært að fjölmiðlamir endurskoði afstöðu sína til þess hvemig fjallað er um þá aðila, sem veita menningarstarfsemi fjárhagslegan stuðning og gera listamönnum þannig kleift að koma list sinni á framfæri við almenning. Þótt hér hafi mest verið fjallað um íþróttir og listir, er Ijóst að sömu rökin eiga við þegar um stuðning við samfélagsþjónustu er að ræða enda má gera ráð fyrir að félagasamtök á því sviði leiti í vaxandi mæli eftir stuðningi at- vinnulífsins eins og reynslan hefúr sýnt í öðr- um löndum. „Islenzk fyrirtæki hafa eflzt mj’ög á þessum áratug og eru að verða stærri og kraft- meiri. Líklegt má telj'a, að þau stærstu muni fljót- lega standa frammi fyrir því, að það sé þeirra hagur að ráða til sín sérmenntað fólk til þess að vinna að ráðstöfun fjármuna, sem settir eru í stuðn- ing við menning- arstarfsemi. Slík þróun væri af hinu góða og líkleg til þess að ýta undir menningarstarf- semi í landinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.