Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 11
sína í kjölfarið eða ekki. í stað
þess að þögn sé sama og sam-
þykki, er þessu snúið við og fólk
veitir eftir umræðu og umhugsun,
beint samþykki. Slíkt fyrirkomulag
myndi t.d. vernda betur stöðu
hinna ófullveðja, því leita yrði
heimildar forsvarsmanna þeirra.“
Róbert brýnir mikilvægan grein-
armun í siðfræði rannsókna. Rann-
sókn er ekki nauðsynlega það
sama og rannsókn. Það er t.d.
munur á því hvort ákveðinn ein-
staklingur fer í rannsókn til að láta
lækna sig, eða hvort hann veitir
upplýsingar um sig vegna al-
mennrar rannsóknar um sjúkdóma
eða hvort verið er að vinna með
gögn sem þegar hefur verið safnað
. „Það er ekki víst að það sé hægt
að vernda sömu siðferðilegu gildin
með sömu siðareglunum á ólíkum
sviðum," segir Róbert og að það
skapi ný spennandi verkefni innan
siðfræðinnar að glíma við fyrir-
bæri eins og miðlæga gagna-
grunna með upplýsingum um stóra
hópa. Helsinkiyfirlýsingin veiti
ekki nægilega leiðsögn í þeim efn-
um.
Einhliða áhersla á
tæknilega persónuvernd
Annar kaflinn í siðareglum IE
fjallar um meðferð persónuupplýs-
inga og lífsýna. „Þegar tengja á
heilsufarsupplýsingar við erfða-
fræðiupplýsingar, þá leiðir það af
þessum siðareglum að upplýst
samþykki þurfi að vera til staðar,"
segir Vilhjálmur og að það dugi
skammt að leysa siðferðileg álita-
mál með tæknilegum útlistunum
og eyða öllu púðri umræðunnar
t.d. í dulkóðunarmál. Tæknileg
leynd verður aðalatriði, en sjálfs-
ákvörðunarréttur einstaklinga og
trúnaðarskylda heilbrigðisstétta
aukaatriði.
„Við erum í nýjum heimi með
áherslu á upplýsingar,“ segir Vil-
hjálmur, „og tölvutæknin hefur
gert mönnum kleift að búa til nýja
gagnagrunna sem hægt er að dul-
kóða. Ég tel að við ættum ekki í
siðfræði rannsókna á gagnagrunn-
um, að leggja þessa einhliða
áherslu á tæknilegu persónuvernd.
Viðurkennum frekar að þetta er
hugsanlega persónugreinanlegt og
einnig að það geti verið siðferði-
lega rétt að persónugreina ef
menn verða áskynja um læknan-
legan sjúkdóm. Hin siðferðilega
krafa er sjálfsákvörðunarrétturinn
og þess vegna tel ég að við ættum
að leita heimildar fólks eða eftir
beinu samþykki. Ofuráhersla á
persónuleynd getur nefnilega líka
skapað siðferðileg vandamál. Menn
verða að vera reiðubúnir að spyrja
t.d. „Viljum við, ef við verðum
áskynja um illvígan sjúkdóm sem
gæti leynst hjá barni, koma þeim
upplýsingum á framfæri til að
hjálpa barninu?" Eða viljum við
það ekki þótt upplýsingarnar í
gagnagrunninum séu hugsanlega
persónugreinanlegar?
Þetta vekur líka spurningar um
erindi siðfræðinnar. „Eru störf sið-
fræðinga viðbrögð við kreppum?
Eru siðareglur neyðarráðstöfun?"
spyr Róbert. „Mér finnst of mikil
áhersla í samfélaginu vera á að
siðareglum se ætlað að halda aftur
af hinu illa. Áhersluna skortir á hið
góða. Siðferðileg hystería má ekki
verða til þess að við gleyma ávinn-
ingnum af rannsóknum, ekki síst í
læknisfræði. „Ég kalla þessi sið-
ferðilegu viðbrögð girðingarvinn-
una,“ segir Vilhjálmur. „Við erum
á einhverri rosalegri hraðbraut og
eigum að byggja kantana. Girðing-
arvinnan er nauðsynleg, en hún er
hvimleið og í henni kemur siðfræð-
in eftir á. Siðfræði á einkum að
móta umferðarreglurnar og einnig
að velta því fyrir sér hvert ferðinni
er heitið, þótt hún eigi ekki að vísa
veginn, því vísindin verða að hafa
frjálst spil. Siðareglum má líkja
við umferðarreglur á götum borg-
anna eða í háloftunum. Þótt sömu
grundvallarlögmálin séu alls stað-
ar í gildi þarf hver faghópur að
setja sér sérstakar reglur, t.d. eft-
ir því hvort fagmaðurinn er flug-
stjóri, eða vísindamaður eða lækn-
ir, því að viðfangsefni þeirra eru
ólík,“ bætir Vilhjálmur við.
Ef til vill er dýrmætast í sið-
fræði að kunna að gera greinar-
Morgunblaóió/Ásdís
Siðaregla: „Sjálfsákvörðunarréttur og mannhelgi þátttakenda í rannsókn eru virt. Engar rannsóknir eru gerðar á
fólki eða lífsýnum úr fólki nema með upplýstu samþykki þess.“
Sióareglur
Siðareglur Islenskrar erfða-
greiningar (Code of Ethics
deCODE genetics) eru í 7
greinum og er hver þeirra í
nokkrum liðum. Hér er nefnt
eitt dæmi úr hverjum flokki.
1.0. Rannsóknir: 1.5. „Starfs-
menn ÍE taka eingöngu þátt í
samstarfsverkefnum með vís-
indamönnum sem virða al-
þjóðlegar siðareglur um rann-
sóknir."
2.0. Meðferð upplýsinga og
lífsýna: 2.1. „Til að tryggja
persónuvernd mun IE beita að-
ferðum sem á hverjum tíma
taka mið af rétti og hagsmun-
um þátttakenda, kröfum
stjórnvalda og viðurkenndum
alþjóðareglum og hefðum um
persónuvernd við vísindarann-
sóknir. Jafnframt sé tryggður
framgangur vísindarannsókna
og þekkingarsköpunar."
3.0. Samskipti við almenning,
samtök sjúklinga og heilbrigð-
isstéttir: 3.4. „IE leggur
áherslu á gott samstarf við fé-
laga- og hagsmunasamtök
sjúklinga. Starfsmenn ÍE eru
reiðubúnir að aðstoða þau, s.s.
með fræðsluefni, upplýsingum
eða fyrirlestrum um rannsókn-
ir sem fram fara á vegum fyr-
irtækisins.“
4.0. Meðferð upplýsinga um
fyrirtækið og starfsemi þess:
4.2. „Starfsmaður gefur ekki,
nema með samþykki yfir-
manns, upplýsingar um stöðu
rannsókna á hverjum tíma eða
niðurstöður þeirra fyrr en þær
hafa verið birtar."
5.0. Skyldur fyrirtækisins við
starfsmenn: 5.3. „ÍE stuðlar að
símenntun starfsmanna sinna.
Starfsmenn þjálfa og fræða
unga vísindamenn sem og aðra
nýliða í starfi.“
6.0. Samskipti starfsmanna:
6.1. „Starfsmenn skulu koma
fram af drengskap og háttvísi
og styðja hvern annan í starfi.
Þeir eru hreinskiptir og gagn-
rýna störf hvers annars á upp-
byggilegan hátt.“
7.0. Umhverfi og náttúra:
7.3. „Takmarka skal dýratil-
raunir eins og kostur er og
láta mannúðarsjónarmið ráða
við framkvæmd þeirra. Starfs-
menn sem vinna við dýratil-
raunir fylgja gildandi reglum
um þær.“
mun og skilja að aðstæður kalla á
mismunandi kröfur. „Ég tel t.d. að
okkur beri að segja sannleikann,
það sé almenn krafa. En hvað felst
í því að segja sannleikann á ólíkum
sviðum lífsins?"
Upplýsingar um hópa og
upplýsingar um einstaklinga
Róbert nefnir svar sem dæmi:
Hvað er að segja sannleikann í eðl-
isfræðitímariti? Hvað er að segja
sannleikann við barnið sitt? Hvað
er að segja sannleikann fyrir rétti?
„Vegna þess að rannsóknir eru af
ólíku tagi hvílir á okkur sú ábyrgð
að glöggva okkur á þeim eiginlegu
siðferðisvandamálum sem eru til
staðar hverju sinni. Alvarlegast er
þegar öllum siðareglum er hafnað
á þeim forsendum að engin þeirra
sé algild. Mér finnst umræðan um
gagnagrunninn einkennast af því
að ólíkum sviðum og ólíkum teg-
undum rannsókna er ruglað sam-
an,“ segir hann og einnig gerir
hann athugasemd við þá fullyrð-
ingu að dulkóðunartæknin hafi
leyst málið. Tæknin leysir ekki sið-
ferðilega hugsun af hólmi.
Vilhjálmur og Róbert spá að
mörg ögrandi verkefni verði til
innan siðfræðinnar vegna gagna-
grunna. Islendingar virðast vera
mjög hlynntir svona gagnagrunn-
um og því þurfi ekki að óttast nið-
urstöðuna þótt leitað væri eftir
heimildum. Það er ástæðulaust að
óttast að hin nútímalega krafa um
að virða sjálfsákvörðunarrétt fólks
hindri framgang rannsókna. Aðal-
atriðið er að finna það samþykkis-
form sem hæfir best hverju sinni.
Þetta er verkefni sem blasir við
siðfræðingum í samráði við fagfólk
og í samræmi við alþjóðlegar kröf-
ur í vísindasamfélaginu. Hér skipt-
ir meginmáli að gera og virða
greinarmuninn, milli upplýsinga
um einstaklinga og hópa. Nefna
má sem dæmi að í erfðasiðfræði
geta einkamál orðið fjölskyldumál
og það merkir að upplýsingar um
erfðir eru ennþá viðkvæmari og
vandmeðfarnari en aðrar upplýs-
ingar. „Siðareglur í rannsóknum
hafa algildan kjarna, en útfærslan
á þeim er breytileg eftir tegund
upplýsinga og tegund rannsókna,“
segir Vilhjálmur, „siðareglur sem
fyrirtæki eða stofnanir setja sér
eru því fyrst og fremst fjárfesting
í forsendum góðra rannsókna og
þar með í trausti.“
Rangt að ýta undir
illa skilgreindan ótta
„Það er rangt að hindra rann-
sóknir með því að ýta undir illa
skilgreindan ótta um að eitthvað
fari úrskeiðis," segir Róbert. „Slík-
ur siðferðilegur ótti getur eyðilagt
fyrir góðum rannsóknarfyrirtækj-
um. Frumskyldan er sú að fyrir-
byggja sjúkdóma og lækna fólk og
bæta mannlífið. Eins er rangt að
opna fyrir allar rannsóknir með
því að segja að þær búi við tækni-
legt öryggi, og slökkva svo á sið-
vitinu.“ Vilhjálmur segir þessa
tæknihugsun hafa verið útbreidda
hér; málstaðurinn, tæknin, vinnu-
brögðin, og ávinningurinn er svo
mikill, að ekki þurfi að glíma við
siðfræðina.
Þetta má kalla tilbrigði við átök-
in milli algildishyggju og afstæðis-
hyggju. Því miður fyrir óþolin-
móða, sem vilja búa við einfaldan
heim, ríkir bæði varanleiki og
breytileiki í mannheiminum og það
kallar á sífellda viðleitni til að fást
við spurningar í siðfræði rann-
sókna, eins og: Hvernig er heilla-
vænlegast að haga málum núna,
svo bæði sé hægt að vernda ein-
staklinga og stuðla að framþróun
vísindanna?
Með aukinni umræðu um hin
nýju skilyrði í rannsóknum má
ætla að greinarmunurinn á milli
sviða og rannsókna muni smám
saman skýrast. Er einstaklingur
t.d. að taka þátt í rannsókn á syk-
ursýki til að fá lækningu eða er
hann að gera það til að auka þekk-
ingu á sykursýki almennt? Einnig
má velta fyrir sér sérstöðu faralds-
fræðilegra rannsókna og gagna-
grunna með heibrigðisupplýsing-
um og úrvinnslu á þeim. Tengingar
milli gagnagrunna er einnig flókið
dæmi, ekki síst vegna þess hversu
viðkvæmar erfðafræðiupplýsingar
geta verið. Þess vegna ætti aldrei
að víkja frá kröfunni upplýst sam-
þykki fyrir þátttöku í tilteknum,
afmörkuðum rannsóknum þegar
erfðafræðiupplýsingar um ein-
staklinga eiga í hlut.
Meginkosturinn við það að siða-
reglur eru unnar innan fyrirtækja
er, að mati þeirra Róberts og Vil-
hjálms, að umræða og menntunar-
ferli eru hafin. Með þessu er þó
ekki verið að draga úr mikilvægi
þeirra reglna sem eru niðurstaðan
af slíku starfi. Þær eru auðvitað
þýðingarmikil leiðarljós í starfi
fagfólks. Ef vel tekst til og unnið
er í anda þeirra geta þær eflt
starfsemi viðkomandi fyrirtækis
og treyst tengsl þess við almenn-
ing.
Orðabók 1
► Erðaupplýsingai-: Upp-
lýsingar um erfðaefni ein-
staklinga sem fást með rann-
sókn á lífsýnum.
► Heilsufarsupplýsingar:
Hvers kyns upplýsingar um
heilsu einstaklinga, að crfða-
upplýsingum meðtöldum.
► Lífsýni: Sýni úr lifandi eða
látnum einstaklingi, t.d.
blóðsýni eða vefjasýni. Lffsýni
fæst annaðhvort frá þátttak-
anda í rannsókn sem veitt hef-
ur upplýst samþykki eða úr
lífsýnabanka.
► Persónuupplýsingar: Upp-
lýsingar sem skráðar eru með
þekkjanlegu pcrsónuauð-
kenni, svo sem nafni eða
kennitölu.
► Upplýst samþykki (fyrir
rannsókn): Staðfesting ein-
staklings á því að hann hafi
gefið Ieyfi sitt til þátttöku f til-
tekinni rannsókn, enda hafi
hann fengið og skilið upp-
lýsingar um tilgang og fram-
kvæmd rannsóknarinnar,
hugsanlegan ávinning og
áhættu sem fylgir þátttöku
hans f rannsókninni, og að
honum sé frjálst að hafna eða
hætta þátttöku hvenær sem
er.
Heimild: Siðareglur ÍE
Orðabók 2
► Dulkóðun í eina átt: Um-
breyting orða eða talna í
óskiljanlcga runu af táknum
sem ekki er hægt að rekja til
baka með greiningarlykli.
(Mbl, ’98)
► Gagnagrunnur: Skipulagt
kerfi til að geyma tölvuskráð
gögn, skipa þeim niður, vinna
úr þeim og endurheimta þau.
(Mbl, ’98)
► Fyrirspum í gagnagninn:
Beiðni um að fá gögn beint út
úr gagnasafni grunnsins eða
leiða út gögn frá gmnninum á
grundvclli tiltekins skiiyrðis.
(Mbl, ’98)
► Arfgerð og svipgerð: „Arf-
gerð einstaklings er sú röð
basa sein fram kemur f erfða-
efni hans. Sérhver einstak-
lingur hefur cinstaka arfgerð,
ólfka arfgerð allra annarra
inanna — þó ineð þeirri undan-
tekningu, að arfgerð eineggja
tvfbura er hin sama.
Sanispil arfgerðai- og um-
hverfis ákvarðar alla líkani-
lega ciginleika einstaklings-
ins, svo sem háraiit, hæð,
heilsufar, andlitsfall og augn-
lit. Þessir eiginleikar eru einu
nafni nefndir svipgerð. Hver
þáttur svipgerðar er misháður
arfgerðinni, og iná sem dæmi
nefna að augnlitur ræðst eiii-
göngu af arfgerð. Hins vegar
em til sjúkdómar sem tengjast
bæði arfgerð og umhverfi, og
má þar nefna sykursýki. Þess
em dænii að aðcins annar ein-
eggja tvíbura fái þann sjúk-
dóm, en hitt er þó mun
algengara að báðir fái hann
eða hvorugur.“ (Á.S.
www.decode.is, ’OO)
► Siðareglur: „Faglegar
dygðir eru ofnar úr tveimur
þáttum... í fyrsta lagi verður
fólk að hafa kunnáttu og vit á
þeim viðfangsefnum sem
starfið lýtur að. Þetta er hin
tæknilega hlið starfsdygð-
anna. Sá sem rækir starf sitt
vel, séð frá þessari hlið, kann
vel til verka; er raunvcrulegur
sérfræðingur í þvf sem starfið
lýtur að.“ Siðferðilega hliðin:
„Siðferðileg fæmi og kunn-
átta starfsfólks leiðir til þess
að störfin þjóiii sfnum eigin-
lega tilgangi í þágu samfélags-
ins. Þessi hlið starfsdyggð-
anna kcmur í vcg fyrir að
starfsfólk beiti tæknilegri
fæmi eða þekkingu án þess að
skeyta um þær skyldur og
ábyrgð sem staða þeirra legg-
ur þeim á herðar eða um sið-
ferðileg gildi yfirleift." (S.K.
Siðareglur. ’91)