Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ u.þ.b. jafn mikið og tíundi hluti af gróðurmold Bandaríkjanna. Ef hin margvíslegu eyðingaröfl væru stöðvuð tæki það náttúr- una 3000 til 12000 ár að jafna sig og komast í jafnvægi. • Fólksfjöldi t.d. í Eþíópíu hefur tvöfaldast á tuttugu árum en 8 milljóna íbúa landsins bíður nú hungurdauði ef ekki verður gripið til stórfelldra aðgerða. Mörg önnur lönd eru tæpast mikið betur stödd. • 90% alls mannkyns hafa enga lífeyrissjóði eða framfærslu- tryggingar til að ganga að í ell- inni. • Glæpir og ííkniefnavandamál fara vaxandi nánast um allan heim. • Eyðni fer enn vaxandi og breið- ist nú hratt út í Asíu. • Gróður er enn að eyðast á há- lendi íslands skv. upplýsingum rannsóknarmanna. • Þótt náðst hafl árangur í stöðv- un gróðureyðingar á einstökum stöðum (t.d. í Burkina Faso) er það algjört lítilræði í ljósi heild- areyðingar. Eitt þróunarfélag (GTZ, Þýska félagið um tækni- lega samvinnu) hefur sýnt fram á, að árangri megi ná í gróður- vernd með pólitískri uppbygg- ingu, fremur en að leggja áherslu á ráðgjöf um tæknileg úrræði sem standa til boða. Póli- tísk vandamál eru óviðráðanleg í mörgum ef ekki flestum örbirgðarlandanna. • Bandaríkjamenn halda áfram að fitna og margir Evrópumenn koma í humátt á eftir. Fjórði heimurinn Oftast er rætt um þróunarlöndin sem þriðja heiminn og í orði er mikið reynt að bæta aðstæður í þeim löndum. Bandaríski félags- fræðingurinn M. Castells segir, í viðtali við vikuritið Der Spiegel (14), að gífurleg þróun tölvutækn- innar og byltingarkenndur hagnað- ur margra bæti ekki lífsgæði í heiminum, því mismunur á milli landa fari vaxandi og einnig á milli einstaklinga innan einstakra landa. Bilið byggist á skorti á menntun og þjálfun, sem og tölvuþekkingu stórra hópa fólks, sem er algjörlega vanvirt og utangátta í öllum efnum. Þar er um að ræða fólk, sem hvorki er neytendur né framleiðendur og kalla má það fjórða heiminn, en hann er ekki bara í þriðja heimin- um, heldur einnig í ríku löndunum. A vissan hátt líkist fjórði heimur- inn stétt hinna ósnertanlegu í Ind- landi; það fólk fæðist í sinni stétt og á enga útgönguleið. Netið hefur komið á vissan hátt í stað kjörinna stjórnvalda sem missa í vaxandi mæli tök á straumi peninga. Stór- fyrirtækin verða stöðugt fyrirferð- armeiri og voldugri á sama tíma og stjórnvöld missa völd. Ógnvænleg stórfyrirtæki Fyrirtækjasamsteypur nútímans verða ekki fyrir teljandi ögrunum SD vörurnar fást í i Nýkaup i Hagkaup í Nóatúni i Fjarðarkaup í Samkaup i Heilsuhúsunum i Lyfju i Lyf og heilsu i Bónus apótekunum og flestum apótekum og verslunum úti á landi. SKOÐUN eða áreiti frá byltingarsinnum eða þjóðfélagspólítíkusum af margvís- legu tagi. Þær eru reyndar svo öfl- ugar að ríkisstjórnir ráða vart við þær, sbr. Microsoft. Enn virðist furðulegt að Samkeppnisstofnun hafi látið átölulaust að eitt fyrir- tæki næði meirihlutatökum á ís- lenska matvörumarkaðnum. Lík kommúnismans mun enn lengi eitra allt sem minnir á áætlunarbú- skap eða ríkisafskiptasemi (Eric Hobsbawm). Síðan „túrbó-kapíta- lisminn" varð allsráðandi, fyrir ára- tug eða svo hefur bilið á milli þeirra fátæku og þeirra ríku, sem hafa hagnast á hinum hnattræna mata- dor, breikkað mikið. Fjölmiðlafræðingurinn Norbert Bolz telur að í hinum flókna hnatt- ræna viðskiptaheimi séu allar hug- myndir um heimsendurbætur dæmdar til að mistakast. Sem kompás á hafi hinnar opnu framtíð- ar gagnast okkur engir spámenn sælulands, staðleysu, heimsendis, dómsdags, opinberunar eða sögu- heimspeki til framfara. Nútíma- maðurinn verður að vera sveigjan- legur og reiðubúinn að lifa frá degi til dags og takast á við vandamál, sem jafnvel gætu stangast á við eigin siðferðisviðhorf. Engin svör fást við margvíslegum grundvallar- spurningum; það sem virðist rétt í dag getur verið rangt á morgun. „Elskaðu óvissuna," sagði Bolz. Ætli einhverjum gæti dottið í hug að setja á „lífsgæðakvóta" og hafa hann framseljanlegan? Höfundur er efnaverkfræðingur. SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 35 /’TIGÞ; SLATTUVELAR Útsölustaðir um allt land Notendavænar Margar gerðir Landsþekkt varahlutaþjónusta VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 áritar myndir úr Norðuniólsleiöangrinum í Nanoq í dag, suimudag, kl. 3-5. Vandaöur jakki úr IŒGUARD. Mikil vatnsheldni og góö útöndun, hetta í kraga, 5 vasar. Allir renni- lásar vel varöir. Frábær jakki á fínu veröi! Cintamani sameinar gæði, fallega hönnun, léttleika og ýmsa sérstæða eiginleika eins og góða öndun - sem er afar mikilvægur þáttur þegar fólk svitnar af áreynslu. aT Cintamani er sportlegur útivistarfatnaður sem öll fjölskyldan klæðist á sumri sem vetri. Cintamani er íslensk framleiðsla og fellur vel að þeim lífsstíl sem Nanoq stendur fyrir. Þriggja laga ICEGUARD-efni, þaö besta? 7 vasar. Allir rennilásar vel varöir. Góö hreyfividd í sniöi, vel út- færö hetta. Rennilásar undir örm- um tempra hita og öndun. Léttur og þrælsterkur jakki. „Annab kom ekki til greina á Noröurpólinn," sagöi Haraldur Orn. HAHOQ* - lífið er áskonm! Frábært sniö og eitt besta flisefni sem til er frá PONTETORTO. Sjö Irtir. SD sjávar- & jurtasmyrsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.