Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
u.þ.b. jafn mikið og tíundi hluti
af gróðurmold Bandaríkjanna.
Ef hin margvíslegu eyðingaröfl
væru stöðvuð tæki það náttúr-
una 3000 til 12000 ár að jafna sig
og komast í jafnvægi.
• Fólksfjöldi t.d. í Eþíópíu hefur
tvöfaldast á tuttugu árum en 8
milljóna íbúa landsins bíður nú
hungurdauði ef ekki verður
gripið til stórfelldra aðgerða.
Mörg önnur lönd eru tæpast
mikið betur stödd.
• 90% alls mannkyns hafa enga
lífeyrissjóði eða framfærslu-
tryggingar til að ganga að í ell-
inni.
• Glæpir og ííkniefnavandamál
fara vaxandi nánast um allan
heim.
• Eyðni fer enn vaxandi og breið-
ist nú hratt út í Asíu.
• Gróður er enn að eyðast á há-
lendi íslands skv. upplýsingum
rannsóknarmanna.
• Þótt náðst hafl árangur í stöðv-
un gróðureyðingar á einstökum
stöðum (t.d. í Burkina Faso) er
það algjört lítilræði í ljósi heild-
areyðingar. Eitt þróunarfélag
(GTZ, Þýska félagið um tækni-
lega samvinnu) hefur sýnt fram
á, að árangri megi ná í gróður-
vernd með pólitískri uppbygg-
ingu, fremur en að leggja
áherslu á ráðgjöf um tæknileg
úrræði sem standa til boða. Póli-
tísk vandamál eru óviðráðanleg í
mörgum ef ekki flestum
örbirgðarlandanna.
• Bandaríkjamenn halda áfram að
fitna og margir Evrópumenn
koma í humátt á eftir.
Fjórði heimurinn
Oftast er rætt um þróunarlöndin
sem þriðja heiminn og í orði er
mikið reynt að bæta aðstæður í
þeim löndum. Bandaríski félags-
fræðingurinn M. Castells segir, í
viðtali við vikuritið Der Spiegel
(14), að gífurleg þróun tölvutækn-
innar og byltingarkenndur hagnað-
ur margra bæti ekki lífsgæði í
heiminum, því mismunur á milli
landa fari vaxandi og einnig á milli
einstaklinga innan einstakra landa.
Bilið byggist á skorti á menntun og
þjálfun, sem og tölvuþekkingu
stórra hópa fólks, sem er algjörlega
vanvirt og utangátta í öllum efnum.
Þar er um að ræða fólk, sem hvorki
er neytendur né framleiðendur og
kalla má það fjórða heiminn, en
hann er ekki bara í þriðja heimin-
um, heldur einnig í ríku löndunum.
A vissan hátt líkist fjórði heimur-
inn stétt hinna ósnertanlegu í Ind-
landi; það fólk fæðist í sinni stétt
og á enga útgönguleið. Netið hefur
komið á vissan hátt í stað kjörinna
stjórnvalda sem missa í vaxandi
mæli tök á straumi peninga. Stór-
fyrirtækin verða stöðugt fyrirferð-
armeiri og voldugri á sama tíma og
stjórnvöld missa völd.
Ógnvænleg stórfyrirtæki
Fyrirtækjasamsteypur nútímans
verða ekki fyrir teljandi ögrunum
SD vörurnar
fást í
i Nýkaup
i Hagkaup
í Nóatúni
i Fjarðarkaup
í Samkaup
i Heilsuhúsunum
i Lyfju
i Lyf og heilsu
i Bónus apótekunum
og flestum apótekum og
verslunum úti á landi.
SKOÐUN
eða áreiti frá byltingarsinnum eða
þjóðfélagspólítíkusum af margvís-
legu tagi. Þær eru reyndar svo öfl-
ugar að ríkisstjórnir ráða vart við
þær, sbr. Microsoft. Enn virðist
furðulegt að Samkeppnisstofnun
hafi látið átölulaust að eitt fyrir-
tæki næði meirihlutatökum á ís-
lenska matvörumarkaðnum. Lík
kommúnismans mun enn lengi
eitra allt sem minnir á áætlunarbú-
skap eða ríkisafskiptasemi (Eric
Hobsbawm). Síðan „túrbó-kapíta-
lisminn" varð allsráðandi, fyrir ára-
tug eða svo hefur bilið á milli þeirra
fátæku og þeirra ríku, sem hafa
hagnast á hinum hnattræna mata-
dor, breikkað mikið.
Fjölmiðlafræðingurinn Norbert
Bolz telur að í hinum flókna hnatt-
ræna viðskiptaheimi séu allar hug-
myndir um heimsendurbætur
dæmdar til að mistakast. Sem
kompás á hafi hinnar opnu framtíð-
ar gagnast okkur engir spámenn
sælulands, staðleysu, heimsendis,
dómsdags, opinberunar eða sögu-
heimspeki til framfara. Nútíma-
maðurinn verður að vera sveigjan-
legur og reiðubúinn að lifa frá degi
til dags og takast á við vandamál,
sem jafnvel gætu stangast á við
eigin siðferðisviðhorf. Engin svör
fást við margvíslegum grundvallar-
spurningum; það sem virðist rétt í
dag getur verið rangt á morgun.
„Elskaðu óvissuna," sagði Bolz.
Ætli einhverjum gæti dottið í
hug að setja á „lífsgæðakvóta" og
hafa hann framseljanlegan?
Höfundur er efnaverkfræðingur.
SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 35
/’TIGÞ;
SLATTUVELAR
Útsölustaðir um allt land
Notendavænar
Margar gerðir
Landsþekkt
varahlutaþjónusta
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864
áritar myndir úr Norðuniólsleiöangrinum
í Nanoq í dag, suimudag, kl. 3-5.
Vandaöur jakki úr IŒGUARD.
Mikil vatnsheldni og góö útöndun,
hetta í kraga, 5 vasar. Allir renni-
lásar vel varöir. Frábær jakki á
fínu veröi!
Cintamani sameinar gæði, fallega hönnun, léttleika og
ýmsa sérstæða eiginleika eins og góða öndun - sem er
afar mikilvægur þáttur þegar fólk svitnar af áreynslu. aT
Cintamani er sportlegur útivistarfatnaður sem öll
fjölskyldan klæðist á sumri sem vetri. Cintamani er íslensk
framleiðsla og fellur vel að þeim lífsstíl sem Nanoq
stendur fyrir.
Þriggja laga ICEGUARD-efni, þaö
besta? 7 vasar. Allir rennilásar vel
varöir. Góö hreyfividd í sniöi, vel út-
færö hetta. Rennilásar undir örm-
um tempra hita og öndun. Léttur
og þrælsterkur jakki. „Annab kom
ekki til greina á Noröurpólinn,"
sagöi Haraldur Orn.
HAHOQ*
- lífið er áskonm!
Frábært sniö og eitt besta flisefni
sem til er frá PONTETORTO.
Sjö Irtir.
SD sjávar- & jurtasmyrsl