Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 48
.48 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 SLAPPAW AF! VEISTU EKKI Aö ÞAÖ ER ÍHÆGTAÖ SÁLASTÁ MIKLU VERRIHÁTT? Ljóska DA6UR, PU ERTNÆST BESTT FULITRUINN SEM HEFUR STARFAI IPESSU FYRIRTÆKI Láttu ekki svona. Ég stökk lengra en þetta. Lengi getur vont versnað Frá Gunnari Vigfússyni: ALLAR götur síðan á stríðsárunum hefur verið mikill skortur á leigu- íbúðum og ástandið fer versnandi; heyrst hefur að meðalverð sé á milli 40 og 60 þúsund króna mánaðarleiga á íbúð og allt upp í 100 þúsund krón- ur. Borgin átti um 1100 íbúðir sem yfirleitt voru leigðar út á lágu verði. Fljótlega eftir að núverandi meiri- hluti í borgarstjórn tók við stjóm Reykjarvíkurborgar og fór að ráða voru íbúðirnar skírðar upp á nýtt og heita nú Félagsbústaðir og jafn- framt var leigan hækkuð. Margir sem kusu R-listann væntu þess og hugsuðu að nú ætti að fara að byggja leiguíbúðir, en ekki er vitað um eina einustu íbúð sem byggð hefur verið þrátt fyrir svo mikinn húsnæðis- skort. Það er vitaskuld ein af frumþörf- um borgarbúa að hafa húsaskjól og ætti að hafa algeran forgang. Núver- andi borgarstjórnarmeirihluti hefur alveg gleymt þessum lið en hækkar þess í stað fasteignaskatt og bygg- ingarlóðir eru slegnar hæstbjóðend- um. Ekki lækkar byggingarkostnað- ur við það. Það var á stríðsárunum og upp úr þeim sem sá hreinskilni og merki maður Bjarni Benediktsson var borgarstjóri og beitti sér fyrir því að heilt hverfi var byggt og leigt út til bráðabirgða: Höfðaborgin. Mig minnir að það hafi verið tveggja til þriggja herbergja íbúðir. Þá höfðu íbúarnir tíma til að byggja eða kaupa húsnæði, t.a.m. í Smáíbúðahverfinu og víðar. Mér finnst R-listinn standa sig lakar en Sjálfstæðisflokkurinn í því að byggja leiguíbúðir og er þá mikið sagt. Við gerð kjarasamninga íyrir nokkrum árum var það oft í umræð- unni að ef íbúðaverð væri lægra og meira en framboð leiguhúsnæðis væri auðveldara að semja um kaup og kjör, en eftir því erfiðara í sam- ræmi við það sem væri fyrir fólk að ná endum saman til lífsframfæris þegar búið er að greiða afborganir og vexti af íbúðalánum eða húsa- leigu. Félag einstæðra foreldra á tvær stórar byggingar með smáíbúð- um sem félagið leigir félagsfólki sínu. Ekki væri það nú mikið í ráðist fyrir borgina að fara nú að sinna bet- ur efnalitlu fólkí í húsnæðismálum, og slá því á frest að sóa meiru en þessum 700 milljónum sem fóru í gamla pakkhúsið við höfnina til að gera þar listahús. Ekki sýnist mér nú vera svo mikil örtröð innandyra á Kjarvalsstöðum að þörfin hafi verið knýjandi á þessu listhúsi við höfnina. Eg sé ekki betur en þessir Alþýðu- flokks- og Alþýðubandalagsmenn séu að vinna fyrir aðra en efnalítið fólk sem eflaust hefur komið þeim til valda í borginni. I síðustu samningum náðist 15. þús. króna hækkun á lægstu launa- taxtana á þremur árum. Ekki vegur það nú þungt til að borga húsaleigu eða háa vexti af íbúðarlánum. Eg held að ef byggt yrði mikið af litlum íbúðum með eins ódýrum hætti og unnt er, útboðum og hagstæðum efn- iskaupum væri hægt að láta húsa- kynnin standa undir afborgunum á lánum og vöxtum. Sannfærður er ég um að ef nægi- legt framboð væri á leiguhúsnæði myndi byggingarkostnaður lækka. Það að byggja litlar íbúðir hef ég hugsað mér sem millibilstímabil, sem byrjunarreit, og þegar fjöl- skyldan stækkar er þörf á að stækka við sig. Síðar, þegar fólk fer að minnka við sig þá ungarnir eru flognir úr hreiðrinu og karl og kerl- ing eru aftur orðin tvö ein, þá myndu mörg eldri hjón láta svona smáíbúðir nægja. Það má aldrei vera gróðaveg- ur að byggja og selja íbúðarhúsnæði eins og raunin er. Vegna þess að ekki var í önnur hús að venda - leigumarkaðurinn eins og áður var lýst - hafa margir gripið til þess neyðarúrræðis að kaupa eða byggja með of litla eignastæða stöðu og of miklar skuldir. Þannig er eins gott að vinnan fari ekki að dragast mikið saman. Það gæti þó vel gerst. Ég hef nú sett þessar hugleiðingar á blað í fáum orðum vegna þess að mér finnast þessi húsnæðismál í hinu megnasta óstandi. GUNNAR VIGFÚSSON, Grettisgötu 80, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.