Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 25 Rannsókn á reynslu foreldra af ákvarðanatöku eftir að fósturgalli greinist Fundu andstöðu við ákvörðun að láta ekki eyða fóstri Reynsla foreldra af ákvarðanatöku eftir að fósturgalli greinist er viðfangsefni nýrrar hjúkrunarfræðirannsóknar. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við hjúkrunarfræðinga sem gerðu rannsóknina, en hún byggist á samtölum við foreldra sem ákváðu að halda meðgöngu áfram þrátt fyrir fósturgalla. Morgunblaðið/Asdís Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Sigrríður Haraldsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. MEÐ tækniframförum inn- an læknisfræðinnar, hafa möguleikar í grein- ingu og lækningu sjúk- dóma aukist gríðarlega, en samhliða hröðum tæknibreytingum vakna margar siðferðilegar spumingai- sem er oft á tíðum erfítt að svara jafn- harðan. Viðfangsefni lokaverkefnis þeirra Sigríðar Haraldsdóttur, Guð- rúnar H. Guðmundsdóttur og Ingu Þorbjargar Steindórsdóttur til BS- prófs í hjúkrunarfræði við HÍ, sem þær unnu undir leiðsögn Ólafar Astu Ólafsdóttur lektors, snertir á sið- fræðilegu álitaefni, en þær rannsök- uðu reynslu foreldra af að eignast bam sem greindist með fósturgalla á meðgöngu og þeirri ákvarðanatöku sem greiningunni fylgdi. Sigríður, Guðrún og Inga era allar með „gamla hjúkranarprófið" eins og þær kalla það og eru Sigríður og Guðrún auk þess Ijósmæður. Þær hafa allar langa starfsreynslu og langaði til að bæta við sig BS-gráðu og stunduðu námið með vinnu. Þær áttu samtöl við þrenna for- eldra sem áttu það sameiginlegt að hafa átt böm sem greindust með fósturgalla. í tveimur tilfellum var um einbura að ræða en í einu tvíbura þar sem annað barnið var heilbrigt. Það var öllum foreldranum mikið áfall þegar fósturgalli greindist og fannst þeim jafnframt erfítt hvemig þeim var sagt frá honum. Þau tóku öll þá ákvörðun að halda meðgöngu áfram og era í dag sátt við þá ákvörð- un. I ljós kom að foreldrar tvíburanna upplifðu mun meiri stuðning og skiln- ing á ákvörðun sinni innan heilbrigð- iskerfisins en hinir foreldrarnir, sem fannst báðum að reynt hefði verið að hafa áhrif á ákvörðun þeirra. For- eldrar einburanna sögðust hafa fund- ið harða mótstöðu þegar þau ákváðu að halda meðgöngunni áfram og fundu fyrir þrýstingi meðal sums starfsfólks innan heilbrigðiskerfisins að þau létu eyða fóstrinu. Bæði hjón- in tóku jafnframt fram að þau hefðu fengið góðan stuðning frá fagfólki. Foreldrar tvíbura upplifðu að ákvörðunin væri þeirra Foreldrar tvíburanna áttu fund með læknum þar sem farið var yfir valkosti þeirra. Annað fóstrið hafði greinst með mjög alvarlegan fóstur- galla en hitt var heilbrigt. í slíku til- felli er tæknilega mögulegt að eyða öðra fóstrinu, en það getur falið í sér áhættu fyrir hitt fóstrið. Sigríður segir foreldrana hafa talið sig vel upplýsta og þeim hafi fundist að ákvörðunin um hvað gera skyldi hefði verið alfarið í þeirra eigin höndum. „Hjá þeim kom aldrei annað til greina en að halda meðgöngunni áfram, þau vildu ekki taka neina áhættu með heilbrigða barnið. Svo vildu þau líka eiga tíma með þessu barni,“ segir Sigríður Veika barnið lést eftir fæðinguna. Sigríður segir að ekkert hefði komið í stað þessa barns og að þeim hefði ekki alltaf fundist þau mæta skilningi á þeirri sorg sem þau upplifðu við að missa barnið. „Þeim fannst erfitt þegar fólk sagði við þau; þið eigið samt þetta heilbrigða barn. Þau sögðu það að það væri sama þó að þau ættu tíu börn, þau vora samt að missa barn,“ segir Sigríður. Ólöf Ásta segir viðmót af þessu tagi erfitt fyrir fólk sem misst hefur barn, því á vissan hátt sé gert lítið úr sorginni sem því fylgir. Það sé fólki ekki huggun að heyra að það sé ungt og geti vel eignast fleiri börn, eða að það geti verið heppið að eiga ennþá eitt barn. Hafði aldrei ætlað sér að standa frammi fyrir þessu vali Guðrún segir hafa komið sterkt fram hjá öllum hjónunum að mjög mikilvægt væri að fá skýrar og ná- kvæmar upplýsingar um gang mála jafnóðum. „Fólk vill taka þessa ákvörðun sjálft og til þess þarf það að fá upp- lýsingar. Tvíburaforeldramir töldu sig fá góðar upplýsingar en hinir ekki,“ segir Guðrún. Engir af foreldranum hafði gert sér grein fyrir því að það væri verið að leita að fósturgöllum í 19 vikna ómskoðuninni og fannst þeim þau ekki hafa fengið nægar upplýsingar áður en sú skoðun var framkvæmd. „Ein móðirin sagði að hún hefði aldrei ætlað sér að lenda í þeim að- stæðum að standa frammi fyrir vali af þessu tagi. Hún fór í ómskoðun, fannst þetta sjálfsagður hluti af með- göngunni og hálfgerður fjölskyldu- viðburður, en segir það hafa komið sér í opna skjöldu að þetta hefði verið rannsókn," segir Inga. Fósturgalli greindist í ómskoðun- inni og var þeim var sagt að koma daginn eftir í legvatnsástungu til að fá nánari greiningu á gallanum. „Hún spurði hvort að legvatnsá- stungan myndi breyta einhverju varðandi meðgönguna og möguleika barnsins. Læknirinn neitaði því og þá sagðist hún ekki vilja fara í legvatns- ástunguna. Þá fékk hún hörð við- brögð. Þau vora spurð hvort þau gerðu sér grein fyrir kostnaðinum og vinnunni sem fylgdi slíku barni og hvort þau vissu í raun hvað þau væra að gera,“ segir Inga. Barnið fæddist með miklar sér- þarfir. Inga segir foreldrana hafa fengið góða hjálp og stuðning fag- fólks á meðgöngunni og eftir fæð- ingu. Þau hafi samt þurft að leita eftir upplýsingum sjálf. Mikilvægt að tala ekki um þessi mál undir rós Ólöf Ásta segir Ijóst að fagfólk þurfi að tala skýrar um þessi mál. „Við þurfum að segja fólki að fóst- urgreiningu sé ætlað að greina fóst- urgalla og ef alvarlegur galli greinist, standi það frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort eyða skuli fóstrinu," segir Ólöf Ásta. Hún segir að nú sé gjarnan talað um þetta undh- rós, sem leiði til þess að sumir átti sig ekki á því hvað felist í ómskoðun til dæmis, en þar sem óm- skoðun fylgi sífellt fleiri rannsóknir, séu æ fleiri í þeim sporam að standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum eða að þurfa að hafa áhyggjur af heil- brigði barnsins, í kjölfar hennar. í tilfelli einna hjónanna greindist fósturgalli sem hefur engin sjáanleg áhrif á bamið og lifir það eðlilegu lífi. Guðrún segir foreldrar þess hafi ekki talið að þau fengju nógu góðar upp- lýsingar. „Biðin eftir svari og útskýringu á því sem var að gerast var þeim erfið- ust,“ segir Guðrún. Hún segir þau hafa fundið fyrir andstöðu eftir að þau gerðu upp hug sinn og fannst þeim mjög miður að fá ekki fullan stuðning eftir að hafa tek- ið þessa eifiðu ákvörðun. Tæknin í fósturgreiningu komin fram úr þekkingunni Ólöf Ásta segir að það megi segja að tæknin í fósturgreiningarrann- sóknum sé komin fram úr læknis- fræðilegri þekkingu. „Stundum era frávik greind, en ekki vitað nákvæmlega hvers konar frávik það era og þá er spuming hvort hægt sé að taka ákvörðun um fóstureyðingu á forsendum slíkrar greiningar. Einnig vaknar sú spurn- ing hvað fósturgalli þuifi að vera al- varlegur til að réttlætanlegt sé að eyða fóstri," segir Ólöf Ásta og bætir því við að henni finnist umræðan um fósturrannsóknir gjaman endur- spegla viðhorf gagnvart fötluðum og vekja upp þá spumingu hvort líf þeirra sé ekki þess virði að lifa því. Hún leggur áherslu á að fagfólk þurfi að aðstoða fólk við að taka upp- lýsta ákvörðun með því að veita því allar upplýsingar um möguleika bamsins eftir fæðingu og hvaða áhrif ákvörðun þeirra geti haft á framtíð- ina, ekki síst andlega og tilfinninga- lega. Það geti verið mjög erfitt að fara í litningapróf og þurfa að horfast í augu við niðurstöður þess. „Þetta breytir svolítið meðgöng- unni frá því sem áður var þegar mað- ur hafði ekkert af þessum spuming- um og það vora bara Guð og náttúran sem réðu því hvort barnið lifði eða dó. Þetta er miklu flóknari heimur sem við lifum í núna,“ segir Ólöf Ásta. Þær leggja áherslu á að ákvörð- unartakan sé ekki á færi þeirra fag- fólksins, en rétt og góð upplýsinga- gjöf sé skylda þeirra. Það þurfi að koma skýrt fi’am að fósturgreining- unni fylgi bæði ávinningur og áhætta. Ávinningurinn sé sá að það geti verið gagnlegt að búa sig undir að eignast bam með alvarlegan sjúkdóm, eða að taka upplýsta ákvörðun um fóstur- eyðingu. Áhættan felist hins vegar meðal annars í því að þurfa ef til vill að standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, eða að fá greinigu sem hef- ur í for með sér áhyggjur og kvíða sem getur svo reynst ástæðulaus. Einnig verði að athuga að ákveðin áhætta fylgir sumum rannsóknum, legvatnsástungu fylgi til dæmis 1% hætta á láti heilbrigðs fósturs. Sigríður segir ljóst af niðurstöðum þeirra að fólk þmfi að fá skýrari og betri upplýsingar enda séu þær for- senda þess að það geti tekið upplýsta ákvörðun. Það sé heldur ekld hægt að tala um upplýst val án þess að fólk hafi skilið upplýsingarnar og fólk þurfi einnig að fá að vita hversu áreiðanlegar upplýsingarnar era sem koma út úr fósturgreiningarrann- sóknum. „Niðurstaða okkar er fyrst og fremst sú að nauðsynlegt sé að for- eldramir fái góðar uppýsingar til að geta tekið ákvörðunina sjálfir. Að þeir séu sáttir við hana og fái stuðn- ing fagfólks við ákvörðun sína, hver sem hún kann að vera,“ segir Sigríð- VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Innritun nýnema Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is. Einnig má sækja um á umsóknareyðublaði mennta- málaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 6. júní nk. Svör við um- sóknum verða póstlögð miðvikudag- inn 7. júní 2000. Umsækjendur þurfa ekki að sækja um annan skóla til vara og verður þá farið með umsókn þeirra sem trún- aðarmál. í því tilviki er nemanda ráðlagt að leggja einnig inn umsókn í annan skóla. 280 nemendur verða innritaðir í 3. bekk VÍ. Undanfarin ár hefur verið hægt að innrita alla umsækjendur með meðaleinkunn 7,7 í samræmd- um greinum (skólaeinkunnir og sam- ræmdar einkunnir) og sum ár nem- endur með lægri meðaleinkunn. Þeir tveir umsækjendur, sem hafa hæstu meðaleinkunn á samræmdum prófum, fá skólagjöld VÍ felld nið- ur þar til þeir hafa lokið verslunar- prófi. Nemendur, sem þess óska og eiga fartölvu, geta tengt hana skólanet- inu. Opíð hús verður í Verzlunarskóla íslands fÖstudaginn 2. Júni ki. 1S-18. Þar munu kennarar og námsráðgjafar skólans verða til viðtals og ■ taka á móti umsóknum. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu skólans og hjá námsráðgjöfum, sími 568 8400. Verlö velkomín! Verzlunarskóli Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.