Morgunblaðið - 28.05.2000, Side 53

Morgunblaðið - 28.05.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 53 Hlutafélagið Mjölnir/Þór stofnað Styður efni- lega knatt- spyrnu- menn STOFNFUNDUR hlutafélags- ins Mjölnis/Þórs var haldinn í Hamri, félagsheimili íþróttafé- lagsins Þórs, í fyrrakvöld. Til- gangur félagsins er að styðja fjárhagslega við bakið á ungum og efnilegum knattspyrnu- mönnum í Þór og halda þeim innan raða félagsins, þar til þeir reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku erlendis, komi til þess. Stofnhlutafé er 3,2 milljónir króna, lágmarkshlutur hvers hluthafa er 50.000 krónur en stjórn hlutafélagsins hefur heimild til að auka hlutafé á fyrsta árinu upp í allt að 10 milljónir króna. Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks Þórs og starfsmaður knattspyrnudeild- ar, var ánægður með að hluta- félagið væri nú orðið að veru- leika. Hann sagðist vita af fjölda fólks sem hefði áhuga á að leggja fjármagn í félagið og því hafi stjórn þess verið veitt heimild til að auka hlutaféð á fyrsta árinu. í stjóm hlutafélagsins Mjölnis/Þórs voru kosnir þeir Sævar Helgason, Skapti Hallgrímsson, Rúnar Antons- son, Kristján Guðmundsson og Kristján Jóhannesson. Námsstefna um sköpun at- vinnutækifæra JUNIOR Chamber Nes og Vegsauki bjóða til námsstefnu sem ber yfir- skriftina „Sköpun nýrra atvinnu- tækifæra". Markmið námsstefnunar er að hvetja ungt fólk til dáða og vekja það til vitundar um þá mögu- leika sem nýir tímar, ný tækni og ný tækifæri færa fólki til eigin atvinnu- sköpunar. Fyrirlesarar verða Ámi Sigurðs- son frá Vegsauka sem mun fjalla um fjóra gmnnþætti farsælla frum- kvöðla, Daddi Guðbergsson frá Gæðamiðlun mun fjalla um nýtingu á margháttuðum möguleikum Inter- netsins og Páll Kr. Pálsson frá 3P Fjárhús mun skýra helstu atriði í gerð viðskiptaáætlana og fjármögn- un hugmynda. Námsstefnan verður haldin á Grand Hótel 30. mai frá kl: 18 til 21 og er öllum opin og aðgang- ur frír en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 29.maí. Nánari upplýsingar um námsstefnuna má fá á www/jc.is. Hátíð við Vígðulaug HÁTÍÐARSAMKOMA verður á Laugarvatni, á uppstigningardag 1. júní kl. 14, í tilefni af 1000 ára af- mæli kristnitöku. Umhverfi laugar- innar hefur verið lagfært og sett upp fræðsluskilti fyrir ferðamenn. Ávörp flytja Guðmundur Rafnar Valtýsson og Kristinn Kristmunds- son. Kirkjukór Mosfellsprestakalls syngur undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur. Minnst verður skírnar við Vígðulaug fyrir 1000 ár- um og sóknarprestur sr. Rúnar Þór Egilsson skírir börn úr vatni Vígðu- laugar. Fyrirtæki og nýsköpun erlend samskipti Fundurinn, ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa áhuga á erlendu samstarfi við lausnir á tæknilegum vandamálum og nýsköpun, verður haldinn í Versölum, Hallveigarstíg 1, þriðjudaginn 30. maí kl. 8.00 til 9.30. Eftir fundinn er boðið upp á viðtöl við ráðgjafa sem þekkja umsóknarferlið í fyrirtækjaáætlunum ESB Dagskrá: Staður: Versalir, Hallveigarstíg 1, kjallara Tími: Þriðjudaginn 30. maí nk. frá kl. 8.00 til 9.30 8.00 Fyrirtækjaáætlanir ESB um stuðning við hugmyndir að nýsköpun -'Umsóknarstyrkir (stuðningur við gerð umsókna 2,1 m. kr.). - Samstarfsverkefni (framlög til kaupa á tæknilausnum 20-140 m. kr.) - Reynsla af þátttöku íslendinga í umsóknum til ESB Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins, Pétur Pétursson Innlendur stuðningur við fyrirtæki sem sækja um i fyrirtækjaáætlun ESB - Fjárhagslegur stuðningur vegna umsókna (umsókna- og ferðastyrkur 350 - 550 þús. kr.) - Fjármögnun verkefna - Aðstoð við gerð umsókna Hjördis Hendriksdóttir, Rannis Gisli Benediktsson, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Elisabet Andrésdóttir, Aflvaki hf 9.30 Einkaviðtöl fyrirtækja við sérfræðinga á eftirfarandi sviðum: • Forsendur umsókna • Innlendur stuðningur við umsóknir • Innlend ráðgjöf við umsóknir • Innlend fjármögnun á nýsköpunarverkefnum Þátttaka er ókeypis, vinsamlega tilkynnið hana tit RANNÍS í síma 515 5800. Eftirtaldir standa að fundinum: Aflvaki hf Byggðastofnun, þróunarsvið Hringur hf Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hörður Jónsson, ráðgjafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins RANNIS Samtök iðnaðarins Útflutningsráð íslands Kældu þig á ströndinni Með gjaldeyrinum færðu tösku sem heldur drykkjunum þínum köldum. Nú fá allir þeir sem kaupa gjaldeyri hjá Sparisjóði vélstjóra fyrir 30.000 eða meira glæsilega fjölnota sumartösku að gjöf!* Taskan er tilvalin á ströndina því hún heldur bæði nestinu þínu og drykkjunum köldum í sólinni. Allt er á sínum stað í sumartösku SPV. Sparisjóður vélstjóra hefur allar helstu tegundir gjaldeyris til sölu, allt frá dollara til drökmu. Verið velkomin á afgreiðslustaði okkar í Síðumúla 1 , Rofabæ 39 og Borgartúni 18. Sími575 4000 * Meðan birgðir endast. spv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.