Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Hættu-
legir
sund-
hringir
í EVRÓPU hafa orðið bana-
siys af völdum sundhringja.
Markaðsgæsiudeild löggild-
ingarstofu vill vara við
mögulegri hættu á notkun
slíkra sundhringja sem eru
með götum fyrir fætur
barna. „Eftirlitsstjórnvöld á
Evrópska efnahagssvæðinu
hafa sent frá sér viðvaranir
um notkun þeirra til foreldra
og forráðamanna barna“,
segir Fjóla Guðjónsdóttir hjá
markaðsgæsludeild Löggild-
ingarstofu.
„Hættueiginleikar þessar-
ar vöru felast í því að ef böm
sem nota sundhringi með
gati fyrir fætur ná niður á
botn og geta spymt sér í og
mnnið til þá geta afleiðing-
amar orðið að sundhringur-
inn hvolfist og höfuðið fer
undir yfírborð vatnsins," seg-
ir hún. „Þau ná ekki að snúa
sér við þar sem fætur þeirra
snúa upp og em fastir í göt-
unum.“
Fjóla vill sérstaklega vara
við sundhringjum með gati
fyrir fætur sem em í formi til
dæmis dýra eða bfla. „Þessir
sundhringir em leikföng en
ekki búnaður til þess að
kenna sund og i engum til-
fellum er um öryggisbúnað
að ræða. Það er því afar
brýnt að foreldrar og for-
ráðamenn, sem setja böm sín
í slíkan búnað til þess að
venja þau við dýpra vatn,
hafi þau undir stöðugu eftir-
liti. Það er afar mikilvægt að
hafa í huga að böm verða
ávallt að vera undir stöðugu
eftirliti þegar þau em í vatni.
Sundhringir sem böm geta
setið í og halda þeim stöðug-
um á yfirborði vatnsins mega
aldrei koma í staðinn fyrir
eftirlit foreldra og for-
ráðamanna," segir Fjóla.
Markaðskönnun
í gangi hérlendis
Að sögn Fjólu er unnið að
gerð markaðskönnunar á
sundhringjum með götum
hérlendis og verða nánari að-
gerðir ákveðnar með hliðsjón
af niðurstöðum hennar. Hún
segir að markaðskönnun hafi
verið gerð í Svíþjóð og í
framhaldi af henni hafi
ákveðnar tegundir af sund-
hringjum með götum verið
teknar af sænskum markaði.
„Vara sem tekin er af mark-
aði innan Evrópska efna-
hagssvæðisins fer í svokallað
Rapex-tilkynningarferli en
það þýðir að ef hættuleg vara
finnst I einu landi innan EES
þá er hún tilkynnt til allra
landa svæðisins sem ber
skylda til að leita að henniog
taka af markaði. Þar sem Is-
land er aðili að EES á þetta
einnig við hérlendis. Þess má
einnig geta að evrópsku
staðlasamtökin CEN vinna
nú að gerð staðals sem kem-
ur til með að auka kröfumar
til þessarar vörutegundar."
Sérstaklega er varað við
sundkútum sem eru í
formi t.d. dýra eða bfla
með götum fyrir fætur
bama.
Nýlega tilkynnti verslunarkeðjan Iceland að hún myndi skipta yfir í
lífrænt ræktað grænmeti án nokkurs aukakostnaðar fyrir neytendur.
Morgunblaðið/Sigríður Dögg
Algengast er að fólk kaupi lífrænt ræktað grænmeti og ávexti.
Urval lífrænt ræktaðra matvæla eykst stöðugt í breskum stórmörkuðum
Lífræn bylgja í Bretlandi
Undanfarna mánuði hafa lífrænt ræktaðar
matvörur náð fótfestu á breska matvöru-
markaðnum og taka þær undir sig æ meira
pláss í hillum stórmarkaðanna. Sigrfður
Dögg Auðunsdóttir komst að því að það
sem áður þóttu dyntir sárviskufullra kaup-
enda er nú orðið að útbreiddum lífsstíl.
Verslanir keppast um að auka úrval Iífrænt ræktaðra vörategunda.
STÓRVERSLANIR keppast nú
um að auka úrval lífrænt ræktaðs
grænmetis og ávaxta og varla fyrir-
finnst sú grænmetistegund sem
ekki má finna í lífrænt ræktaðri út-
gáfu.
Að sama skapi eykst sífellt úrval
annarra lífrænt ræktaða matvara á
borð við drykkjarvöru, brauðmeti,
barnamat og gæludýramat enda
eru 70% allrar lífrænt ræktaðrar
vöru í Bretlandi seld í stórmörkuð-
um.
Stórmarkaðskeðjan Waitrose,
sem kjörin var „lífræni stórmark-
aður ársins" af samtökum framleið-
enda lífrænt ræktaðar matvöru á
síðasta ári og hefur verið sæmd
þeim titli nokkrum sinnum áður,
hefur upp á að bjóða 600 vöruteg-
undir af lífrænum toga í verslunum
sínum. Auk grænmetis og ávaxta
má þar meðal annars finna lífrænt
ræktað kjöt og fisk, bjór og vín,
brauð og bamamat.
Nú eru 12% alls grænmetis og
ávaxta sem selt er í verslunum
Waitrose lífrænt ræktuð vara, sam-
anborið við 7% á síðasta ári.
„Algjörlega h'fræn“
Sainsbury’s-verslun
Stórverslanakeðjan Sainsbury’s
hefur endurinnréttað fjölda versl-
ana sinna meðal annars með það að
markmiði að auka pláss fyrir líf-
rænt ræktaðar matvörur og
auglýsir ákveðnar verslanir sínar
sem „lífrænar" þar sem hluti líf-
rænt ræktaðs grænmetis og
ávaxta, meðal annars, er sérstak-
lega stór.
Þeir geta jafnframt státað af því
að vera fyrstir stórmarkaða í Bret-
landi til að bjóða upp á „algjörlega
lífræna" verslun, sem finna má í
Savacentre í Merton í Suður-
London.
Forsvarsmenn Sainsbury’s keðj-
unnar segja að í verslunum þeirra
séu seldar lífrænt ræktaðar vörur
fyrir andvirði 340 milljóna ís-
lenskra króna í viku hverri.
Þeir hafa upp á að bjóða 500
vörutegundir og segjast jafnframt
hafa verið fyrstir í heiminum til að
bjóða til sölu lífrænt ræktað gin.
Þriðji hver Breti
kaupir lífrænt ræktað
Samkvæmt könnun bresku neyt-
endasamtakanna kaupir þriðji hver
Breti nú að minnsta kosti einhverj-
ar lífrænt ræktaðar vörutegundir
og nam sala þeirra um 65 milljörð-
um íslenskra króna á síðasta ári.
Talið er að sú upphæð muni hafa
þrefaldast í apríl 2003.
Algengast er að fólk kaupi líf-
rænt ræktað grænmeti og ávexti og
sagðist meirihlutinn gera það af
hollustuástæðum. Stór hluti sagðist
velja lífrænt ræktað til þess að
forðast matvörur þar sem notað
hefði verið skordýraeitur.
Enn fremur sagði þriðjungur að-
spurðra að lífrænt ræktaðar mat-
vörur brögðuðust betur. Einungis
2% sögðust eingöngu neyta lífrænt
ræktaðs fæðis og gáfu hinir þá
skýringu að lífrænt ræktaðar vörur
væru einfaldlega of dýrar til þess
að hægt væri að neyta þeirra ein-
göngu.
70% lífrænt ræktaðrar
matvöru flutt inn til Bretlands
Þrátt fyrir að sala lífrænt rækt-
aðrar matvöra aukist um 40% á
milli ára í Bretlandi þykir neytend-
um verðið enn of hátt. Bent hefur
verið á að svo ört aukin eftirspum
komi í veg fyrir nægjanlegt fram-
boð og því haldist verð jafn hátt og
raun ber vitni.
Þó svo að samtökum framleið-
enda lífrænt ræktaðrar matvöra
berist um 100 umsóknir í hverjum
mánuði frá bændum sem vilja færa
sig yfir í lífræna ræktun era enn
einungis 1,5% ræktaðs lands í Bret-
landi lögð undir lífræna ræktun.
Samkvæmt upplýsingum frá
samtökunum era 70% lífrænt rækt-
aðrar matvöra í Bretlandi innflutt
og nær hlutfallið 80% þegar um er
að ræða ávexti og grænmeti. Hins
vegar er nær allt lífrænt ræktað
kjöt og egg framleitt í Bretlandi.
Lífrænt allt að
tvöfalt dýrara
Lífrænt ræktaðar vörur geta
kostað allt að tvöfalt meira en sam-
bærilegar vörar sem ræktaðar era
með hefðbundnum hætti. Að með-
altali er verðmunur þó um 62%.
Segja niðurstöður kannanna að
allt að 80% neytenda myndu velja
lífrænt ræktað fram yfir hefðbund-
ið ef verð væri það sama.
Ein af ástæðum fyrir hærra verði
lífrænt ræktaðrar vöra er sögð
vera hærri framleiðslukostnaður.
Talsmaður samtaka framleiðenda
lífrænt ræktaðrar matvöra í Bret-
landi segir að áætlað sé að fram-
leiðslukostnaður sé í raun og veru
allt að 30% hærri þegar aðferðir líf-
rænnar ræktunar eru notaðar.
Talsmaður Waitrose keðjunnar
heldur því fram að í verslunum
Waitrose séu lífrænt ræktaðar vör-
ur einungis 20-30% dýrari en sam-
bærilegar vörar ræktaðar með
hefðbundnum hætti. A þessu séu þó
að sjálfsögðu nokkrar undantekn-
ingar þar sem hægt er að útvega
vörana með ódýrari hætti.
Iceland selur lífrænt
á sama verði og hefðbundið
Stórverslanakeðjan Iceland
hafði þar til í síðustu viku ekki verið
virkur þátttakandi í stríðinu um
neytendur sem velja lífrænt rækt-
aðar matvörar. Þá tilkynnti húnfyr-
irætlardr sínar um að skipta algjör-
lega yfir í lífrænt ræktað grænmeti
í verslunum sínum án nokkurs
aukakostnaðar fyrir neytendur.
Keðjan selur, eins og nafnið ber
til kynna, mestmegnis frystivöra
og þar af er mikill meirihluti fram-
leiddur undir nafni keðjunnar.
Segjast forsvarsmenn Iceland hafa
keypt upp nær 40% af heimsfram-
boði lífrænt ræktaðs grænmetis til
að mæta vaxandi eftirspum við-
skiptavina sinna.
Mest af framleiðslunni mun til að
byrja með koma frá Evrópu,
Bandaríkjunum og Mið-Ameríku
en Iceland hefur reitt af hendi 120
milljónir íslenskra króna til þess að
efla lífræna ræktun í Bretlandi.
Sainsbury’s keðjan hefur einnig
lagt fram umtalsverðar upphæðir
til stuðnings sama málefnis.
Opinber stuðningur frá breska
ríkinu til stuðnings lífrænnar rækt-
unar er sagður munu aukast úr
tæpum 1,4 milljörðum íslenskra
króna árlega í um 2,7 milljarða árið
2004.
Bændasölumarkaðir
spretta upp í London
Það nýjasta í sölu á ferskri mat-
vöra í Bretlandi er endurvakning
beinnar sölu frá bændum til kaup-
enda í bæjum og borgum á hefð-
bundnum mörkuðum.
Landbúnaðarráðherra Breta,
Nick Brown, opnaði fjórða markað-
inn í röð svokallaðra bændasölu-
markaða í London fyrr í þessum
mánuði. Markaðirnir fjórir í Lond-
on era staðsettir í Islington, Swiss
Cottage, Notting Hill og sá nýjasti í
Camden Lock. Verið er að leita að
hentugri staðsetningu íyrir að
minnsta kosti fimm slíka markaði í
viðbót í London.