Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 37
FERÐALÖG
Draugarölt á Hólum
HÓLAR í Hjaltadal, kirkjustaður og
skólasetur í Skagafirði, býður nú
fjölbreytta sumardagskrá.
Kristín L. Bjarnadóttir, hótel-
stjóri á Hólum, segir að fetað verði í
fótspor Guðmundar góða sem var
biskup á Hólum frá 1203 til 1237 en
sagt er að Guðmundur hafi tíðum
gengið berfættur í Gvendarskál til
að biðjast fyrir.
Að sögn hennar verður af og til í
sumar svokallað Draugarölt, sem
slegið hefur í gegn undanfarin sum-
ur. „Sagðar eru sögur sem hafa átt
sér stað á Hólum, m.a. sögur af
Galdra-Lofti, Gottskálki grimma og
minnt á morðið á Otta Sveinssyni.
Gengið er um svæði þar sem sögurn-
ar gerðust en ferðin hefur vakið
bæði skelfingu og áhuga meðal
ferðamanna."
Fjölskyldudagur
Hinn 1. júlí verður Fjölskyldudag-
ur á Hólum. „Farið verður í leiki,
börnum boðið að fara á hestbak og
hægt er að renna fyrir silung í Hóla-
tjöm. Gleðidúettinn Hundur í óskil-
um frá Eyjafirði mun spila og
syngja."
Náttúrurölt verður nokkrum sinn-
um í sumar um Hóla og nágrenni.
Um er að ræða göngur þar sem sér-
fróðir menn fræða fólk um lífverum-
ar sem lifa í kringum okkur og lífríki
þeirra. A Hólum em margar göngu-
leiðir og eftir göngu er tilvalið að
skella sér í sundlaugina sem er opin
alla daga vikunnar
frálOtiI 21.
„Bleikjuhlaðborð
sem getið hefur sér
gott orð verður
einnig nokkmm
sinnum í sumar þar
sem kokkar munu
laða fram fjölda
gómsætra bleikju-
rétta.
Siðast en ekki
síst em Hólar
sögufrægur staður
og boðið er upp á
leiðsögn í Hóla-
dómkirkju og stað-
arskoðun. Mikið
verður um að vera í kirkjunni í sum-
ar en fyrir utan reglulegar guðþjón-
ustur, sem em á hverjum sunnudegi,
verða í boði tónleikar, kymðastundir
og fyrirlestrarröð þar sem spurning-
unni „Hvar er Guð?“ verður varpað
fram og hún rædd.“
Nánari upplýsingar um sumar-
dagskrána er að finna hjá ferðaþjón-
ustunni á Hólum í Hjaltadal.
Ur skemmtiferðaskipi í Osvör
Morgunblaðið/Bolungarvík
Morgunblaðið/Hafþór
Skemmtiferðaskipið Explorer.
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Ex-
plorer kom í Ósvör í Bolungarvík
nýlega og voru farþegar þess ferj-
aðir með slöngubátum í land til að
skoða þessa elstu verstöð íslands.
Þess má geta að skemmtiferðaskip-
ið heimsótti Ósvör einnig síðasta
sumar.
Um fimmtíu farþegar skipsins,
flestir frá Bandaríkjunum, stigu á
land þar sem Geir Guðmundsson
safnvörður tók á móti þeim íklædd-
ur skinnklæðum og flutti þeim
fróðleik um safnið og útræði frá
Ósvör fyrr á öldum.
Geir spáir því að ferðamanna-
straumurinn á Vestfjörðum verði
mun meiri í ár en á síðasta ári.
Astæðu þess segir hann meðal ann-
ars vera jákvæði í forsvarsmönnum
ferðaskrifstofa sem árlega koma
með ferðamenn í Ósvör sem og að
væntanleg eru fleiri skemmtiferða-
skip til ísafjarðar.
Byggðasafnið í Ósvör laðar til sín
marga ferðamenn en þess má geta
að á síðasta ári komu rúmlega sex
þúsund manns, en þá eru bara tald-
ir þeir sem skrifuðu sig í gestabók
safnsins, eða sex sinnum íbúafjöldi
Bolungarvíkurkaupstaðar.
Að sögn Geirs er stöðugt verið að
bæta við hlutum í safnið en nýlega
gaf áhöfnin á Páli Pálssyni safninu
hákarlsegg sem verða til sýnis í
safninu í sumar. Þá hefur áhöfnin á
Gunnbirni frá Bolungarvík verið ið-
in við að hirða alls konar skeldýr og
krabbadýr sem koma í vörpuna hjá
þeim og koma til safnsins.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Dyrholaey opnuð
fyrir ferðamenn
Fagradal - Bændurnir í Dyrhóla-
hverfi, Guðjón Þorsteinsson frá
Litlu-Hólum og Þorsteinn Gunnars-
son frá Vatnsgarðshólum, stóðu fyr-
ir skoðunarferð um Dyrhólaey í til-
efni af opnun hennar nú í lok júní og
sögðu frá því starfi sem hefur verið
unnið þar síðan eyjan var friðlýst
árið 1978.
Þá var eyjan orðin í bágbornu
ástandi eftir áralangan átroðning og
ofbeit. Eyjunni er lokað á vorin og
hefur það verið gert frá árinu 1983
til að hlífa fuglalífi og gróðri á við-
kvæmasta vaxtartímanum. Við Dyr-
hólaey er eina umtalsverða æðar-
varpið við suðurströndina.
Töluverður fjöldi fólks mætti í
gönguna enda er fugla- og plöntulíf
mjög fjölbreytt á eyjunni svo ekki sé
talað um náttúrufegurðina. Gunnar
Agúst Gunnarsson, sem er fæddur
og uppalinn á Vatnsgarðshólum, var
leiðsögumaður um eyjuna og sagði
hann frá merkilegri sögu jarðmynd-
unar og mannvistar á eyjunni.
Á Dyrhólaey er náttúrufar firna-
fjölbreytt og ágætt útsýni til stór-
brotinna jökla, fjalla og grósku-
mikilla sveita Mýrdals og Eyja-
fjalla. Aðalsmerki eyjunnar er þó
fjölbreytt lífríki hennar, sjávar-
hamrar og Tóin með gatinu heims-
kunna. I lok göngu var boðið uppá
létta hressingu, kaffi, kakó og ástar-
punga.
Nýjar vörur
Verðdæmi:_________________
Jakkar frá kr. 4.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 1.690
Bolir frá kr. 1.500
Kvartbuxur kr. 2.500
Stuttbuxur og
bermudabuxur frá kr. 1.900
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hótel Blönduós.
Rekstur
Hótels
Blönduóss
hefst aftur
Blönduósi - Rekstur hótels á
Blönduósi hefur ekki verið sam-
felldur undanfarna mánuði en að
sögn Sæmundar Gunnarssonar
hótelstjóra hefur hótelið starfað af
og til síðan í apríl, allt eftir því
hvernig pantanir hafa verið. Sæ-
mundur sagði að þessa dagana
væri að koma kokkur og frá og
með 3. júlí mundi hótelið starfa af
fullum krafti, bæði hvað veitingar
og gistingu varðar. Það eru Dal-
fjárfestingar sf. sem reka hótelið
og sagði Sæmundur að stefna eig-
enda væri sú að starfrækja hótelið
af fullum krafti að minnsta kosti út
september og í framhaldi af því að
halda úti þeim rekstri að bókanir
fyrir næsta sumar yrðu tryggðar.
Hótel
Laugar-
hóll opnað
Drangsnesi - Hótel Laugarhóll í
Bjarnarfirði var opnað með kaffi-
hlaðborði hinn 17. júní sl. Það er
árvisst að Laugarhóll bjóði upp á
kaffihlaðborð 17. júní en í ár var
tilefnið ekki bara að sumarstarfið
er hafið. Var gestum boðið að
skoða hótelið en unnið hefur verið
dag og nótt undanfarið við að
breyta húsnæðinu, m.a bæta við
snyrtingum og sturtum.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Hafdís Baldursdóttir, hótelhald-
ara á Laugarhóli í Bjarnarfirði,
við opnunina.
Húsnæðið, sem áður var heima-
vistarskóli, svaraði ekki lengur
kröfum tímans um aðbúnað fyrir
gesti og starfsfólk. Breytingarnar
hafa tekist vel og varla að þeir
sem áður gjörþekktu húsið rati
þar um.
Þar eru nú tólf tveggja manna
herbergi og þar af þrjú með baði
auk svefnpokagistingar. Einnig er
eitt herbergi sérstaklega hannað
með aðgengi hjólastóla í huga. Þar
eru dyrnar breiðari og eins er það
allt rýmra en önnur herbergi hót-
elsins og baðherbergið þannig gert
að það henti fólki í hjólastólum.
Áætluð er töluverð stækkun á
húsnæðinu og á að byggja ofan á
gistiálmu hótelsins. Hefjast þær
framkvæmdir strax í haust. Það er
Hafdís Baldursdóttir sem rekur
Laugarhól í sumar en hún leigir
reksturinn af Laugarhóli ehf.
Utanhússmálning
Frábær verö
Hjá okkur færðu
allt sem heitir málning
OPIÐÖLLKVÖUTILKL. 21
METRO
Skeifan 7 • Simi 525 0800