Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 40

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ t LISTIR , # # Morgunblaðið/Asdis Halldór Asgeirsson við verk sitt „og að bátur beri vatn að landi“. Birta og haf í umgj ör ð hrauns í útkimum Hafnarfjarðarhrauns leynast ýmsir óvenjulegir hlutir. Meðal þeirra er sýningarrýmið Ljósaklif og sýningin sem þar stendur nú yfír. Þó að staðurinn sé úr alfaraleið er vel þess virði að leggja á sig ferðalag þangað til að virða fyrir sér ——— 7 sérstæð verk Halldórs Asgeirssonar myndlistarmanns. Inga María Leifsdóttir gerði það og heillaðist af staðnum og verkunum í hrauninu. MYNDLISTARMAÐURINN Hall- dór Ásgeirsson opnaði sýningu í hinu nýopnaða sýningarrými Ljósaklifi í Hafnarfirði hinn 16. júní síðastliðinn. Á sýningunni er unnið með margvís- leg efni, sem fléttuð eru við umhverf- ið þama í kring, gróðurinn, hraunið og hafið. Ævintýraheimurinn Ljósaklif Ljósaklif er afskekkt sýningar- rými sem er staðsett vestast í Hafn- arfjarðarhrauni. Um er að ræða lít- inn sýningarsal og svo umhverfið, hraunið og fjöruna, en eigendur rýmisins gera kröfu um að listamenn sem þar sýna nýti umhverfið í verkin sem þeir sýna þar. í sýningarskránni stendur um sýningu Halldórs Ás- geirssonar: „Sýningin fjallar á hug- lægan og myndrænan hátt um hverf- ulleika vatns og birtu; um sýnir, þ.e. að við sjáum öðruvísi gegn um vatn, og ekki síst um samskipti manns og hafs. Skuggarnir, sjávarháskinn, bátshræið, ljósbrotið í vatninu...“ „Það er mjög gefandi að sýna hér,“ segir Halldór þegar hann er spurður hvemig honum lítist á þenn- an óvenjulega sýningarstað. „Um- hverfið héma er svo fallegt. Það er eins og lítill ævintýraheimur.11 Halldór hefur unnið mikið með hraun, meðal annars logsoðið það og brætt. Á þessari sýningu vinnur hann ekki beint með hraunið, heldur lætur það mynda umgjörð utan um verkin. „Mér fannst að ég ætti að láta hraunið ósnert að þessu sinni. Eg vinn líka oft með birtu og vatn í verkum mínum og vildi heldur nota það. Ég varð fyrir sterkum áhrifum af sjónum og nálægðinni við Hrafn- istu þar sem gamlir sjómenn búa. Þegar ég rakst á gamla fúna bátinn í fjömnni fannst mér ekki spuming að ég ætti að láta hafið og birtuna vera aðalþema sýningarinnar." Blek, vatn, plast, gler... Verkin á sýningunni em fjögur talsins og er aðeins eitt þeirra innan- dyra. I öllum verkunum notast Hall- dór við vatn og blek, en mismunandi útfærslur era á þeirri tækni. „Þessi sýning er í anda þess sem ég hef ver- ið að gera síðustu ár. Þetta er bara eðlileg þróun, engin kúvending." Inni í sýningarsalnum er verk sem nefnist „Frá augnabliki til augna- bliks“. Um er að ræða Ijósmyndir af sjávarháska sem hanga fyrir ofan glerplötur í mannshæð. Á glerplöt- urnar er málaður hvítur skuggi af gömlum sjómanni á Hrafnistu. Fyrir framan hverja glerplötu er svo skál með lituðu vatni. Halldór útskýrir verkið fyrir blaðamanni: „Á opnun- inni blandaði ég litinn fyrir framan fólkið. Þetta er eiginlega mín aðferð til að tjá augnablikið. Ljósmyndin tjáir líka augnablik, að mínum dómi frystir hún augnablik. Af málaða skugganum fellur svo annar skuggi á vegginn. Enn eitt atriðið í verkinu er svo spegilmynd áhorfandans í gler- inu, þar kemur augnablik hans inn í verkið.“ Blaðamaður fylgir Halldóri út úr sýningarsalnum. A hlaðinu þar fyrir framan stendur súla úr plexigleri fyllt bláu vatni. „Súluna fyllti ég líka á opnuninni. Þá blandaðist liturinn 1 alls konar taumum og leit mjög fal- lega út.“ Verkið nefnist „Hafsúla" og segir Halldór að hún eigi að vera eins og þverskurður af hafinu. „Um leið dregur súlan umhverfið inn í sig og leikur sér að birtunni." Listaverk í gömlum bát Tvö listaverkanna á sýningunni era staðsett nálægt fjöranni. Ganga þarf stuttan spöl til að komast að verkunum, gegnum gróið hraunið. í fjöraborðinu er fúinn trébátur sem dreginn hefur verið á land fyrir löngu. „Þessi bátur orkaði sterkt á mig þegar ég kom hingað um ára- mótin,“ útskýrir Halldór. „Mér fannst svo mikil saga í honum og að ég yrði að nota hann.“ í botn bátsins hefur verið stungið bambusstöngum sem í hanga misstórir plastpokar með mislitu vatni. „Og að bátur beri vatn að landi“ er heiti verksins. „Ég er að reyna að sýna fram á breytt hlutverk bátsins. Venjulega flýtur báturinn á vatninu, en nú er vatnið í bátnum. Hann hefur lokið þessu hlutverki en um leið hef ég endur- lífgað hann og gefíð honum nýtt hlut- verk.“ Pokarnir hanga á bambus- stöngum sem svigna og hreyfast í vindinum. Vatnið í þeim er í grænum og bláum litum. Þegar ljósið skín í gegnum vatnið líkist pokinn mest kristal. „Svo hefur plastpokinn hing- að til ekki verið hátt skrifaður, þann- ig að vissu leyti er ég að upphefja plastpokann," segir Halldór og hlær. Skammt frá bátnum er fjórða listaverkið. Það era súlur úr plexi- gleri sem fylltar eru með vatni í svip- uðum litum og í plastpokunum og stungið inn í gamlan, hlaðinn hraun- vegg. Listaverkið nefnist „Hraun- sjávarsjónaukar". „Hugmyndin kemur fram í heitinu," segir Halldór. Blaðamaður kíkir í gegnum nokkrar af súlunum. „Þegar maður horfir í gegnum súlurnar minnir það dálítið á að horfa í sjónauka, en svo vil ég líka sýna hvernig allt breytist þegar horft er í gegnum litað vatnið.“ Vinnur með hraun, blek og reyk Halldór er menntaður í París og hefur síðastliðin tuttugu ár haldið margvíslegar sýningar á Islandi, bæði einkasýningar og með öðrum. Nú vinnur hann mikið með hraun, logsýður það og bræðir, notar reyk til að gera myndir og vinnur með vatn, blekliti, plast og birtu í ýmsum útgáfum. En hefur hann alltaf feng- ist við sama þema og tækni? „Þar til fyrir tíu áram vann ég á allt annan hátt, málaði til dæmis meira, en færði mig smám saman út í þrívídd," svarar Halldór. „Þá urðu kaflaskil í listsköpun minni. Mér fannst einfaldlega eins og ég væri búinn með allt sem það sem ég var að gera þá hefði upp á að bjóða. Nú langar mig meðal annars að þróa hugmyndina um hafið lengra, líkt og ég hef unnið hér. En annars vinn ég á mjög breiðu sviði og er með margt í takinu.“ Grænlandsför er meðal þess sem Hraunsjávarsjónaukar er á döfinni hjá Halklóri í sumar. Hann hefur farið þangað nokkram sinnum og segist heillaður af landi og þjóð. „Ég tek þátt í sýningum með inúíta-listamönnum og held auk þess námskeið í tvo daga. Eftir því sem ég kynnist menningunni þama betur finnst mér hún áhugaverðari. Mér finnst Grænland svo exótískt. Það er afskekkt, ennþá afskekktara en ís- land.“ Halldór segist halda að hann muni vinna meira með slíka jaðar- menningu í framtíðinni. „Hingað til hefur maður sótt meira á miðjuna, til stórborganna þar sem allt er að ger- ast. En eftir að ég kynntist Grænlandi og fór að vinna með fólkinu þar hefur vaknað áhugi hjá mér til að snúa mér að minna áberandi stöðum,“ útskýrir hann. „Þarna er fólk sem á sér mjög merkilega menningu og mig langar til að sameina þetta og koma þessu í meiri tengsl við nútímann." Sýning í Brussel í vor í vetur sem leið hélt Halldór sýn- ingu ásamt listamönnum frá hinum menningarborgunum árið 2000 í höf- uðstöðvum Evrópubandalagsins. Þar bræddi hann hraun og lét leka og storkna í ísklump, gerði reyk- myndir og notaði vatn og blek í gjörninga. „Að sumu leyti var ég að vinna með sömu efni þar og ég geri hér,“ segir Halldór. „Munurinn felst þó í því hversu ólíkir staðirnir tveir eru, en verkin eru í báðum tilfellum unnin útfrá staðnum. Hér er allt svo friðsælt, hér er maður í návígi við sjóinn með öllu sem því fylgir. I Brussel hins vegar var gólitískt og valdamikið andrúmsloft. Ég reyni að i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.