Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
'Á
t
■i
-i
Barn með
klukku
Eina leidin til að innbyrða byltinguna
virðist vera að gleypa hana að mestu
hráa. En maður veit innst inni að
svoleiðis á maður ekki aðgera.
VANDINN sem fylgir
þeirri vegsemd að
genamengi mannsins
hafi verið að mestu
kortlagt er margvís-
legur. Ekki síst siðferðilegur, því
það er ekki víst að rétt sé að gera
allt sem hægt er að gera. En það
fylgir líka annar vandi, sem er
kannski, þegar öllu er á botninn
hvolft, djúpstæðari en siðferðis-
vandinn, og það er þekkingar-
vandinn.
Pað er að segja, hvað nákvæm-
lega er um að ræða þegar vísinda-
menn tala fagnandi um stórkost-
legan árangur og jafna við upp-
finningu prentlistarinnar og aðrar
álíka grundvaliarbyltingar í mann-
kynssögunni? Hvað er genamengi
mannsins og hvað felst í því að
hafa uppgötvað það? Vangaveltur
um siðferðisleg vandamál eru tóm
orð ef ekki liggur fyrir skilningur
á hvað um er
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
að ræða.
Þráttfyrir
allar fréttim-
ar og holskeflu
yfirlýsinga frá bæði vísindamönn-
um og stjómmálamönnum um
hversu ofboðslega mikið og merki-
legt þetta sé finnst manni málið
harla óljóst og fullt af ógegnsæj-
um hugtökum sem segja manni
ekki mikið.
Fjölmiðlar hafa flestir stokkið
beint í að útskýra málið með skír-
skotun til væntanlegra afleiðinga,
það er að segja, til hvers megi nota
genakortið, og hvemig það geti
komið að gagni. Þarf maður þá að
vera vísindamaður með sérþekk-
ingu til að geta fengið einhvem
annan botn í allan þennan fögnuð?
Þarna lenda fjölmiðlar í vanda
vegna þess að það skortir einfald-
lega almenn hugtök og orð sem
skýra málið og fjölmiðlarnir enda
því á að bera á borð hráar skýring-
ar vísindamannanna. En íjölmiðla-
menn vita að þessar skýringar
fara fyrir ofan garð og neðan hjá
óvísindalega þenkjandi lesendum,
og þá eiga fjölmiðlamennimir um
tvo kosti að velja. Annaðhvort að
hundsa þá lesendur sem ekki hafa
vísindalegan þekkingargmnn eða
útskýra málið á forsendum af-
leiðinganna. Það er bara ekki al-
vegnóg.
Þegar maður reynir að skilja
um hvað málið snýst, en finnur að
maður botnar lítið í hinum vísinda-
legu útskýringum, getur maður
gripið til nytsemdarskýringar og
öðlast þannig „skilning“ á málinu.
Það er að segja „þekking“ manns
á málinu er þá þekking á afleiðing-
unum. En þetta er svolítið eins og
að vita hvaða afleiðingar það hefur
ef maður lendir í árekstri en hafa
ekki hugmynd um hvað veldur því
að maður lendir í árekstri.
Svona afleiðingaskýring er þó
fyrst og fremst gölluð vegna þess
að maður finnur að maður byggir
hana á trú fremur en skilningi.
Maður trúir skýringum vísinda-
manna, pólitíkusa og fréttamanna,
fremur en skiiur forsendur þeirra.
Eina leiðin til að innbyrða bylting-
una virðist þá vera að gleypa hana
að mestu hráa. En maður veit
innst inni að svoleiðis á maður
ekki að gera.
Þetta gerir að verkum að tor-
tryggni læðist auðveldlega að
manni þegar fara að heyrast radd-
ir sem segja að kortlagningin sé
bara smáskref í áttina. Það eigi
eftir að túlka þessar upplýsingar
og svo bendi enn margt tU þess að
ekki eigi allir sjúkdómar sér rætur
í genunum.
Maður fer að leggja eyrun við
tali um að vísindamennimir (og
pólitíkusamir) eigi hagsmuna að
gæta, gífurlegir peningar séu í
húfi, sem og frægð og athygli, og
þess vegna láti þeir sem um sé að
ræða stórkostlegar framfarir svo
að þeir fái meiri peninga og verði
virtir og dáðir. Svona hugleiðingar
grafa undan tiltrú manns á vísind-
unum og það er ekki síst þess
vegna sem skilningur og þekking
á málinu sjálfu, fremur en bara af-
leiðingum þess, skipta máli.
En er þá engin leið tU að út-
skýra málið fyllilega fyrir manni
sem ekki hefur vísindalegan þekk-
ingargrunn? Sennilega ekki. En
það er góð og gUd aðferð við út-
skýringar að grípa til samlíkinga
og það hefur svo sannarlega verið
gert núna. Harold Varmus, forseti
Memorial Sloan-Kettering
krabbameinsmiðstöðvarinnar í
New York, sagði við The New
York Times að skollin væri á lík-
ingasamkeppni.
SamlUdngar veita ekki fuUkom-
inn skUning en þær hjálpa tU. Þær
geta þó falið í sér gildrur. Ein al-
gengasta líkingin er að kortlagn-
ing genamengisins sé eins og upp-
götvun „bókar lífsins“. Þetta nær
þó skammt því fjarri fer að það
blasi við hvað átt er við með „bók
lífsins."
Þá hljómar öllu betur samlík-
ingin við bam með klukku sem er
uppáhaldslíking Varmus. „Það er
hægt að taka klukku í sundur,
dreifa úr hlutunum fyrir framan
sig, og reyna að átta sig á því
hvemig hún virkar," er haft eftir
honum í The New York Times.
Þannig er þá staðan núna. Vís-
indamennfrnfr era búnir að dreifa
úr genamenginu fyrir framan sig
og era að reyna að fatta hvemig
mannslíkaminn virkar.
Það mætti kannski nota þessa
samlíkingu til að endurbæta lík-
inguna við bók lífsins og segja að
genamengið sé eins og bók skrifuð
á tungumáli sem enginn skilur. Nú
þarf að læra þetta tungumál til að
geta lesið bókina sem búið er að
uppgötva.
En allar þessar samlíkingar fela
í sér þá gildra að þær gera ráð fyr-
ir efnislegum skilingi einvörð-
ungu. Meira að segja fullkomin
vísindaleg skýring er í rauninni
ekki nóg því að vísindin geta bara
útskýrt efnisleg fyrirbæri. En er
manneskjan bara líkaminn? Er
maður ekki líka til dæmis það sem
maður hugsar? Og er vitund
manns efnislegt fyrirbæri? Það er
í hæsta máta umdeilanlegt. Þann-
ig verður mikilvæg spumingin um
það hvað manneskja sé og það er á
endanum ekki bara vísindaleg eða
siðferðileg spurning, heldur er
hún fyrst og fremst þekkingar-
fræðileg.
Vísindaleg skýring er einungis
algild ef gert er ráð fyrir efnis-
hyggju en um hana má efast. Og
sá efi dugar til að það verður
aldrei vitað með vissu hvort gena-
mengið er „uppskrift" að samsetn-
ingu mannskepnunnar. Gena-
mengið er þá og því aðeins
uppskrif (eða „bók lífsins“) að lífið
sé ekkert nema efnið.
N orræn og
nytsamleg
ópera í Osló
HÉR gefur að líta líkan af væntan-
legu þjóðaróperuhúsi í Ósló. Það er
norska teiknistofan Snohettan sem
á heiðurinn af verkinu. Lengi hefur
staðið til að þjóðarópera yrði byggð
í Noregi og hafa ýmsir þættir, svo
sem staðsetning og kostaður, verið
deiluefni. Nú hefur verið ákveðið
að óperan rísi í Bjorvika, við sjóinn
í nágrenni Óslóar, og að veitt verði
1,8 milljörðum norskra króna til
verksins. Tillagan að óperuhúsinu
hefur hlotið lof norskra listgagn-
rýnenda og þykir byggingin ein-
föld, norræn og nytsamleg.
Innan sviðs og utan
LEIKLIST
Leikfélagið Baldur,
B í I d u d a I
SVIÐSSKREKKUR
Höfundur: Alan Shearman.
Þýðing: Sigurbjörn Aðalsteinsson.
Leikstjóri: Þröstur Leó Gunnars-
son. Samkomuhúsið á Akureyri,
Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra
leikfélaga 23. júní 2000.
LEIKHÚSLÍF er vinsælt við-
fangsefni leikskálda nú á okkar
sjálfmiðuðu tímum. Sérstaklega
snúast margir gamanleikir um lífið
baksviðs og jafnvel á sviðinu líka. Þá
er einatt horft á það sem miður fer
og gjarnan snúast slík leikrit um
vinnubrögð og vandræði viðvaninga.
Áhugaleikfélög hafa mörg hver
dálæti á þessum leikritum, sem von-
legt er, áhugamálið er jú leiklist og
allt sem að henni snýr. Hins vegar
má deila um hversu heppileg við-
fangsefni þessi verk era fyrir
óreynda leikara.
Mörg þeirra standa og falla með
skýrum greinarmun á þeim persón-
um sem leikaramir leika og hinum
sem persónumar reyna af veikum
mætti að túlka. Þetta útheimtir tölu-
verða færni, því leikhópurinn verður
að sýna fullkomlega eðlilegan leik og
þar að auki ýktan og vísvitandi
slæman leik samtímis og til skiptis.
Sviðsskrekkur er farsi af þessari
ætt. Hópur viðvaninga tekur sig
saman og sviðsetur leikrit til fjáröfl-
unar fyrir skóla sem á í fjárhagserf-
iðleikum. Stjómandinn hefur skrifað
leikrit sem við sjáum búta úr milli
þess sem fólkið reynir að greiða úr
þeim flækjum sem vanhæfni þess og
tilfinningaflækjur koma þeim í með-
an sýningin höktir áfram.
Sviðsskrekkur er ákaflega
groddalegur farsi. Klaufagangur
leikhópsins í leikritinu er með þvílík-
um ólíkindum að á köflum víkur
verkið út fyrir mörk hins skoplega.
Leikstjóri Baldurs hefur fylgt þess-
um einkennum eftir, ýkt og eflt
þennan þátt verksins. Lengi framan
af vekur það mikla kátínu en þegar
sígur á seinni lilutann er ekki laust
við að áhorfendur fái sig metta af
vandræðaganginum. Það er líka þá
sem veikleikar verksins verða hvað
augljósastir.
Leikritið er eftir því sem mér
skilst af enskum uppruna en virðist
gerast í Bandaríkjunnum, einn þráð-
urinn snýst um drauminn um að slá í
gegn á Broadway, svo ólíkindalega
sem það nú hljómar. Þetta og önnur
séramerísk einkenni hljóma nokkuð
ankannalega í munni Vestfirðing-
anna og spurning hvort það hefði
ekki verið ómaksins vert að leggja
vinnu í að staðfæra verkið inn í raun-
veraleika íslenskra áhugaleikfélaga,
eða jafnvel heimfæra það algerlega
upp á heimabyggðina. Ekki það að
verkið skiljist ekki, svo mjög er hinn
ameríski reynsluheimur kvikmynda
og leiklistar orðinn inngróinn í okkur
og aðra íbúa heimsþorpsins.
Eins og áður er sagt er óvíst
hversu heppileg verk af þessum toga
era fyrir lítt skólaða leikara og það
verður að segjast að leikhópur Bald-
urs var þeim vanda ekki fyllilega
vaxinn að greina skýrt milli hinna
tveggja heima verksins, farsans og
harmleiksins sem persónur farsans
vora að reyna að túlka. Sýningin er
keyrð áfram af miklum krafti og
hraða eins og nauðsynlegt er og
gekk ágætlega að halda dampi.
Margar drephlægilegar hugmyndir
birtast okkur og meðan við greinum
enn manneskjurnar sem glíma við
lesti sína: græðgi, losta, heimsku, of-
dramb og hatur, virkar farsinn fínt.
Það er ekki fyrr en skopstælingin er
búin að fela fyrir okkur fólkið að
hláturinn dofnar.
Leikfélagið Baldur býr að efnileg-
um leikhóp, satt að segja óvenjulega
öflugum sé horft á íbúatölur staðar-
ins. Kemur þar vafalaust margt til,
það er til að mynda ekki ónýtt að
hafa aðgang að kröftum manns á
borð við Þröst Leó. Þá er hundrað
ára leikhefð ekki slæmt veganesti.
Það er því tilhlökkunarefni að sjá
fólkið glíma við verðugri verkefni,
liprari farsa eða hvað annað sem
hugurinn stendur til.
Þorgeir Tryggvason
Hlátur og grátur
KVIKMYiVDIR
Háskólabfó
NÆST BESTI KOSTUR-
INN „THE NEXT BEST
THING“^‘/2
Leikstjóri: John Schlesinger.
Handrit: Thomas Ropelewski.
Aðalhlutverk: Madonna, Rupert
Everett, Neil Patrick Harris,
Benjamin Bratt, Lynn Redgrave,
Joseph Sommer. 2000.
NYJA Madonnu - myndin, Næst-
besti kosturinn eða „The Next Best
Thing“, tekur miklar dýfur, kannski
eins og aðalleikkonunni er lagið.
Eina stundina er Madonna besti,
besti vinur hommans Rupert Ever-
etts. Þau búa saman. Þau eiga lítinn
dreng saman (gerðist óvart á fyller-
íi). Allt er í lukkunnar velstandi. Þá
næstu er Madonna orðin almesti
óvinur Everetts. Þau era hætt að búa
saman, þau hittast ekki lengur nema
í réttarsölum út af drengnum, hún
rændi honum af heimilinu! Madonna,
þessi elskulega, lífsglaða kona í fyrri
hluta myndarinnar, er skyndilega
orðin að skrýmsli í forræðisdeilu.
Madonna gerir ekki lengur
myndabækur um undarlegar og
flóknar kynlífsiðkanir. Núna er hún
móðir og gerir Bette Davis-myndir.
Nema hún er auðvitað engin Davis.
Mest er hún bara Madonna sem þrá-
ir að láta dást að sér. Allir karlmenn
myndarinnar lýsa því yfir mjög
skömmu eftir að þeir birtast á tjald-
inu hvað Madonna sé stórkostlega
falleg, með fallegan líkama, greind
og skemmtileg og hún dvelur ófáum
stundum framan við spegil að skoða
fegurð sína; einnig kappkostar ljósa-
maðurinn að ná sem fallegastri birtu
áhana.
Næstbesti kosturinn, sem John
Schlesinger leikstýrir, byijar eigin-
lega eins og partý hjá vinunum Ma-
donnu og Everett, ef einhver hefur
áhuga á því. Þau hlæja og skemmta
sér, hahaha, og hlæja og tala um ást-
ina og hlæja og áður en nokkur veit
af er hann búinn að bama hana. Enn
tekur við hlátur þegar þau ákveða að
búa saman sem fjölskylda og það er
ekki fyrr en Madonna hittir kær-
astann sinn, Benjamin Bratt, sem
lýsir því strax yfir hvað hún er falleg,
sem hlátrunum linnir. Madonna
skiptir algerlega um ham og púff, við
tekur ægileg raunasaga af homman-
um föðurnum þegar hann reynir að
fá drenginn sinn aftur.
Einhvers staðar í Næst besta
kostinum leynist saga um konu sem
finnst aldurinn færast yfir og saga
um bága stöðu homma í forræðis-
deilu en tök Schlesingers eru svo
veik, handritið svo rótlaust og væmið
og leikurinn svo yfirborðskenndur að
það er aldrei hægt að taka myndina
alvarlega. Þótt svo greinilega sé til
þess ætlast af aðstandendum henn-
ar.
Arnaldur Indriðason
Gítartdnleikar í
Sauðárkrökskirkju
ÞÓRÓLFUR Stefánsson leikur
verk á gítar eftir Barrios, Tarr-
ega, Brouwer o.fl. í Sauðárkróks-
kirkju á sunnudag, kl. 21.
Þórólfur útskrifaðist úr Tónlist-
arskóla Sigursveins árið 1987.
Framhaldsnám stundaði hann í
Stokkhólmi hjá prófessor Rolf
LaFleur og við Stockholms mus-
ikpedagogiska institut.
Hann hefur komið víða fram á
Norðurlöndunum, framflutt ís-
lensk verk og hlotið styrki m.a. úr
Norræna menningarsjóðnum.