Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 49
LISTIR
„Megnið af
nútímatónlist
miðast of mikið
við höfuðiða
Meðal gesta á menningar- og listahátíðinni
sem haldin var í Grindavík, Svartsengi og
við Bláa lónið á dögunum var bandaríska
tónskáldið William Harper. Margrét Svein-
björnsdóttir hitti hann að máli að hátíðinni
lokinni en hann var þá að leggja af stað í
ferð á söguslóðir Eyrbyggju.
Morgunblaðið/Jim Smart
William Harper, t.h., ásamt Jóhanni Hjálmarssyni. Harper hefur samið tónlist við ljóð Jóhanns, Marlíðendur.
„EYRBYGGJA er mögnuð saga,“
segir William Harper, sem hefur
samið tónlist við Ijóðið Marlíðendur
eftir Jóhann Hjálmarsson en ljóðið
byggir Jóhann einmitt á Eyrbyggju.
Tónverkið er hluti af stærra verkefni
sem ber nafnið Námur en það er
fjöllistaverk 36 innlendra og er-
lendra listamanna unnið á árunum
1987-2000 að fimmkvæði Guðmund-
ar Emilssonar í tilefni þúsaldar,
kristnitöku á íslandi og landafunda í
Vesturheimi.
Harper lýkur lofsorði á framtak
Grindvíkinga og menningarfulltrúa
bæjarins, Guðmundar Emilssonar,
sem hafði yfirumsjón með hátíðinni.
Guðmund þekkir hann reyndar frá
fornu fari eða frá því þeir voru báðir
við nám í Eastman School of Music í
New York fyrir 25 árum. „Guðmund-
ur hringdi í mig og bað mig að skrifa
tónlist við ljóð Jóhanns Hjálmars-
sonar, Marlíðendur,“ segir Haiper,
sem lét ekki segja sér það tvisvar,
fór að kynna sér Eyrbyggju og Ijóð
Jóhanns og semja. Verkið var frum-
flutt í Bandaríkjunum í nóvember á
síðasta ári og var hljóðritun af því
með Kór lettneska ríkisútvarpsins,
Kammersveit baltnesku fflharmón-
íunnar, Drengjakór Rígu og söng-
konunni Maggi-Meg Reed leikin á
hátíðinni í Svartsengi 16. júní sl.
Upptakan kemur svo út á geisladiski
á næstunni.
Sterkari taugar til íslands
Þetta er í annað sinn sem Harper
kemur hingað til lands en í fyjra
skiptið var hann hér í tengslum við
tónlistarhátíðina Erkitíð árið 1996.
„Þá fékk ég mér bílaleigubíl, ók
vestur á Snæfellsnes og var þar í
þrjá daga einn míns liðs. Svaf í bíln-
um milli þess sem ég gekk á jökulinn
og fjöll í nágrenninu,“ segir hann og
dregur fram bók með Ijósmyndum
sem hann tók á Snæfellsnesi í þeirri
ferð. „Þegar ég svo las Eyrbyggju
skildi ég allt,“ segir hann og bætir
við að þó að forfeður hans hafi komið
frá Englandi finnist honum hann
hafa sterkari taugar til Islands en
Englands „Ég veit ekki hvers vegna
en svona er það nú samt,“ segir
Harper, sem sjálfur býr í Chicago.
Ljósmyndari
eða tónlistarmaður?
Á yngri árum lagði hann jöfnum
höndum stund á tónlist og ljósmynd-
un og átti erfitt með að gera upp við
sig hvort hann vildi verða ljósmynd-
ari eða tónlistarmaður. „Svo ég gerði
hvort tveggja, flutti til New York og
fór að spila í klúbbum og leikhúsum,
tók námskeið í tónlist og vann fyrir
mér með því að taka myndir. Svo
gerðist það að myndavélinni minni
var stolið og þar sem ég hafði ekki
efni á að kaupa nýja vél má segja að
ákvörðunin hafi verið tekin fyrir
mig,“ segir hann. Þannig að ef þjófur
hefði gripið hljóðfærin hans í stað
myndavélarinnar þá væri hann
sennilega ljósmyndari núna, ályktar
blaðamaður. „Já, ætli það ekki,“
samsinnir tónskáldið og brosir að ör-
lögunum. Fyrstu kynni Harpers af
atvinnumennsku í tónlist voru þegar
hann söng í drengjakór í kirkju, sem
hann segii’ að hafi verið afar góður
skóli. Síðar varð orgelið hans aðal-
hljóðfæri, auk gítars og hljóðgervils.
Hann segir að popptónlistin hafi ver-
ið sér mjög mikilvæg og sé reyndar
enn. Hann hlusti þó ekki á vinsælda-
listapopp, sem hann segir innantómt
og heimskulegt, stjórnað af skemmt-
anaiðnaðinum og eigi lítið skylt við
tónlist.
Mjög líkamleg tónlist
í dómi í Morgunblaðinu 20. júní sl.
skrifar Vemharður Linnet tónlistar-
gagnrýnandi m.a. um Harper og
tónlist hans: „Wfilam Harper af-
sannaði þá firru á þessari tónskálda-
kynningu að öll nútímatónlist sé erf-
ið og torskilin. Tónlist hans vai’
aðgengileg, melódísk og ryþmísk og
fyrst og fremst skemmtileg áheyrn-
ar...“ Þessi ummæli eru borin undir
tónskáldið. „Það þykir mér gott að.
heyra, því þetta hefur einmitt alltaf
verið mitt markmið," segii- Harper.
Hann er beðinn um að lýsa tónlist-
inni sem hann semur. „Álmennt má
segja að þetta sé mjög líkamleg tón-
list. Megnið af nútímatónlist miðast
allt of mikið við þennan líkams-
hluta,“ segir hann og bendir á höfuð-
ið, „en áheyrendur verða að finna
fyrir tónlistinni líkamlega. Svo finnst
mér húmorinn líka mjög mikilvæg-
ur.“
Tónskáldunum að kenna
Harper hefur kynnst nokkrum ís-
lenskum tónskáldum gegnum Guð-"'
mund Emilsson og lætur vel af þeim
kynnum. Hann nefnir feðginin Þor-
kel Sigurbjörnsson ogMisti Þorkels-
dóttur, Atla Heimi Sveinsson, Kjart-
an Ólafsson, Hilmar Þórðarson o.fl.
„En ég skal segja þér það að íslensk
tónskáld hafa tilhneigingu til að vera
of akademísk og semja of mikið með
höfðinu. Þau verða að komast yfh’
það - og kannski gera þau það,“ seg-
ir hann og hlær. „Fyrir mörgum ár-
um vann ég í plötubúð í hverfi þar
sem bjuggu aðallega læknar og lög-
fræðingar og annað háskólamenntað
fólk. Þetta fólk keypti mikið af klass-
ískri tónlist en enga tónlist frá 20.
öldinni - það hafði enginn áhuga á
nútímatónlistinni. Það er auðvitað
tónskáldunum að kenna - tónskáld-
unum sem sögðu „Til fjandans með
áheyrendur!“ Ég held að þetta sé að
breytast - og ég hlakka mikið til,“
segir hann.
BÆKUR
Kristiii trú
LÍTIÐ KVER UM
KRISTNA TRtí
eftir Karl Sigurbjörnsson. 76 bls.
títg. Skálholtsútgáfan. Prentun:
Gutenberg ehf. 2000.
KÁPUMYND bókar þessarar er
eftir Karólínu Lárusdóttur, dálítið
kómísk að vanda. Myndefnið er
hversdagslegt. Tvær konur eru
komnar að dyrum verslunar. I
baksýn eru bændabýli og sveitasæla.
Önnur konan vill doka við þar sem
hún sér engil á gangi þar á túninu.
Engillinn er í þann veginn að hverfa
fyrir húshornið. Konan vill fyrir
hvern mun fylgjast með ferðum eng-
ilsins. Jafn eindregið streitist vin-
konan við að toga hana inn í búðina.
Út af þessu leggur höfundurinn,
herra Karl Sigurbjörnsson, í upphafi
máls síns:
»Svona er þetta gjarna. Hið mikil-
vægasta í lífinu gerir sjaldnast boð á
undan sér. Við skynjum það jafnvel
ekki fyrr en eftir á. Við missum af því
vegna þess að við höfum ekki augun
hjá okkur, lítum ekki í kringum okk-
ur, erum með hugann við annað. Til-
boð dagsins laða. Við höldum að þau
séu lífið, en Lífið fer hjá.«
Lítið kver um kristna trú er
stærra að inntaki en heitið gefur til
kynna. Ekki er þetta nein Summa
theologica eða guðfræðin öll, fjarri
því. Eigi að síður er þai’na drepið á
flest sem telja má undirstöðu
kristinnar trúar og venjubundins
helgihalds. Áhersla er
einkum lögð á tvennt.
Annars vegar kær-
leiksboðskap kristinn-
ar trúar, hins vegar á
táknmál trúarinnar, hið
óræða, það sem ekki
verður útlistað með
skírskotun til hlutlægs
veruleika. Svo er um
englana að dæmi sé
tekið: »Þegar englar
eru sýndir með vængi í
myndlistinni þá er það
tákn. Vængimir tákna
að englarnir eru fljótir í
förum að framkvæma
vilja Guðs.« Höfundur
leggur áherslu á að trúin sé ekki vís-
indum háð heldur beri hún styrk
sinn í sjálfri sér. Vísindin krefjist
rannsóknar og sannana. Hinn trúaði
tilbiður og treystir. Spurningum eins
og hvað er Guð og hvar er Guð verð-
ur því ekki svarað staðfræðilega.
Sama máli gegnir um föðurímynd
guðdómsins. »Að Guð er nefndur
faðir er myndmál sem leggur
áherslu á að Guð er frumorsök, upp-
haf alls.« Og »kristin trú er að
treysta Jesú Kristi.«
Erfiðara getur reynst að útskýra
trúfræðileg hugtök eins og synd og
náð, að ekki sé talað um heilaga
þrenning. Þá kemur til kasta trúar-
heimspekinnar. »...syndin er leynd-
ardómur sem ekki verður skýrður,«
segir höfundur. Náðina kveður hann
eitt þessara litlu orða sem geymi þó
djúpa merkingu. »Guðs orð, bænin,
skírnin og kvöldmáltíðin kallast náð-
armeðul.« Sakramentin eru hins
vegar tvö, skírn og kvöldmáltíð.
»Skírnin er tákn og
sakramenti náðarinn-
ar.« Helgi Hálfdánar-
son sagði um heilaga
þrenning að hana
fengjum vér eigi skilið í
þessu lífi. Þegar Helgi
kvað svo að orði var
þróunarkenningin ný-
lega fram komin og
kirkjan og trúin í varn-
arstöðu. Herra biskup-
inn skoðar hugtakið frá
öðru sjónarhorni: »Að
Jesús er einkasonur
Guðs, eingetinn sonur
Guðs, er ekki líffræði-
leg skilgreining heldur
undirstrikun þess að hann er samur
föðumum.« Meðal eldri hugtaka -
sum þeirra eru ævafom, allt að for-
söguleg - má t.d. telja Guðslambið.
En það skýrir höfundur svo: »Fórn-
arlambið í Gamla testamentinu er
fyrirmynd lambsins sem Guð lagði
tál, son sinn, Jesú, svo allar fórnir
yrðu ónauðsynlegar og skuldabréf
syndarinnar uppgreitt að fullu.«
Sennilega veitist hinum dæmigerða
leikmanni erfiðast að skilja tilgang-
inn með þessari friðþægingu, það er
hvers vegna þurfti að fórna svona
miklu.
Lögð er áhersla á félagslegt hlut-
verk kirkjunnar - það er að segja
hlutverk safnaðarins - jafnframt
hinu trúarlega. »Samfélag, sam-
staða, samhugur, það eru einkenni
þeirrar trúar sem Kristur gefur.«
Því er hins vegar vísað á bug að
guðsþjónustan eigi að vera fræðslu-
stund með menningarlegu ívafi.
»Hún er atburður þar sem þjóð
Guðs, kirkja hans, safnast saman til
að tjá trú sína og víðfrægja dáðir
drottins.« Höfundur leggur lítið upp
úr stöðugleika; trúin skuli þvert á
móti vera drifkraftur, hreyfiafl. Ekki
eru þó tekin dæmi af hinu stríðandi
lífi utan kii’kjunnar. Þetta er engin
þjóðfélagsfræði. Höfundur sneiðir
hjá því að blanda óskyldum málefn-
um saman við fræði sín þótt hann
bregði víða fyrir sig kunnuglegu lík-
ingamáli. Sumar samlíkingar hans
höfða til hins veraldlega, aðrar eru
allt að því Ijóðrænar, til að mynda:
»Bænin er andardráttur sálarinn-
ar.«
Farið er yfir stórhátíðir kirkjunn-
ar, drepið á sögulegan uppruna
þeirra og áhersla lögð á gildi þeirra
fyrir trúariðkun kristinna manna.
Helstu trúarjátningum eru enn
fremur gerð viðhlítandi skil. Höf-
undur harmar að landstjórinn
Pílatus skuli nefndur á nafn í einni
þeirra; kallar hann huglausan tæki-
færissinna. En sú var raunar ófrá-
víkjanleg venja fornra sagnaritara
að miða stóratburði við valdatíð
æðstu manna. Gilti þá einu hvort
þeir voru góðir eða vondir. Ekki ber
því heldur að neita að nafn Pílatusar
er fyrirferðarmikið í píslarsögunni.
Og hugleysi Pílatusar? Var hann
ekki dæmigerður embættis- og
stjórnmálamaður allra tíma, maður
sem lét málefnin ráða svo stuðst sé
við algengt orðalag frá nútímanum?
Ekld lét hann heldur þvætta sér til
að segja og skrifa hvað sem var.
Herra biskupinn lætur sig ekki held-
ur muna um að taka fræg orð hans
upp í bók sína: Hvað er sannleikur?
Tilsvar hans: Það sem ég hef skrifað
það hef ég skrifað - er ekki síður í
minnum haft. Líklega er Pílatus
mesti nútímamaðurinn í helgum
fræðum.
Og loks er það lífið eftir dauðann
sem kristnir menn hafa löngum horft
til með von, sumir reyndar með
óyggjandi vissu. Til eru þeir sem
telja að einmitt sú spurningin hljóti
að brenna hvað heitast á vörum.
Margur hefur hugsað sér framhalds-
lífið eins og vistaskipti. Einstakling-
urinn hverfi héðan með endurminn-
ingar sínar, lifi sínu persónulega lifi
eftir sem áður, gefist ef til vill tæki-
færi að fylgjast með vinum og ætt-
ingjum héma megin grafar og hugs-
anlega að hafa einhvers konar
samband við þá. Þótt höfundur hafni
ekki þessum skoðunum berum orð-
um fer ekki á milli mála að þeim
verður hvergi fundinn staður i fraað-
um hans. Sama máli gegnir um
dómsdag. »Á efsta degi reisir Guð
okkur svo upp til eilífs lífs og endur-
funda. Allt er þetta myndmál, til-
raunir til að lýsa því ólýsanlega. í ei-
lifðinni, í himni Guðs er enginn tími,
allt ein andrá, þrungin gleði og
friði.«
Þessi efnismikla bók biskupsins
tengist ekki - nema þá óbeint - þús-
und ára kristni eða sjálfri kristnihá-
tíðinni. Ekki er þetta trúboðsrit og
þá ekki heldur barátturit. Enn síður
sér þess stað að kirkjan sé að ganga í
gegnum neins konai’ aldahvörf. Höf-
undur stjakar við vaxandi veraldar-
hyggju og fer þar að dæmi forvera.
Að öðru leyti verður ekki annað ráð-
ið af orðum hans en kirkjan standi
traustum fótum um þessar mundir.
Biskupsembættinu fylgja engin
pólitísk völd eins og fyrr á tíð. Eigi.
að síður er og verður biskupinn and-
legur leiðtogi kirkju sinnar. Orð
hans vega þungt að því er trúarefni
varðar. Enda þótt bók þessi hljóti að
teljast fræðileg fremur en alþýðleg
þarf lesandinn hvergi að vera í vafa
um trúarskoðanir höfundarins.
Erlendur Jónsson
Trúarheimspeki
Karl Sigurbjörnsson