Morgunblaðið - 29.06.2000, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
i* ■■ ■■■...................
UMRÆÐAN
Eru allir jafnir
fyrir lögunum?
AF OG til birtast í
fjölmiðlum fréttir af út-
rás íslenskra íyrir-
tækja á erlenda grund
þar sem verið er að
selja íslenska þekkingu
og íslenska reynslu. I
mörgum tilvikum hefur
vel tekist til og er það
vel. Mjög mikilvægt er
fyrir okkar litla hag-
kerfi að innlend fyrir-
tæki sæki á ný mið og
víkki markaðssvæði
það sem unnið er á. A
þessum málum geta
hins vegar verið tvær
hliðar fyrir þá sem taka
þátt í slíkum verkefn-
um eins og ég mun fara yfir hér á eft-
ir.
Haustið 1995 tókust samningar
milli Islenskra sjávarafurða og
rússneska fyrirtækisins UTRF, sem
var í Petropavlovsk á Kamchatka í
Rússlandi, um að IS tæki að sér
rekstur á stærstum hluta fyrirtækis-
jps ásamt gæðastjómun í veiðum og
vinnslu á hafi úti. Kamchatka er
nokkuð langt í burtu eða alveg hin-
um megin á hnettinum þar sem 12
tíma munur er á staðartíma þar og
okkar tímasetningu.
Til að sinna þessu verkefni voru
ráðnir rúmlega 30 íslendingar til
starfa hjá ÍS sem störfuðu í Rúss-
landi bæði í landi og á sjó misjafn-
lega lengi eftir verkefnastöðu, sumir
í um hálft ár en aðrir vel á annað ár
eða þar til UTRF sleit samningum
við ÍS á útmánuðum árið 1997.
' Verkefni þetta fékk mikla umfjöll-
un á sínum tíma og þótti dæmi um
stórhuga útrás íslenskra fyrirtækja
þar sem sérþekking íslendinga á
sviði sjávarútvegsins væri orðin
söluvara á erlendri grund. Vantaði
þá ekki jákvæða umfjöllun, mikið
hrós og bakklapp.
Aðstæður þær sem íslendingamir
bjuggu við í Rússlandi voru á flestan
hátt öðruvísi en menn áttu að venjast
héðan að heiman og kom það mönn-
um svo sem ekkert á óvart. Pó skal
sérstaklega nefnt að fólkið sem var á
sjónum vann við aðstæður sem
þættu vægast sagt umdeilanlegar
hérlendis. Til dæmis komu sumir
sjómannanna ekki í land í allt að
/imm mánuði eða frá því í desember
1995 þar til í maí 1996. Má í því sam-
bandi minna á fjölmiðlaumfjallanir
hérlendis um eins til tveggja mánuða
Smugutúra á sínum tíma og það álag
sem svo löng fjarvist hefði á sjó-
mennina að mati þeirra sem um fjöll-
uðu.
Hvað framgang verkefnisins
snertir er hægt að fullyrða að það
gekk svo vel, að athygli vakti víða um
þennan heimshluta meðal aðila í
sjávarútvegi. Ánægja
kaupendanna frá Jap-
an var ótvíræð með
stóraukin gæði fram-
leiðslunnar og ljóst var
að ýmis tækni héðan að
heiman átti mikið er-
indi til sjávarútvegs-
fyrirtækja þar austur
frá. Því miður varð ekki
framhald á þessu verk-
efni en það er önnur
saga.
En því er verið að
rifja þetta upp, nú fjór-
um árum síðar? Er
þetta ekki allt saman
gott og blessað og ein-
ungis úti ævintýri fyrir
þá sem komu að málinu?
Nei, því miður er ekki aldeilis svo
fyrir flesta þá sem réðu sig til starfa
þar austur frá, unnu sín störf vel og
reyndust góðir sendiherrar íslensks
Kamchatka
Niðurstaða þessarar
reynslu er því sú, segir
Gunnlaugur Júlíusson,
að það séu ekki allir
jafnir fyrir gildandi
skattalögum, vinnu-
brögð skattayfírvalda
handahófskennd.
atvinnulífs við erfiðar aðstæður í
hinu fjarlæga austri. Fijótlega eftir
að fólk fór að tínast heim rumskaði
risi nokkur sem heitir „íslensk
skattayfirvöld“. Ráðningarsamning-
ar þeir sem starfsmenn ÍS skrifuðu
undir voru gerðir samkvæmt bestu
vitund og þekkingu tilkvaddra end-
urskoðenda um gildandi skattaregl-
ur, bæði hvað varðaði laun og dag-
peninga. Skattar voru greiddir til
íslenska ríkisins samkvæmt gildandi
reglum, bæði af launum og dagpen-
ingum. En það var ekki nóg í augum
stóra bróður. Gerð var sú krafa til
flestra starfsmanna að þeir dagpen-
ingar sem þeir fengu greidda væru
meðhöndlaðir sem laun og skattlagð-
ir sem slíkir ella skyldu eignir við-
komandi aðila boðnar upp og seldar.
Er þá vísað til orðalagsins „tilfall-
andi ferðir" sem kom fyrst inn í
reglugerð varðandi skattgreiðslur af
dagpeningum eftir að tekjuárinu
1996 lauk. Standa nú yfir málaferli
um þessa túlkun skattstjóra og heíúr
nýlega fallið dómur i Héraðsdómi
þar sem féll dómur án niðurstöðu.
Honum hefur verið áfrýjað til
Hæstaréttar. Það sem vekur ekki
síst athygli í þessum málatilbúnaði
öllum er að í þessu máli gengur túlk-
un skattayfirvalda þvert á skatta-
lega meðhöndlun dagpeninga-
greiðslna flugliða hjá Flugleiðum hf.
eins og hún hefur verið undanfarin
ár. Þar virðast allar ferðir vera
metnar sem „tilfallandi".
Það er fleira sem vekur athygli í
þessu sambandi varðandi vinnu-
brögð skattayfirvalda. Þar má sér-
staklega nefna það gegnumgangandi
ósamræmi milli vinnubragða skatt-
stjóra hinna ýmsu skattaumdæma
eða úrskurða yfirskattanefndar hvað
varðar mál einstakra starfsmanna.
í fyrsta lagi má nefna að ekki hafa
allir skattstjórar gert kröfu um að
fyrrverandi starfsmenn IS í Kam-
chatka greiði tekjuskatt af móttekn-
um dagpeningum. Því virðist það
vera tilviljunum háð frekar en reglu
þar um hvort allir séu jafnir fyrir
lögunum hvað þetta atriði varðar.
I öðru lagi má nefna að yfirskatta-
nefnd felldi úrskurð í máli eins aðila
þess eðlis að krafa skattstjóra á
hendur honum skyldi felld niður sök-
um formgalla við málatilbúnað skatt-
stjóra. Síðan felldi yfirskattanefnd
þveröfugan úi’skurð í máli vinnufé-
laga fyrrgreinds aðila sem var bú-
settur í sama skattaumdæmi og sá
fyrrnefndi og málatilbúnaður allur
nákvæmlega eins og í fyrrgreindu
máli. Var helst á úrskurði yfirskatta-
nefndar að skilja að það hefði gert
stöðu viðkomandi manns verri gagn-
vart skattayfirvöldum að hann hafði
reynt að bera hönd fyrir höfuð sér
með bréfum til skattstjóra. Því máli
hefur nú verið vísað til Umboðs-
manns alþingis.
I þriðja lagi má nefna að yfir-
skattanefnd felldi niður fyrrgreinda
kröfu skattayfirvalda á hendur
tveimur starfsmönnum ÍS/UTRF
verkefnisins með þpim rökum að
þeir hefðu unnið hjá ÍS áður en þetta
verkefni hófst. Skipti þá ekki máli að
þeir unnu samkvæmt ráðningar-
samningum sem voru nákvæmlega
samhljóða þeim er aðrir unnu eftir
við ÍS/UTRF verkefnið, báru sín
starfsheiti innan þess og hefðu á all-
an hátt samsvarandi kjör og vinnufé-
lagar þeirra í þessu verkefni. Þeirra
dvöl í Kamchatka var „tilfallandi" að
hluta eða öllu leyti að mati yfirskatt-
anefndar.
Niðurstaða þessarar reynslu er
því sú að það séu ekki allir jafnir fyr-
ir gildandi skattalögum, vinnubrögð
skattayfirvalda handahófskennd og
úrskurðir felldir af þar til nefndum
yfirvöldum sem ganga þvert hver á
annan.
Höfundur er hagfræðingur.
Gunnlaugur
Júlfusson
Talað upphátt
EINHVER ljúfsárasta mynd sem
Islendingasögurnar geyma er mynd
Melkorku Mýrkjartansdóttur og
Ólafs, sonar hennar og Höskuldar
Dalakollssonar, þar
sem þau eru á tali sam-
an er Höskuldur kemur
að þeim. Ólafur er á
bamsaldri er atvikið á
sér stað. Það verður
merkilegt fyrir þá sök
að enginn virðist til frá-
sagnar um að Mel-
korka hafi talað auka-
tekið orð eftir að hún
kom út til Islands.
Umhugsunarverðast
í þessu tilviki er þó um-
ræðuefni þeirra mæðg-
inanna. Samt veit ekki
nokkur maður með
vissu hvert það var! Að
minnsta kosti er þess
ekki getið í Laxdælu,
sem geymir frásögn þessa. Það ligg-
ur engu að síður í augum uppi ef að
er hugað. Hún var að kenna honum
móðui-mál hans, sögur þess og um
merkar ættir hans á Irlandi. Fyrst
og síðast vildi hún þó gefa honum í
sál það ljós sem ásamt honum sjálf-
um huggaði hana best í herleiðingu
hennar sem ung var hneppt í þræld-
óm af föður sveinsins og félögum
hans.
Kristnitaka
Með öllu er ósanngjarnt
og meiðandi að kenna
kristindóminum um
myrkur miðalda, segir
Jakob Agúst Hjálmars-
son, ef menn tuttugustu
aldar þykjast
hafa efni á að kalla
aðrar aldir myrkar.
Melkorka, konungsdóttú-in af Ir-
landi, var ekki ein um að kenna ís-
lenskum börnum kristindóm. Fjöl-
menni kristinna manna á Islandi frá
öndverðu og margháttuð kynni af
kristnum dómi hafa tryggt það að
boðskapur Stefnis Þorgilssonar,
Þangbrandar og Þorvaldar víðförla
kom ekki flatt upp á menn.
Engin önnur skýring er nærtæk-
ari á því hversu greiðlega kristnita-
kan gekk fyrir sig forðum en sú að
menn hafa vitað vel að hveiju þeir
gengu. Stutt fjörbrot heiðni styðja
það álit. Aldrei er þó nema satt að Ól-
afur Tryggvason Noregskonungur
hafði á því mikinn hug að Islendingar
gerðust kristnir og beitti sér fastlega
í því máli; hafði m.a. í gíslingu sinni
sonarson Melkorku til að tryggja
framgang málsins.
Þótt meiningar hafi verið deildar á
Alþingi árið 1000 var sú ákvörðun
tekin á ljósum kostum að allir Islend-
ingar skyldu vera kristnir.
Sannarlega mun það
ævinlega satt vera að
kristnin verður dæmd
eftir boðendum hennar
og oft hafa þeir slegið
fölskva á bjarta mynd
Drottins síns með
breytni sinni og
ákvörðunum. Þó er það
rakin sögufölsun að
ætla að myrkustu þætt-
ir þjóðveldistímans séu
ofnir af kristindómi,
þvert á móti var þar
heiðinn arfur á ferð í
mynd hefndarskyld-
unnar. Valdabrölt tíðk-
ast enn og telst ekki
frekar í samhengi krist-
innar kenningar en
fyrr. Með öllu er ósanngjarnt og
meiðandi að kenna kristindóminum
um myrkm- miðalda ef menn tuttug-
ustu aldar þykjast hafa efni á að kalla
aðrai’ aldir myrkar.
Það má svo velta því fyrir sér
hvernig hefði farið ef kristnin hefði
ekki verið lögtekin og bamaútburður
og mannfórnii’ fengið að haldast við
ergi, draugatrú og ótti trölla haft
hald í trúnni og við einangruð við það
að rækja fordæðuskapinn hér úti í
Norðurhöfum. Þá hefði líklega verið
ærið tilefni til að kalla þær aldir
myrkar.
Nei, við skyldun forðast a.m.k.
tvennt í almennri umræðu: Það að
setja okkur á háan hest í dómum
okkar um fyrri tíðar menn og bendi
ég á formála Guðbrands Jónssonar
að bók sinni Hema Jón Arason því til
staðfestu. Hitt er það að velta fúll-
yndi okkar og staðfestuleysi yfir á
óviðkomandi fólk.
Svo má sem í eftirskrift vekja at-
hygli umboðsmanna páfans í Róm á
því að fram virðist kominn afkom-
andi skírlffismannsins Þoriáks Þor-
hallssonar. Það hlýtur að setja hans
heilagleika í nokkurn vanda núna
þegar hugur stendur til að lýsa Þor-
lák helgan mann hafi hann gerst sek-
ur um skírlffisbrot. Af því hefur ekki
heyrst áður á íslandi. Kannski stend-
ur þó sú fullyrðing jafn ótraustum
fótum og annað sem hugsað var upp-
hátt í Morgunblaðinu sl. sunnudag.
Veri menn nú ekki með þessa
ólund að þurfa endilega að reynast
hátíðarspillar nú í nánd kristnihátíð-
ar. Það er annar tími hentugri til um-
ræðu um kirkju og kristni á gagn-
rýnum nótum og ef við þá tökum til
við það síðar skulum við þreyta um-
ræðuna af drenglyndi og hafa jafnan
það sem sannast reynist. Má þá vera
að okkur auðnist að skipa málum
betur í framtíðinni og á því máli bera
prestar ekki ábyrgð einir.
Höfundur er dómkirkjuprestur í
Reykjavík.
Jakob Ágúst
Hjámarsson
Þúsund syngjandi
börn á Þingvöllum
EITT af því mest hrífandi í und-
irbúningi kristnihátíðar á Þingvöll-
um er vinna barnakóra viðs vegar
um landið að söng í messu og helgi-
leik.
í upphafi biskupstíðar sinnar
kom Karl Sigurbjömsson með þá
ósk að eitt þúsund syngjandi börn
tækju þátt í kristnihátíð á Þingvöll-
um. Nú er þessi ósk að rætast og
mun söngur barna og unglinga
hljóma á laugardag á hátíðarsviði
og í Stekkjargjá og í guðsþjónust-
unni á sunnudag.
Ég er ekki í vafa um að það verð-
ur ógleymanlegt þeim sem á hlýða
og horfa, þegar um 300 börn íklædd
hvítum kyrtlum flytja „Sálma um
lífið og Ijósið" ásamt blásarasveit
og ungum ballettdönsurum svífandi
um í litríkum klæðum. Allt er þetta
ungt fólk sem leggur hæfileika sína
og listiðkun ásamt miklum æfingum
í té svo við hin megum njóta gleði
og fegurðar.
í hátíðarmessunni á sunnudag
munu svo barnakórarnir, um 20
talsins, dreifa sér um svæðið til að
taka þátt í messusöngnum og styðja
þannig almenna þátttöku stærsta
safnaðar sem saman hefur komið á
íslandi. Kórarnir koma sumir langt
að, m.a. frá ísafirði, Stykkishólmi
og Vestmannaeyjum og hafa lagt á
sig mikla vinnu við undii’búning.
Aldrei áður hafa svo margir barna-
kórar verið samankomnir hér við
eina athöfn og er ég viss um að
messugestir munu hafa bæði stuðn-
ing og gleði af framlagi þeirra.
Kristnihátíð
Þeir sem lagt hafa á sig
ómælda vinnu til að
undirbúa hátíðina, segir
Margrét Bóasdóttir,
eiga skilið að við þiggj-
um boðið og njótum
þess sem fram er borið.
Einnig syngja um 150 börn í hátíð-
arkór á sviðinu, ásamt kór hinna
fullorðnu og eru þau fulltrúar kór-
anna sem mynda messu-
hópa í brekkunum.
Auk þessa megin-
atburða syngja barna-
kórar í Stekkjargjá, á
hátíðarsviði og við Iðrun-
argöngu á laugardag.
Alls eru því yfir eitt þús-
und börn sem taka þátt í
dagskrá kristnihátíðar.
Á undanförnum vikum
hefur mér helst virst að
flest íjölmiðlafólk um-
gangist aðeins neikvæða
landsmenn og gangi er-
inda þeirra á þeim vett-
vangi sem þeim er treyst
til að vinna á, okkur til
upplýsingar og miðlunar
frétta. Það er alveg einstakt hvað
hægt er að nota dýrmætan pappír
og mínútur til að rifja upp mistök
fyrri ára og finna sökudólga, helst á
kirkjulegum vettvangi, til að kenna
um allt sem miður fer.
Það væri ánægjulegt og okkur
sjálfum sem þjóð til meiri sæmdar
ef við leyfðum okkur að gleðjast
saman eina eða tvær dagsstundir á
Þingvöllum í stað
þess að sitja heima.
Allir þeir sem lagt
hafa á sig ómælda
vinnu til að undir-
búa hátíð handa
okkur eiga skilið að
við þiggjum boðið
og njótum þess sem
fram er borið. Einn-
ig börnin hafa und-
irbúið veislu á Þing-
völlum og börnin
sem koma til að
njóta, munu hugsan-
lega fara síðar með
sín eigin börn á þær
hátíðir sem þjóðin
telur skipta máli.
Við fullorðna fólkið gætum þess
vegna brugðið út af vananum, verið
ekki á síðustu stundu og sett börnin
í öndvegi á kristnihátíð á Þingvöll-
um.
Af því læra börnin sem fyrir þeim
er haft.
Höfundur er starfsmaður
barnakóra við kirkjur.
Margrét
Bóasdóttir