Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 57_
HANNESINGVI
KRISTJÁNSSON
+ Hannes Ingvi
Kristjánsson
fæddist að Grund á
Vatnsleysuströnd 26.
júlí 1919. Hann lést
21. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórdís Símonardótt-
ir, f. 23. september
1894, d. 23. mars
1991 og Kristján
Hannesson, f. 10. júlí
1882, d. 10. nóvem-
ber 1961 frá Suður-
koti á Vatnsleysust-
rönd.
Systkini Hannes-
ar: Inga, f. 8. janúar 1913, d. 7. júlí
1994, Guðmundur Skarphéðinn, f.
26. júlí 1914, d. 30. júlí 1983, Símon
Georg, f. 18. september 1916, Sig-
ríður Guðmunda Margrét, f. 18.
október 1921, MagneaHulda, f. 24.
janúar 1925, Grétar Ingibergur, f.
6. maf 1926, d. 5. mars
1947, Hrefna Stein-
unn, f. 8. febrúar 1934.
Hannes giftist Önnu
Scheving Kristmunds-
dóttur, f. 12. maí 1924,
frá Stakkavík í Sel-
vogi en fluttist að
Efri-Brunnastöðum
1943. Þau bjuggu
fyrst í Suðurkoti en
árið 1960 byggðu þau
Sætún Sem er skammt
frá.
Börn þeirra: 1)
Gréta Þórarinsdóttir,
f. 29. september 1945,
d. 11. febrúar 1973, fósturdóttir
Hannesar. Hennar maður var Eng-
ilbert Kolbeinsson, f. 7. september
1938, d. 11. febrúar 1973. Þeirra
dóttir og fósturdóttir Hannesar og
Önnu er Anna Kapitola, f. 15. febr-
úar 1972, 2) Grétar Ingibergur, f.
Heilbrigði, hjartans kæti,
hér með samviskan góð,
ástvina eftirlæti.
Frómt líf og farsæll dauði
fylgjastmeðréttuað,
af hverjum heimsins auði,
helst vildi ég kjósa það.
(höf.ók.)
Þessar línur eru mjög lýsandi fyr-
ir pabba sem snögglega kvaddi þetta
líf fyrir rúmri viku. Pabbi var alla
ævi afskaplega heilsuhraustur mað-
ur og er ekki langt síðan að heilsunni
fór aðeins að hraka sem varð til þess
að hann fór inn á sjúkrahús í tvo
daga í fyrsta sinn síðan hann var rétt
liðlega tvítugur. Það var samt tæp-
lega á honum að sjá að svo væri og
lét hann það hafa sem minnst áhrif á
sitt daglega líf. Þarna var hann úti í
garði, í sól og blíðu, að slá garðinn
sem honum þótti svo vænt um og það
var hans síðasta verk í þessu lífi. Ef-
laust er þetta nákvæmlega eins og
hann hefði kosið.
Pabbi var mjög skemmtilegur
maður og alltaf stutt í grínið og
kímnislegt brosið hjá honum. Hann
var af þeirri kynslóð sem þurfti að
hafa fyrir lífinu og hann vann mikið
um ævina, bæði á sjó og landi. Frá
því ég man eftir mér var hann vöru-
bílstjóri hjá Vogum hf. og fyrir mig
sem krakka var afskaplega spenn-
andi að fá að sitja í með honum í
vörubílnum. Alltaf tók pabbi sitt
sumarfrí í júlí og stórum hluta þess
eyddi hann í heyskap og hin ýmsu
verk er tilheyrðu sumrinu en ávallt
hefur verið búskapur á heimilinu.
Á næsta bæ, Suðurkoti, sem er á
samliggjandi jörð, bjó móðir hans,
Þórdís Símonardóttir fram að níræð-
isaldri. Það voru afar sterk bönd á
milli þeirra og þar af leiðandi einnig
milli mín og ömmu Dísu en þær voru
ófáar ferðirnar á degi hverjum sem
ég kíkti til hennar. Fjölskylda pabba
hefur ætíð verið mín fjölskylda og
aldrei fann ég fyrir því að við værum
ekki skyld. Svo skemmtilega vildi til
að eitt sinn fóru ég og vinkona mín
og kíktum á Ströndina til að fara í
fjörugöngu með Láru og Beggu. Eft-
ir gönguna settumst við inn í kaffi og
spjölluðum við mömmu og pabba. Á
leiðinni í bæinn sagði hún svo við
mig: „Anna, það er svo merkilegt, en
mér finnst þú vera líkust honum
pabba þínum.“ Þetta þótti mér gam-
an að heyra.
Pabbi fæddist að Grund sem nú er
komin í eyði. Hann ólst upp í Suður-
koti og byggði síðar fjölskyldu sinni
heimili er þau nefndu Sætún. Á þess-
um slóðum hefur í gegnum árin búið
stór hluti fjölskyldunnar og vinanna
allt í kring. Það er afskaplega endur-
nærandi að koma í kyrrðina og fugla-
sönginn á Ströndinni eftir að hafa
verið í ys og þys malbiksins alla vik-
una. Alltaf spurði pabbi mig þegar
ég kom heim um helgar - „Jæja,
hvað er að frétta úr Reykjavíkinni?“
Pabbi vildi hvergi annars staðar
vera, honum leið svo vel á Ströndinni
sinni og bera þessar ljóðlínur sem
hann eitt sinn orti þess merki.
Minningarvaknahér
ívinahúsaskjóli.
Góðar stundir finnast mér
áfeðraminna bóli.
Þær eru nokkrar vísumar sem
pabbi setti saman sér til gamans og
man ég snemma eftir því að hann
reyndi að kenna mér listina. „Botn-
aðu þetta“ sagði hann og rétti mér
fyrripart. Þá þýddi ekkert að vera
með einhvern leirburð heldur skyldi
notast við stuðla og höfuðstaði eins
og almennilegum skáldum sæmdi.
Pabbi var fróður og fylgdist ætíð
vel með fréttum. Eftir að hann hætti
að vinna, 76 ára að aldri, fór hann
aftur að gefa sér tíma til að lesa bæk-
ur, leysa krossgátur og fylgjast með
hinum ýmsu þáttum í sjónvarpinu að
ógleymdri knattspyi'nunni. Hann
var ungur í anda og það sannaðist
best með því að eitt sinn er ég lagði
stund á amerískar nútímabókmenn-
tir var kennarinn að ræða það hve
bæði bækur og sjónvarpsþættir hafa
breyst hratt með árunum og séu ekki
fyrir hvem sem er að fylgjast með.
„Reynið þið bara,“ sagði hann „að
láta ömmu ykkar eða afa setjast fyrir
framan þætti eins og Star Trek og
spyrjið þau svo hvað þeim finnist".
Eg gat strax bent honum á að pabba
þætti mjög gaman að þessum þátt-
um og fylgdist vel með þeim. Svona
var pabbi.
Pabba þótti vænt um fólkið sitt og
vildi allt fyrir það gera. Hann var oft
með ýmis verkefni í gangi, t.d. tók
hann blómin min í endurhæfingu
eins og við kölluðum það og lífgaði
þau við þegar ég hafði gleymt að
vökva þau og fékk ég þau stór og fal-
leg til baka. Síðasta verkefnið hans
var að mála krossana hjá foreldrum
sínum, bróður og systursyni, einn og
einn í einu og hafði hann farið í há-
deginu þennan dag að sækja síðasta
krossinn sem hann átti eftir að mála.
Þessi umhyggja og athafnasemi var
dæmigerð fyrir pabba.
Það er margt sem glatast í tímans
rás en minningamar hverfa seint.
Ég lærði margt af pabba sem ég
mun búa að alla ævi og er ég mjög
þakklát fyrir þau ár sem ég átti með
honum.
Hvíl í friði pabbi minn.
Anna Kapitola.
Þá er Hannes bróðir minn búinn
að kveðja þetta jarðneska líf. Marg-
ar eru minningarnar sem koma upp í
hugann þegar einhver okkur nákom-
inn kveður.
SÖLSTEINAR við Nýbýlaveg. Kópavogi
Sími 564 4566
GARÐH EIMAR
BLÓMABÚD • STHKKJAKBAKKA 6
V SÍMI 540 3320 ^
23. desember 1948,3) Krisfján, f. 4.
júlí 1954, kona hans er Guðríður
Bachmann Júelsdóttir, f. 28. ágúst
1954 og eiga þau þrjú böm: a)
Hanna María, f. 4. september 1979,
unnusti hennar er Grímur Thor
Bollason, f. 12. júní 1977, b) Guðni
Þúr, f. 19. mars 1985, c) Berglind
Gréta, f. 7. mars 1992, 4) Lára Elín
Scheving, f. 16. júní 1956, 5) Þúrdís
Bergljút, f. 28. febrúar 1959.
Hannes gekk í Suðurkotsskúla
sem seinna nefndist Brunnastaða-
skúli.
Fyrri hluta ævinnar stundaði
hann sjúmennsku á vetrarvertíð-
um og um árabil gerði hann út
trillu í félagi með Símoni brúður
sinum og frændum þeirra Rafni
Símonarsyni og Guðbergi Aðal-
steinssyni. Á sumrin stundaði hann
vörubflaakstur á eigin bfl. Síðustu
33 starfsárin vann hann sem bfl-
stjúri hjá Vogum hf. Samhliða því
stundaði Hannes búskap eftir að
faðir hans lést og fram til hins síð-
asta.
títför Hannesar Ingva fer fram
frá Kálfaljarnarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Ég minnist bernskuáranna í Suð-
urkoti, þá var margt brallað og ég,
prakkarinn, var oft að gera usla í
mínum eldri systkinum. Þegar
prakkaraskapurinn beindist að
Hannesi stoppaði hann mig af með
því að segja: „Þetta þýðir ekkert fyr-
ir þig, það var nefnilega ég sem þvoði
af þér bleyjurnar og straujaði þær
þegar þú varst litil“ Þegar Hannes
kom í heimsókn eftir að mamma var
komin til okkar, var ævinlega hlegið
hressilega því bróðir minn var léttur
í skapi og sagði ekki styggðaryrði við
neinn. Trausti þakkar honum allar
heimsóknirnar þegar hann var veik-
ur. Hannes kom til hans til að vita
hvernig hann hefði það og spjallaði
við hann.
Mánudaginn áður en hann kvaddi
kom hann í heimsókn til mín og sagð-
ist vera búinn að gera margar til-
raunir til að ná mér heima. Ég er af-
skaplega þakklát fyrir þessa
heimsókn og fyrir allt sem við spjöll-
uðum um. Eftir á finnst mér eins og
hann hafi verið að kveðja mig.
Ég minnist þess þegar á síðasta
ári að hann sagði mér frá því þegar
Diddi sonur hans bauð honum í út-
sýnisflug yfir sveitina og Reykjan-
esskagann, andlit hans ljómaði allt
þegar hann talaði um þetta.
Það var mikil sorg þegar Anna og
Hannes misstu dóttur sína Grétu og
tengdason þegar Sjöstjaman fórst á
milli Færeyja og Islands. Þau skildu
eftir hjá þeim lítinn sólargeisla, hana
Varanleg
minning
er meitluð
ístein.
Íg S. HELGASONHF
I STEINSMIDJA
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
Önnu Kapitolu, sem þau ólu upp og
elskuðu sem eitt af sínum börnum.
Bróðir minn, ekki efast ég um að
það hefur verið vel tekið á móti þér,
og ég trúi því að þú haldir áfram að
vaka yfir allri þinni fjölskyldu með
sama kærleik og áður.
Ég sendi ykkur öllum innilegar
samúðarkveðjur, Anna mín, Grétar,
Lára, Begga, Diddi, Gurra og börn
og Anna Kapitola. Minnist þess að
þið eruð rík af góðum minningum
sem þið geymið í hjörtum ykkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Blessuð sé minning þín elsku
bróðir. Hvíl í guðs friði.
Þín systir og mágur,
Ilrcfna og Trausti.
Elskulegur afi okkar er dáinn. Afi
var alltaf í góðu skapi, lífsglaður og
hress. Það var alltaf svo gaman að
fara í heimsókn til hans og ömmu á
Ströndina. Það var eins og að koma
út í sveit því þau áttu hunda, kindur
og hænur.
Á sumrin hjálpuðum við afa að slá
og raka túnið og á vetuma renndum
við okkur á sleða í hólunum. Á haust-
in reyndum við svo að hjálpa honum
að smala kindunum og fórum alltaf í
réttir. Eftir það fórum við heim til
ömmu og borðuðum yfir okkur af
kökum og nammi og afi sótti kók út í
skúr.
Eftir að afi hætti að vinna fann
hann sér ýmislegt að gera. Hann
hafði mjög gaman af blómum og
eyddi mörgum stundum niðri í gamla
húsi við að gróðursetja og hlúa að
plöntunum sínum. Hann var líka
mikill knattspymuáhugamaður og
fylgdist bæði með ensku og ítölsku
deildinni. í desember lá hangikjöts-
lyktin yfir hverfinu því þá var afi
byrjaður að reykja jólahangikjötið
sem var alltaf jafn gott hjá honum.
Elsku afi, ég hélt að við fengjum
að hafa þig lengur hjá okkur, þú
barst það ekki með þér að vera orð-
inn áttræður. En ég veit að þú vakir
yfir okkur og vemdar þótt þú sért
farinn frá okkur. Elsku amma, hug-
ur okkar er hjá þér og megi góður
guð styrkja þig í þessari miklu sorg.
Legg ég nú bæði líf og önd,
(júfiJesúsíþínahönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Hanna Marfa, Guðni Þúr ^
og Berglind Gréta.
Að hryggjast og gleðjast,
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast,
Það er lífsins saga.
(P.J.B.)
Þessar Ijóðlínur vora mér ofarlega
í huga er ég upplifði það er hann
Hannes frændi minn í Sætúni kvaddi
þetta jarðlíf og það er búið að vera
skrítið síðustu daga að átta sig á því
að hann sé allur. En svona er nú einu i-
sinni lífið, okkur sem eftir stöndum
finnst skrítið hvað stutt er bilið á
milli lífs og dauða, og fyrir þá sem
kveðja þetta jarðlíf hlýtur það að
vera gott að mega fara svona snögg-
lega eins og hann frændi minn gerði,
þar sem hann var úti á bletti að slá.
Þetta hefur öragglega verið eins og
hann hefði óskað sér, en fyrir okkur
sem eftir stöndum, og þá sérstaklega
hans nánustu, tekur það sinn tíma að
átta sig á því sem gerst hefur.
Ég ætla ekki að skrifa langt mál
um lífshlaup hans en ég vil þakka
honum samfylgdina í gegnum árin,
hann var góður frændi og nágranni.
Guð gefi honum góða heimkomu, ég
veit að vel hefur verið tekið á mótfy_
honum.
Kallið er komið,
kominernústundm,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
Friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guð þérnúfylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hfjóta skalt
(V. Briem.)
Elsku Anna og fjölskylda og
systkini hins látna, ég og fjölskylda
mín sendum ykkur öllum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur með ósk um
að Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg-
inni.
Bryndís Rafnsdúttir.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlfð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
I Sverrir
I Einarsson
I útfararstjóri,
f fí 0sími 896 8242
Baldur
Sverrir Frederiksen
Olsen útfararstjóri,
útfararstjóri. ^wK_ÆII sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is