Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR EIRÍKSSON + Þórður Eiríksson fæddist í Rcykja- vík hinn 21. apríl 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans hinn 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufheiður Jensdótt- ir, fædd í Bakkabúð í Fróðárhreppi hinn 5.10.1917, d. 17.2.1999, og Eiríkur ' J Kristinn Þórðarson frá Vattamesi í Fá- skrúðsíjarðarhreppi, f. 13.10.1914, d. 15.8.1987. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Systir Þórðar er Guð- rún Eiríksdóttir, f. 26.8.1936. Maki Viðar Janusson, f. 2.2.1934, og eiga þau tvær dætur. Þórður lærði rakaraiðn hjá Runólfi Eiríkssyni í Hafnarstræti og starfaði við þá iðn sína frá ár- inu 1964, m.a. í Hólmgarði, Grímsbæ og frá árunum 1979- 1994 í Árbæjarhverfi. Frá árinu 1994 starfaði hann í Ártúnsskóla sem umsjónarmaður þar til hann lét af störfum vegna veikinda. -j, Þórður var alla tíð virkur í fé- lagsstörfum ýmisskonar og á yngri árum spiiaði hann fótbolta með knattspyrnufélaginu Þrótti og var einnig héraðsdómari. Hann var félagi í Junior Chamb- er. Þórður söng m.a. með Mos- fellskórnum, kirkju- kór Árbæjar, og síðustu árin var hann félagi í Skag- firsku söngsveitinni í Reykjavík. Hinn 8. júlí 1967 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Gerði Björnsdóttur, kenn- ara í Árbæjarskóla, fæddri í Reykjavík hinn 31.5.1947. For- eldrar hennar eru Inga Jóelsdóttir, f. 24.4.1922 á Stokks- eyri og Björn Guðjónsson, f. 11.11.1921 í Reykjavik. Börn Guðrúnar og Þórðar eru: 1) Inga Þórðardóttir, f. 23.1.1968. Maki Reynir G. Gestsson, f. 27.3.1962. Börn þeirra eru: a) Guðrún Hanna, f. 15.8.1986, b) Eiríkur Már, f. 16.9.1989, c) Telma Sif, f. 4.5.1994, d) Andri Freyr f. 9.9.1995. 2) Berglind Þórðardótt- ir, f. 8.4.1972. Maki Eggert Guð- mundsson, f. 5.7.1965. Börn þeirra eru: a) Þórður Kristján Ragnarsson, f. 10.10.1988. b) Margrét Ósk, f. 6.6.1993. 3) Björn Heiðar Þórðarson, f. 19.11.1980. Áður átti Þórður soninn Eirík Kristin Þórðarson, f. 8.6.1959. títför Þórðar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jæja pabbi, nú er komið að kveðju- stund í bili og þá fer hugurinn að reika um og minningarnar hlaðast upp um mig sem litla stúlku sem var svo hænd að pabba sínum að hún ^ylgdi honum hvert fótmál og varð úr “rnjög sterkt samband sem fylgdi okk- ur æ síðan. Saman brölluðum við margt, sungum mikið og áttum lög saman, s.s. Blátt lítið blóm eitt er og Bíddu pabbi þar sem við gjaman lék- um hlutverk textans með. Þú unnir söng og á seinni árum söngst þú mik- ið í kórum. Það var aldrei neitt vandamál að fá að fara með ef þú ætlaðir að skreppa eitthvað, hvort sem var í búðir eða í heimsóknir því ég var aldrei fyrir þér. Við stunduðum hestamennsku af kappi til margra ára ásamt afa Eiríki meðan hann lifði og tel ég mig mjög heppna að hafa notið svo mikillar nærveru ykkar og svo þinnar, því eins og þú sagðir svo gjarnan: „Við -*,‘Inga erum svo lík, og hún er svo mikil pabbastelpa.“ Og brostir. Já, alltaf gat ég leitað til þín með hvaða mál- efni sem var og fundið stóru hlýju höndina þína umlykja mína því þú veittir svo mikla öryggiskennd. Þú varst rakarinn í hverfinu og það var stutt að hlaupa til þín ef manni lá eitt- hvað á hjarta því þú varst alltaf til- búinn að hlusta og þótt einhver væri í stólnum hjá þér vísaðir þú mér aldrei frá heldur sendir mig niðm- í búð að sækja eitthvað gott handa okkur. Þannig keyptir þú þér tíma til að klára þína vinnu á meðan ég upplifði mig svo sérstaka að það þyrfti að slá upp „veislu“ fyrir mig og mín mál- efni, og svo spjölluðum við um það Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. sem var að gerast á líðandi stundu í pásum. Þú varst mjög handlaginn og iðulega leyfðir þú öðrum að njóta með þér, það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, ákafinn og hrif- næmið gerði fólk meðvirkt í verkum þínum. Eitt árið smíðaðir þú bílkerr- ur og þá einnig fyrir vini og vanda- menn, því næst skóþræla. Síðan fenguð þið mamma sumarbústaðar- land í Gnúpveijahreppi og um vetur- inn notaðir þú dauðan tíma í að smíða bústaðinn í einingum og reistir hann svo að vori. Nú, húsið í Brekkubæn- um byggðir þú og ber það hand- bragði þínu vitni. Seinna leigðir þú gullsmiði á bak við Rakó og liggja nú margir fagrir hlutir eftir þig úr silfri, skartgripir, tertuspaðar, reiðhesta- svipur o.fl. ístöðin og reiðtygin bjóst þú til sjálfur utan hnakkanna og voru þau svo persónuleg og sérstök fyrir vikið. Nærvera barna þinna og seinna bamabarna skipti þig miklu og voruð þið dugleg að koma til okkar og sipti þá ekki máli hvort við vorum í Húsa- felli, á Akureyri eða bara heima. Gaman fannst þér þegar við mættum í Brekkubæinn með alla hersinguna eða í bústaðinn ykkar og var þá margt brallað auk þess að hestamir vora ekki langt undan. Undanfarin ár hafið þið verið hjá okkur á að- fangadag og mun vanta mikið, þar sem enn eitt skarðið hefur myndast næst. Þú varst félagsvera mikil og heilsaðir hveijum manni og áttir marga kunningja, þótt vinimir sæj- ust best í veikindum þínum. Þú kenndir mér svo margt í lífinu og varst einn af þeim sem leyfa bam- inu í sjálfum sér að lifa svo þú varst ekki einungis trausti vemdandi faðir- inn sem gott var að leita til heldur besti félagi og vinur minn sem rædd- ir ávallt við mig á jafnréttisgrand- velli. Nú þegar halla tók undan fæti hjá þér hófust fjölmargar rannsóknir og fannst sitt lítið af hverju en þannig vildi til að í flestar af þessum rann- sóknum var ég send og oftar en ekki með sömu niðurstöðum. Hafði einn læknirinn okkar á orði: „Skrítið, þið erað með sömu niðurstöður en þetta á ekki að vera ættgengt, skrítið." Við hlógum að þessu og sögðum að við hefðum alltaf verið talin lík. Nú, þeg- ar þú varst svo lagður inn í fyrra sát- um við og spjölluðum um að ég væri fast á eftir þér í ferlinu og þú talaðir um að nú heimsækti ég þig og svo myndi dæmið snúast við. Þegar þú svo greindist með illvígan sjúkdóm fóra hlutimir að stefna í aðra átt hjá þér og skildi þar á milli okkar og var þá hætt að ræða þetta opinberlega þótt við heldum tvö áfram að ræða þessi mál af alvöra og einlægni því þú varst sá eini sem skildir mig og mín málefni því þú hafðir upplifað þau sjálfur. Við deildum sömu skoðunum um andleg málefni því þar eins og í flestu voram við sammála, og eins og við ræddum oft, veit ég að þegar þú hef- ur jafnað þig og komið þér fyrir hin- um megin munt þú koma til mín og vera mér til halds og trausts og leiða mig og mína með traustu hendinni þinni í gegn um lífið. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt Þig umvefji blessun og bænir, égbið aðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi minn, hafðu þökk fyr- ir allt og megi þér líða sem allra best. Guð veri með þér. Þín dóttir, Inga. „Berglind mín, skjóstu nú niður í sjoppu og kauptu handa okkur pylsu og mix. Við spjöllum svo saman þeg- ar við eram búin að fá okkur í svang- inn, svona í rólegheitum.“ Oft var þetta upphafið að miklum samræðum þar sem alltaf var talað við mig sem bæði vin og jafningja, þótt lág væri í loftinu, því alltaf hljóp ég til pabba ef eitthvað kom upp á og lét dæluna ganga. En það sem ég skil núna en sá ekki þá er það að oftast vora sjoppu- ferðimar ekki bara veisla mér til heiðurs, heldur hans leið til að kaupa sér smá frest til þess að geta klárað að klippa kúnnann sem sat í stólnum, yfirleitt í hörkusamræðum. Verst var þó ef pabbi og kúnninn vora að tala um pólitík, því þá tók klippingin heila eilífð. En aldrei var mér vísað frá, hann hafði alltaf tíma til að hlusta og leiðbeina á þann hátt að ég gekk sátt út af stofunni, bæði við Guð og menn. Pabba vantaði alltaf eitthvað enda með gríðarlega söfnunaráráttu og þá var nú ekki alltaf hugsað um nota- gildið en það gæti nú verið gott að eiga svona. Honum fannst líka gam- an að skjótast svona aðeins niður í bæ til að kíkja á eitthvað, fara í bank- ann og jafnvel fá sér einn kaffi á Prik- inu sem auðvitað var mikið sport á þeim tíma þegar kaffihúsin vora ekki á hverju horni. Ég fullorðnaðist og eignaðist Dodda litla, en alltaf var fastur liður að kíkja á stofuna, fá sér í svanginn og spjalla. Þess á milli töluðum við í síma og aldrei fór ég til útlanda án þess að hringja í pabba allavega einu sinni. Börnin urðu tvö og áfram hélt ég að leita til pabba. Hann var mikil barnagæla og sinnti bamabömunum af sömu alúð og hann sinnti okkur systkinunum, og alltaf var pláss fyrir þau í bílnum þegar farið var í skreppitúrana upp í hesthús og á fleiri staði. Öllum var mokað upp í bíl og haldið af stað. Við pabbi voram bæði með brenn- andi bfladellu, þótt hann skildi reynd- ar ekkert í því að það væri hægt að hafa áhuga á sportbflum, „bara að eiga jeppa og ekkert annað" sagði pabbi alltaf. Um það leyti sem pabbi hætti með stofuna „félagsmiðstöð hverfiskall- anna“ og fór að vinna í Ártúnsskóla fór heilsa hans versnandi en þar sem hann bar sig alltaf svo vel héldum við öll að hann myndi nú hrista þetta af sér. En svo fór ekki því sjúkrasagan varð bæði löng og erfið. Að sjá þenn- an hrausta mann ragga sér, engjast og þjást af sársauka var hlutur sem hræðilegt var að horfa upp á. En þrátt fyrir öll veikindi gátum við allt- af spjallað og létt á hjarta hvors ann- ars. Þegar pabbi var sem veikastur vissi ég samt alltaf hvaða umræðu- efni gæti hresst hann við og látið hann gleyma sér smástund: jeppar, dekk og felgur. Ég kveð þig í dag, elsku pabbi minn, en ég veit að þú ert kominn í góðar hendur þama uppi í skýjunum, án kvala og sársauka, og þú heldur áfram að fylgjast með okkur öllum. Þín verður sárt saknað því þú varst ekM bara pabbi minn, heldur einnig minn besti vinur. Guð geymi þig, Berglind. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður mins Þórðar Eiríkssonar er lést hinn 16. júní síð- astliðinn. Ég kynntist tengdaföður mínum er ég kom fyrst í Brekku- bæinn til Gunnu og Dodda fyrir sex- tán áram. Hann tók mér strax opn- um örmum og eignaðist ég góðan vin í honum. Doddi var hárskeri að mennt og var hann með stofu í Hraunbænum þar sem oft vou fjör- ugar umræður þegar rætt var við kúnnana um landsins gagn og nauð- synjar, að ógleymdri pólitíkinni, því þar hafði hann ákveðnar skoðanir. Honum var margt til lista lagt og sást það vel á heimili þeirra hjóna, þar sem hann átti alla trésmíði og sumar- bústaðinn sem hann hafði smíðað sjálfur. Seinna þegar við Inga hófum búskap var ekM málið að renna suður og rétta okkur hjálparhönd. Þegar bamabörnin fæddust eitt af öðra hændust þau strax að afa Dodda og gátu þau talað endalaust um þeg- ar afi fór með þeim á hestbak eða bara á rúntinn. í sumarbústaðnum áttum við góðar stundir en það er með menn eins og Dodda að þeir þurfa endalaust að vera að dytta að hinu og þessu eða á kafi í gróðursetn- ingu. Jólunum deilduð þið með okkur og var oft miMll hamagangur og spenna í bömunum og það kunnir þú vel við. Já, margs er að minnast og mun minningin lifa með okkur áfram. Kæri tengdapabbi, ég kveð þig með söknuði og vona að góður Guð varðveiti þig. Reynir Gestsson. ÉG gleymi því seint þegar ég hitti tilvonandi tengdaföður minn í fyrsta sMpti. Mér var boðið í eldhús og þar kynnti ég mig fyrir karlinum sem tók í hönd mína ábúðarfullur á svip og bauð mér kaffi. Síðan hafa rannið ófáir kaffisoparnir í Brekkubænum og ófáar gamansögurnar hafa fylgt með í kaupbæti. Þórður kunni þá list vel að gera fólk velkomið og fljótt leið mér sem hluta af fjölskyldunni. Það var fastur punktur að kíkja niður á rakarastofu hjá Dodda, ekki bara til að fá bestu klippingu bæjar- ins heldur einnig til að spjalla og „diskútera" ýmsar hugdettur sem vora í gangi. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Dodda sem hafði skoðanir á öllu og var alltaf vilj- ugur að rétta hjálparhönd ef svo bar undir. Oftar en ekM var bið að kom- ast í stólinn og var ótrúlegt að hlusta á hann ræða við hvern kúnnann á fætur öðram um hin ýmsu málefni, glettinn og með húmorinn alltaf á lofti. Það var öraggt að ekM var hægt að láta sér leiðast í biðinni eftir klipp- ingu, enda var stofan hans ein af síð- ustu stofum þar sem khpping var ekM bara klipping, heldur mannleg samsMpti höfð í hávegum og kúnninn gekk alltaf út glaðari í bragði. Við höfðum báðir vægan snert af bfladellu og því fóram við stundum á „bflasölurúnt“, skoðuðum felgur og dekk og allt sem fylgir þessari „flensu“. Létum svo báðir verða af því að kaupa okkur jeppa um svipað leyti og var planið að fara í léttan jeppatúr saman þegar tími gæfist til. „Þegar tími gefst til“, þessi setning lætur lítið yfir sér og aldrei reiknum við með að þessi stund gefist ekM. Það er svo margt sem maður ætlar að gera seinna þegar við eram ekM eins upptekin, þegar minna er að gera í vinnunni, búið að byggja og svona gæti ég lengi haldið áfram. Ég hélt að alltaf myndi ég hafa Dodda til að heimsækja, hvort sem er heima eða grilla með honúm uppi í sumarbústað, eða bara til að fara í stuttan bíltúr. En lífið er ekM svona auðvelt. Doddi fékk sjúkdóm sem fljótlega tók af honum stóran toll í líkamsburðum og gerði honum nán- ast óbærilegt að horfast í augu við daglegt líf. Það var erfitt og sárt að horfa á jafn hraustan mann Mkna undan kvölum sem gáfu honum aldrei frið. Mér varð fljótlega ljóst að jeppa- túrinn okkar yrði seint á dagskránni, þó héldum við alltaf í vonina og rædd- um það síðast fyrir nokkram vikum. Doddi, ég þakka þér fyrir sam- fylgdina, heillaráð og aðstoð sem þú fúslega veittir. Ég þakka þér fyrir ást og kærleika sem fjölskyldan naut í-íkulega. Guð fylgi þér í næstu ferð. Eggert. Þó að okkur hafi grunað að Doddi mágur og svili ætti ekM mörg ár eftfr ólifuð vonuðum við innilega að hann gæti notið góðra stunda enn um sinn. Kallið kom hins vegar snöggt og í sjálfu sér óvænt. En minningin lifir um góðan dreng sem vildi öllum vel og var ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd, ef á þurfti að halda. Doddi naut sín vel ef velta þurfti við- fangsefninu fyrir sér og finna bestu lausina. Vandvirkni og nákvæmni einkenndi Dodda í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. VerMð varð að vera fullkomið. Aðeins það besta var nógu gott, en ekM var þar með sagt að allt þyrfti að kaupa nýtt. Ýmislegt mátti nú nýta. Það var sárt að horfa upp á það hvernig þessi hrausti og sterM mað- ur varð að beygja sig fyrir sársauka- fullum veiMndum og stöðugum verkjum, sem hann sagði sjálfur að hann gæti ekM lýst fyrir öðram. Við minnumst sérstaklega Kanarí- eyjaferðarinnar síðastliðinn vetur, en Doddi hafði hlakkað til ferðarinnar og fór hana í raun og vera á hörk- unni. Áttum við þar margar ánægjustundir í góðum hópi sem era okkur dýrmæt minning í dag. Kveðjustundin er erfið en minn- inguna geymum við. Tengdaforeldr- ar þínir senda kæra kveðju og við skulum öll hugsa vel um hana Gunnu þína og börnin ykkar. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Guðjón og Helena. Góður drengur er fallinn í valinn fyrir aldur fram. Með Þórði Eiríks- syni, Dodda, er genginn maður sem var óspar á hjálparhönd og með af- brigðum vandvirkur, hvort sem var við eigin verk eða í þágu annarra. Hann kom inn í líf fjölskyldunnar þegar hún Gunna systir tók upp á því að keyra yngstu bræður sína alla leið inn í Hólmgarð í klippingu og snið- ganga þar með gamla fjölskyldm-- akarann á Hjarðarhaganum. Reynd- ar áttuðu bræðumir sig fljótt á því að amor var við stýri í þeim ferðum og í hönd fóra tímar þar sem ferðum til rakarans fjölgaði mjög og bræðumir vora alltaf snyrtir og stroknir um hárið. Og súkkulaðikúlumar, ja hérna. Doddi átti nefnilega vin sem vann í sælgætisgerð og þau tengsl notaði hann til að gauka heilum pokum af súkkulaðikúlum að bræðranum ungu. Að þekkja slíkan mann í þá daga lyfti manni á stall meðal jafn- aldranna. Að Dodda gengnum sitja eftir minningar um mann sem var ávallt og í einlægni tilbúinn til að að- stoða og hjálpa. Þegar við hjón, þá unglingar í ástarbríma, hófiim að dragast hvort að öðra var Doddi ósp- ar á gamla Sunbeaminn, hvort sem var vegna bíóferða eða bara til að við gætum notið sólarlagsins við ástar- brautina. Og þegar við keyptum íbúðina á Nesinu og voram í vand- ræðum með veggina kom Doddi óbeðinn bæði með lausnimar og krafta sína og veitti okkur hjálp sem ekM gleymist. Þessir eiginleikar Dodda hurfu ekM með honum því þeir endurspeglast nú í Bjössa syni hans. Hefur það ekM hvað síst sýnt sig á síðustu dögum þar sem Bjössi hefur af eljusemi og vandvirkni stað- ið í stafni við að koma nýja heimilinu á Háaleitisbrautinni í stand og staðið sem klettur við hlið móður sinnar. Þannig reikar hugurinn og upp hlaðast minningar um góðan mann. Þrautunum er lokið. Hvfl í friði, Doddi mágur. Ásgeir og Kristíh. „Eitt sinn skal hver deyja" segir í niðurlagi fomrar vísu og nú er Doddi fallinn í valinn og riðinn af stað yfir Bifröst eftir langan og strangan bar- daga við ofurefli. EkM man ég nákvæmlega hvenær við kynntumst en það var fljótlega eftir að hann hóf að klippa Árbæinga að Hraunbæ 102c en þá bjó ég á fyrstu hæð í stigahúsinu. Það kom
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.