Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 59l.
fljótlega í ljós að við áttum sameigin-
leg áhugamál, aðallega hross, en
einnig trésmíði, jámsmíði og fleira
en í járninu var Doddi aðalmaðurinn.
Það tengdi okkur enn betur að við
gátum fengið lánuð verkfæri hjá hvor
öðrum og kom það sér vel á þessum
árum þegar við vorum á fullu að
byggja sumarbústaði og síðar íbúð-
arhús.
Það kom raunar löngu síðar í ljós
að leiðir okkar höfðu legið saman
mörgum árum áður þegar ég var
polli í vesturbænum og bjó í blokk á
Hringbrautinni á móti Elliheimilinu
Grund en Doddi var innanbúðar hjá
Silla og Valda sem þá ráku verslun í
vesturenda blokkarinnar. Ég man
ekki hversu gamall ég var en þá voru
tvö ár mikill aldursmunur þótt hann
hafi jafnast út og horfið síðar á æv-
inni. Ég man að mér fannst Doddi
alla vega miklu eldri en ég. Það rifj-
aðist upp fyrir mér að eitt sinn var ég
á ferð um Brávallagötuna og mætti
þá þessum búðarmanni hjá Silla og
Valda. Hann var í dökkum fötum,
hvítri skyrtu með fráhnepptan jakk-
ann og bindið flaksandi aftm' fyrir
öxlina. Ég man að hann hafði stungið
endanum á bindinu inn undir skyrt-
una. Mér fannst hann vera svaka
töffari.
Doddi átti góða hesta. Meðal ann-
ars einn sem hann kallaði Storm.
Þessi hestur var í miklum metum og
féll í hárri elli - þá í eigu Kjartans
sonar míns. Doddi lagði mikið upp
úr gæðum hrossa, sérstaklega vilja
og gangfimi, og vildi að þau hefðu
mikla framfótalyftu. Mér er það
minnisstætt þegar ég sat í stólnum
hjá honum, skíthræddur um augun í
mér, þegar hann með greiðuna í
annarri hendi og skærin í hinni
sýndi mér hvernig þessi eða hin
bikkjan bæri framfæturna. Þá
gengu hendurnar á honum eins og
viftuspaðar hvor sínu megin við
hausinn á mér.
Lífið gekk sinn vanagang og
reyndist okkur hagstætt að flestu.
Ég flutti úr blokkinni, Doddi hætti
með rakarastofuna og hvarf til ann-
arra starfa.
Afram blasti framtíðin við og raun-
ar benti ekkert til annars en að við
yrðum að minnsta kosti hundrað ára
enda bollalögðum við oft hvemig við
hygðumst haga komandi árum.
Það veit enginn sína ævina og mað-
urinn með ljáinn lætur ekki að sér
hæða.
Fyrir ári greindist Doddi með
krabbamein eftir undanfarandi erfið
veikindi.
Hann gekkst undir aðgerð á Land-
spítalanum og um tíma ólum við þá
von í brjósti að tekist hefði að vinna
bug á meininu - að minnsta kosti um
tíma.
Sú von brást og kvalimar urðu sár-
ari og sífellt sterkari lyf þurfti til að
lina þær. Að því kom að Doddi varð
að leggjast inn á spítala að nýju. En
hann var þó samur við sig og þegar
ég skrapp til að heimsækja hann
greip ég í tómt og hresstist nokkuð
þegar ég frétti að Doddi hafði farið til
að skoða vaska, enda að flytja í nýtt
húsnæði.
Ég heyrði síðast í honum um
klukkan tíu föstudaginn 16. júní.
Hann bar sig furðu vel en það var
auðfundið að honum leið mjög illa.
Fjórum klukkustundum síðar var
hann allur og nú er skarð fyrir skildi
sem ekki verður auðvelt að fylla.
Sturla Þórðarson.
Þórður Eiríksson hárskeri söng
tenór í Skagfirsku söngsveitinni í
Reykjavík frá 1993 til lokatónleika
kórsins sl. vor. Hans er nú minnst
sem góðs félaga og þakkað sjö vetra
samstarf. Nokkrir kórfélagar heiðra
minningu hans með söng við útförina
í Arbæjarkirkju í dag. Að leiðarlok-
um fylgir góður hugur söngfélaga til
hins látna og biðja þeir þess að
ókomnar andans leiðir liggi á vegum
Guðs sem við biðjum að styðji og
styrki eftirlifandi eiginkonu og fjöl-
skyldu hins látna og sendum samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu Þórðar Ei-
ríkssonar.
Fyrir hönd Skagfu-sku söngsveit-
arinnar,
Sveinn S. Pálmason.
HULDA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Hulda Guð-
mundsdóttir
fæddist í Hlíðarkoti í
Fróðárhreppi á Snæ-
fellsnesi 7. maí 1904.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir 21.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Eggertsson, sjómað-
ur, f. 30. október
1870, d. 30. júlí 1952,
og Rósborg Friðriks-
dóttir, húsmóðir, f.
18. október 1866, d.
7. apríl 1946.
Bemsku- og æskuár Huldu voru á
heimili foreldra hennar í Friðar-
höfn í Ólafsvík, en þar ólst hún
upp í systkinahópi, þeirra Theó-
dóru Sigrúnar, Unnar og Egg-
erts, sem öll eru látin.
Hulda gekk að eiga Sigurpál
Magnússon, verslunarmann, f. 22.
júní 1895, d. 10. maí 1928. Dóttir
þeirra er Erna S. Noel, f. 1. októ-
ber 1923, búsett í Bandaríkjun-
um. Maki hennar er Dana E. Noel.
Börn þeirra eru: Diane Pallí, f.
Frú Hulda Guðmundsdóttir er
látin níutíu og sex ára að aldri.
Elsku amma Hulda, yfir þér bjó
ávallt glæsileiki og virðuleiki sem
endurspeglaðist í þínu lífshlaupi. Nú
í dag þegar við kveðjum þig
streyma um hugann fallegar
minningar, minningar um þau ár
sem við áttum með þér á seinni
hluta ævi þinnar. Þegar ég fæðist þá
ert þú nærri sextugu og hefðir sam-
kvæmt lögmálinu átt að eyða ævi-
kvöldi þínu í rólegheitum eftir við-
burðarík ár en því var ekki þannig
farið í þínu lífi. Þrátt fyrir háan ald-
ur horfðir þú ávallt fram á veginn og
lifðir fyrir nútíð og framtíð. Amma
Hulda var 60 ára þegar hún tók bíl-
próf og keyrði tjónlaust um götur
Reykjavíkur. En hún fékkst þó
aldrei til að viðurkenna að hafa gert
upp á staðnum smátjón er varð á
Skúlagötunni.
Fyrsta minning mín um ömmu
var þegar ég var þriggja til fjögurra
ára gamall á bamaheimilinu Bar-
ónsborg. En þá rann amma á hljóðin
í mér, hágrátandi, en hún var að
fylgjast með því hvemig sonarsyni
sínum reiddi af fyrsta daginn á
bamaheimilinu. Amma taldi betra
að fara með mig í ökuferð og kaupa
handa mér lúxusskinku sem þá var
ekki á hvers manns borði, en var
uppáhald mitt á þessum tíma.
Heimili þitt var ævintýraheimur
út af fyrir sig, það er óhætt að segja
að þar hafi listrænn hæfileiki þinn
notið sín hvað best. Þar varst þú
langt á undan þinni samtíð, gólf-
teppið sem þú ófst á Stokkseyri á ár-
unum í kringum stríð og fylgdi þér
alla ævi, myndirnar sem þú málaðir
og listaverkin sem þú bjóst til. Mér
er það kært að þú gafst okkur hjón-
um myndina „Dýr í skógi“ sem þú
hannaðir upp úr gömlu veggteppi.
Þú klipptir út úr slitnu teppi dýra-
myndir og límdir á plötu og málaðir
síðan á milli dýramyndanna þannig
að úr varð sérkennilegt listaverk
sem enn í dag vekur aðdáun fólks.
Það voru ekki einungis innan-
stokksmunirnir þínir sem vöktu eft-
irtekt heldur hvernig þeim var hag-
anlega fyrirkomið. Gulllistarnir sem
þú negldir upp um öll loft á Bræðra-
borgarstígnum, myndirnar sem
héngu á veggjunum, ekki ein og ein
á hverjum vegg heldur margar hlið
við hlið. Litlu munirnir sem allir
áttu sína sögu og voru æðimargir á
svörtu handmáluðu kistunni þinni í
stíl við stóra veggteppið „Trú, von
og kærleikur" sem þú ófst og hékk
fyrir ofan kistuna ásamt svörtu tré-
kertastjökunum. Allt þetta myndaði
eina heild, heimili ömmu Huldu.
Frú Hulda skreytti heimili sitt um
hver jól, kassa eftir kassa fullan af
jólaskrauti dró hún fram úr geymsl-
unni og umvafði heimilið ólýsanleg-
um jólaanda. Amma skreytti ekki
með músastigum eða strengdi jóla-
seríur í glugga, nei, þessum fimmtán
25. janúar 1944,
maki Marco Perella,
og Dana Grove, f.
20. des. 1951, maki
Patty Lombard.
Barnabarnabömin
eru fimm. Hulda
giftist hinn 1. júní
1929 Páli Guðjóns-
syni, sérleyfíshafa,
f. 23. júlí 1904, d. 25.
júní 1959. Þau
skildu. Sonur þeirra
er Hilmar Pálsson, f.
31. mars 1935, maki
Lína L. Hannesdótt-
ir. Börn þeirra eru
Hannes, f. 25. des. 1955, maki
Dóra Berglind Torfadóttir. Páll
Jóhann, f. 10. mars, 1962, maki
Kolbrún Jónsdóttir. Björn, f. 21.
júlí, 1964, maki Guðrún Gunnars-
dóttir. Barnabarnabörnin eru
átta. Hulda giftist hinn 28. júlí
1961 Theodór Magnússyni, bak-
arameistara, f. 5. nóv. 1893, d. 7.
apríl, 1972.
Útför Huldu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
til tuttugu jólaseríum sínum raðaði
hún haganlega saman með englum,
jólabjöllum, jólasveinum og fleiru.
Það tók hana ömmu u.þ.b. tvær vik-
ur að koma heimilinu í jólabúning
sem náði hámarki með nýársboði
hennar þar sem dekkað var upp með
gullmáluðum diskum og silfurborð-
búnaði.
Það kom í minn hlut að annast
fjármálin ömmu er hún dvaldist eitt
sinn sumarlangt hjá dóttur sinni í
Akron í Bandaríkjunum. Ég fór
samviskusamlega um hver mánaða-
mót og sótti eftirlaunin og ellilífeyr-
inn, greiddi reikningana og lagði af-
ganginn inn á sparisjóðsbók. í þá
daga var þetta nokkuð flókið ferli,
þurfti að fara á eina þrjá staði áður
en ég gat farið með afganginn og
lagt inn á bók. Það var því stoltur
sonarsonur sem afhenti ömmu sinni
dágóða upphæð í lok sumars þegar
hún kom aftur heim. Mér, unglingn-
um, fannst amma ansi fljót að eyða
sumarsparnaðinum í einhverja kín-
verska kommóðu sem í hennar huga
var fjárfesting í listmun.
Konuefni mitt kynnti ég fyrst fyr-
ir þér en þú reyndist okkur hjónum
afar vel. Það voru ófá skipti sem við
sátum við eldhúsborðið á Bræðra-
borgarstígnum, gæddum okkur á
nýbökuðum pönnukökum eða öðru
góðmeti og ræddum málefni líðandi
stundai’. Pönnukökumar þínar
nefndust „slörpönnukökur" því þær
voru svo þunnar og gegnsæjar.
Langömmubömin þín kölluðu þig
aldrei annað en ömmu Huldu en þér
var ekkert um það gefið að láta uppi
um aldur þinn með því að láta ung-
mennin kalla þig langömmu. Eins
fannst þér óþarfí að láta uppi um
aldurinn þegar þú ferðaðist með al-
menningsvögnum borgarinnar með
því að greiða með svokölluðum blá-
um miðum en með þeim njóta eldri
borgarar sérkjara í SVR. Nei amma
Hulda greiddi fullt fargjald og
móðgaðist ef bent var á að henni
væri heimilt að kaupa bláa miða.
Viðburðaríkri ævi ömmu Huldu er
nú lokið en minningin um hana lifir
áfram því amma var lífsglaður
heimsborgari sem markaði spor í
samfélagið hvar sem hún bjó, hvort
sem það var á Stokkseyri eða hjá
dóttur sinni í Ameríku. Við sem nut-
um þess að vera samferðamenn þín-
ir þökkum þér þær góðu og
skemmtilegu stundir sem við áttum
með þér, elsku amma Hulda.
Páll Hilmarsson.
Við ömmubörnin í Ameríku, bróð-
ir minn og ég, áttum þess ekki kost
að eiga mikinn tíma með ömmu okk-
ar, en áhrif hennar á líf okkar voru
samt mikil. Við glöddumst alltaf
mikið þegar von var á henni í heim-
sókn. Móðir okkar stuðlaði ávallt að
því að halda vakandi ættartengslum
okkar við ísland og skapa mynd af
þeirri einstöku og frjóu konu sem
amma okkar var. Og amma Hulda
olli okkur ekki vonbrigðum. Hún var
full af lífi og skemmtilegheitum.
Hún geislaði af glæsibrag og fegurð.
Það var ævintýri líkast að fá hana í
heimsókn.
Þegar ég var að alast upp gaf hún
mér ávallt silfurhnífapör í afmælis-
og jólagjafir. Þá saknaði ég þess að
fá ekki frekar dúkku eða einhver
leikföng. En í meira en þrjátíu ár
hef ég ekki lagt á borð án þess að
hugsa til hennar og þakka þá hugul-
semi sem fylgdi þessari gjöf.
Amma Hulda var full af eldmóði.
Hún flutti með sér heim til íslands
tæki til að koma á fót karftöfluflögu-
fyrirtæki. Hún óf sjálf gólfteppið á
íbúðina sína. Hún efaðist aldrei um
að hún gæti það sem hún ætlaði sér.
Og hún gerði alla hluti framúrskar-
andi vel. Blóm og skraut urðu að
listmunum í höndunum á henni. Hún
var heillandi, virðuleg, gáskafull,
nýmóðins og mjög hugmyndarík.
Eins og lífið er, þá veit ég að hún
þurfti stundum að takast á við erfið-
leika. En samt var hún alltaf jafn
lífsglöð og áhugasöm um lífið. Hún
átti sína trú, var hugrökk og sterk.
Við óskum henni til hamingju með
þá sigra sem hún vann í þessu lífi og
óskum henni guðs blessunar og frið-
ar í því næsta.
Diane P. Noel Perella,
Dana G. Noel.
Hulda ólst upp í Ólafsvík en flutt-
ist til Stokkseyrar árið 1935 og reisti
þar bú með eiginmanni sínum, Páli
Guðjónssyni sérleyfishafa. Hún
fluttist síðan til Reykjavíkur árið
1944 og bjó þar til dauðadags.
Við systurnar kynntumst Huldu
er einkasonur hennar, Hilmar Páls-
son, kvæntist systur okkar, Línu
Lilju. Hófust þá fljótlega góð kynni
milli hennar og fjölskyldu okkar og
var hún ávallt aufúsugestur á heim-
ili foreldra okkar. Jafnframt stóð
hennar eigið heimili okkar fjöl-
skyldu ætíð opið. Hulda var einkar
skemmtileg kona, ræðin og glað-
lynd, opinská og einörð í skoðunum.
Hún var mikil húsmóðir með næmt
fegurðarskyn og bar heimili hennar
þess órækt vitni. Yfir jólin breyttist
heimili hennar í listrænan ævintýra-
heim sem seint mun mönnum úr
minni líða. Dagsdaglega rak hún
heimili sitt af stakri prúðmennsku
og festu og skilaði dagsverki sínu^
með sóma og bar ávallt mikla um-
hyggju fyrir sínum nánustu. Hún
hafði unun af heimilisstörfum, mat-
argerð og handavinnu, allt lék í
höndum hennar, útsaumur, sauma-
skapur, veggteppagerð og ófáar út-
prjónaðar lopapeysur liggja eftir
hana innan fjölskyldunnar og meðal
vina. Nánast allt handverk hennar
var sannkallað listaverk. Hulda
hafði einnig unun af því að bjóða
gestum á heimili sitt og elda góðan
mat. Hún var sannkallaður höfðingi
heim að sækja og ávallt var glatt á
hjalla í návist hennar.
Hulda hélt nánu sambandi við
fjölskyldu sína, börn, tengdabörn og
barnabörn og aðra venslamenn enda
félagslynd að eðlisfari. Erna, dóttir
Huldu, kynntist hér á landi á stríðs-
árunum bandarískum flugmanni og
giftist honum og hefur verið búsett
sl. rúm 50 ár í Bandaríkjunum.
Hulda fór oft til hennar og dvaldi
hjá henni í lengri eða skemmri tíma.
Kærleiksríkt samband var milli
Huldu og eiginmanna hennar en
fyrsta eiginmann missti hún eftir
stutt dauðastríð og frá kornungri
dóttur. Með Páli Guðjónssyni átti
Hulda skemmtileg en erilsöm ár á
Stokkkseyri. Þriðji eiginmaður
Huldu var Theódór Magnússon bak-
arameistari. Þau áttu einnig samarr^
ánægjurík ár og myndaðist kær-
leiksríkt samband við alla hans
stóru fjölskyldu en Theódór átti tíu
börn af fyrra hjónabandi.
Með Huldu er gengin óvenjuleg
merkiskona sem margir í fjölskyld-
unni munu sakna og minnast með
þakklátum huga. Síðustu æviárin
var Hulda mikill sjúklingur og naut
hún frábærar umönnunar starfs-
fólksins á hjúkrunarheimilinu Eir.
Þótt söknuðurinn sé sár við andlát
hennai' öllum ættingjum hennar o0t?
vinum er hann sárastur Hilmari og
Línu sem síðustu árin önnuðust
Huldu af einstakri gætni og hugul-
semi og heimsóttu hana nær dag-
lega á Eir til að hlúa að henni og
annast hana.
Blessuð sé minning hennar.
Valgerður og Helga
Hannesdætur.
+
Föðurbróðir okkar,
HARALDUR ÁGÚSTSSON
fyrrverandi yfirkennari,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
26. júní sl.
Ágúst I. Sigurðsson,
Ragnar J. Henriksson,
Þórður Ág. Henriksson.
+
Útför
JAKOBÍNU MATHIESEN,
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 30. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim, sem vilju minnast hennar, er bent á
líknarfélög.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðfinna Mathiesen Bevans.
+
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför,
MAGNÚSARJÓNSSONAR,
Eyrarvegi 6,
Akureyri.
Sigríður Loftsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Teitur Jónsson,
Jón Magnússon, Selma Tómasdóttir,
Haukur Magnússon, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir,
Hildur Magnúsdóttir, Sigurður H. Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
r’