Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 61

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 61 sambandi hvor við aðra. Þótt ég byggi erlendis héldum við áfram að hringja hvor í aðra og segja frá gleði og sorgum í lífi okkar. Steinunn var mjög tilfinningarík og hlý og átti af- ar auðvelt með að umgangast fólk og fór hún ekki í manngreinarálit og er ég viss um að öllum hefur liðið vel í návist hennar, alltaf var hún tilbúin að hlusta á aðra og gefa góð ráð. Steinunn var líka einstaklega skemmtilegur félagi og var gaman að skemmta sér með henni því hún var sérlega orðheppin og glaðlynd. Stóra ástin í lífi Steinunnar var hann Jói sem hún giftist fyrir níu árum. Við það urðu breytingar á lífi hennar en þau ásamt bömunum hurfu ávallt á vorin út í eyjuna sína og sneru til baka síðla sumars. Þessar sumar- dvalir voru eitthvað sem Steinunn beið eftir allt árið og var engu líkt að heimsækja þau í eyjuna þar sem Steinunn naut sín til fullnustu sem gestgjafi og var þar í essinu sínu að töfra fram heillandi rétti sem henni einni var lagið að matbúa enda gestagangur mikill þarna. Ég bjóst ekki við að Steinunn færi út í eyju síðasta vor en það gerði hún og dvaldi þar þangað til tveimur sól- arhringum áður en hún lést. Hún hafði það líka af fárveik að flytja inn á bemskuheimilið sitt á Bergþóm- götunni og þau Jói að standsetja það smekklega en því miður fékk hún ekki tíma til að njóta þess lengi að búa þar. Elsku vinkona mín ég veit að ég á eftir að sakna þín óskaplega en vil þakka fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Ég votta Jóa, Línu, Gunnu, Bigga og litla Jóni Einari svo og öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Stefanía. Þegar vinir leggja upp í langferð fylgir kveðjustundinni oft mikill söknuður og eftirsjá þótt við vitum að þeir snúi aftur. Þegar vinir leggja upp í langt ferðalag og við vitum að þeir koma ekki aftur til okkar verður söknuð- urinn óbærilegur og sorgin nístir. í dag kveðjum við Steinunni vin- konu okkar eftir margra ára vináttu og þar með er einn sterkasti hlekk- urinn í okkar vinakeðju brostinn en góðar minningar ylja og sem betur fer eram við ríkar af þeim. Það sem okkur er efst í huga á þessari ótímabæru kveðjustund er þakklæti fyrir allar þær samvera- stundir sem við áttum með Stein- unni á liðnum áram. Kynni okkar hófust fyrir hartnær áratug þegar við stofnuðum Málfreyjufélagið Þúf- una. í fyrstunni hittumst við reglu- lega til þess að æfa ræðumennsku og framkomu. Upp úr þeim félags- skap þróaðist einlæg vinátta og við áttum okkar föstu hefðir og skemmtilegu stundir saman. Á þeim stundum miðluðum við af reynslu okkar hvor til annarrar og af lífs- reynslu Steinunnar og lífssýn gátum við margt lært. Við getum ekki minnst liðinna samverastunda án þess að geta snilli Steinunnar í matargerðarlistinni, hún kom okkur sífellt á óvart með framleika og útsjónarsemi. Á því sviði sem mörgum öðrum var hún fremst meðal jafningja. Það er sama hvar borið er niður í flóra minning- anna, vináttan var sönn og okkur dýrmæt. Við kveðjum með trega og einlægum söknuði. Við sendum fjölskyldu Steinunnar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Bergþóra, María, Björg, Anna, Sigurbirna, Katla, Sigríður og Ragnhildur. Elsku hjartans Karólína mín, mig setur hljóða á þessari sorgarstundu og ég græt með þér í hjarta mínu. Guð verið með þér, Alexöndra Stein- unni og Hreiðari Árna. Ég er hjá ykkur í huganum, kyssi ykkur og knúsa og ég sakna ykkar mikið. Oðr- um ástvinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur og hugga um ókomna framtíð. Magnea Magnús, Húsavík. GUÐNIEBENESER ÁRNASON + Guðni Ebeneser Árnason fæddist að Látrum í Aðalvik 27. september 1927. Hann lést á heimili sínu, Krosshömrum 19a, Reykjavík, 21. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru El- ísabet Jasína Guð- leifsdóttir, f. 7. júlí 1894, d. 24. júlí 1953, og Árni Amfínnsson, f. 29. desember 1880, d. 21. febrúar 1954, en þau bjuggu á Látr- um í Aðalvík. Þeim varð þrettán barna auðið og af þeim eru fjögur á lífi. Fósturfor- eldrar Guðna frá sex ára aldri voru Kristín Brynjólfsdóttir, f. 26. júlí 1886, og Sölvi Andrésson, f. 12. júní 1888, sem bjuggu í Stakkadal í Aðalvík. Þau áttu þijú börn en ólu einnig upp tvo fóstursyni. Af þeim fimm eru fjögur á lífi. Hinn 7. október 1967 kvæntist Guðni Agnesi Steinadóttur sem lifir mann sinn. Guðni vann ýmis störf um ævina. Síð- ustu átta árin var hann við verslunar- störf hjá BYKO. títför Guðna E. Árnasonar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég grundvöll á, sem get ég treyst, því Guð minn lagt hann hefur af elsku’ og náð, sem ei fær breyzt og óverðskuldað gefur. Að boði hans ég borinn var að bjartri laug og skírður þar aforðihansoganda. Á höfuð mitt og hjarta var hans helgi kross þá ristur sem augljóst tákn þess, að mig þar tileignartækiKristur, því keypt hann hefði’ á krossi mig og knýtt með þeirri fóm við sig ognúánýmigfæddi. Hve gott að eiga grundvöll þann, þá guðlaus vantrú hræðir, að sjálfur Drottinn verkið vann, sem veikan endurfæðir. Ég, allslaust bam, gat ekki neitt, en eilíft líf af náð var veitt, mitt nafn í lífsbók letrað. (Bjami Eyjólfsson) Guðni Árnason, mágur minn og vinur í yfir 30 ár, var afar vel gerður maður. Hann var drenglyndur, geð- góður og óeigingjarn. Hann var iðju- samur og mjög handlaginn og vand- virkur. Á starfsævi sinni reisti hann þrjú hús af eigin rammleik og dugnaði fyrir fjölskyldu sína. Guðni var mjög bóngóður og þau vora mörg dagsverkin sem hann vann öðram án endurgjalds, þ.á m. mér, undirrituðum. Aldrei heyrði ég Guðna hæla sjálf- um sér, enda var hógværðin eitt af hans aðalsmerkjum. Guðni átti mörg áhugamál og hafði m.a. yndi af því að ferðast. Höfðu þau hjónin farið í margar ferðir og skoðað sig um í heiminum. Á þessari stundu era mér einkum minnisstæðar fjöraferðir okkar sem vora mjög gefandi fyrir mig. Á vináttu okkar bar aldrei skugga. Guðni var einstaklega orðheppinn og brá iðulega fyrir sig hnyttnum til- svöram. Hann mátaði mig oft gjör- samlega með snjöllum athugasemd- um. Þegar ég minnist Guðna nú með miklum söknuði er mér efst í huga, hvernig hann og systir mín vora leidd saman. Þau vora hvort öðra einstök Guðsgjöf. Þau vora sérstak- lega samrýnd og þakka ég mági mín- um að leiðarlokum fyrir hvað hann gerði sér mikið far um að reynast henni vel - ekki í einu heldur öllu. Hann reyndist mér líka einstakur og góður vinur. Guðni var mjög trúaður maður. Það var því Drottinn sjálfur sem lagði grandvöll að lífi hans og Ijós Krists lýsti upp vegi hans. Með þennan grann og í þessu ljósi lánað- ist Guðna hreinlega allt sem hann tók sér fyrir hendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Vogatungu 69, Kópavogi, áður Faxastíg 27, Vestmannaeyjum, sem lést á Landspítalanum fímmtudaginn 22. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Egiil Ingvi Ragnarsson, Kristján Sigurður Guðmundsson, Ólöf Bárðardóttir, Grétar Guðni Guðmundsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir Freni, Joseph Louis Freni jr., Guðný Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 49, áður Þórufelli 8, sem lést 21. júnf, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 13.30. Edda Magnúsdóttir, Hjalti Oddsson, Hilmar Önfjörð Magnússon, Guðrún Önfjörð, Bent Halvard Sleire, Ómar Önfjörð Magnússon, Sigríður Björk Ström, Magnús Bergmann Magnússon, Kristín Eyjólfsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Það er því fagur og hreinn minnis- varði sem Guðni Árnason skilur eftir sig. Ég bið algóðan Guð um að styrkja ástvini hans á erfiðum tíma. Helgi V. Guðmundsson. Hamingjan er án efa einhver ór- æðasta gáta mannkyns. Eitthvað sem allir þrá og allir hinir leita að en enginn veit kannski hvar eða hvern- ig. En fyrir einhveija eins og dettur hún af himnum ofan. Jafnvel snöggt og óvænt. Eða þá hún læðist til fólks hægt og á löngum tíma. Einhver mesta hamingjuleið sem ég hef orðið vitni að var öðravísi. Hamingjan hvorki kom eða fór neitt. Agga frænka mín fór til hennar. Alveg óvænt. Hreint óvart. Enginn bjóst við neinu allra síst Agga frænka. Um það er ég eina vitnið. Ég var nefni- lega með henni þegar þetta gerðist upphaflega. Hjálpaði henni að flytja. Hún hafði fundið snotra íbúð úti á Seltjarnarnesi til leigu. Hamingjan hennar Öggu frænku bjó á sömu hæð. Átti raunar allt hús- ið. Hamingjan hennar hét Guðni Árnason. Og þarna hittust þau, bæði af allra léttasta skeiði en árin öll fram undan. Sameiginleg. Liðlega þijátíu og þijú urðu þau. Og aldrei verður nafn annars hér eftir nefnt nema hitt komi í hugann. Ótrúleg ástar- og hamingjusaga tveggja ein- staklinga sem finna hvor annan svo gersamlega að úr verður eitt. Guðni Amason var þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum, einstakur mannkostamaður. Ein- kenni hans vora trúfesti, vinátta og takmarkalaus hlýja. Hjálpsemi hans var viðbragðið og nutu þess allir sem til hans leituðu enda var hann hagari til handa en flest okkar hinna. Sama hvað nefnt er, frá smíðum, múrverki, flísalögnum, bflaviðgerðum eða dverghögum listaverkum. Allt lék þetta í höndum hans. Enginn hefði getað kosið sér tryggari starfsmann en Guðna. Það var mikið lán BYKO þegar það fékk Guðna í starfsmanna- hóp sinn. Þar nutu sín mannkostir hans og meðfædd greiðvikni. Hjá honum var ekkert til sparað að við- skiptamaðurinn fengi þá þjónustu sem leitað var eftir og helst með ábót. „Sælir era hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá“, sagði Jesús í fjallræðu sinni. Samkvæmt þeim orðum vitum við, sem þekktum Guðna og trú hans, að hann verður meðal þeirra sem fagna þeim öllum hinum sem koma til himna í fyllingu tímans. Ég vil sjá það fyrir mér jafn- ljóslifandi og ég sé hann þegar hann tók á móti mér og fjölskyldunni allri á sumarkvöldi austur á Héraði, glað- ur og snaggaralegur, með uppbrett- ar ermar í hlýjunni, umvafinn græn- um skrúða skógarins umhverfis sumarbústaðinn, leiðandi okkur að krásum og gleði endurfundanna. Guði sé þökk fyrir Guðna Amason og líf hans allt og Guði sé lof fyrir að standa við hlið Öggu frænku og styðja hana í sorginni miklu. Guðmundur. Guðni Árnason er dáinn. Við þessi tíðindi brýst minningin fram. Ég er í heimsókn hjá þér og Öggu með for- eldram mínum. Það era alvarlegar umræður og lítill hnokki skilur lítið. Þá allt í einu er bros frá þér svo minnisstætt þar sem þú ert að troða í pípuna og kveikja í. Óg ég trítlaði til þín og þú tókst upp léttara tal við mig svona lítinn. Síðan átti ég alltaf hauk í homi þar sem þú varst. Eftir að ég veiktist fóram við að tala oft saman í símann. Nú verður ekki svarað með glaðhlakkalegri en hlýrri röddu. Oft skiptumst við á hugmynd- um um lífið en þá meira í gamni en alvöra. Agga kallaði okkur „símavin- ina“. Við áttum það nefnilega til að vera svohtið háfleygir í símanum. Þú varst mikið náttúrabarn og talaðir oft neikvætt um alla þessa tækni og þá var stutt í Guðsóttann hjá þér. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað þú barst sterkar taugar til lítil- magnans og ef það bar á góma áttir þú til að vera stórorður í garð þeirra ríku. Það er stórt skarð höggvið í líf mitt að þér gengnum, Guðni minn. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig að. Því að þótt þú hafir verið lágvax- inn varst þú stór, bæði í huga og hjarta. Núna þegar þú hefur kvatt okkur leikur enginn vafi hjá mér á því að þú gengur með Jesú og ég heyri hann . fyrir mér segja við þig: „Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því þeir munu saddir verða.“ (Matt. 5.6.) Það er í mér svo sterk sannfæring um að við eigum eftir að hittast fyrir handan, Guðni, og halda áfram spjallinu. Því spjalli sem við vissum báðir að var andar- dráttur lífsins, vinaspjall. Minning þín sem ljúflingsdrengs, sem bæði var skemmtilegur og vitur, mun ávallt lifa hjá mér. Ég votta Öggu mína dýpstu samúð. Magnús Einarsson. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést 21. júní, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag, fimmtudaginn 29. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýhug og góða umönnun. Erna S. Noel, Dana E. Noel, Hilmar Pálsson, Lína Hannesdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BERGSSON bóndi, Hvammi, Ölfusi, lést að morgni mánudagsins 26. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Þrúður Sigurðardóttir, Einar F. Sigurðsson, Reynir M. Guðmundsson, Halldór Ó. Guðmundsson, Guðný L. Guðmundsdóttir, Svanfríður Kr. Guðmundsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir, Bergur G. Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Pétur B. Guðmundsson, Erna B. Guðmundsdóttir, Guðni Kr. Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Jóninna Pétursdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Steingrímur E. Snorrason, Gunnar Kolbeinsson, Sigrún Óskarsdóttir, Jóhann Sveinsson, Charlotte Clausen, Jón B. Gissurarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.