Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 62

Morgunblaðið - 29.06.2000, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJARNIVIÐAR MAGNÚSSON + Bjarni Viðar Magnússon, for- stjúri Islensku um- boðssölunnar, fædd- ist á Akureyri 8. september 1924. Hann lést á Land- spítalanum aðfara- nótt 17. júní síðast- liðins og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 26. júní. „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“ - síðustu hend- ingar í ljóði skáldsins frá Fagraskógi: Segið það móður minni. Þótt mín kynslóð hafi ekki talið við hæfi að rita minningargreinar um nána ættingja, geri ég hér und- antekningu við fráfall bróður míns, Bjarna. Hann varð fyrstur til að kveðja af okkur systkinunum sex, er komust til fullorðinsára. Hann var sá fjórði í röðinni, tæplega 76 ára, og við hin erum öll komin yfir sjötugt. Foreldrar okkar, Guðrún Bjarna- dóttir og Magnús Pétursson, eign- uðust að vísu sjö börn, en lítinn dreng misstu þau á fyrsta aldursári, trúlega úr kíghósta. Móðir mín átti ættir að rekja til Húnavatnssýslu en faðir minn til Borgarfjarðar. Þau kynntust á Hvítárbakkaskólanum í Borgarfirði, en bjuggu alla sína bú- skapartíð á Akureyri þar sem faðir minn var leikfimi- og handavinnu- kennari. Þar fæddumst við systkinin og ólumst upp. Við fimm þau elstu vorum sitt á hverju árinu og pabbi var vanur að segja: „Þau eru öll á sama árinu.“ Við erum í aldursröð talið: Sverrir, fyrrverandi kennari á Akureyri, síðar skólastjóri og fast- eignasali í Bandaríkjunum, Bragi, fyrrverandi kennari á Jaðri og við Iþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni, síðar uppeldisfræðing- ur og framkvæmdastjóri í Banda- ríkjunum, Ingibjörg, íyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Ragnar, forstjóri í Garðabæ, og Gunnar, fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík. Oft var glatt á hjalla heima og gaman að alast upp á Akureyri á þessum árum, leikrými mikið og frelsi til leikja. Öll lögðum við syst- kinin stund á íþróttir og flest okkar voru skátar og eru enn, þótt nú orðið sé það meira að nafninu til. En - eitt sinn skáti, ávallt skáti - það var og er. Bjarni var fótbolta- og fimleika- maður góður og stundaði skíðaíþrótt og blak með menntaskólanemum. Skák tefldum við töluvert og ef Bjarni náði ekki í einhvem til að tefla við á síðari árum tefldi hann við tölvuna sína og var þar sem og ann- ars staðar kappsamur um að vinna. Að gefast upp fyrr en í fulla hnefana var honum ekki að skapi. Ekki var mikið um veraldarauð í okkar föðurgarði en þar var hlýja og skilningur, agi eins og þá gerðist og aðhald. Festa án hörku. Pabbi eign- aðist með árunum mikið og gott bókasafn. Bjami ólst því upp frá fyrstu tíð með góðum bókum, ekki síst ljóðabókum og unni ljóðum æ síðan. Hann hafði gott eyra fyrir rími og gerði svolítið af vísum, en flíkaði því lítt. Hefði mátt stunda það meira. Ljóðabækur, ein eða fleiri, voru alltaf á nátt- borðinu og voru lesnar fyrir svefninn. Davíð Stefánsson, móður- bróðir konu hans, var eitt af hans eftirlætis- skáldum og hann kunni heilu kvæðin eftir hann, sem og kvæði annarra skáldjöfra. Bjami var alla tíð mik- ill lestrarhestur og minnugur vel og var því víða heima í mál- efnum fyrri tíma og líðandi stundar. Hann fór ungur í sveit sem og eldri bræður mínir tveir, var fýrsta árið hjá Bjama Halldórssyni, þeim mæta manni og fyrrverandi skólafé- laga pabba á Uppsölum í Skagafrði, en síðar var hann í Birkihlíð í Ljósa- vatnsskarði hjá Braga bónda þar og Lám húsfreyju. Þetta fólk mat hann alla tíð mikils og þakkaði því eitt og annað, er að gagni kom síðar á lífs- leiðinni. Bjami gekk í Menntaskól- ann á Akureyri. Fyrsta árið vorum við í sama bekk, en sumarið eftir varð hann fyrir slysi í síldarverk- smiðjunni á Dagverðareyri, fékk mikið höfuðhögg við fall af 6 metra háum palli og var frá námi um tíma vegna höfuðverkja. Það, sem ef til vill bjargaði honum, var að stór salt- sekkur féll með honum niður og tók af honum fallið. Hann lauk því stúd- entsprófi síðar eða vorið 1946. A summm vann hann við síldarvinnu, ýmist á Snæfellinu hjá þeim mikla aflakóngi Agli Jóhannssyni eða við störf í verksmiðjunni á Dagverðar- eyri. A þessum sumrum, fyrst í sveitinni og síðar við sjómennsku, kynntist hann þessum tveim aðalat- vinnuvegum landsins, landbúnaði og sjósókn, og var tengdur þeim æ síð- an. Að loknu stúdentsprófi hélt Bjarni til Svíþjóðar og lagði þar stund á landbúnaðarhagfræði við Landbúnaðarháskólann í Ultuna. Þar vomm við samtíða, því ég var þá í Fackskolan for Huslig Ökonomi í Uppsölum, en skólinn í Ultuna var þar skammt frá. Bjarni hélt þaðan heim og lauk prófi í viðskiptafræði við Háskóla íslands vorið 1953. Hann stundaði nám í hagfræði við háskólann í Múnchen í Þýskalandi á áranum 1953-54, hélt þá, ásamt konu sinni Stefaníu, til Bandaríkj- anna og lauk MA-gráðu í rekstrar- hagfræði frá The University of CoL ombia í New York vorið 1955. A þessum ámm ferðaðist hann tölu- vert um lönd þau er hann stundaði nám í og sú málakunnátta og þekk- ing, sem hann aflaði sér á þessum ámm, kom að góðu liði síðar í við- skiptum erlendis. Bjami gekk að eiga skólasystur sína Stefaníu Þóm Ámadóttur hinn 17. júli 1954. Það var hans mikla gæfa í lífinu, gæfa, sem hann var ávallt þakklátur fyrir. Stefanía er fædd 2. mars 1925 á Hjalteyri við Eyjafjörð. Foreldrar hennar vora Þóra Stefánsdóttir frá Fagraskógi, húsmóðir á Hjalteyri og síðar sím- stöðvarstjóri þar og Árni Jónsson frá Amarnesi, símstöðvarstjóri og + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRÐUR JÓNSSON, Úthlíð 2, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 25. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. júní kl. 10.30. Halldóra Þorvarðardóttir, Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sigurðsson, Jón Þórðarson, Anna Kristín Tryggvadóttir, Elísa Ýr, Þórhallur Magnús, Tinna Rut og íris Heiða. útvegsbóndi á Hjalteyri. Stefanía og Bjarni giftu sig í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, þar sem Þóra móðir Stefaníu var orgelleikari um árabil og vomm við pabbi svaramenn. Hjónaband þeirra Bjarna og Stefan- íu varð afar farsælt. Eg tel að jafn- ræði mikið hafi ríkt með þeim hjón- um, þau vom samstiga á lífsleiðinni og samhent í hverju sem þau tóku sér fyrir hendur. Segja má að þar hafi átt við: Lík börn leika best. Oft gaf á bátinn í viðskiptum hjá Bjarna og þá stóð Stefanía sem klettur að baki honum. Hann var löngum stundum að heiman, var þá erlendis í viðskiptum og sá þá Stefanía um uppeldi barnanna, bústörf öll og fieira sem sinna þurfti. Hún var hús- mæðrakennari að mennt og starfaði við þá grein um árabil áður en hún giftist, starfaði mest við Húsmæðra- kennaraskóla íslands, var þar vin- sæl og virt. Heimilisstörf hennar síðar bám vitni um kunnáttu hennar og smekkvísi. Snemma varð Bjami mjög póh- tískur og gaf þá lítið eftir ef skipst var á skoðunum í þeim efnum. Oft vomm við ósammála, enda hvort í sínum stjórnmálaflokki og í umræð- um hitnaði oft í kolunum. Bjarni sat í stúdentaráði á háskólaámm sínum og var formaður þess um tíma. Hann var „gegn her í landi“ alla tíð og fylgdi Framsóknarflokknum að málum eins og faðir hans. Var fram- sóknarmaður og samvinnumaður að vissu leyti, en mikill einstaklings- hyggjumaður. Oft sagði ég: „Bjarni, þú ert í vitlausum stjórnmálaflokki." Ekki stóð á svarinu: „Ég - gei-ir þú þér grein fyrir því hversu vitlausa stefnu þú styður?" Þessara orða- skipta mun ég sakna: Stattu fyrir máli þínu. Þessara hvössu, bein- skeyttu spjóta orðsins, sem svo gaman var að glíma við. En - þetta er liðin tíð - liðnir tímar - sem ég sakna. Bjami var mikill athafnamaður um ævina og lét sig miklu varða mál- efni lands og þjóðar. Að námi loknu starfaði hann hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, var þar framkvæmdastjóri bæði innan lands og utan, en stofnaði síðar eigið fýrir- tæki, Islensku umboðssöluna, sem hann rak til æviloka, fyrst einn, en síðar með börnum sínum öllum. Það var allra hagur, börn hans áttu vísa vinnu á sumrin, en þau stunduðu öll háskólanám á vetmm og Bjarni naut samvinnu og stuðnings þeirra fyrr og síðar. Nú taka þau við góðu búi af föður sínum. Auk Islensku umboðs- sölunnar á fjölskyldan fyrirtækin Vélar og þjónustu og Sportbúð-Tít- an. í þeim fyrirtækjum starfa nú um 100 manns. Bjami sat í ótal nefndum og ráðum, en það verður ekki rakið hér, þvi gerði Morgunblaðið góð skil í andlátsfregn hinn 20. júní sl. Fyrir nokkram áram arfleiddi föðursystir okkar, Guðrún Magnús- dóttir, okkur systkinin, sem búsett vora hér á landi, að jörð sinni Eng- landi í Lundarreykjadal. Þar var hafist handa við að gróðursetja tré og undu þau Bjarni og Stefanía löngum þar við tijárækt. Stefanía og Bjarni áttu miklu barnaláni að fagna. Þau eignuðust fimm mannvænleg böm, góðar tengdadætur og tólf barnabörn, sex stúlkur og sex drengi og alltaf var litla fólkið velkomið á Ægissíðuna á meðan heilsa og kraftar afa og ömmu leyfðu. Síðustu ár hefur Stef- anía átt við heilsuleysi að stríða, er hún fékk hinn illvíga sjúkdóm alz- heimer. Bjarni annaðist hana af mikilli umhyggju þangað til að svo var komið, að hún varð að fara í sjúkrahús. Það varð honum afar erf- ið ákvörðun. Hún dvelur nú í Landa- kotsspítala og nýtur þar góðrar læknismeðferðar og hjúkranar. Bjarni fékk sjúkdómsgreiningu í ágúst sl. er hann vegna blóðleysis var lagður inn á Landspítalann í Fossvogi. Hann var kominn með krabbamein á lokastigi. Vegna hreinskilni læknanna þar gat hann gengið frá málum sínum öllum áður en yfir lauk og vil ég þakka Sigurði Björnssyni, yfirlækni og samstarfs- fólki hans, ómetanlega hjálp og um- hyggju. Bjarni sagði stundum við mig: Þú getur sannarlega verið hreykin af hjúkrunarstéttinni þinni. Bjarni var ekki kirkjurækinn maður, en trúði á guð sinn og annað líf og kveið ekki endalokum. Hann lifði sem hetja og dó sem hetja. Hann var kvaddur frá Hallgríms- kirkju 26. júní sl. Athöfnin var ein- föld og smekkleg og ber að þakka sr. Braga Skúlasyni, sjúkrahúspresti Landspítalans hlýju og skilning, einkum gagnvart barnabörnunum litlu. DAGBJÖRT STEFÁNSDÓTTIR + Dagbjört Stefáns- ddttir var fædd í Hvammi í Hjaltadal 29. maí 1910. Hún lést 17. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjdnin Soffía Jdnsddttir, f. 20. des- ember 1874, sem var af Reiðhdlsætt í Fljdt- um í Skagafírði, og Stefán Sigurgeirs- son, f. 26. júní 1864, bdndi í Hvammi, en Eyfirðingur að ætt og uppruna. Dagbjört giftist Páli Þorgrímssyni, f. 9. mars 1895 í Hofstaðarseli í Viðvíkursveit. Páll var ráðsmaður við Bænda- skdlann á Ildlum er þau kynntust. Dagbjört útskrifaðist úr ungl- ingadeild sem rekin var á Hdlum, ennfremur nam hún kjdlasaum í Reykjavík. Þeim hjdnum varð ekki barna auðið, en fengu kjörson, Jd- hann Sigurð, f. 22. desember 1941 Það er ekki oftar sem við sitjum saman með kaffibolla og spjöllum saman eða fylgjum hvor annarri á milli heimila okkar eða geram annað skemmtilegt saman, því hinn 17. júní kvaddir þú jarðvistartímabilið. Þegar ég kom ung og öllum þarna ókunnug í dalinn þinn varð ég fyrir því láni að fá svo góða nábúa sem ykkur í Hvammi og Hlíð sitt hvora megin við mitt heimili og átt með ykkur svo ótal margar yndisstundir. Þú varst mikil húsmóðir og búkona. Myndarleg varstu með nálina og mest dáðist ég að listfengi þínu í í frumbernsku hans og ennfremur tdku þau í fdstur Kolbrúnu Báru Guðveigsddttur, f. 13. febrúar 1944. Þau hdfu búskap í Hvammi 1935 og bjuggu þar þar til Páll lést í júní árið 1969. Eftir það bjd Dagbjört þar áfram á mdti syni þeirra og Klöru Guð- mundsddttur, f. 13. apríl 1947. Þau eiga Qdra syni, Ágúst, Barða, Pál Dagbjart og Guðmund. Kolbrún giftist Þdr Valtýssyni, f. 21. septem- ber 1943, og eiga þau tvö börn, Þor- björgu og Pál. Dagbjört brá búi árið 1976 og keypti íbúð á Grundarstíg 4 á Sauð- árkrdki en þar vann hún við fisk- vinnslu. Útför Dagbjartar fdr fram frá Sauðárkrtíkskirkju 23. júní, en jarð- sett var á Hdlum í Hjaltadal. þeirri gi-ein þegar þú baldýraðir og saumaðir upphlut á fósturdóttur þína, Kolbrúnu Guðveigsdóttur, og hafðir bara olíuljós til að vinna við. Þú vildir að hún gæti skartað þjóð- búningi okkar með sæmd þegar hún var við nám í Danmörku. Þú varst sparsöm en höfðingi heim að sækja og varst ævinlega tískuleg til fara á meðan heilsan leyfði. í tugi ára voram við nábúar en svo fluttir þú til Sauðárkróks, ekki dofn- aði vináttan við það. Það var jafnan svo gaman að fá þig í heimsókn sem fyrr. Stefanía, okkar elskulega mág- kona. Við systkinin sendum þér, fjöl- skyldu þinni og systrum þínum fjór- um, hlýjar kveðjur. Guð veri með ykkur - og þið með Guði. „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti.“ Ingibjörg R. Magnúsddttir. Elsku tengdapabbi, 17. júní 2000 náðir þú þínum ævitindi og hvarfst inn í sólskinið. Þú ert frelsaður frá friðlausum öldum veikinda og mátt- leysis til þess að þú getir hafið nýja fjallgöngu. Okkar kynni vora ekki löng og flestar okkar samverastundir vora í veikindum þínum þegar ég heim- sótti þig á Ægisíðuna. Ég óskaði þess að þér myndi batna til þess að ég og yngsta þáverandi bamabarnið þitt, Þóra Dagný, gætum kynnst þér betur. Þú hafðir svo gaman af að sjá litlu skottuna stækka og þótt styrk- ur líkamans væri ekki mikill undir lokin var ávallt kraftur til þess að taka hana í fangið. Þó rödd þín hætti að hljóma er ég viss um að þú vitjar okkar í hjörtum okkar og skilningi. Húsið á Ægisíðunni verður áfram í eigu fjölskyldunnar og þar þarf ein- ungis að líta niður í fjöra til þess að sjá öldur þínar falla að ströndinni og fræ þín blómgast áfram í garðinum. Morgunþokan sem gufar upp við sólris og skilur dögg eftir í grasinu safnast saman í ský og fellur til jarð- ar sem regn. Þannig vitjar þú okkar þótt vindurinn hafi borið þig burt. Við munum finna bros þitt í blómun- um og hlátur í trjánum. Faðir minn var einnig kallaður til nýrra heimkynna í byrjun ársins. Hjá okkur Stefáni mun þvi nýárs- dagur og lýðveldisdagur þessa árs ávallt marka dýpri spor en önnur tímamót. Þetta eru stórir dagar líkt og þið báðir vorað enda fæddir sama dag á árinu. Það er erfitt og þungt skref að missa báða okkar helstu kennara í lífinu með svona stuttu millibili en við höldum fastar um hvort annað. Þið kennduð okkur báðir að vinnan göfgi manninn. Það munum við kenna okkar börnum líka. Við heimsækjum Stefaníu og tök- um nokkur lög með henni áfram. Hvíl í friði. Iðunn Bragaddttir. Þú vildir að við létum þig vita áður en við heimsæktum þig þar. „Því þá tek ég mér frí úr vinnunni," sagðir þú og gerðir það og hlóðst svo kræs- ingum á borðið. Þótt þú tækir þér frí þegar við komum þá varst þú orðlögð fyrir dugnað og fórst í fiskvinnuna hve- nær sem útkall kom, jafnvel að nóttu til og fram eftir degi á áttræðisaldri, m.a.s. þá varstu bæði rösk og vinnu- söm. Börnin okkar hjónanna vora tíðir gestir hjá þér á Sauðárkróki og urðu þá fyrir alúð þinni hvort sem þurfti gistingu eða aðra fyrirgreiðslu. Eftir að við fluttum hingað, fjöl- skylda mín, til Akureyrar var svo gaman að fá þig í heimsókn þegar þú komst til Kolbrúnar og fjölskyldu hennar hingað. Það var gaman að fylgjast með hvað Kolbrún og fjöl- skylda hennar var þér góð og vildi hlúa að þér. Ekki varstu síst glöð þegar Kolbrún bauð þér með sér til Danmerkur á einu merkisafmælinu þínu. Þetta var þín fyrsta og eina ut- anlandsferð og þú naust hennar því svo vel. Dagga mín, þér fannst ekkert var- ið í langar minningargreinar svo ég læt hér staðar numið þótt af nógu sé að taka. Ég og fjölskylda mín þökkum þér innilega samfylgdina. Blessuð sé minning þín. Þín Fjóla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.