Morgunblaðið - 29.06.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 67
Yfirlýsing frá LÍA
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Landsam-
bandi íslenskra akstursfélaga:
„Fimmtudaginn 22. júní hélt
Jeppaklúbbur Reykjavíkur, ásamt
Torfærusambandi íslands og
ISAK.IS, blaðamannafund í
Reykjavík, þar sem kynning á tor-
færuakstri fylgdi í kjölfarið. Stillt
var upp sýningaratriði með tveimur
af almestu keppnisbílum landsins,
þar sem þeim var stillt upp fyrir
keppni. Undir stýri voru nokkrir
þátttakendur keppni um fegurðar-
drottningu Islands, unglingsstúlk-
ur, algjörlega reynslulausar af
akstri aflmikilla bíla svo ekki sé tal-
að um firnaöfluga bíla sem þarna
um ræðir. Samkvæmt frétt í Morg-
unblaðinu laugardaginn 24. júní
virðist sem efnt hafi verið til keppni
milli stúlknanna, þar sem bílum var
stillt upp í samhliða brautir.
Svo sem sjá mátti fyrir réðu
stúlkurnar alls ekki við bílana og
misstu tvær þeirra stjórn á þeim
með þeim afleiðingum að bílamir
ultu og endastungust samkvæmt
fréttum DV. Auk þess voru nokkur
grundvallar-öryggistæki í torfæru-
akstri ekki til staðar. Engir háls-
kragar, engir eldvarnargallar og
engir handleggjahaldarar svo nokk-
uð sé nefnt. Ekki fer sögum af hve
mikii meiðsli stúlknanna voru, en
bflarnir eru stórskemmdir eftir.
Þarna sýndu forsvarsmenn áður-
nefndra félaga af sér vítavert dóm-
greindarleysi og kæruleysi sem á
sér enga hliðstæðu í gjörvallri sögu
íslenskra akstursíþrótta. Öll grund-
vallaratriði öryggis voru þverbrot-
in.
Eftir að reglugerð um aksturs-
íþróttir var breytt í aprflmánuði síð-
astliðnum er þess ekki lengur kraf-
ist að keppnishaldarar séu innan
vébanda LIA. Það hefur haft í för
með sér að klúbbar og samtök hafa
getað fengið leyfi til að keppa án
þess að sýnt sé fram á að fylgt sé
viðunandi öryggiskröfum. Dóms-
málaráðuneytið hefur sjálft viður-
kennt í bréfi til LÍA að með þessari
breytingu sé dregið úr öryggi í
akstursíþróttum. LIA varaði ein-
dregið við þessari reglugerðar-
breytingu og þeirri hættu sem hún
hefði í för með sér.
LÍA er aðili að Alþjóðasambandi
akstursíþrótta, Féderala Inter-
nationale de PAutomobile, FIA, sem
meðal annars stendur fyrir For-
mula 1 kappakstrinum. Með þessari
aðild skuldbindur LÍA sig til að fara
eftir ströngum öryggiskröfum FIA
sem varða bæði ökutæki í keppni
sem og allt skipulag og framkvæmd
keppna. Ennfremur felst í þessari
aðild að aðildarfélög LÍA eru skuld-
bundin til að fara að sömu reglum
þegar þau halda keppni undir lög-
sögu LIA. Þetta fyrirkomulag er al-
þjóðlegt og viðurkennt meðal ann-
ars af Sameinuðu þjóðunum og
Alþjóða ólympíunefndinni.
Félög sem standa utan LÍA og
halda keppni utan lögsögu LÍA hafa
engar viðurkenndar öryggiskröfur
að fara eftir. í sumum tilfellum hafa
þau alls engar öryggisreglur.
Félög þau sem stóðu fyrir um-
ræddi hrakfallasýningu hafa kosið
að starfa utan LÍA og án allra af-
skipta sambandsins á þessu ári.
Umræddur atburður er algjöriega á
þeirra ábyrgð og LIA óviðkomandi.
Margsinnis á liðnum árum hefur
óreyndum og/eða glæfrafengnum
mönnum dottið í hug að efna til
hliðstæðra glæfraatriða. Ávallt hafa
þær íyrirætlanir strandað á að LÍA
hefur ekki heimilað slíkt af öryggis-
ástæðum. Nú hefur LÍA ekki leng-
ur eftirlit með öllum akstursíþrótt-
um í landinu, sökum fyrrnefndrar
breytingar á reglugerð um aksturs-
íþróttir. Rekja má til þeirrar breyt-
ingar að ábyrgðarlausir menn kom-
ast upp með að stofna lífi og heilsu
fjölda manna í hættu með svo full-
komlega óábyrgu skeytingarleysi
sem raun ber vitni.
LIA hefur í 22 ár skipulagt akst-
urskeppnir og haft eftirlit með ör-
yggismálum þeirra. Á þessum tíma
hafa engin alvarleg slys á fólki orðið
í akstursíþróttum á vegum sam-
bandsins. Það ber að þakka ströng-
um öryggisreglum sem byggðar eru
á grunni alþjóðlegra reglna FIA.
Aðrir aðilar hér á landi hafa ekki
aðgang að þeim reglum."
Styðja kröfu
um opinbera
rannsókn
MIÐSTJÓRNARFUNDUR
Frjálslynda flokksins, sem haldinn
var í Reykjavík 27. júní, sam-
þykkti eftirfarandi ályktun:
„Miðstjórn Frjálslynda flokksins
þakkar þingmönnum sínum fyrir
að halda uppi baráttu gegn hinu
óréttláta kvótakverfi fiskveiða og
Guðjóni A. Kristjánssyni sérstak-
lega fyrir forgöngu hans við að
upplýsa og fá staðfestan einn
hrapalegasta agnúann á fiskveiði-
stjórnarkerfinu sem brottkast afla
er, þar sem milljóna verðmæti er
varpað á glæ árlega.
Jafnframt lýsir fundurinn andúð
sinni á þeirri aðferð forystumanna
ríkisstjórnarflokkanna og klíku út-
gerðarmanna að kenna sjómönnum
um þessi afbrot, sem eru bein og
ótvíræð afleiðing hinna óhæfu fisk-
veiðistjórnarlaga og ítrekar flokk-
urinn þá afstöðu sína, að alls ekki
er við sjómenn að sakast í þeim
efnum.
Miðstjórnin styður eindregið þá
kröfu framkvæmdastjórnar flokks-
ins að fram fari þegar í stað opin-
ber rannsókn á málinu, enda þótt
við blasi að bót verði ekki ráðin á
þessu ófremdarástandi og öðrum
fylgikvillum kerfisins nema með
gerbreyttum lögum.“
Sigurrós Þorgrúnsdóttir, fráfarandi forseti bæjarstjórnar, óskar Ármanni Kr. Ólafssyni til hamingju með for-
setaembættið, til hægri er Guðrún Pálsdóttir, staðgengill bæjarritara.
Ármann kosinn
forseti bæjar-
stjórnar Kópavogs
Á SÍÐASTA fundi bæjarstjórnar
Kópavogs voru árlegar kosningar
bæjarstjórnar í embætti forseta
bæjarstjórnar og í bæjarráð.
Armann Kr. Olafsson, Sjálfstæð-
isflokki, var kosinn forseti bæjar-
stjórnar og tekur hann við em-
bættinu af Sigurrósu Þorgríms-
dóttur, sem nú tekur sæti í
bæjarráði. Bragi Michaelsson var
kosinn fyrsti varaforseti og Halla
Halldórsdóttir annar varaforseti. I
bæjarráð voru kosin Gunnar I.
Birgisson og Sigurrós Þorgríms-
dóttir, Sjálfstæðisflokki, Sigurður
Geirdal, Framsóknarflokki, og
Flosi Eiríksson og Sigrún Jóns-
dóttir, Kópavogslistanum.
Vitni
óskast
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs-
ir eftir vitnum að umferðar-
óhappi sem varð á Hofsvalla-
götu við apótekið Lyf og heilsu
22.6. kl. 13:36. Þarna varð
árekstur tveggja bifreiða,
rauðri Nissan Sunny og grænni
Alfa Romeo.
Þeir sem upplýsingar kynnu
að geta veitt um mál þetta eru
beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.
Afmælis-
kaffí
í Lónkoti
FERÐAÞJÓNUSTAN í Lónkoti í
Skagafirði hefur opinn dag laugar-
daginn 1. júlí nk. Veitingahús staðar-
ins verður þá fimm ára, en árið 1995
var það opnað undir nafninu Sölva-
bar. Af sama tilefni var afhjúpaður
minnisvarði á aldatíð Sölva Helga-
sonar, þess sem veitingahúsið heitir
eftir.
Sama dag opnar myndlistarmað-
urinn Tolli sýningu í Galleríi Sölva
Helgasonar, sem er hluti af Sölva-
bar. Boðið verður upp á ókeypis sigl-
ingar og sjóstangveiðar frá kl. 10 til
15 ef veður leyfir. Hver túr tekur um
eina klukkustund. Daglegar sigling-
ar eru frá Lónkotshöfn tímabilið 20.
júní til 20. ágúst. í þeim er siglt hjá
Þórðarhöfða, farið í land í Drangey
og á heimleiðinni siglt umhverfis
Málmey.
man
NÆRFÖT
2 FYRIR1
ODYRflSTI PAKKINIU í KAUPBÆTI
DRESS
MANN )
LAUGAVEGI - KRINGLUNNI
Tekur þú -
ámótigestum
■ sumarfríinu?
Auð hús eru auðfengið fé í augum innbrotsþjófa.
Ekki spilla sumarleyfinu með óþarfa áhyggjum.
Öryggismiðstöð íslands er starfrækt
allan sólarhringinn. Þar fylgjast sérþjálfaðir
öryggisverðir með boðum frá öryggiskerfum, brunaviðvörunarkerfum,
neyðarkallskerfum og öðrum viðvörunarkerfum. Farandgæsla okkar til eftirlits
með húsnæði og tækjabúnaði er sérsniðin að óskum hvers viðskiptavinar.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar.
Síminn er 533 2400
ÖryfiBlikeril
wmm
Knarrarvogi 2,104 Reykjavík