Morgunblaðið - 29.06.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 73
ÍDAG
Arnad heilla
STJÖRNUSPÁ
eftir Franees Urake
Rannveig Löve, kennari,
Vogatungu 9, Kópavogi.
Eiginraaður hennar var
Guðmundur Löve, frkvstj.
Oryrkjabandalags íslands,
sem lést árið 1978. í tilefni
þess tekur Rannveig á
móti gestum frá kl. 17 í dag
í Hrafnagjá, sumarbústað
SÍBS á Þingvöllum, af-
leggjari skammt frá Laug-
arvatnsvegi. Peir sem vilja
gleðja afmælisbarnið geta
sent gæfukort SÍBS til
styrktar sundlaugarbygg-
ingu á Reykjalundi.
BRIPS
Vmsjón (iuðmundur Páll
Arnarson
Sex hjörtu er sennilega nóg
á spilin lagt, en segjum að
lesandinn sé staddur í al-
slemmu - í sjö hjörtum. Út-
spilið ertromp...
Norður
* A974
v KD9
♦ i?3
+ A1098
Suður
♦D2
VÁG732
♦ ÁKG42
*6
...og fyrsti slagurinn fæst á
níu blinds. Hvernig á nú að
spila?
Ef tígullinn liggur ekki
þeim mun verr ættu tólf
slagir að vera auðveldir við-
fangs - tíu á rauðu litina og
tveir svartir ásar. Sá þrett-
ándi gæti komið með kast-
þröng í spaða og laufi, elleg-
ar með „öfugum blindum".
Best er að spila strax iaufás
og trompa lauf. Spila svo
trompi á drottningu blinds:
Norður
* A974
v KD9
♦ I?3
* A1098
Vestur Austur
*108 *KG653
.1084 .65
♦ 1097 ♦ 865
*D7542 *KG3
Suður
*D2
VÁG732
♦ ÁKG42
+6
Þegar báðir fylgja lit er
óhætt að halda áfram að
spila upp á öfugan blindan.
Lauf er trompað, farið inn í
borð á tíguldrottningu og
fjórða laufið stungið með
trompás. Síðasta handtakið
er að spila spaða á ásinn,
taka hjartakóng og henda
spaðadrottningu heima.
Þegar tígullinn kemur eru
þrettán slagir í húsi.
Þannig spilaði Norðmað-
urinn Sven Olai Höyland á
Norðurlandamótinu í Dan-
mörku 1996 og fékk alla
slagina. En hann var bara í
hálfslemmu, svo ágóðinn var
aðeins einn IMPi. En í 5-1-
tígullegu hefði þessi vand-
virkni Höylands gefið vel.
E.S. Eins og kunnugt er
stendur nú yfir Norður-
landamót á Hótel Örk í
Hvergerði. Hlé er gert á
spilamennsku í dag, en hefst
aftur í bítið á morgun og
mótinu lýkur á laugardags-
kvöld. Úrslit birtast á
heimasíðu Bridssambands
Islands - bridge.is
O A ÁRA afmæli. Á
Ovl morgun, föstudag-
inn 30. júní, er áttræð
Sigríður Hjálmarsdóttir,
Steinshóium v/Klepps-
veg. Hún tekur á móti ætt-
ingjum og vinum í sal SVR
við Kirkjusand frá kl. 17 á
morgun, föstudag. í tilefni
afmælisins afþakkar Sig-
ríður gjafir.
Ljósmyndastofa Péturs
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. júní í Flugu-
mýrarkirkju af sr. Döllu
Þórðardóttur Margrét
Óladóttir og Ingimar
Jónsson. Heimili þeirra er
á Flugumýri.
pT A ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 29. júní, verður
O vl fimmtug Hulda Fríða Ingadóttir, Stóragerði 32,
Reykjavík. Sigurbjörn Þorleifsson varð einnig fimmtug-
ur 6. febrúar sl. og er því samanlagður aldur þeirra 100
ár. Af því tilefni munu þau láta gefa sig saman í hjóna-
band í dag og taka þau á móti gestum á Sommelier,
Hverfisgötu 46, á milli kl. 16 og 19 í dag, afmælisdaginn.
SKAK
limsjón llelgi Áss
(irélarsson
Svartur á leik.
Staðan kom upp á hol-
lenska meistaramótinu á
milli alþjóðlegu meistaranna
Manuel Bosboom (2461),
hvitt, og Dennis De Vreugt
(2498). 31...Rhf4+! 32.gxf4
Rxf4+ 33.Kg3 Re2+ 34.Kg2
Rf4+ 35.Kg3 Re2+ 36.Kg2
gxh3+ 37.Kxh3 Aðrir ieikir
hefðu ekki getað bjargað
taflinu: 37.KÍ3 De8! 38.Dxe2
Dxe2+ 39.Kxe2 h2 og svart-
ur vinnur; 37.Kfl h2 38.Kg2
Dg5+ 39.Kxh2 Dh4+
40.Kg2 Rf4+ og svartur
vinnur 37...RÍ4+ 38.Kh2
Dh4+ 39.Kgl Bxc5 og hvít-
ur gafst upp þar sem eftir
40.Bxc5 Dg5+ 41.Kfl Dg2+
42.Kel Rxd3+ 43.Ke2 Rxc5
er staða hans rjúkandi rúst.
LJOÐABROT
MEÐ SÓL
Þótt grúfi nótt og stjama ei sé til sagna,
mér syngja ljóssins þrestir í draumsins meið.
Er dagur sldn, ég fullvissu þeirri fagna:
ég er fórunautur sólar á vesturleið.
Á vori sólin ekur um óravegi,
og ofurljóma stafar af hennar brá.
Þótt nemi sæ við Island, hún blundar eigi,
um óttustund hún vakir þar norður frá.
Hún fyllir regnsins bikar í hafsins brunni
og bergir því á gróðursins þyrstu vör.
Og sólin vekur söngfugl í hverjum runni,
en sunnanblærinn angar við hennar for.
Með fjaðurstöfum geislans hún letrar löndin
pg ljóssins rúnir skrifar í öldugráð.
I eldsins máli reiðir hún refsivöndinn,
en reiðiorðin lætur í sandinn skráð.
Um vetrarsólhvörf rís hún við raðir fjalla,
sem risablóm sér vaggi á skuggans grein.
I dalnum geislar glitra um stund og falla
sem gullin öx á snævarins hvítu rein.
Guðfínna Jónsdóttirfrá Hömrum.
KRABBI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert þolinmóður og þraut-
seigur og hefur fjölskyldulíf-
ið í fyrirrúmi. Þú átt auðvelt
með að tjá skoðanir þínar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú reynir á þolinmæði þína
því ósanngjarnar afsakanir
verða hafðar uppi í þinn
garð. Allt mun þó fara vel
að lokum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Skjótt skipast veður í lofti í
fjármálunum svo þú skalt
fara þér varlega og velta
fyrir þér öllum möguleikum
því þá er þér engin hætta
búin.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) Aft
Þú þarft að berjast fyrir
sjálfstæði þínu bæði heima
fyrir og í vinnunni. Varastu
samt að ganga of langt svo
ekki komi til eftirmála.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er margt sem freistar í
fjármálaheiminum og margt
að varast. Mundu bara að
græddur er geymdur eyrir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Þú hefur unnið vel að und-
anförnu og getur því um
frjálst höfuð strokið.
Leggðu drög að því að kom-
ast í gott ferðalag.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) H.
Það er óskynsamlegt að
hafa öll sín egg í sömu körf-
unni. Dreifðu því áhættunni
þannig að þú þurfir ekki að
sitja uppi með sárt ennið.
(23. sept. - 22. okt.) m
Reyndu að hafa alla þræði í
hendi þér áður en þú ræðst
í þær framkvæmdir sem þig
dreymir um. Góður undir-
búningur tryggir farsæla
framkvæmd.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú gerir bara ilit verra með
því að stinga hausnum í
sandinn og láta sem þú sjáir
ekki það sem gera þarf á
heimilinu. Illu er best af
lokið.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) JbO
Þú hefur látið mörg smá-
verkefni hrúgast upp á
borði þínu. Nú er komið að
því að sinna þessum málum
og leiða þau til lykta.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Mundu að svo uppsker mað-
urinn sem hann sáir til. Um
leið og þú ræktar þinn eig-
inn garð skaltu líka gefa
þér tíma til að sinna fjöl-
skyldu og vinum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.) W
Þér lætur vel að leiða aðra í
starfi. Gættu þess bara að
ofmetnast ekki þegar vel
gengur því dramb er falli
næst.
Fiskar ^
(19. feb. - 20. mars) W*
Matur er mannsins megin
en of mikið má af öllu gera
svo gættu hófs í hvívetna.
Leitaðu hjálpar ef með
þarf.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar a traustum
grunni vfsindaTegra staðreynda.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Háteigskirkja. Jesúbæn kl. 20.
Taize-messa ki. 21. Fyrirbæn með
handaryfirlagningu og smurning.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45-7.05. Kyrrðarstund kl. 12.
Orgelleikur til kl. 12.10. Að stund-
inni lokinni er léttur málsverður á
vægu verði í safnaðarheimilinu.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir ung börn og foreldra þeirra kl.
10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi.
Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Von-
arhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 16-18 æfing hjá Litlum læri-
sveinum í safnaðarheimilinu.
Hvammstangakirkja. Kapella
Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi-
og bænastund í dag kl. 17. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests.
Teg. 65123, Stærðir 36-41
Litur, svartir
Verð áður-6r9957-
Verð nú 2.995,-
11 _ verskínj
oppskórinn \oppskórinn
Veltusundi, T. Suðurlandsbraut 54
sími 552 1212
(f Bláa húsinu móti Subway),
sími 533 3109
✓.......__
ITOPP
TILBOÐ
ecco
Verð áður-6^957-
nú 2.995,-
eg. 65093, Stærðir 36-41
Litur, svartir
Stökktu
•nBenidorm
18. júlí
frá kr.
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til
Benidorm 18.júlí á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar núna og
tryggir þér síðustu sætin í sólina í júlí. 4 dögum fyrir brottför
hringjum við svo í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Sumarið
er komið á fulla ferð í júlí, 30 stiga hiti alla daga, og þú getur
valið um úrval spennandi kyimisferða með fararstjórum
Heimsferða.
Verðkr. 39.990
M.v. 2 í stúdíó/lbúð, vikuferð,
18. júií
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.990
M.v. 2 í íbúð/stúdíó, 2 vikur,
18. júlí
Verðkr. 29.955
M.v. hjón með 2 böm, 7 næiur,
18. júlí
29.955
1>
i ri ÁiSKo r
—’ _ V vm 4
c I /
Barnamyndatökur
í sumar
Nethyl 2, sími 587 8044
Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari