Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 29.06.2000, Qupperneq 84
MORGUNBLADIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVlK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ§MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Sophia Hansen hitti dætur sínar í Tyrklandi í gær Tóku afar vel á móti móður sinni Byggingarfulltrúi Vestur-Rangárvallasýslu á fundi um áhrif Suðurlandsskjálfta Þúsund mannvirki skoðuð á 400 stöðum „ÞETTA var yndisleg stund. Þær hafa aldrei sýnt mér jafnmikla ást og hlýju og núna. Ég skynjaði að þær þráðu að vera í návist minni,“ sagði Sophia Hansen sem í gær hitti dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, í Ankara í Tyrklandi. Sophia hittir þær aftur í dag en fundurinn í gær stóð í tæpa fjóra klukkutíma. Sophia hefur ekki hitt dætur tii'nar í heilt ár en samkvæmt dómi hæstaréttar Tyrklands á hún rétt á að hitta þær á sumrin. Sophiu gekk nokkuð illa að ná sambandi við Halim A1 eftir að hún kom til Tyrklands en þar hefur hún verið í rúmar tvær vikur. I gær náði hún loks sambandi við Halim og sagði hann henni velkomið að hitta dæt- urnar á heimili sínu. „Þær tóku á móti mér opnum örmum,“ sagði Sophia um viðbrögð Dagbjartar og Rúnu þegar hún 7 ^iom á heimili þeirra. Hún sagði að systurnar hefðu á fyrri fundum þeirra í Tyrklandi alltaf tekið sér vel en það hefði yfirleitt tekið dá- lítinn tíma fyrir sig að vinna traust þeirra og fá þær til að tjá sig óþvingað. Þær hefðu greinilega öðlast meira sjálfstæði gagnvart föður sínum og væru tilbúnar að tjá tilfinningar sínar að honum við- stöddum. Sophia sagði að fram- koma Halims A1 í gær hefði verið til fyrirmyndar. Hann hefði boðið þeim upp á kaffi og leyft henni að vera í friði með dætrunum. Dýrmætar stundir Dagbjört varð 19 ára 15. júní sl. mg Rúna verður 18 ára 3. október. Tær eru því báðar að verða sjálf- ráða og þar með fellur hinn laga- legi umgengnisréttur niður. Sophia sagðist samt sannfærð um að þær vildu halda áfram sambandi við Mótorhjóla- slys við Grafningsveg MÓTORHJÓL lenti utan vegar við vegamót Grafningsvegar og Þing- vallavegar um tíuleytið í gærkvöld. Ökumaður hjólsins, sem er 25 ára y 'karlmaður, var fluttur í sjúkrahús. Rannsókn á meiðslum mannsins stóð enn yfir í gærkvöld. Að sögn vakt- hafandi læknis hlaut maðurinn tölu- verð meiðsl en er ekki talinn í lífs- hættu. móður sína. Þær hefðu látið það ótvírætt í ljósi. „Þetta voru ákaflega dýrmætar stundir fyrir mig og ég kom af- skaplega hamingjusöm af þessum fundi með dætrum mínum. Ég hafði kviðið dálítið fyrir því að hitta þær vegna þess að það hefur yfirleitt tekið okkur dálítinn tíma að ná saman en núna gekk þetta einstaklega vel. Þær spurðu mikið um Island og ættingjana. Þær spurðu mikið um afa sinn því hann er þeim mjög hugleikinn. Þær spurðu sérstaklega um „fjalla- bangsann" hans afa, leikfang sem var þeim afar kært þegar þær voru í heimsókn hjá honum.“ Sophia vildi koma á framfæri þakklæti til Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra sem aðstoðaði hana við að komast til Tyrklands. FRAMLEIÐSLA er hafin að nýju í glerverksmiðjunni Samverki á Hellu en þar varð mikið ljdn í stóra jarð- skjálftanum á þjóðhátíðardaginn. SKOÐUÐ hafa verið 1.000 mann- virki á 400 stöðum í þeim sveitar- félögum þar sem miklar skemmdir urðu af völdum jarðskjálftanna 17. og 21. júní. Þetta kom fram í máli Sigurbjörns Jónssonar, byggingar- fulltrúa í Vestur-Rangárvallasýslu, á fundi sem haldinn var á Selfossi í gær um áhrif Suðurlandsskjálfta. Fyrr um daginn hafði Rauði krossinn sent frá sér tilkynningu þess efnis að búið væri að finna húsnæði handa nánast öllum þeim sem þurftu að yfirgefa hús sín á skjálftasvæðunum og verður fólk- inu tryggt bráðabirgðahúsnæði til a.m.k. þriggja mánaða. Um er að ræða vegavinnuhús, sérútbúna gáma og annað færanlegt bráða- birgðahúsnæði sem flutt verður á ellefu sveitabæi í Árnes- og Rang- árvallasýslu 1 dag. Á fundinum í gær sagði Sigur- Um tuttugu manns vinna í verk- smiðjunni og voru allir komnir aftur til starfa í gær en vinnustöðvun varð í átta daga meðan verið var að hreinsa til í verksmiðjunni og tryggja að allar vélar væru nothæfar. Allt gler sem var í verksmiðjunni þegar skjálftinn reið yfir eyðilagðist og er talið að tjðnið nemi um fjöru- tíu miljjónum króna, að sögn Ragn- ars Pálssonar, framkvæmdastjóra Samverks. Á annað hundrað tonn- um af brotnu gleri var ekið burt í síðustu viku og verksmiðjan hreins- uð frá toppi til táar, auk þess sem málað var innandyra. Hann segir tjónið tryggt að fráskildu því sem orðið hefði vegna framleiðslustöðv- unar. Kvaðst hann hins vegar hafa skilið orð forsætisráðherra og ann- arra ráðamanna svo að komið yrði til móts við þá sem orðið hefðu fyrir ótryggðu tjóni í jarðskjálftunum. björn að ekki væri enn komið í ljós hversu miklar skemmdir hefðu orð- ið á mannvirkjum í skjálftunum og því ekki vitað hvað heildartjónið væri mikið. 16 íbúðarhús hefðu ver- ið dæmd óíbúðarhæf og mörg fleiri hús væru mikið skemmd. Hann benti m.a. á að mikið plötusig hefði orðið í húsum, veggir sprungið og hlaðin hús væru að hruni komin. Sagði hann að óljóst væri í hvers hlut það kæmi „að hlutast til um ný hús í stað lélegra húsa“. Sigurbjörn sagðist fullviss um að hefði jarðskjálftinn staðið yfir leng- ur hefðu menn þurft að horfa upp á hús hrynja og mun fleiri hús hefðu skemmst en raun varð á. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, sagði á fund- inum langt í frá ljóst hversu mikið tjón hefði orðið í skjálftunum. „Við vitum núna hvaða hús eru mest Ragnar sagði að nú yrði ráðist í það að vinna á biðlista sem myndað- ist vegna framleiðslustöðvunar. Vonaði hann að það myndi ganga hratt og vel. Að hans sögn var lítið um að fólk afpantaði gler og kvaðst hann þakklátur í garð viðskiptavina Samverks sem sýnt hefðu mikinn velvilja og þolinmæði meðan á fram- leiðslustöðvun stóð. Hann sagði að stefnt væri að því að færa út kvíarn- ar á næstunni, m.a. væri í bígerð að hefja framleiðslu á hertu öryggis- gleri. Meðal þeirra sem mættir voru til vimiu í gær var Sigurður Ragnar en hann var innandyra í verksmiðjunni þegar jarðskjálftinn varð og slapp naumlega með því að stökkva upp á borð, sem þar er. Aðspurður sagði hann þó engan skjálfta í sér vegna tilhugsunarinnar um það að mæta til starfa í verksmiðjunni á nýjan leik. skemmd en við vitum líka um þó nokkurn fjölda húsa sem eru auð- sjáanlega illa farin og það mat er allt saman eftir. Það á eftir að meta á okkar svæði hvaða hús eru raun- verulega örugg til áframhaldandi íbúðar. Það er hægt að fara um fjölda húsa á Hellu sem greinilega eru með talsvert mikið brotið burð- arvirki en eru íbúðarhæf á meðan ekki verður skjálfti af þessum styrkleika sem hefur orðið. Ég mun taka það upp við fulltrúa ríkisstjórnar og þingmenn okkar að það verði settur kraftur í að fá fær- ustu verkfræðinga til þess að fara yfir þetta og skoða þessar bygging- ar og ekki síst þær stærri, sem hafa augljóslega skemmst mjög mikið og eru með mörg Ijót sár og sprungur á burðarvirkjum," sagði hann. ■ Enn er /4 Greiðslu- fyrirkomu- lagi lyfja breytt INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að í heilbrigðisráðu- neytinu sé unnið að gjörbreyttu fýr- irkomulagi á greiðslu lyfja. Leitað sé fyrirmyndar hjá Dönum og Svíum. Hún segir að stefnt sé að því að nýja kerfið verði réttlátara gagnvart sjúklingum, skilvirkara og einfaldara fyrir almenning en núverandi kerfi. Heilbrigðisráðuneytið stefndi að því að spara í lyfjaútgjöldum um einn milljarð á þessu ári, en útlit er fyrir að reglugerð sem nýverið var gefin út spari 700-800 milíjónir. Ingibjörg segir nauðsynlegt að bregðast við hækkandi lyfjakostnaði. Ef ekkert sé að gert aukist kostnaðurinn um 12- 16% á ári. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík gagnrýnir breytingar á reglugerð um lyfja- kostnað og segir þær leggjast þungt á félagsmenn sína. Gísli J. Eyland, formaður Landssamtaka hjarta- sjúklinga, tekur undir gagnrýnina. ■ Almenningur/42 --------------- Kjaradeila Sleipnismanna Boðað til samninga- fundar BOÐAÐ hefur verið til formlegs samningafundar með fulltrúum Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins í dag klukkan tvö hjá ríkissáttasemj- ara. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemj- ara í gær, sem stóð frá klukkan þrjú síðdegis til klukkan hálftíu í gær- kvöld. Ríkissáttasemjari hefur farið þess á leit við deiluaðila að þeir tjái sig ekki um samningaviðræðumar í fjölmiðlum. Halló krakkar! Fjársjóösleit og ógleymanlegar stundlr með afa og tþróttaálflnum á Benldorm og Mallorca í Júlí. Ævlntýri Ifkast. SSftoto ' Samvinnuferðir ' Landsýn i varOI fyrlr þlgl Framleiðsla hafín á ný í glerverksmiðjimni Samverki á Hellu Morgunblaðið/Kristínn Sigurður Ragnar og Sveinbjöm Jónsson voru mættir til starfa í Samverki í gær en þeir misstu báðir heimili sfn í þjóðhátiðarskjálftanum. Sigurður var reyndar staddur í glerverksmiðjunni þegar skjálftinn reið yfír. Ráðist í að vinna upp átta daga framleiðslustöðvun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.