Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 147. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aætlun lögð fram um afnám ESB-einangrunar Austurríkis Schussei ekki hrif- inn en samstarfsfús Kohl í ásökun- arham Berlín. Reuters, AP, Morgnnblaðið. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, var í ásökunarham er hann bar vitni fyrir rannsóknar- nefnd þýzka þingsins í gær, í fyrsta sinn frá því hún hóf að rannsaka hneykslismál þau sem tengjast síð- ustu stjómarár- um hans og fjár- málum Kristi- iegra demókrata, CDU. Itrekaði hann þá skoðun sína að rannsóknin væri Helmut Kohl samsæri póli- tískra andstæðinga um að eyðileggja orðstír sinn sem stjórnmálaleiðtoga. Svör hans við spurningum nefndar- innar bættu engu við vitneskju henn- ar um þær ásakanir sem til rann- sóknar era, þ.e. um að tengsl hafi verið milli leynilegra greiðslna til CDU og ákvarðana ríkisstjórnar Kohls. Yfirheyrsla gærdagsins, sem hófst með klukkustundarlangri yfirlýs- ingu Kohls en hélt síðan áfram í um þrjá tíma, tók heldur snöggan endi eftir að leitt hafði verið í ljós, að sam- flokksmenn Kohls í nefndinni hefðu reglulega upplýst hann um það sem fram fór á fundum nefndarinnar frá því hún hóf störf fyrir um hálfu ári. „Það má vera að svona lagað sé ekki bannað, en þetta er siðferðilega á mjög gráu svæði,“ sagði nefndar- formaðurinn Volker Neumann, en hann er þingmaður jafnaðarmanna. Yfirheyrslan yfir Kohl á að halda áfram næstkomandi fimmtudag. ■ Ásakanir/30 Holland úr leik STUÐNINGSMENN hollenzka knattspyrnulandsliðsins fylgjast hér sem f losti með er Hollendingar töpuðu fyrir ítölum í vítaspymu- keppni eftir markalausan undan- úrslitaleik í Evrópukeppninni í knattspyrnu í Amsterdam í gær- kvöld. ítalai- og Frakkar leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á sunnu- daginn. Líssabon, Vín. Reuters, AP. WOLFGANG Sehússel, kanzlari Austurríkis, lýsti í gær ríkisstjórn sína reiðubúna til að eiga samstarf við sérskipaða „vitringanefnd", sem ætlað er að taka að sér að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í landinu. Skipun þessarar nefndar er hluti áætlunar sem Portúgalar hafa lagt fram um það hvernig hægt sé að binda enda á pólitískar einangrunaraðgerðir þær sem hin Evrópusambandsríkin fjórtán hafa beitt Austurríki frá því hinn um- deildi Frelsisflokkur (FPÖ) fékk aðild að ríkisstjórninni í Vín í byrj- un febrúar sl. En Schússel dró enga dul á það að sér þætti áætlunin stórgölluð og hann útilokaði ekki að staðið yrði við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í haust þar sem Austurríkismenn yrðu beðnir að lýsa afstöðu sinni til aðgerða ESB. „Hið rétta hefði ver- ið að aflétta einangrunaraðgerðun- um tafarlaust," sagði kanzlarinn. Áætlunin, sem Portú- galar leggja fram í nafni allra hinna ESB-ríkjanna 14, vekti þó vonir um að þess væri ekki langt að bíða að aðgerðirnar yrðu brátt úr sögunni en þær felast fyrst og fremst í því að ráðherrar ríkjanna 14 eiga engin tvíhliða sam- skipti við austurríska ráð- Wolfgang herra. Gert er ráð fyrir í SchUssel áætluninni að Mannrétt- indadómstól Evrópu í Strassborg verði falið að skipa þijá menn í um- rædda „vitringanefnd". Vantar tímasetningar „Samþykkt hinna 14 gengur ekki nógu langt og er sannarlega ekki fullnægjandi af hálfu Austurríkis. Ekkert er nefnt um það hvenær út- tektinni eigi að ljúka né hvenær af- létta eigi aðgerðunum," sagði Schússel á blaðamannafundi. Reuters Tveir palestínskir sjómenn róa frá strönd Gazasvæðisins í gær. Úti fyrir ströndinni sést bandarískt herskip sem -------------- mun hafa verið á æfíngu þar síðan á miðvikudag, ásamt öðrum herskipum. fsraelar bregðast hart við ummælum Arafats um sjálfstæðisyfírlýsingu Hóta tafarlausri innlimun Jerúsalcm, Washington. AFP, Reuters. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, tjáði Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, að ísraelar myndu tafarlaust innlima allt það land sem þeir ráða nú, ef Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Israelska dagblaðið Yediot Aharon- ot greindi frá þessu í gær. Israelar hafa enn með höndum alla öryggisgæslu á um 60% Vestur- bakkans og 35% Gazasvæðisins, auk þess að ráða Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn vilja að verði höfuð- borg ríkis síns. Arafat sagði á fundi á Vestur- bakkanum fyrr í vikunni að líkur væru á að lýst yrði einhliða yfir stofnun Paiestínu „innan nokkurra vikna“. Hann hefur áður sagt að yfir- lýsing myndi koma fyrir 13. septem- ber, en deiluaðilar hafa sjálfir sett sér frest til þess dags til að ná end- anlegu friðarsamkomulagi. ísraelar reiða sig á Clinton Albright var á ferð um Mið-Aust- urlönd í vikunni, en kom til Banda- ríkjanna aftur í gær. Hún átti fundi með Arafat og Barak. Var markmið farar Albright að kanna möguleika á því að fá leiðtoga deiluaðila til friðar- Strax varð vart ólíkrar afstöðu stjórnarflokkanna tveggja til tillagna Portú- gala, sem láta af for- mennsku í ESB um mán- aðamótin. Frakkar, einir hörðustu gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins í Vín, gegna formennsk- unni næsta hálfa árið. Búizt er við að þessi af- stöðumunur komi skýrt í ljós er frammámenn stjórnarflokkanna, hins íhaldssama Þjóðarflokks Schússels og „lýð- skrumshægriflokksins“ FPÖ, koma saman til fundar nk. þriðjudag. Jörg Haider, sem lét af for- mennsku í Frelsisflokknum í vor, fullyrti í gær að áformum um þjóð- aratkvæðagreiðslu yrði hikiaust hrint í framkvæmd, en í öðrum ESB-löndum er óttazt að slíkt muni ýfa upp neikvæða afstöðu til ESB meðal almennings í Austurríki. ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem Bill Clinton forseti hefði milligöngu. Barak tjáði Aibright að slík friðar- ráðstefna væri eina leiðin til að tryggja árangur í friðarumleitunum áður en fresturinn rynni út. Aftur á móti sagði Arafat að tilgangslaust væri að halda friðarráðstefnu um miðjan næsta mánuð, því að fyrst yrði að nást árangur í þeim samn- ingaviðræðum er nú standa. Lífsgæðalisti SÞ Island í 5. sæti ÁRLEGUR lífsgæðalisti Þró- unaráætlunar Sameinuðu þjóð- anna var birtur í gær og hafa Islendingar, ein 174 þjóða sem bornar era saman á listanum, hækkað sig um fjögur sæti frá því í fyrra, úr níunda sæti í það fimmta. Efstir eru Kanada- menn, sjöunda árið í röð, en lífsgæði mældust minnst meðal stríðshijáðra Síerra Leone- búa. íslendingar eru í öðru sæti hvað lífslíkur varðar eða 79,1 ár að meðaltali og standa Japanar okkur einir framar með 80 ár. Þá ber skýrslan saman neyslu fullorðinna á sígarettum og kemur þar fram að árleg sígar- ettuneysla fullorðins íslend- ings á árunum 1993-97 hafi að jafnaði verið 2.234 sígarettur, borið saman við Norðmenn með 759, Svía með 1.185, Finna með 1.222 og Dani með 1.843 vindlinga á ári. Fullorðinn Grikki reykti að meðaltali 3.923 sígarettur á ári á sama tímabili. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands eru þessar tölur ættaðar frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni (WHO) og ekki réttar. Samkvæmt töl- um Hagstofunnar neyttu ís- lendingar (15 ára og eldri) að meðaltali 1.846 sígarettna á ári, á árunum 1993-97. ■ Mannréttindi/32 MORGUNBLAÐK) 30. JÚNÍ 2000 5 690900 090000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.