Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ingar'úm Áætlaður heildarkostn- ABsS|a aður 880-890 milljónir se ofmetið SAMKVÆMT tölfræðilegri rann- sókn virðist öryggi bifreiða með ABS-hemlakerfí vera ofmetið. Rann- sóknin sýndi að við vissa tegund slysa virtist notkun á ABS-hemlum auka líkur á slysum. Óli H. Þórðar- son, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs, segir að þessar tölur séu vissu- lega áhyggjuefni, en hann segist engu að síður sannfærður um ágæti ABS-hemlakerfis. Vandinn sé hins vegar að margir ökumenn átti sig ekki á eiginleikum þess og bregðist rangt við þegar þeir þurfa að hemla. Samkvæmt rannsókninni, sem unnið hefur verið að í þrjú ár, fækk- aði alvarlegum slysum á blautum vegum um 24% þegar bifreiðir voru búnar ABS-hemlakerfí og um 14% þegar um minniháttar slys var að ræða. Hins vegar jukust líkur á al- varlegum slysum um 28% hjá bílum búnum ABS-hemlakerfi þar sem um var að ræða bílveltur eða árekstur þar sem einn bíll kom við sögu. Ef um minniháttar slys af þessu tagi var að ræða var aukningin 19%. Fólk kann ekki að nota hemlana Óli H. Þórðarson sagði þessar töl- ur valda áhyggjum. „Eg held engu að síður að ekki hafi verið fundinn upp betri hemlabúnaður en ABS. Það virðist hins vegar talsvert um að fólk kunni ekki að nota þennan bún- að og þá snýst hann upp í andhverfu sína.“ Óli sagði að þau mistök sem öku- menn á bflum með ABS-kerfi gerðu gjaman væru að hemla eins og bfl- amir væm með venjulegt hemla- kerfi. Þetta yrði til þess að ABS- kerfið næði ekki eiginleikum sínum. Ef einhver hindran væri á veginum yrði fólk að ýta mjög fast á petalann; ekki mætti ýta variega á eins og fólk gerði gjarnan þegar ekið væri á venjulegum bflum. Fólk ætti að nauðhemla og síðan væra kostir kerfisins þeir að ökumenn ættu að geta sveigt hjá hindraninni. „Þessi skilaboð virðast ekki hafa komist til skila til fólks, hvorki í Bandaríkjun- um, Svíþjóð eða hér á landi. Það má segja að við höfum ekki staðið okkur hvað þetta varðar, en það má kannsld segja að við höfum ekki ver- ið meðvitaðir um að þetta væri vandamál. Við munu taka þetta al- varlega og leitast við að skýra þetta betur út fyrir fólki. Við ætlum að reyna ýmsar leiðir við að koma þessu á framfæri við ökumenn." Óli sagðist hvetja fólk til að reyna að prófa að hemla á bflum með ABS- kerfi á stöðum þar sem engin hætta væri á að fólk ylli öðrum skaða. ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður vegna Kristnihátíðar er 880,5-890,5 milljónir. Þar af er fjárveiting til kristnihátíðarnefndar samkvæmt fjárlögum 324,5 milljónir og að auki 260-270 milljónir vegna hátíðarinnar á Þingvöllum, 206 milljónir era vegna vegaframkvæmda og 90 millj- ónir eru vegna göngustíga, brúa og bflastæða innan þjóðgarðsins. Að sögn Júlíusar Hafstein, fram- kvæmdastjóra kristnihátíðarnefnd- ar, eru 324,5 milljónir veittar til reksturs skrifstofu nefndarinnar og fyrir sérverkefni og styrki, t.d. tón- list, heimildamynd, leikrit og myndlistarsýningu á Þingvöllum. „Einnig má nefna sögusýninguna í Þjóðmenningarhúsinu og styrki til Þdrhöfn. Morgunblaðið. LÍNUSKAUTAR eru vinsælir meðal unglinga um allt land og margir þeirra fara allra sinna ferða á skautunum. Hilmar Þór prófastdæma vegna hátíðarhalda úti um land,“ sagði Júh'us. „Kostnaður vegna sjálfrar hátíðarinnar er um 260-270 milljónir og í þeirri upphæð er leiga og kaup á búnaði á Þingvöll- um, skipulag, öryggis- og löggæsla, öll kynning, auglýsingar og allur út- gáfukostnaður." Fleiri auglýsingar Sagði hann að frá upphafi hefði verið gert ráð fyrir mun fleiri auglýs- ingum en fyrir síðustu hátíð. „Það era sex ár síðan síðasta hátíð var og mönnum var ljóst að það þurfti að kynna vel umferðarskipulag til þess að fólk fengi sæmilega tiltrú á því,“ sagði hann. „Það á síðan eftir að koma í Ijós hvort það reynist rétt Hilmarsson brá á leik með vin- konu sinni, tíkinni Birtu, sem dró hann á línuskautum um götur bæjarins í blíðviðrinu á dögunum. mat hjá okkur en það er alveg ljóst að kynningin er að minnsta kosti helmingi meiri fyrir þessa hátíð. Það er ekki hægt að halda tveggja daga hátíð með jafn veigamikilli og öflugri dagskrá án þess að kynna hana með þeim hætti sem við höfum gert en þetta eru mjög háar tölur." Grafningurinn stærsta verkefnið Vegagerðin hefur séð um vega- framkvæmdir vegna hátíðarhald- anna á Þingvöllum og sagði Jón Rögnvaldsson aðstoðarvegamála- stjóri að á vegaáætlun síðustu tveggja ára hefðu verið veittar sam- tals 206 milljónir til verksins. „Lang- stærsta verkefnið sem við höfum RÍFLEGA 1.300 tilkynningar um tjón hafa borist tryggingafélögunum í kjölfar jarðskjálftanna á Suður- landi. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS, Sjóvá-Almennum og Trygg- ingamiðstöðinni gengur vel að meta tjónin. Viðlagatrygging íslands gerði í fýrstu ráð fyrir að sjá um tjónamat en samið hefur verið við tryggingafélögin um að þau sjái um mat á innbúi og lausafé en Viðlaga- trygging um mat á fasteignum. Flestar tilkynningar hafa borist til VÍS og var búið að skrá 880 tjón af völdum skjálftanna í síðustu viku en þá höfðu yfir 900 tjón verið tilkynnt. I frétt frá fyrirtækinu kemur fram að allt að 10 starfsmenn hafi unnið við mat á tjóni og er stefnt að því að lokið verði við allt mat sem fyrst. 237 tilkynningar um tjón hafa bor- ist til Tryggingamiðstöðvarinnar og sagði Lúðvík Birgisson hjá tjóna- deild, að tjónamat á innbúi hafi gengið vel. „Við höfum óskað eftir því við okkar viðskiptavini sem unnið er að koma bundnu slitlagi á Grafningsveg en það þurfti hvort sem er,“ sagði hann. „Sömuleiðis var vegurinn vestur af Geithálsi og veg- urinn í gegnum Mosfellsbæ lagfærð- ur.“ Vegagerðin sá einnig um útboð á brúm og lagningu nýrra göngustíga í þjóðgarðinum og sagði Magnús Ein- arsson, verkefnisstjóri Vegagerðar- innar, að 90 milljónir hefðu verið veittar til verksins. „Þá er miðað við framkvæmdir á sjálfu Þingvalla- svæðinu, göngustíga, göngubrýr og bflastæði," sagði hann. „Ákveðnir göngustígar innan þjóðgarðsins eru varanlegir en nýju brýrnar verða teknar niður á kostnað verktakans að lokinni hátíð.“ flestir era sumarbústaðaeigendur að taka myndir og skila þeim inn til okkar ásamt lista yfir þá muni sem hafa skemmst,“ sagði hann. „Við munum svo ganga frá þessu og senda til Viðlagatrygginga, sem munu sjá um greiðslur." Þrír menn með aðsetur á Selfossi hafa séð um að meta tjón fyrir fyrir- tækið. „Þetta er að róast núna en síminn stoppaði ekki í síðustu viku og á ég von á að þessu verði lokið í næstu viku,“ sagði Lúðvík. Bjamey Margrét Jónsdóttir þjón- ustufulltrúi í tjónadeild hjá Sjóvá- Almennum, sagði að um 220 tilkynn- ingar um tjón hefðu borist vegna jarðskjálftanna. „Það hefur gengið vel að meta tjónin og við eram langt komin með svæðið umhverfis Hellu,“ sagði hún. Fimm til sex manns hafa unnið við mat frá því í síðustu viku en óvíst er hvenær því verður lokið. „Ibúðarhús hafa forgang en við er- um ekki byrjuð á sumarbústöðun- um,“ sagði Bjamey. Morgunblaðið/Líney Saman á línuskautum Eiffnatjón vegna Suðurlandsskjálfta Ríflega 1.300 til- kyimingar bor- ist vátrygginga- félögunum Sálmar lífsins á Krístnihátíð Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson ftytja sálmaspuna á saxófón og orgel á stóra sviði Kristnihátíðar l.jútíkl. 13.00 Geisladiskurinn er fáanlegur í minjagripa- verstuninni á Kristni- hátíð og verslunum um tand attt. Mál og mennlng malogmonnlng.ls Laugavegl 18 • Slmi 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500 a Eldur á verkstæði Ljósmynd/ Hafþór Hreiðarsson BRAGGI á Kópaskeri, sem hýsti Bíla- og vélaverkstæðið Röndina, brann til grunna um miðjan dag í gær. Annar braggi, sem stóð við hliðina, slapp að mestu, en tengi- bygging skemmdist töluvert. Enginn var í húsunum þegar eldurinn kom upp en tilkynnt var um eldinn um klukkan 17. Starfs- menn voru í kaffi þegar hann kviknaði og enginn var því í hús- unum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík vora húsin með steyptum veggjum og göfl- um, en braggaþaki. Ökutækjum og gaskútum tókst að bjarga út áður en allt brann en að sögn lög- reglunnar var annað húsanna svo illa farið, að því sem eftir stóð var ýtt niður með jarðýtu. Talið er sennilegt að neisti frá skurðar- skífu hafi kveikt í veggeinangran í Röndinni og þannig valdið upp- tökum eldsins. Kópaskeri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.