Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Stund milli stríða Nordur-Héraði. KRAKKARNIR í unglingavinnunni á Norður-Héraði fengu hvfld inilli þess sem þau voru að slá kringum skólann í Brúarási og skruppu ásamt flokkstjóra sínum Ingibjörgu Sigurðardóttur út að Galtastöðum og skoð- uðu gamla bæinn þar undir leiðsögn Karls Jónssonar bónda og staðarhaldara þar. Það var tilvalið að tylla sér niður í bæjarrústinni og skoða blómaskrúðið áður en gengið var til bæjar. Flutning’ur í nýtt kerfí t<5k lengri tíma en áætlað var NOKKRIR viðskiptavina GSM- frelsis, farsímaþjónustu Landssím- ans, lentu í vandræðum með síma sína í gær og munu hafa talið að þeir væru búnir að glata áfyllingum sín- um í kerfinu. Talsmenn Landssímans segja skýringu truflananna felast í því að í gær var verið að færa GSM-frelsi yf- ir í nýja símstöð, en það er liður í stækkun símstöðvarhluta farsíma- kerfanna. Flutningur á gögnum úr gamla kerfinu í það nýja tók hins vegar lengri tíma en gert var ráð fyrir og því kynnu einhverjir að hafa orðið fyrir óþægindum. Guðfinna Kristjánsdóttir, kynn- ingarfulltrúi hjá Landssímanum, sagði að nú væri unnið að miklum endurbótum á GSM-kerfi Landssím- ans og að verið væri að stækka sím- stöðvarhluta þess. í fyrrinótt hefði GSM-frelsi verið fært í nýja símstöð og þegar shk færsla færi fram tæki nýja símstöðin gögn úr þeirri gömlu en öll væru þau hins vegar orðin tólf tíma gömul. í kjölfarið þyrfti að spóla inn sérstaka skipanaskrá til að upp- færa það sem gerst hefði í millitíðinni og átti því starfi að ljúka í gærkvöldi. Guðfinna sagði að einhverjir þeirra, sem sett hefðu áfyllingu á GSM-frelsissíma sinn fyrri partinn í gær og á miðvikudag, kynnu að hafá lent í því að hún virkaði ekki. Hún hefði þó átt að vera búin að skila sér í gærkvöldi. Hún tók hins vegar fram að á mið- vikudag hefðu verið send SMS-skila- boð til allra þeirra sem hafa GSM- frelsi, þar sem þeim var greint frá því að ekki væri hægt að fylla á símana frá því kl. 10 á miðvikudagsmorgun og til kl. 4 í fyrrinótt. Atvinnuleysi í maí mældist 1,5% 362 hafa verið atvinnulausir í eitt ár SAMKVÆMT tölum Vinnumála- stofnunar eru 362 eða 16% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá búnir að vera atvinnulausir í meira en eitt ár. 36,7% þeirra sem eru at- vinnulausir eru konur á aldrinum 15-39 ára, en atvinnuleysi meðal kvenna jókst í maímánuði. Atvinnu- leysi meðal karla minnkaði hins vegar. Atvinnuleysisdagar í maí síðast- liðnum jafngilda því að 2.061 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum, sam- kvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Þar af eru 781 karl og 1.280 konur. Þessar tölur jafngilda 1,5% af áætl- uðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 1% hjá körlum og 2,1% hjá konum. Það eru að meðaltali 27 fleiri atvinnulausir en í síðasta mánuði en um 604 færri en í maí í fyrra. Síðasta virkan dag maímánaðar var 2.241 á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það eru um 320 færri en í lok aprflmánaðar. Síðast- liðna 12 mánuði voru um 2.279 að meðaltali atvinnulausir eða um 1,6% en árið 1999 voru þeir um 2.602 eða um 1,9%. Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 1,5% frá aprílmánuði en fækkað um 22,6% miðað við maí í fyrra. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi minnkað um 9,2% að meðaltali frá apríl til maí. Arstíðasveiflan milli aprfl og maí nú er því með öðrum formerkj- um en árstíðasveiflan undanfarin ár. Á þessu eru ýmsar skýringar, að sögn Vinnumálastofnunar, m.a. ýmsar breytingar á vinnumarkaði í maí sem vega þyngra í litlu at- vinnuleysi. Atvinnuleysi eykst á höfuðborgarsvæðinu Atvinnuástandið breytist mis- jafnlega á landinu. Atvinnuleysið minnkar hlutfallslega mest á Aust- urlandi, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum. Hins vegar eykst at- vinnuleysið á Vesturlandi, höfuð- borgarsvæðinu og á Vestfjörðum. Atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra en minnst á Suðurnesjum. Atvinnu- leysið er nú almennt minna en í maí í fyrra á flestum atvinnusvæð- um nema á Vestfjörðum þar sem það er verulega meira og lítið eitt meira á Vesturlandi. Samtals voru 290 í hlutastörfum í lok maí eða 12,9% þeirra sem voru skráðir atvinnulausir í lok maí. Samtals voru veitt 349 atvinnuleyfi í maí. í lok maí voru um 414 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum. Búast má við að atvinnuleysið í júní geti orðið á bilinu 1,2% til 1,5%. Af þeim 2.241 sem voru á at- vinnuleysisskrá í lok maí höfðu 1.534 aðeins lokið grunnnámi. Áberandi er að ungar konur eru til- tölulega fjölmennar í hópi atvinnu- lausra, en 822 konur á aldrinum 15- 39 eru á atvinnuleysisskrá. 81 karl er skráður atvinnulaus í sama ald- urshópi. Harðar umræður um stjdrnarkjör í Línu-Neti á aukafundi í borgarstjórn Vill fá menn úr atvinnulífinu til stj órnarsetu SEX af sjö borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins tóku til máls á auka- fundi í borgarstjóm Reykjavíkur í gærkvöld, sem boðað var til að ósk sjálfstæðismanna, og var einkum rætt um stjómarkjör í Línu-Neti, fjarskiptafyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn gagn- rýndu málsmeðferð við stjómarkjör- ið í síðustu viku og töldu borgarstjóra hafa útilokað fulltrúa sinn þar. Meiri- hlutinn taldi boðað til fundarins af litlu tilefni og sögu það vera vegna þess sem þeir nefndu klúður hjá sjálf- stæðismönnum við undirbúning stjómarkjörsins í Línu-Neti. Borgarfulltrúar sem sátu í stjóm- inni voru Alfreð Þorsteinsson og Helgi Hjörvar af hálfu Reykjavíkur- listans og Inga Jóna Þórðardóttir af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta fundi fyrir aðalfund stakk Inga Jóna upp á Þóri Kjartanssyni fram- kvæmdastjóra sem fulltrúa sjálf- stæðismanna í stjómina. Alfreð Þor- steinsson formaður féllst ekki á það og á aðalfundi í síðustu viku tilnefndi fulltrúi borgarstjóra þrjá borgarfull- trúa Reykjavíkurlistans í stjómina, auk Alfreðs og Helga var Steinunn Valdís Óskarsdóttir kjörin en það er hlutverk borgarstjóra að bera fram tillögu um stjómarkjör á aðalfundin- um þar sem hann fer með hlut borg- arinnar. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessa málsmeðferð á borgarráðs- iúndi sl. þriðjudag. Úr 214 milljónum ítvo miHjarða Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjómar, hóf umræðuna í gærkvöld og rifjaði upp að síðast hefði verið kallaður saman aukafundur í borgar- stjórn í ágúst 1993 þegar fjallað var um hvort breyta skyldi Strætisvögn- um Reykjavíkur í hlutafélag. Sagði hann ekki ástæðu til að kalla saman fund þótt Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, fengi ekki tiltekinn mann kjörinn í stjóm Línu-Nets. Forseti sagði sjálfstæðismann alltaf hafa haft uppi gífuryrði um Línu-Net og talið stofnun þess fjárhagslegt glapræði fyrir borgina. Einnig hefði Júh'us Víf- ifl Ingvarsson gagnrýnt á sínum tíma að starfsmönnum Orkuveitu Reykja- víkur var gefinn kostur á að kaupa hlut í fyrirtækinu á genginu 3. Helgi Hjörvar sagði að þær 214 milljónir sem Orkuveitan hefði lagt í fyrirtæk- ið væm nú orðnar að tveimur millj- örðum og gengi bréfanna væri 12. Inga Jóna Þórðardóttir sagði for- seta hafa forðast að tala um kjama málsins og hún gagnrýndi þá ákvörð- un Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að útiloka sjálfstæðis- menn frá stjóm Línu-Nets. Hún kvaðst hafa látið í ljós það álit sitt að fengnir yrðu menn út atvinnulífnu til stjómarsetu í fyrirtækinu en ekki kjömir fulltrúa borgarinnar. Eðlflegt hefði verið að borgarfulltrúar sætu í stjórninni fyrsta árið meðan fyrir- tækið væri að komast af stað en síðan ætti að sækja menn með reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu tfl stjóm- arsetunnar. Sagði hún það hafa verið álit borgarstjóra að þetta myndi koma tfl endurskoðunar eftir fyrsta starfsár fyrirtækisins. Inga Jóna sagði Alfreð Þorsteinsson hafa bragðist ókvæða við tfllögu sinni um Þóri Kjartansson í stjómina. Hún sagði það ekki vera í hlutverki meiri- hlutans að hafa skoðanir á því hverjir sætu í stjóminni af hálfú minnihlut- ans. Segir vinnubrögðin gerræðisleg Oddviti sjálfstæðismanna gagn- rýndi tilnefningu borgarstjóra á aðal- fundinum og sagði vinnubrögð henn- ar gerræðisleg og sýna lítflsvirðingu við lýðræðislegt stjómkerfi. Hún sagði borgarstjóra hafa með ákvörð- un sinni útflokað fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og tflnefnt þrjá fulltrúa Reykjavíkurlistans í stjómina sem samþykkt var á aðalfundinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að við stofnun Granda hf. árið 1986 hefði þáverandi borgarstjóri til- nefnt fulltrúa í stjómina án samráðs við minnihlutann og það hefði heldur ekki verið gert við skipan stjórnar SVR. Hún sagði núverandi meirihuta hins vegar hafa tekið upp þau vinnu- brögð að hafa samráð við minnihlut- ann um skipan í stjómir Félagsbú- staða hf., Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Línu-Nets hf. Borgarstjóri benti á að til væri sími sem virkaði í báðar áttir og sagði að Inga Jóna hefði átt að ræða það fyrir stjómarfúnd og aðalíúnd að hún gæfi ekki kost á sér áfram en þar sem hún hefði ekki gert það hefði hún ekki tal- ið að hún vildi breytingar. Borinn væri fram einn listi á aðalfundi og samráð yrði að vera um hann en ekki hægt að koma á síðustu stundu með tfllögur um aðra skipan. Alfreð Þorsteinsson kvaðst hafa talið að Inga Jóna myndi sitja áfram í stjóminni og tók undir með borgar- stjóra að hún hefði átt að hafa samráð um uppástungu sína. Því hefði hún sjálf klúðrað því að sjálfstæðismenn fengju skipaðan fulltrúa í stjóm Línu-Nets. Telja að leiðrétta eigi mistök Aðrir borgaríúlltrúar sjálfstæðis- manna tóku undir gagnrýni Ingu Jónu og sögðu borgarstjóra hafa sýnt valdníðslu og gengið á bak orða sinna. Var nefnt að borgarstjóri ætti að leiðrétta þessi mistök og verða maður að meiri. Borgarstjóri sagði þessari gjörð ekki breytt en ræða mætti það fyrir næsta aðalfund hvort gera ætti breytingar á stjórn Línu-Nets. Hún mótmælti þeim málflutningi sjálf- stæðismanna að hún hefði lýst því yf- ir við umræður í borgarstjórn á liðn- um vetri að breyta ætti skipan borgarfulltrúa í stjómina eftir fyrsta árið, hún hefði sagst vilja endurskoða skipanina en í því hefði ekki falist að henni yrði endilega breytt. Hún sagði sjálfstæðismenn eingöngu hafa óskað eftir aukafundi vegna klúðurs þeirra sem orðið hafi til þess að þeir hafi glutrað sæti sínu í stjóm Línu-Nets. Hún kvaðst vera þeirrar skoðunar að Inga Jóna hefði ekki ætlað sér að eiga samráð heldur búa til pólitískt leikrit. í lok umræðunnar sagði Inga Jóna að meirhlutinn vildi greinilega ráða því hver væri fulltrúi sjálfstæðis- manna í stjóm Línu-Nets og kynnti hún bókun þeirra vegna málsins. Þar segir meðal annars: „Það vekur því sérstaka athygli að nú þegar fyrsta starfsár fyrirtækisins er liðið að póli- tískt kjömir fulltrúar R-listans sitja sem fastast og gengið er fram hjá þeim aðila sem tilnefndur var af hálfu minnihlutans og kemur út atvinnu- lífinu. I sæti minnihlutans í stjórninni kýs borgarstjóri hins vegar að setja borgaríúfltrúa R-listans. Af ummæl- um fulltrúa meirihlutans hefur mátt ráða að þeir sættu sig ekki við hver væri fulltrúi minnihlutans. Slík af- staða er með ólfldndum og sýnir í raun mikla lítilsvirðingu gagnvart lýðræðislegum stjómarháttum.“ Borgarstjóri las bókun Reykjavík- urlistans og þar segir m.a. að sú al- menna regla gildi um hlutafélög í eigu borgarinnar að borgarstjóri til- nefni fulltrúa borgarinnar. Einnig segir: „Fyrir aðalíúnd Línu-Nets hf. lá ekkert fyrir um að sjálfstæðismenn vfldu gera breytingu á stjórninni og Inga Jóna Þórðardóttir hafði hvorki samráð við borgarstjóra né formann stjómar um breytingu á stjóminni. Stjóm hlutafélagsins ber ábyrgð á því að á aðalfundi liggi fyrir tfllaga um stjórn og hefði Inga Jóna mátt taka það hlutverk sitt alvarlega og ræða málið við meðstjómarmenn sína.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.