Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Engar framkvæmdir við Kjarrhólma á áætlun ársins Kópavogur FJÁRHAGSÁÆTLUN árs- ins gerir ekki ráð fyrir nein- um meiriháttar aðgerðum við úrbætur í umferðarmálum í Kjarrhólma, að sögn Þórar- ins Hjaltasonar, bæjarverk- fræðings í Kópavogi. íbúar í Kjarrhólma kvört- uðu í fyrrasumar undan hröð- um akstri um þrönga götuna, þar sem bílum er lagt beggja vegna. Töldu þeir að öryggi barna og annarra vegfarenda væri stefnt í hættu við göt- una. Fram kom að kvörtun- um þeirra í tvö ár hefði ekki verið sinnt af hálfu bæjarins en í Morgunblaðinu þann 20. ágúst á síðasta ári sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, að málið væri til meðferðar í umferðarnefnd og væntanlega yrðu gerðar úrbætur við götuna nú í vor. Þórarinn Hjaltason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri komin fram endanleg tillaga að fram- kvæmdum við Kjarrhólma en gatan væri eins og aðrar húsagötur í bænum til skoð- unar varðandi svæði þar sem komið verður á 30 km/klst hámarkshraða. Þegar er 30 km/klst hámarkshraði í Kjarrhólma en Þórarinn sagði að bæjarráð hefði nú samþykkt sama hámarks- hraða_ á nærliggjandi götum, t.d. Álfatúni, Vallhólma og Starhólma og yrði þeirri ákvörðun hrint í framkvæmd á næstunni. Þrátt fyrir að ekki sé til fjárveiting vegna úrbóta við Kjarrhólma sagði Þórarinn að ef um minnihátt- ar úrbætur væri að ræða yrði farið í verkið undir almennri fjárveitingu fyrir slík verk. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvort verið væri að vinna að tillögum um aðgerð- ir í Kjarrhólma enda væru fjölmörg verk á ýmsum stig- um hönnunar, innan bæjar- kerfísins og utan. Ekkert gerst Rakel Ragnarsdóttir, íbúi við Kjarrhólma, skrifaði bæj- aryfirvöldum bréf vegna um- ferðarmála við götuna í fyrrasumar. Hún sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að í framhaldi af umræðunni um málið á síðum blaðsins sl. sumar hefði hún fengið bréf frá bænum 15. september sl. þar sem fram komi að málið sé komið frá umferðarnefnd og í hendur tæknideildar, sem eigi að gera tillögur um nýtt umferðarskipulag. Síðan hefði ekkert gerst, ekkert heyrst frá bænum, engar framkvæmdir væru hafnar og tæknideild bæjarins virt- ist ekki kannast við að neinar framkvæmdir væru á döfinni. Um 450 manns búa við Kjarrhólma, í fjölbýlishúsinu nr. 2-38. Bílum er lagt beggja vegna götunnar. íbúarnir hafa farið fram á að gatan verði breikkuð og bílastæðin færð frá húsinu þannig að gatan verði breiðari og bílum aðeins lagt öðrum megin við hana. Hætta stafi af því að um leið og komið er út úr húsi sé gengið út á þrönga götu þar sem margir aki allt of hratt. Aðeins nýtt skipulag bílastæðamála við götuna geti komið að gagni, að mati íbúa sem m.a. óttist um ör- yggi barna sinna við götuna. íbúar aldamótahússins munu njóta fagurs útsýnis. Mun aldamótahúsið rísa? Grafarvogur FÉLAG áhugamanna um aldamótahús hefur óskað eftir leyfí til að byggja ein- býlishús, svokallað alda- mótahús, við Barðastaði 69. Húsið á að sýna stöðu hönnunar og verklags í menningu þjóðarinnar við upphaf nýrrar aldar. Guðmundur Jónsson arki- tekt hefur gert uppdrátt að húsinu. Byggingarnefnd vís- aði erindinu til skipulags- og umferðarnefndar, sem lokið hefur umsögn um málið. Borgarráð samþykkti erind- ið á fundi 20. júni siðastliðinn og er málið því aftur komið í hendur byggingarnefndar. í bréfi hönnuðarins til byggingarnefhdar eru tengsl hússins við sögu og samtíð skýrð. Samruni tímaskeiða Þar segir að hugmyndin byggi á samruna tveggja tímabila í íslenskri bygging- arhefð. Horft er annars vegar til fortíðar, nánar til- tekið til ársins 1200, og hins vegar til áttunda áratug- arins. Grunnhugmyndin er sögð skírskota til upphafs þrettándu aldar, þegar við- bætur með þverálmum við gamla langhúsið gerðust tíð- ari. Hönnuður telur megin- þorra mikilvægustu einbýlis- húsa síðari tíma hafa verið byggðan á árunum 1968- 1978 og gætir einkenna þeirra í teikningum að alda- mótahúsinu. „Aldamótahúsið við Barðastaði 67 er því eins konar samruni þessara tíma- skeiða,“ segir í bréfinu. Lóðina segir Guðmundur einstaka. Hann telur hana bjóða upp á samspil bygging- ar, óspilltrar náttúru og fag- urs útsýnis, „öll uppbygging hússins byggist á samspili hússins, náttúrunnar og sög- unnar.“ Aldamótahúsið verður 193 fermetrar, en stærð lóðar- innar er 750 fermetrar. Ekki verður byggður bfl- skúr við húsið, einungis bfl- skýli. Ástæðan er sú að Guð- mundur telur þörfina á bflskúrum ekki vera til stað- ar, en þá getur verið nokkuð dýrt að byggja. Vill hann m.a. vekja á því athygli með byggingu skýlisins. I umsögn Borgarskipulags kemur fram að um tiltölu- lega nett hús sé að ræða. Frávik húss frá byggingar- reit eru talin hafa lítil sem engin neikvæð áhrif á að- stæður næriiggjandi húsa. Fram kemur þó að opið bfl- skýli sé að öllu utan bygg- ingarreits og geti valdið út- sýnisskerðingu frá nærliggjandi húsum. Um er að ræða frávik frá deili- skipulagi. Fór því fram grenndarkynning en engar stórfelldar athugasemdir voru gerðar við aldamóta- húsið. Framkvæmdir vegna Kristnihátíðar á Þingvöllum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu að uppsetningu vegmerkinga á Vesturlandsvegi að- faranótt 29. júní vegna Kristnihátíðar á Þingvöllum um helgina. Þrjár akreinar á hluta Vesturlandsvegar Mosfellsbær ÞRJÁR akreinar verða á hluta Vesturlandsvegar frá Vfkurvegi að Langatanga og frá Reykjavegi að Þing- vallavegi daganna 1. og 2. júlí meðan á Kristnihátíð stendur á Þingvöllum. Árdegis verður ekið á tveimur akreinum í átt til Þingvalla en á einni akrein til Reykjavíkur. Síðdegis verður ekið á tveimur ak- reinum í átt að Reykjavík en á einni akrein út úr borg- inni. í frétt frá Vegagerðinni er bent á að aðfaranótt 29. júní var Vesturlandsvegur merktur sem þriggja ak- reina vegur en miðakreinin verður þó lokuð allri umferð þar til Kristnihátíð hefst á laugardagsmorgun. Vegfar- endur eru því beðnir um að gæta varúðar og hafa hug- fast að framúrakstur á veg- inum verður ekki leyfður á þessum tíma. Á milli hring- torganna við Laugartanga og Reykjaveg í Mosfellsbæ eru íjórar akreinar, tvær í hvora átt og verða þær opn- ar áfram og framúrakstur leyfður á þeim kafla. Styrkir til að hljóð- einangra íbúðarhús Hafnarfjörður í HAFNARFJARÐARBÆ hefur verið hafin styrkveit- ing vegna hljóðeinangrunar glugga í íbúðarhúsnæði við umferðargötur. Styrkirnir eru hluti af heildaraðgerðum vegna hljóðvistarmála. Að sögn Ernu Báru Hreinsdóttur hjá umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar- bæjar er þetta í fyrsta sinn sem styrkir af þessu tagi eru veittir í bænum. Sam- bærilegar aðgerðir hafi gefið góða raun í Reykjavík. Ástæðu styrkjanna segir Erna fyrst og fremst vanda- mál hljóðmengunar sem þekkist víða þar sem umferð er mikil. Sérstaklega sé ástandið slæmt í gömlu sam- félagi sem Hafnarfirði þar sem húsin voru víða byggð fyrst en göturnar lagðar eft- ir á. Hafnarfjarðarbær hyggst auglýsa árlega eftir umsókn- um um styrki til hljóðein- angrandi aðgerða. Styrkirn- ir takmarkast af fjárveit- ingum bæjarstjórnar hverju sinni. Ákveðin upphæð á fermetra í glugga Gatnadeild lætur reikna hljóðstig. Miðað er við jafn- gildishljóðstig utan við vegg, eða glugga í íbúð. Styrkir verða ákveðin upphæð á fer- metra í glugga á þeim hlið- um húss þar sem hljóðstig reiknast 65 dB(A) eða hærra. Upphæð styrkja fer eftir hljóðstigi. Miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í mars 2000 getur styrkur- inn verið allt frá 21.815 kr. á hvern fermetra glers við 65 dB(A) hljóðstig til 54.543 króna við 72 dB(A). Sé framkvæmdum ekki lokið þegar styrkur skal koma til útborgunar er heimilt að greiða allt að 30% hans á meðan framkvæmd stendur, að því er kemur fram í reglum um styrkveit- ingarnar. Það sem á vantar er greitt þegar framkvæmd- um er að fullu lokið og út- tekt hefur farið fram án þess að athugasemdir séu gerðar. Telji úttektarmaður að- gerðir ófullnægjandi og eig- andi húss kýs að bæta ekki úr, má lækka styrkinn um allt að 30%. Teljist aðgerðir hins vegar ótækar, eða ef brotin eru ákvæði bygginga- reglugerðar fellur styrkur niður. Það telst ófullnægj- andi ef meðalhljóðstig inn- anhúss að mati matsmanna gatnadeildar er hærra en 30 dB(A) að loknum aðgerðum en ótækt ef það er hærra en 35 dB(A) að loknum aðgerð- um miðað við lokaða glugga. Við úthlutun styrkja hafa þeir forgang sem búa við verstar aðstæður. Vatnsveitubrú fyrir hesta og veiðimenn Ellidaárdalur ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka gömlu vatnsveitubrúnni við EUiðaámar í nágrenni Fáksvallarins fyrir allri ann- arri akandi umferð en umferð veiðimanna. Hægt hefur verið að aka yfir brúna á minni bíl- um. Slá verður komið fyrir í mynni brúarinnar sem veiði- menn munu hafa lykil að. Að sögn Ólafs Bjamasonar hjá borgarverkfræðingi hefur mat manna verið að þama eigi ekki að vera bílaumferð. Grip- ið er til þessara aðgerða til að minnka umferðina. Auk þess sé brúin orðin gömul og þreytt. Rafstöðvarvegurinn sem leiðir gegnum undirgöng við Höfðabakkabrúna hefur verið opinn almennri umferð. Þar verður nú sett upp samskonar hindmn. Ólafur tekur fram að þetta séu ekki umferðargötur og því ekkert athugavert við að hindra almennan aðgang að slóðunum. Hann leggur áherslu á að áfram verður um- ferð gangandi og ríðandi um brúna. Ekki sé verið að hefta hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.