Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 25

Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 25 Minnisvarði um Pál Olafsson Norður-Héraði - Páll Ólafsson skáld bjó á Hallfreðarstöðum í Hróarstung-u 1855 til 1892 eða í 37 ár. Nú stendur á Hallfreðarstöðum minnisvarði um skáldið sem minnir á búsetu þessa andans manns. Á dögunum voru Þórarna Gró Frið- jónsdóttir og Árný Birna Árnadótt- ir að skoða minnisvarðann og rifj- uðu eflaust upp eitthvert gullkorna Páls, en skáldskapur hans lifir enn í dag og mörg Ijóða hans eru sungin enn þann dag í dag. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Gjafir til Ljósheima á Selfossi Selfossi - Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flugfreyja, færðu Ljósheimum á Selfossi sjúklinga- lyftu og stólavog. Sjúklingalyftan er notuð til að færa sjúklinga úr rúmi í stól eða ann- að. Lyfta þessi minnkar álag á starfsfólk og sjúklinga. Stólalyftan er einnig notuð til að vigta sjúklinga sem eiga erfitt með að standa upp- réttir. Kaupin á þessum gjöfum fjár- magna Svölurnar með sölu á jóla- kortum en félagið hefur um árabil stutt ýmsa aðila með gjöfum, segir í fréttatilkynningu. Fékk óvenjulegan „fugl“ í golfi Borgarnes. Morgunblaðið. I GOLFI þykir leikmönnum gott að fá „fugl“, það er að segja að leika einn undir pari, en að fá í sig fugl í golfi er öllu verra. Þetta henti þó næstum því kylfing á móti í Borgarnesi um síðustu helgi. Aðdragandinn að þessum at- burði var sá að tvær rjúpur flugu á miklum hraða hring eftir hring í kringum golfskál- ann á Hamri í Borgarnesi. í síðasta hringflugi þeirra var kylfingur staddur á 8. teig, sem er rétt neðan við húsið, tilbúinn að slá upphafshöggið. Rjúp- urnar stefndu beint á hann á ógnarhraða líkt og orrustuvél- ar sem stefna að ákveðnu marki. Á síðustu stundu tókst kylfingnum að forðast árekstur með því að beygja sig niður og félagar hans er stóðu aftar á teignum sluppu naumlega. Áhorfendum, sem urðu vitni að þessum fáséða atburði, var skemmt en leikmanninum var ekki hlátur í huga. Upphafs- höggið misheppnaðist nefni- lega og kúlan small í golfskál- anum en hrökk af honum niður í brekkuna. N «“ i f~ i r- i SJJZtZJ J. H'U-Fj LUR Yfir 12 vikur ★★★ BÆN - DV nnarg- verðlaunud bresk Besta myndin: Brttish Academy Awards Evening Standard Brttlsh Rlm Award Directors Week Award London Critics Circle Awards Besta handrít: British independent FHm Award London Critics Circle Awards ’]1 iI.NCi ungir, á iausu X %. N'. - tveir fyrir einn á meöan EM í knattspyrnu stendur yfir eða til 2. júlí I_’ -rX HÁSKÓLABÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.