Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 33 Sjö manna tak TONLIST F r í k i r k j a n KAMMERTÓNLEIKAR Blanc: Septett í E Op. 401; Beet- hoven: Septett í Es Op. 202. Kamm- erhópurinn Octo (Margrét Krist- jánsdóttir, fiðla 1; Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla 2; Herdís Jóns- dóttir, víóla; Lovísa Fjeldsted, selló; Hávarður Tryggvason, kontra- bassi; Kjartan Oskarsson, klarinett; Emil Friðfinnsson, horn; Rúnar Vil- bergsson, fagott). Þriðjudaginn 27. júm' kl. 20:30. í FLJÓTU bragði skyldi maður ætla að ekki væri auðfundið annað kammerverk á móti Septetti Beet- hovens með sömu áhöfh (klarínett, hom, fagott og strengjatríó með kontrabassa), og þaðan af síður af sömu gæðum. Svo maður tali ekki um vinsældir. Því meðan Beethoven lifði komst ekkert annað verk frá hendi hans í hálfkvisti við Septettinn að al- þýðuhylli, og hefur hún enzt fram á þennan dag. En við nánari skoðun kemur í Ijós glettilegur fjöldi slíkra verka frá „heimilismúsík“-öldinni ní- tjándu, þónokkur m.a.s. í sömu tón- tegund, og við blasir, að vinsældir Es- dúr-septettsins frá 1800, sem fóru í taugamar á Beethoven á efri ámm þegar þær skyggðu á seinni og merk- ari verk hans, hafa hvatt marga tón- höfunda til að freista þess að endur- taka sjömannaleikinn. Harla h'tið fer þó enn íyrir Adolphe Blanc (1828-85) á hljómplötuvörulist- um, og gæti flutningur Octo-kammer- hópsins í Fríkirkjunni á þriðjudaginn sem hægast verið írumflutningur septettsins á í slandi, þótt ekkert væri fullyrt um það í annars vel skrifaðri tónleikaskránni. Verkið var samið um 1860, og þó í fjórþættu sinfónísku stórformi sé eimdi margt eftir af fyr- irmyndinni frá Beethoven, sem strangt til tekið var þá þegar orðin hálfúrelt arfleifð „Tafel“-tónlistar („dinnermúsík" eins og menn kalla í dag) og dívertímentóa 18. aldar. Sem kammertónsmíð verkaði septett Blancs raunar meira sannfærandi en septett Beethovens að því leyti að verkefnum var jafnar niður skipt milli hljóðfæra en hjá Beethoven, þar sem fiðlan leikur það stórt hlutverk að stappar stundum nærri einleiksfiðlu í fiðlukonsert, þótt minna bæri á því að vísu í hlutfallslega hlédrægum leik Sigurlaugar Eðvaldsdóttur miðað við sígaunasprellikarla eins og Willi Boskovsky. Furðuh'tið kvað að síðrómantískum tilþrifum í kammerstykki Blancs, sem ef nokkuð er hljómaði enn íhaldssam- ara fyrir sinn tíma en jöfurinn suður í Vínarborg meðan allt lék í lyndi, áður en andhverf örlög knúðu dyra og gerðu hann að byltingarmanni í tón- list. Verkið var engu að síður vel og oft allþétt skrifað; skemmtilegast í miðþáttunum, hinum söngræna And- ante og í Scherzóinu, þar sem falda- feykjandi ítölsk tarantella þyrlaðist um loft í snörpum samleik hópsins. Fínalinn var þróttmikill en spilltist svolítið af tveim eða þrem hálfbanöl- um mótívum sem kunna að hafa hljómað ferskar á tilurðartíma en seinna varð. Samleikur Octo-hópsins var víða góður í þessu að mörgu leyti óþarf- lega gleymda verki, þó að gruna mætti endrum og eins, kannski sér- staklega í strengjum, að hópurinn hefði ekki komið ýkja oft fram á seinni misserum, og kom það enn bet- ur fram í alkunnu verki Beethovens. Það getur oft verið gaman að músík- ölsku hljómlistarfólki sem teflir á tvær hættur þegar tíminn er naumur í tvennum skilningi (þ.e. fjörugt tempó og lítill samæfingartími), enda bætti spilagleðin fyrir ýmsar örður í samstillingu. En það er meira en að segja það, ekki sízt fyrir túttí- strengjaleikara í sinfóníuhljómsveit, að ná pottþéttum samleik í gegnsæj- um kammerverkum sem þessum eftir kannski áralangt hlé. í því ljósi var mesta furða hvað margt náði þrátt fyrir allt að smella saman. í heild má segja að raddjafnvægið hafi oftast verið nokkuð gott, þó að miðstrengimir - víóla og selló - virt- ust almennt full aftarlega, auk þess sem klarínettið og einkum hornið uggðu stöku sinni minna að sér en skyldi í hljómfyllingarhlutverki. Hvað styrkjafnvægi snertir má valdhornið sem kunnugt er vera sérstaklega á varðbergi í htlum samleikshóp, enda fyllir tónn þess hvem krók og kima, að örfáum yfirgnæfingum slepptum var gaman að liprum leik Emils Frið- finnssonar í báðum verkum. Beethoven-septettinn er afbragð- svel samið skemmtiverk innan síns mið-vínarklassíska stílramma; rit- hátturinn tær, yfirbragðið ljúft og formið skýrt og einfalt. Fiðlan er þar sem fyrr sagði í hálfgerðu forystu- hlutverki, og Sigurlaug naut skynjan- lega góðs af töluvert meiri kammer- músíkalskri reynslu en stalla hennar í Blanc, þótt oft hefði mátt slaka aðeins á fáguninni og spila meira út. Einna fallegastur þáttanna sex var efalítið Adagio cantabile (II.), sem skartaði löngum og líðandi blásara- hendingum af dapurri reisn, þrátt fyrir hæga yfirferð. Tempóvalið var annars yfirleitt gott, nema hvað Men- úettinn (III.) var í það hraðasta og vantaði Schwung - e.t.v. líka vegna bassans sem lék ekki upptaktsnót- urnar nógu veikt (eina misfellan í annars öruggum leik Hávarðs Tryggvasonar, sem ávallt var á hár- réttum styrk) - fyrir utan Scherzóið (V.) og loka-Prestóið, sem miðað við takmarkaðan samæfingartíma voru í djarfara lagi, með tilheyrandi straffi í formi subbulegs strengjasamleiks á köflum. Adrenalínflæði kann að hafa valdið flýtingaróróleika strengja í byrjun til- brigðaþáttarins (IV.), en hann náði betur saman þegar á leið. Hrynskerp- an hefði sömuleiðis mátt vera meiri hér og þar, ekki sízt þegar Beet- hovenlegar synkópu-áherzlur voru á ferð, en víðast hvar náðist þó viðeig- andi léttleiki yfir þessari hugljúfu af- þreyingarperlu frá andarslitrum hár- kollualdar. Hefði þó sennilega skipt sköpum, miðað við aðstæður, ef spil- endur hefðu haft vaðið örlítið meira fyrir neðan sig í hraðavali. E.t.v. á kostnað einhverrar spennu - en ör- ugglega til ágóða fyrir nákvæmnina. Ríkarður Ö. Pálsson Kvartett Friðriks Theódórssonar á Jómfrúnni FIMMTU sumartónleikar veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu fara fram á morgun kl. 16-18. Að þessu sinni kemur fram kvartett básúnuleikarans og söngvarans Friðriks Theódórssonar. Aðrir meðlimir kvartettsins eru píanóleikarinn Ámi ísleifsson, bassaleikarinn Leifur Benediktsson og trommuleikarinn Guðmundur R. Einarsson. Kvartettinn leikur létta og að- gengilega djasstónlist. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorg- inu ef veður leyfir, en annars inni. Aðgangur er ókeypis. hr nafli allneimsins í Kópavogi? Við erum þar... ... viltu far? Plúsferðir opna í dag nýja söluskrifstofu , að Hlíðasmára 15 - í hjarta Kópavogs. FRABÆR 0PNUNAR- TILB0Ð 29. júlí 5. og 16. ágúst 19.900 kr. flugsæti á mann. m/flugvallarskatti Portúaal 4. júlí í 1 viku kr. 29.600 á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Innifalið: Flug gisting á Garden Choro. Ef 2 ferðast saman 35.600 kr. á mann. Flugvallaskattar, 2.990 kr. fyrir fullorðinn og 2.240 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. Alicante Benidorm 14. júlí og 25. ágúst 19.950 flugsæti á mann. Innifalið: Flug til Alicante 2 vikur. Flugvallarskattar 2.650 kr. ekki innifaldir. kr. Mallorca 26. júlí og 30. ágúst í 1 viku 41.400 á mann miðað við að 2 ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í stúdíói. Flugvallarskattar 2.650 kr. ekki innifaldir. kr. Manclnester 13. og 20. október 19.950 flugsæti á mann. Innifalið: Flug til Manchester. Flugvallarskattar 4.425 kr. ekki innifaldir. kr. Krít 7. ágúst í 1 viku 43.300 á mann miðað við að 2 ferðist saman. Innifalið: Flug. gisting á Ariadni í tveggja manna herbergi. Flugvallarskattar 3.995 kr. ekki innifaldir. kr. ísafjörður • S: 456 5111 Höfn • S: 478 1000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Akranes-S:431 4884 Borgames»S: 437 1040 Sauðárkrókur• S: 4536262/8968477 EgilsstaBir • S: 471 2000 Keflavik'S:m 1353 Blönduós’ S: 452 4168 Dalvík‘S: 466 1405 Akureyri-S: 462 5000 Selfoss>S: 4821666 Grindavík-S: 426 8060 Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur Sími 535 2100 • Fax 535 2110 •Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is FERÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.