Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 34

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Valgerður Guðlaugs- dóttir sýnir á Svalbarðs- strönd SÝNING á verkum eftir Valgerði Guðlaugsdóttur verður opnuð í Safnahúsinu á Svalbarðsströnd laug- ardaginn 1. júlí kl. 14 en Valgerður hefur vakið athygli fyrir að leita m.a. fanga í bókmenntum, ákveðnum persónum og ímyndum sem snerta bamslegan streng í brjóti skoðand- ans, segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni er stafnlíkneski úr tré með svipmóti höfundar og ljós- myndir af ferðalagi þess úr Reykja- vík norður í Eyjafjörð. Fyrir eru í safninu sex sýningar úti og inni sem munu standa yfir í allt sumar. Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10-18 til 29. ágúst. Hægt er að taka á móti hópum á öðrum tímum með stuttum fyrirvara. Nánari upplýs- ingar veitir Níels Hafstein. Sýning- á Þingvöllum og Listasafninu á Akureyri opnuð í kvöld Morgunblaðið/Svemr 14 verk eru á sýningunni í Stekkjargjá. Þetta er eftir Sigurð Árna Sigurðsson en hann vinnur með dyggðina von. Dyggðirnar sjö að fornu og nýju FJÓRTÁN listamenn, sjö karlar og sjö konur, eiga verk á sýningunni Dyggðimar sjö að fornu og nýju sem opnuð verður í kvöld í Stekkjargjá á Þingvöllum. Samtímis er sýningin opnuð á Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er teflt saman höf- uðdyggðunum sjö úr kristni og sjö nútímadyggðum sem ákvarðaðar voru út frá skoðanakönnun Gallup á íslandi. Umsjónarmaður sýningar- innar en Hannes Sigurðsson en þeir listamenn sem taka þátt eru: Bjarni Sigurbjörnsson, Gabríela Friðriks- dóttir, Halldór Ásgeirsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Tóm- asson, Rúrí, Sigurður Ámi Sigurðs- son, Finna Bima Steinsdóttir, Guð- jón Bjarnason, Hannes Lámsson, Hulda Hákon, Ólöf Nordal, Ósk Vil- hjálmsdóttir og Ragnhildur Stefáns- dóttir. Nota hamrabeltin sem sýningarveggi Sýningarsvæðið er 5-600 metra langt en það nær frá Öxarárfossi að klaufinni í Stekkjargjá. í öllum til- vikum er um að ræða útilistaverk og að sögn Hannesar er fjölbreytni í verkunum mikil. Þau eru af ýmsum stærðum og gerðum og eru fossinn jafnt sem hamraveggimir nýttir fyr- ir sýninguna. A Listasafninu á Akureyri er að finna tilbrigði við verkin á Þingvöll- um og einnig verður þar opnuð sýn- ingin Ein kristileg undirvísan og nytsamleg en efni hennar tengist höfuðdyggðunum sjö. Að sögn Hannesar var skoðana- könnun Gallup gerð til að meta sið- ferði samtímans. Niðurstöðumar leiddu í Ijós að aðrar dyggðir séu í hávegum hafðar en höfuðdyggðimar sjö; viska, hugrekki, hófstilling, rétt- læti, trú, von og kærleikur. í Lesbók Morgunblaðsins sem kemur út á morgun verður fjallað ítarlega um sýninguna, niðurstöður spurninga- könnunarinnar og greinarskrif um sama efni í nýjasta Tímariti Máls og menningar. Sýningin sem hefst í kvöld stend- ur til 1. september í Stekkjargjá en henni lýkur 27. ágúst í Listasafninu á Akureyri. Ferðalangar án áfanga- staðar MYNDLIST S t ö ðla k o t SOFFÍA SÆMUNDS- DÓTTIR Sýningin er opin daglega frá 15 til 18 og henni lýkur 2. júlí. SOFFÍA Sæmundsdóttir sýnir nú málverk í Stöðlakoti og em þau af svipuðum toga og á síðustu sýningum hennar. Myndirnar em allar úr þeim draumkennda myndheimi sem Soffía hefur búið sér til þar sem prúðbúnir en dá- lítið brjóstumkennanlegir menn ráfa um í landslagi sem er ýmist nákvæmlega hlutgert eða eins og myndbirting einhvers frumspeki- legs innsæis. Þessir ferðalangar, eins og Soffía vill kalla þá, em eins og skipreka börn sem hefur skolað upp á óþekkta strönd. Hvert smáatriði í umhverfinu er fyrir þeim opinbemn á óþekktum sannleika og þótt þeir átti sig kannski ekki á því sjálfir er eins og þeir séu á ferð í átt að ein- hverjum áfangastað þar sem þeirra bíður einhver úrlausn - svar við spurningum þeirra eða vísbending um það hvernig þeir komist aftur heim. Á meðan reika þeir um, umkomu- og verkfæra- lausir í landslaginu. Sögumyndir af þessu tagi geta verið heillandi og málverk Soffíu em ágætlega úr garði gerð. Hins vegar er ekki víst að hægt sé að halda frásögn af þessu tagi áfram endalaust án þess að einhver úr- lausn finnist eða að einhvers kon- ar umbreyting eigi sér stað. Mann fer að fýsa að sjá ferðalang- ana loksins komast eitthvað úr stað eða verða fyrir einhveiju sem í frásögur er færandi. Þau afstæðu hugtök sem mynd- irnar em tengdar em líka þess eðlis að það verður leiðigjarnt til lengdar að velta þeim fyrir sér ef ekki finnst einhver nýr flötur á þeim, einhver ný leið til að leggja spurninguna fyrir eða komast nær því að móta við henni svar. Það em takmörk fyrir því hvað maður getur staðið lengi í undrun frammi fyrir óendanleika sköpun- arverksins og óræðni náttúmnn- ar. Sýningin er falleg og það er auðvelt að gleyma sér við mynd- irnar en það væri líka gaman að sjá Soffíu takast á við ný við- fangsefni og koma áhorfendum sínum á óvart á næstu sýningu. Jón Proppé Þáttur um Reykiavík áCNN BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CNN mun senda út þrjá þætti um Reykjavík í sumar. Stöðin kom nýverið hingað til lands til að gera þættina og vom þeir unn- ir í samstarfi við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og Ferðamálaráð íslands. Fyrsti þátturinn verður frum- sýndur á morgun kl. 20. Þátturinn, sem nefnist Art- club, verður sýndur 1., 2. og 3. júlí og fjallar hann um listvið- burði í Reykjavík. Kynnir þáttar- ins er Katy Haswell og mun hún skoða nokkra af hinum mörgu listviðburðum sem fara fram í borginni í ár. Meðal þeirra sem em á dagskrá þáttarins em lista- verkin á strandlengjunni og hið nýopnaða hús Listasafns Reykja- víkur en auk þess er rætt við nokkra íslenska listamenn. Með- al listamanna sem fram koma í þættinum em Sigurður Árni Sig- urðsson, Sæmundur Valdimars- son, Ragna Róbertsdóttir, Einar Öm og Bragi Ólafsson. City Guide er nafn annars þáttar sem sýndur verður á næstu vikum. I honum mun ís- lenska sjónvarpskonan Anna Rakel sýna áhorfendum fimm af eftirlætisiðjum sínum í borginni. Meðal þess er að synda í einni af sundlaugum borgarinnar, renna fyrir fisk og borða súkkulaði- köku. Útsendingardagar City ' Guide hafa ekki verið ákveðnir. Síðasti þátturinn sem sýndur verður nefnist Hotspots og fjall- ar hann um þá staði sem þykja markverðir og spennandi á Is- landi. Kynnir þáttarins er Jane Dutton og skoðar hún sig um á veitinga- og skemmtistöðum Reykjavíkurborgar í fylgd með kvikmyndatökuliði áður en hún heldur í Bláa lónið og í jeppaferð upp á jökul. Þátturinn verður fmmsýndur þann 5. ágúst og endursýndur tvisvar sinnum. Menningarborgin Reykjavik 2000 Erna hjá Sævari Karli ERNA G. Sigurðardóttir opn- ar sýningu í Galleríi Sævars Karls laugardaginn 1. júlí. kl. 14. Erna lauk námi við MHÍ 1989 og stundaði framhalds- nám við The Slade School of Fine Art í London 1990 til 1992. Viðfangsefni hennar hefur verið „maðurinn, hugsanir hans og gerð í síbreytilegum myndum“. Málað í tímaleysi MYJVDLIST G a II e r f R e y k j a v í k MÁLVERK & TEIKNINGAR - ÓLI G. JÓHANNSSON Til 2. júlí. Opið virka daga frá kl. 10 -18. Laugardaga frá kl. 11 -16, og sunnudaga frá kl. 14 -17. ÓLIG. Jóhannsson hefur ekki sýnt hér syðra f sautján ár. Á sama tíma hefur hann verið áberandi í listalífi Akureyrar þar sem hann leiddi til skamms tíma Myndlistarfélagið, var einn af stofnendum Myndsmiðjunnar - forvera Myndlistarskólans á Akur- eyri - og rak galleríið Háhól ásamt konu sinni, Lilju Sigurðardóttur. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann árið 1972, og síðustu sjö árin hefur hann alfarið helgað sig myndlistinni. Óli málar og teiknar í stfi sem rekja má aftur til fimmta áratugarins og byrjunar þess sjötta. Það er Cobra- stfilinn svokallaði sem listamaðurinn hefur náð að hemja og temja á sinn hátt án þess að beinlínis sé hægt að væna hann um að bæta nokkru nýju við það sem flæmsku og dönsku félag- amir frá Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam skildu eftir sig þegar hreyfingin leystist upp á ofanverðum sjötta áratugnum. Þetta þýðir ekki að Óla sé alls varn- að, heldur hitt að hann kýs að mála í eins konar tímanlegu tómanimi þar sem velflestar forsendur eru þegar gefnar og lítið nýtt verður beinlínis sett fram. Þó er gaman að velta fyrir sér afstöðu listamannsins í Ijósi yfir- skriftarinnar sem hann velur sýning- unni en hún er: „Senn skín þinn morgunn". í yfirskriftinni felst nefnfiega fram- tíðarheit sem ekki kemur vel heim og saman við málverkin og teikningarn- ar. Stfll Óla tilheyrir fortíð - að vísu náinni - sem var og hét áður en heimsmyndin breyttist og heimtaði skilyrðislausa tryggð við núið. Það var áður en rokkið kom til sögunnar og poppið skall yfir með allri sinni kaldranalegu dægurhyggju. Við þurf- um að fara aftur fyrir James Dean, Marlon Brando, Marilyn og Bardot tfi að finna tímalausa paradís Óla. Er það ef til vill þetta tímaleysi sem talar til almennings? Vissulega hefur Óli náð ágætum tökum á stíl sínum og aðferðarfræði, en það verður varla sagt að of persónuleg tjáningarþörf hijái hann. Ólíkt tónlistinni og kvik- myndunum þar sem núið er yfirleitt snöggtum vinsælla en fortíðin, virðist sem myndlistin kyndi undir saknað- arþráhyggju manna, bæði listamanna og áhorfenda. Er það vegna þess -sem Walter Benjamin hélt - að hún er meðtekin prívat og persónulega en ekki sem hópvakningarlist? Hvað sem líður slíkum vangaveltum væri vissulega gaman að sjá Óla G. beita pensli sínum á ögn nærtækari og brýnni viðfangsefni en löngu tæmda lýríska abstraksjón eftirstríðsáranna. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.