Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 42
. ■ > , ,...................................................................................................................................................................................,_........................................................................................................ .... _______________________________________________________________________________________.../, . . .......................................................................................................................................... ) 42 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 Góður gestur Vissulega hefur dregið úr blóðsúthelling- um í Kína, en blóði drifin arfleifðin er enn til staðar ogfulltrúi hennar var í síðustu viku í heimsókn hjá ríkissak- sóknaraembættinu hér. ÞEGAR tignir gestir heimsækja íslenskar stofnanir er alsiða að þeim sé tranað fram og reynt að hrifsa at- hygli fjölmiðla með einhverjum hætti. Það vekur því samstundis grunsemdir þegar pótintátar koma hingað til lands og það þarf að toga upplýsingar um heim- sóknina upp úr gestgjafanum. Sú var raunin þegar Han Zhubin, rík- issaksóknari Kína, kom hingað til lands í liðinni viku. Zhubin var á yfirreið um Norðurlönd og hefur örugglega getað kennt starfs- bræðrum sínum sitthvað. Zhubin komst í sviðsljósið fyrir rúmu ári þegar hann gekk fram fyrir skjöldu með yfirlýsingum um að láta ætti til skarar skríða gegn andófsmönn- VIÐHORF r'Saff ■ ______ hann að berj- Eftir Karl ast ætti SeSn Blöndal „öllu glæp- samlegu at- hæfi, sem stefndi öryggi ríkisins í hættu“ og ættu menn sérstaklega að vera á varðbergi gagnvart „fá- mennum hópi með annarlega hagsmuni, sem reyndu að nota viðkvæm mál til að ýta undir róst- ur og skemmdarverk". Nefndi hann til sögunnar öfl bæði heima fyrir og erlendis og átti þar greini- lega við pólitíska andófsmenn auk þess sem hann fyrirskipaði að gengið yrði fram af hörku gegn hryðjuverkamönnum og trúar- hópum, sem væru ógn við öryggi ríkisins. Sérstaka athygli vakti að þessar yfirlýsingar ríkissaksókn- arans voru gefnar út nokkrum dögum fyrir 4. júní 1999 þegar tíu ár voru Uðin frá því að kínversk yf- irvöld kæfðu með ofbeldi mótmæli á Torgi hins himneska friðar í Peking. í þeirri atlögu létu 1000 manns lífið í Peking og 10.000 særðust, mörg hundruð manns voru tekin af lífi utan höfuðborg- arinnar og 30 þúsund manns voru hneppt í fangelsi. Þeir, sem neit- uðu að snúa baki við lýðræðis- hreyfingunni voru dæmdir í allt að 13 ára fangelsi. Enn hefur ekld verið gerð grein fyrir örlögum margra þeirra, sem voru myrtir, særðust eða voru handteknir í að- gerðum öryggissveitanna 1989. f fyrra voru reyndar framin ein- hver mestu mannréttindabrot í Kína í heilan áratug. í nýrri árs- skýrslu samtakanna Amnesty Int- emational kemur fram að mörg þúsund manns hafi verið varpað í fangelsi fyrir það eitt að neyta réttar síns til tjáningarfrelsis með friðsamlegum hætti. Margir hafi verið dæmdir til langrar fangelsis- vistar á grundvelli harðneskju- legra laga eftir óréttlát réttarhöld, aðrir verið sendir án dóms og laga í allt að þriggja ára varðhald í fangabúðum, sem þjóna þeim til- gangi að „endurmennta með vinnu“. í skýrslunni segir að pynt- ingar og ill meðferð fanga hafi verið víðtæk og mörg þúsund manns hafi verið dæmd til dauða og margir teknir af lífi. Kínveijar hafa reyndar verið sérlega iðnir við aftökur undanfarin ár. 1999 voru að minnsta kosti 1.720 manns dæmdir til dauða og minnst 1.077 teknir af lífi. Á síðasta áratug voru alls um 18.000 manns tekin af lífi, oft aðeins nokkrum tímum eftir að dómur var kveðinn upp. Yfirvöld beittu sér sérstaklega gegn trúarhópum og var mörg þúsund félögum í andlegu hreyf- ingunni Falun Gong varpað í fang- elsi og þrýst á þá að afneita trú sinni. Fregnir bárust af pynting- um og illri meðferð og lést að minnsta kosti einn í höndum lög- reglu. Sagði að Falun Gong stefndi öryggi almennings í hættu. Hafa mörg hundruð manns, sem aðhyllast boðskap Falun Gong, verið send í vinnubúðir til endur- menntunar án dóms og laga. I fyrra voru liðin 50 ár frá stofn- un kínverska alþýðulýðveldisins. Segir í skýrslu Amnesty Inter- national að stöðu mannréttinda hafi hrakað svo mjög árið 1999 að draga verði í efa að kínverskum stjómvöldum hafi verið alvara með undirritun mannréttinda- sáttmála á undanförnum árum. Um þessar mundir er 1 tísku að koma vel fram við Kínveija. Þeir eiga að fá aðgang að Heims- viðskiptastofnuninni og njóta við- skiptavildar í hvívetna. Þetta era ekki böðlar heldur bisnessmenn. Gildir einu þótt fórnarlömbin skipti tugum milljóna. í Svörtu bókinni um kommúnismann, þar sem nokkrir fræðimenn rekja blóði drifinn feril kommúnista- stjóma um heim allan, er því hald- ið fram að fórnarlömb kommún- ismans í Kína séu 65 milljónir. Vissulega hefur dregið úr blóðsút- hellingum í Kína, en blóði drifin arfleifðin er enn til staðar og full- trúi hennar var í síðustu viku í heimsókn hjá ríkissaksóknara- embættinu hér. Ekki er vitað hvað mönnum fór á milli á þeim fundum, sem hér fóru fram, og vissulega heimsótti þessi sami maður starfsbræður sína á öðrum Norðurlöndum þannig að heimsókn hans hingað er ekkert einsdæmi. Hann hefur meira að segja setið alþjóðleg þing saksóknara og þykir sjálfsagt mikill akkur í nærveru hans þegar verið er að ræða aðgerðir gegn eiturlyfjabarónum og alþjóðlegum glæpahringjum. Engum sögum fer af viðræðum þeim, sem Zhubin átti við kollega sína. Hann hefur ugglaust getað veitt góð ráð, til dæmis um það hvemig rétt er að fara með ýmsa sértrúarhópa, sem vilja upp á dekk. Hann er þó sennilega það veraldarvanur orð- inn að honum blöskrar ekki lengur þegar hann sér hvílíkum vettl- ingatökum menn eru teknir á Vesturlöndum þegar þeir snúast gegn handhöfúm valdsins. Honum er sennilega einfaldlega skemmt þegar hann sér hvílík vandræði og uppsteytur geta íylgt réttarrík- inu; er hann horfir upp á vamar- lausa starfsbræður og -systur þurfa að sitja undir smásjá al- mennings. Fróðlegt verður að sjá hvaða lærdóm saksóknaraembættið hér dregur af fundum með ríkis- saksóknara Kína. Það er verst hvað ógnarstjómum í heiminum hefur fækkað upp á síðkastið. Það verður erfitt að finna jafnoka Zhubins næst þegar saksóknara- embættinu dettur í hug að bjóða erlendum ríkissaksóknara hingað til lands til skrafs og ráðagerða. MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • Lesið í verkið I LISTIN AÐ LÝSA Lawrence Weiner Hugleiðingar um Lawrence Weiner í tilefni af sýningunni Arátta, úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róberts- dóttur, í Listasafni Kópavogs. HVERNIG getur lýsing í orðum talist myndlist? Eitthvað því um líkt hlýt- ur að fljúga um huga okk- ar þegar við stöndum frammi fyrir verki banda- ríska listamannsins Lawrence Weiner í Listasafni Kópavogs. En sem góðir og gegnir íslendingar, aldir upp við ást á handritunum - þessum þjóðargersemum sem okkur tókst að endurheimta seint og um síðir - hljótum við að vera nær því að skilja gildi ritaðs máls heldur en þjóðir sem ekki byggja sjálfsmynd sína í jafnrík- um mæli á slíkri menningararfleifð. Því ættum við að vera betur í stakk búin til að meðtaka óvenjulegan tjáningarmáta Weiners en þjóðir sem ekki eiga sér eins mikilvæga rithefð. Lawrence Weiner (f. 1940) er sprottinn af þeim meiði hugmyndlistarinnar - Concept Art - sem setti tungumálið í önd- vegi undir lok sjöunda áratugarins. Eða svo vitnað sé til orða listamannsins sjálfs; þá er engin list án tungumáls. Hvað þýddi þetta í raun og hvers vegna var tungu- málið allt í einu orðið svona mikilvægt í list sem hingað til hafði stært sig af því að standa utan og ofan við hið talaða orð? Sú skoðun margra listamanna að hug- myndin væri kjarni listaverksins, en handverkið væri einungis aukaatriði - jafnvel ómerkilegt ofhlæði - er ekki ný af nálinni. Snemma á tuttugustu öldinni komu fram listamenn sem töldu daga handlagni og hrífandi skreytilistar talda. Franski listamaðurinn Marcel Duchamp, sem margir telja föður hugmyndlistarinn- ar, hélt því fram að myndlist sem einungis höfðaði til augans - eða sjónhimnunnar, eins og hann orðaði það - dæmdi sjálfa sig úr leik á öld þar sem hugsun og íhugun hefðu leyst tilfinningahyggju og hrifnæmi af hólmi. Hugmyndlistin er því ákveðið mótsvar við róm- antískri hughyggju 19. aldarinnar. En fleira hangir á spýtunni. Þegar í byrjun þriðja áratugarins lét austurríski heimspekingurinn Witt- genstein í veðri vaka að tungumálið næði utan um allt sem máli skipti, og undir lok þess sama áratugar mál- aði belgíski súrrealistinn René Magritte sína frægu mynd af tóbakspípu. Undir pípunni var ritað: „Þetta er ekki pípa.“ Ef til vill var þetta í fyrsta skipti sem strúktúralískar hugmyndir læddust inn í listaverk með skýmm hætti, aðeins þrettán ámm eftir að nið- urstöður svissneska málfræðingsins Ferdinand de Saussure, um greiningu merkis - signe - í mark - signifiant - og mið - signifié - gerði lýðum ljóst að eitt var hlutur, annað hugmynd af hlutnum og þriðja heiti á hlutnum. í ljósi þessa - og hins rífandi meðbyrs sem strúkt- úralískar hugmyndir hlutu á sjötta og sjöunda ára- tugnum með mannfræðingnum Lévi-Strauss, bók- menntafræðingnum Roland Barthes og sálkönnuðinum Lacan - var ekki nema von að jafn róttæk hugmynd skyti upp kollinum og sú að ekki þyrfti lengur að búa til listaverldð - nægjanlegt væri að lýsa því með nokkram vel völdum orðum. Þessa hugmynd átti Lawrence Weiner og með henni gat hann slegið margar flugur í einu höggi. Þyki einhverjum þetta vera hámark vitleysunnar skal á það bent að skrásetning er nú orðin viðtekin regla í öllum kerfisbundnum samskiptum. Menn sofa ekki lengur með peningana undir koddanum. Þeir koma þeim í umferð með rafrænum viðskiptum án þess að gera nokkra kröfu um að handfjatla gullið. Eitt af því markverða sem Weiner er að tilkynna okkur með óvenjulegum aðferðum sínum er að heimur okkar er stöðugt að þróast frá áþreifanlegum gildum til skrá- settra og skjáfærðra. Menn dreymir ekki lengur um þyngd sína í gulli heldur fislétta milljarða færða milli reikninga á Net- inu. Annað sem þyngdarleysi orðanna veitti Weiner var frelsi frá því að fylla heiminn af drasli. Sem listamað- ur er hann fæddur inn í umræðuna um mengun, auð- lindaþurrð og offramleiðslu. Hví skyldi listamaður bæta við ruslið ef hann kemur því sem hann vildi sagt hafa til skila með jafn áhrifaríkum hætti? Reyndar Ljósmynd/Margrét Jónasdóttir Lawrence Weiner skýrir út rismikil stensilverk sín fyrir kennur- um og nemendum Listaháskóla Islands í Galerie Marian Good- man í vor sem leið. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Verkið sem Lawrence Weiner endurgerði í Listasafni Kópavogs eftir að hafa sýnt það í sýningasalnum Onnur hæð, Laugavegi 37, árið 1996. felst enn annar augljós kostur í notkun Weiners á orðum í stað mynda. Verkið á sýningunni er sett sam- an úr orðunum: Dagsljósið - (Eins og það er) - & - Silfurberg - (Sem tærast) - Til að móta liti - (Á yfir- borð jarðar). Enski frumtextinn er skráður jafnhliða þeim íslenska. Af lýsingunni má greina upplifun, væntanlega frammi fyrir íslenskri náttúru - enska tegundarheitið „Iceland spar“ sem þýðir silfurberg bendir óhjákvæmilega til landslags hér á landi - og skipar sú upplifun verki Weiners á bekk með öllum þeim fjölda landslagsverka sem byggjast á svipaðri reynslu. En vegna þess að verk Weiners takmarkast ekki af ákveðinni staðsetningu og er ekki njörvað við ákveðin kennileiti er það mun víðtækara en venjuleg lands- lagsmynd. Áhorfandanum er veitt frelsi til að ímynda sér sýn listamannsins og raunar er hann hvattur til að nota ímyndunaraflið og gera sér í hugarlund hvemig upplifun samkvæmt gefnum orðum gæti litið út. Ein af reglunum sem listamaðurinn hefur sett sér er sú að þröngva aldrei ákveðinni mynd upp á sýning- argesti heldur örva þá til að botna tillöguna sem þeir lesa á veggnum. En er þetta þá ekki bara Ijóð? Vissu- lega fara yrðingar Weiners býsna nærri ljóðinu, eink- um og sér í lagi þeirri ljóðagerð sem franski symból- istinn Stéphane Mallarmé hleypti af stokkunum skömmu fyrir andlát sitt, 1897, og kallaði „Tenings- kast“ - Un coup de dés. Þar var óvenjuleg röðun orð- anna, leturgerð og umbrot, skipað jafnfætis inntaki sjálfs textans. Reyndar er leturgerðin Weiner svo mikilvæg að hann leggur sig í líma við að finna og bjarga lítt notuðum, eða gleymdum týpum, einkum ef þær eiga sér merka sögu. Skömmu áður en hann kom hingað til að setja upp verk sín í Listasafni Kópavogs og Listasafni ASÍ notfærði Weiner sér sögufræga stensilgerð úr franskri prenthefð með áhrifamiklum hætti hjá Marian Goodman í París. Með slíkri nálgun hefur hann haft ómæld áhrif á grafíska hönnun, um- brot og leturnotkun á undanförnum áratugum. Dregið saman í hnotskurn er best að leyfa Lawrence Weiner sjálfum að hafa síðasta orðið. Yfir- lýsingar hans era frá árinu 1970: 1. Listamaðurinn gæti búið verkið til. 2. Verkið gæti verið framleitt. 3. Verkið þyrfti ekki að búa til. Hver þriggja möguleika er jafnvægur, allt eftir þörfum og ætlun listamanns- ins, en ákvörðun um skilmála liggur hjá móttakanda þegar móttaka á sér stað. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.