Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 45

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 45 ÞORÐUR JÓNSSON + Þórður Jónsson fæddist í Hrúta- tungu í Vestur-Húna- vatnssýslu 15. maí 1940. Hann lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Tómas- son, f. 27.12. 1900, d. 22.1. 1982, og Ósk Þórðardóttir f. 11.7. 1901, d. 18.8. 1999. Systkini Þórðar eru; Kristján Pétur, f. 2.10. 1923, d. 20.12. 1924, og Anna Dóra, f. 13.11. 1930. Maður hennar er Ingólfur Halldórsson, f. 8.1. 1930. Börn þeirra eru; Óskar, f. 10.12. 1954, Jóna, f. 3.9. 1959, og Ólöf María, f. 12.6.1962. Hinn 29. ágúst 1964 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Þorvarðardóttur, f. 13.10. 1942, frá Söndum í Mið- firði. Foreldrar hennar voru hjón- in Þorvarður Júlíusson, f. 30.7. Deyr fé deyjafrændur, deyrsjálfuriðsama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Þessi orð úr Hávamálum komu upp í hugann þegar mér bárust þau tíðindi að Þórður Jónsson vinur minn og starfsfélagi væri látinn. Kynni okkar hófust fyrir 33 árum þegar ég réðst til starfa sem lærling- ur á rafmagnsverkstæði Jóns M. Bjarnasonar en þar hafði Þórður lokið námi sem rafvirki. Þórður starfaði einnig sem rafvirki við upp- byggingu á blokkum framkvæmda- nefndar í Breiðholti og síðan við uppbyggingu álversins í Straums- vík. Þórður hóf störf á rafmagns- verkstæði ísal árið 1969 og starfaði þar óslitið til dauðadags. Þar lágu leiðir okkar aftur saman þegar ég hóf þar störf fyrir 22 árum. A rafmagnsverkstæði Isal hefur ríkt mjög góður starfsandi og mikil samheldni meðal starfsmanna sem hefur leitt til þess að margir hafa ílengst þar og er nokkur hópur manna sem hefur starfað þar nánast frá upphafi eða rúm 30 ár. Eins og gengur á góðum vinnu- stöðum hafa menn ýmislegt brallað saman utan vinnutíma, haldið árshá- tíðir, farið í ferðalög og ekki minnist ég þess að Þórð hafi nokkurn tímann vantað. Að eignast vináttu Þórðar var ekki sjálfgefið, því segja má að menn hafi áunnið sér vináttu hans, en þeim sem hana eignuðust reyndist hann afar traustur vinur. Við sem unnum með Þórði kynnt- umst fljótt hversu afburða fagmaður hann var. Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á flestu sem viðkom faginu og lagði metnað í öll sín störf og þau verk sem hann hafði umsjón með bæði stór og smá. Við vinnufélagarnir og reyndar fleiri leituðum oft ráða hjá Þórði og komum þá ekki að tómum kofunum, því hann hafði skoðanir á öllu sem viðkom faginu og miðlaði öðrum af þekkingu sinni. Orðstír Þórðar sem afburða fag- manns mun lifa meðal þeirra sem til þekktu og nutu. Við vinnufélagarnir á rafmagns- verkstæði ísal kveðjum með söknuði vin og félaga. Halldóru og bömum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Fyrir hönd Félags íslenskra raf- virkja, Haraldur H. Jónsson, formaður. Kæri vinur og félagi, alltaf er maður jafn berskjaldaður fyrir því sem orðið er því í mínum huga varst þú ekki bara vinur og félagi, þú varst líka leiðtogi og leiðbeinandi minn í nær fjörtutíu ár. Ég hóf nám í rafvir- kjun hjá Jóni M. Bjarnasyni í Hafn- arfirði 1. janúar 1964, þar varst þú, 1913, d. 20.11. 1991, og Sigrún Kristín Jónsdóttir, f. 3.8. 1917, d. 29.10. 1996. Börn Þórðar og Halldóru eru: 1) Sig- rún Kristín, f. 26.4. 1964. Eiginmaður hennar er Sverrir Sigurðsson, f. 23.4. 1960. Börn þeirra eru; Elísa Ýr, f. 4.9. 1981, og Þórhallur Magnús, f. 19.2. 1985. 2) Jón f. 13.5. 1966. Sambýliskona hans er Anna Kristín Tryggvadóttir, f. 1.5. 1973. Börn þeirra eru; Tinna Rut, f. 12.4. 1990, og íris Heiða, f. 14.3.1995. Þórður lærði rafvirkjun og vann lengst af sem rafvirki hjá ís- lenska álfélaginu í Straumsvík eða frá 1969 til dauðadags. Utför Þórðar fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. kæri vinur, og tókst á þessum villta unglingi. Þú varst ekki hrifinn hvernig ég tók á náminu og lést mig heyra það að kæruleysi og óvönduð vinnubrögð væru ekki það sem ég ætti að ástunda. íslenska álfélagið hefur fengið að njóta starfskrafta þinna í þrjátíu ár sem raívirki og við á rafmagnsverk- stæðinu að eiga þig sem félaga og vin. Þeir sem þurftu að hafa sam- skipti við þig í hinu daglega amstri eða í einkalífi komu aldrei að tómum kofunum, í vinnu varstu ofurná- kvæmur svo mörgum þótti nóg um en naust virðingar hjá öllum þeim sem leituðu til þín, því í þínum huga voru fagleg vinnubrögð og vandaður frágangur það sem þú ætlaðist til af hverjum og einum og það var virt. Margt höfum við brallað í gegnum tíðina, t.d. allar ferðirnar í Miðfjarð- arréttir, hoppa í sundlaugina á Laugabakka í öllum fötunum og hengja síðan alla peningaseðlana út á snúru til þerris og taka þá niður að morgni í brakandi þurrki. Að sækja ykkur hjónin heim er eins að eiga aðra fjölskyldu, enda var ekki um annað að ræða þegar við hjónin seld- um húsið okkar og þurftum að bíða í mánuð eftir afhendingu íbúðar sem við keyptum, að við flyttum inn til ykkar á meðan með börnin. Við nut- um stundanna út í æsar, við vorum á heimavelli eins og sagt er á íþrótta- máli. Kæri vinur, ég vil þakka þér allar stundirnar sem við höfum átt saman og þann trúnað sem þú hefur sýnt mér í gegnum tíðina; að eiga ykkur Dóru að vinum er gulli betra. Elsku Dóra, Sigrún, Jóndi og fjöl- skyldur, Guð gefi ykkur styrk og kraft í sorginni. Við erum með ykk- ur. Hans Hafsteinsson og fjölskylda. Nú er dáinn traustur vinur minn og félagi Þórður Jónsson rafvirki rétt mánuði eftir að hann hélt upp á 60 ára afmælið sitt með veglegri veislu. Ekki hefði okkur gömlu vinnufélögum hans úr Straumsvík dottið þá í hug að hann ætti einungis eftir að lifa í mánuð en. Við sem eftir lifum erum harmi slegin og skiljum ekki hvers vegna fólk er kvatt burt svo langt fyrir aldur fram eða í blóma lífsins. Við Þórður kynntumst fyrir um það bil 30 árum er ég réð mig á raf- magnsverkstæði ÍSAL, hann var þá flokksstjóri þar og tók því við nýja starfsmanninum til að setja hann inn í starfið. Það verð ég að segja að það var ekki auðvelt fyrir strákling að koma inn í hið tæknivædda umhverfi sem þá var mun meira hjá ÍSAL en almennt á vinnumarkaðnum. Þetta virtist hins vegar allt tiltölulega ein- falt þegar Þórður var búinn að renna í gegnum fleiri metra af teiknimöpp- um og lóðsa mann um hið stóra vinn- usvæði. Það var þó lengi sem maður þurfti að leita í smiðju Þórðar en þar kom maður ekki að tómum kofunum því hann var ákafleg glöggur og vandvirkur við alla sína vinnu. Þórð- ur var mjög hreinskiptinn og lét skoðanir sínar skýrt í ljósi en þó oft á kíminn máta. Þessu tóku auðvitað ekki allh' vel og það eðli Þórðar að vera vandvirkur og samviskusamur varð þess stundum valdandi að hann gerði sömu kröfur til annarra og þá voru ekki allir tilbúnir að taka þeim athugasemdum sem hann gerði. Hvað mig varðar á ég eftir að sakna þeirra athugasemda og ráðlegginga sem Þórður oft á tíðum gaf mér. Eitt af því sem rafvirkjar í Straumsvík hafa gert í gegnum árin er að fara í svokallaðar eftirmenn- tunarferðir en þá eru skoðuð orku- ver, verksmiðjur og fleira. Þetta hafa verið ógleymanlegar ferðir og víst er að án Þórðar verða þessar ferðir ekki þær sömu. Ég ásamt fjölda annarra á eftir að sakna góðs og trausts vinar. Ég veit að ég gæti haft þessi orð um góðan vin mun + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR, frá Þinghól, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Hraunbúðum, lést að kvöldi þriðjudagsins 27. júní. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Andersdóttir, Birgit Andersdóttir, Ólafía Andersdóttir Stöyva, Inger Andersdóttir, Kjartan Úlfarsson, Ásmundur Jónsson, Arnþór Flosi Þórðarson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS INGIBERGSSON apótekari, Hrauntungu 5, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 28. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Katla Magnúsdóttir, Freyja M. Frisbæk, Bent Frisbæk, Þór Matthíasson, Janet Matthíasson, Edda Matthíasdóttir Swan, Edward Swan, Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson, og barnabörn. flern, en læt þetta nægja, en bið þess hér að lokum að æðri máttarvöld styrki þig, Dóra mín, og alla fjöl- skylduna í ykkar mikla missi. Árni Hjörleifsson. Margs er að minnast og margt ber að þakka þegar traustur og góð- ur vinur er kvaddur langt um aldur fram. Fyrstu kynni okkar Dodda voru þegar ég sem rafvirkjanemi steig mín fyrstu spor í iðninni undir handleiðslu hans. Það tókst strax með okkur góð vinátta sem hefur haldist alla tíð. Síðan eru liðin rúm 36 ár og allan þann tíma höfum við verið samstarfsmenn, lengst af hjá ísal. En Doddi gerði aldrei neitt til hálfs. Ég varð vinur hans og þá fylgdi fjölskylda mín með. Fjöl- skyldur okkar bundust traustum vináttuböndum og þannig hefur það verið æ síðan. Við byggðum saman hús á 8. áratugnum og bjuggum á hvo á sinni hæðinni í sátt og sam- lyndi í þrettán ár. Þá kynntumst við best mannkostum Dodda. Hversu áreiðanlegur og traustur hann var. Og allt sem hann sagði og gerði stóð eins og stafur á bók. Minningar um margar skemmti- legar samverustundh' koma upp í hugann. Ferðalög með þeim hjónum, Dodda og Dóru, norður á þeirra æskuslóðir í Húnavatnssýslu, sum- arbústaðaferðir og vinnuferðir og svo margt fleira sem of langt er upp að telja en geymt er í minningunni. Hann var skemmtilegur félagi, hafði góða frásagnarhæfileika og var mjög orðheppinn. Mörg gullkornin hans lifa með okkur. Oft var setið í borðkróknum hjá þeim hjónum, drukkið kaffi og skeggrætt um lífið og tilveruna. Doddi hafði ákveðnar skoðanir og gat verið fastur fyrir en aldrei ósanngjarn. Hann hafði þann ágæta hæfileika að geta gert gii'n að sjálfum sér á þann hátt að allir höfðu gaman af. Doddi var skemmtilega hreinskilinn, skerpa hans leyndi sér ekki. Hann þoldi aldrei smjaður eða tilgerð. Hann vildi að fólk kæmi fram vi(L hann eins og hann kom fram við aðra, beint og óhikað. Doddi gekk ekki heill til skógar en kvartaði aldrei og sýndi mikið æðru- leysi. Fyrir einu og hálfu ári fór hann I hjartaaðgerð sem tókst það vel að við trúðum því að við ættum eftir að njóta samvista við hann í mörg ár enn. En mennirnir áætla en guð ræð- ur. Doddi var lánsamur í einkalífi sínu. Það varð honum til mikillar gæfu er hann kynntist henni Dóru sinni. Hún hefur staðið við hlið hans traust og sterk og stutt hann af öll- um mætti í veikindum hans. Þau voru einstaklega gestrisin og var heimili þeiiTa ætíð opið öllum. Var oft gestkvæmt þar enda þau hjón með afbrigðum vinmörg. Þau eign- uðust tvö mannvænleg böm og barnabörnin eru orðin fjögur og eitt á leiðinni. Doddi hélt upp á 60 ára afmælið sitt í siðasta mánuði. Þá bauð hann öllum vinum og vandamönnum til stórveislu. Þegar hann bauð til veisl- unnar sagði hann: „Mig langar að hitta sem flesta vini mína á afmæl- inu mínu. Gjafir eru ekki það sem ég hef áhuga á heldur nærvera ykkar.“ Þar var Doddi í essinu sínu. __ Umkringdur fjölskyldu, vinum og vandamönnum glaður og reifur og veitti af sínum alkunna höfðings- skap. Það var eins og hann væri að kveðja okkur. Þannig viljum við minnast hans. Við þökkum Dodda áratuga vináttu sem hvergi bar skugga á og kveðjum hann með söknuði. Blessuð sé minning hans. Guð gefi dánum ró en hinum líkn sem lifa. Með vinarkveðju, Rúnar og Sif. + Okkar kæra HERMÍNA FRANKLÍNSDÓTTIR frá Litla Fjarðarhorni, síðast til heimilis á Droplaugarstöðum við Snorrabraut, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 30. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, HALLDÓR KRISTMUNDUR HJARTARSON, Holtsgötu 1, Ytri-Njarðvfk, lést á Landspítalanum, Fossvogi, miðvikudaginn 21. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug. Bára Þórðardóttir, Guðfinna Margrét Halldórsdóttir, Björn Ágústsson, Lára Hjördís Halldórsdóttir, Benedikt Jóhannsson, Halldór Hafdal Halldórsson, Dagmar Eiríksdóttir, Linda Björk Halldórsdóttir, Hjálmar Jón Guðmundsson, Þór Hafdal Ágústsson, Jensína Jensdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐJÓN MAGNÚSSON málarameistari, Melbæ 43, lést að morgni fimmtudagsins 29. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Blóm vinsamlega afþökkuð. Fjóla Finnbogadóttir, Magnús Kr. Halldórsson, Kristín Ólafsdóttir, Birna Halldórsdóttir, Finnbogi Halldórsson, Eyja Halldórsdóttir, Þórður G. Halldórsson, Karólína Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.