Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JAKOBINA MATHIESEN + Jakobína Mat- hiesen fæddist í Keflavík 9. mars 1900. Hún lést 19. júní síðastliðinn. Jakobína var dóttir hjónanna Guðfinnu Andrésdóttur hús- freyju, f. 14.9. 1874, d. 22.2. 1933, og Júl- íusar Snæbjörns Pet- ersen, f. 21.12. 1871, d. 8.8. 1946, kennara í Keflavík. Systkini hennar voru: Ólafía Kristín, f. 4.10. 1901, d. 1.1. 1904, Ólafur Kristinn, f. 22.10. 1903, d. 6.3. 1987, skipstjóri, Sigurjón, f. 28.9. 1904, d. 1.2. 1947, sjómaður, Páll Júlíus, f. 6.10. 1907, d. 7.10. 1907, Katrfn Hulda, f. 22.8. 1911, d. 12.11. 1980, húsfreyja, Guðrún Ágústa, f. 14.5.1914, d. 20.9. 1982, húsfreyja. Jakobína giftist Jóni Mathiesen, kaupmanni í Hafnarfirði, f. 27.7. 1901, d. 24.2. 1973, hinn 26. októ- ber 1929. Foreldrar hans voru Amfríður Jósefsdóttir Mathiesen húsfreyja, f. 9.8. 1875, d. 29.12. 1951, og Matthías Á. Mathiesen skósmíðameistari, f. 10.2. 1867, d. 31.1. 1929. Dætur Jakobinu og Jóns: 1) Soffía, f. 3.8. 1930, d. 7.1. 1964, maki 18.4. 1953 Davíð Sch. Thorsteinsson, f. 4.1. 1930. Börn þeirra a) Laura, f. 23.7.1954, maki Magnús Pálsson, dætur: Soffía, f. 1.5. 1983, Björg, f. 9.4. 1985, Perla, f. 10.8. 1988, b) Hrund, f. 17.4. 1957, maki Gunnar Ingimundarson, böm: Davíð, f. 24.7. 1980, Jakob, f. 26.1. 1993, Soffía, f. 19.8. 1995, Magnús, f. 18.7. 1999, c) Jón, f. 6.3. 1963, maki Ragnheiður Harðardóttir, böm: Vera, f. 9.4.1996, Ari, f. 20.1. 2000. Börn Davíðs og Stefaníu Borg: a) Magnús, f. 30.10. 1968, maki Þórey Heiðarsdóttir, barn: Davíð, f. 10.12. 1998, b) Guðrún, f. 5.4. 1971, maki Jóhann R. Guð- mundsson, c) Stefanía, f. 1.3. 1986. 2) Guðfinna, f. 26.8. 1933, maki 11.5. 1956 Martin Jefferson Bev- ans, f. 8.9. 1927. Börn þeirra a) Patricia Margaret, f. 13.2. 1957, maki Robert Ward, börn: Jeffer- son, f. 29.5.1984, Jonathan, f. 13.2. 1986, b) Katherine Ann, f. 12.3. 1958, maki Mark Backes, barn: Travis, f. 18.3. 1998 c) Mary Frances, f. 20.8. 1960, maki Richard Ahlquist, d) Elizabeth, f. 21.10. 1961, maki Terry Stout, börn Delia, f. 17.3. 1982, Seve, f. 14.6. 1985, e) Jón Mathiesen, f. 17.10. 1962, dætur Marie Eliza- beth, f. 10.6. 1984, Katherine Len- orh, f. 20.8.1986. Jakobína var húsfreyja en var jafnframt mjög virk í félagsmálum alla tíð. Var hún um áratugaskeið í forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfírði og á Reykjanesi Hún var einn af stofnendum Vorboða, Félags sjálfstæðiskvenna í Hafnar- fírði, og var formaður þess félags í 26 ár. Jakobína lét málefni kvenna jafnan til sín taka og starfaði m.a. í Landssambandi sjálfstæðiskvenna. Hún starfaði ötullega að bindindis- málum og átti sæti í áfengis- varnamefnd Hafnarfjarðar. Hún var stofnfélagi og síðar heiðursfélagi Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og heiðursfélagi í Inner-wheel. Hún átti sæti í stjórn Náttúrulækningafélags íslands og var mikil áhugamanneskja um heilbrigt lfferni, hollt mataræði og hreyfíngu. Utför Jakobínu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði f dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við andlát ömmu Jakobínu þyrlast minningarnar upp. Mig langar að dvelja við þær sem búa innst í mínu hugskoti, um hamingjuríka bemsku, þegar mamma, afi og amma voru öll enn á lífi. Dýrmætar minningar streyma fram um yndislega ömmu og afa í Habbó eins og við systumar kölluð- um Hafnarfjörð í þá daga. Þau bjuggu í sannkölluðu ævintýrahúsi sem stóð í fallegum garði þar sem við áttum dúkkuhús og bú undir svölun- um, gáfum köttum á pallinum, horfð- um á afa beija harðfisk og ömmu skafa rófur.Við tíndum sólber og rifs- ber í garðinum og skoðuðum dýrin hjá Bjama Gísla, sulluðum í læknum og tíndum blóm. Á veturna fóram við á skauta á Hörðuvöllum og skíði á Setbergi. Búðin hans afa Jóns Matt var spennandi staður fyrir krakka og þar var nóg af sælgæti. Einnig var hand- hægt að fara í vasa afa ef skortur var á því. Amma þurfti að vera strangari en hann því hann bannaði okkur aldrei neitt nema að flauta á ömmu þegar við biðum efth- henni í bilnum. Amma sagði okkur t.d. alltaf að klára matinn sem var oftast auðvelt því hún var afbragðs kokkur. Ef hins vegar svo ólíklega vildi til að við voram ekki hrifnar af matnum létum við hann einfaldlega á afa disk og hann kláraði íyrir okkur. Bar vöxtur hans reyndar þess vitni að honum þótti gott að borða. Heimili ömmu og afa var eins og annað heimili okkar og iðulega voram við þar næturlangt. Þau sögðu okkur fjölmargar sögur frá sinni baraæsku og amma söng fyrir okkur og kenndi okkur ógrynni af vísum og ógleymanlegt er þegar við voram að kveðast á. Á þessum áram dvöldumst við oft í sumarbústað og þangað komu þau heiðurshjón gjaman í heimsókn. Eft- irvænting lá í loftinu þegar von var á þeim. Við systumar störðum út á veg og biðum þess að bíll þeiraa birtist, því öraggt var að hann var hlaðinn gjöfum og góðgæti, bestu ömmu og afa í heimi og þau sjálf vora hlaðin kátínu, hlýju og umhyggjusemi í okk- argarð. Þessar minningar era umvafðar mikilli birtu og era mér ómetanlegar. Amma er mjög eftirminnileg kona fyrir margra hluta sakir. Hún hefur alla tíð verið stór hluti af mínu lífi, sýnt mér mikla umhyggju og verið verðug fyrirmynd, m.a. varðandi Iþeilbrigt og reglusamt lífemi, ákveðni og sjálfstraust. Fyrir allt þetta vil ég þakka að leið- arlokum. Guð blessi minningu ömmu Jakobínu. Laura Sch. Thorsteinsson. ^ Skrýtið, skrýtið, skrýtið, elsku amma mín, ég kemst ekki yfir hvað það er skrýtið að þú sért farin. Þú hefur verið hér í hundrað ár, en núna ertu allt í einu farin, flogin í burtu. Þú varst svo frábær manneskja, og ert enn, það var alltaf svo mikil stemmn- ing í kringum þig, þú varst svo mikill persónuleiki og lést skoðanir þínar óspart í ljós. Þegar ég hugsa um þig dettur mér margt í hug, einna helst glæsileikinn sem yfir þér var og allir fínu gullkjólamir þínir, skartgripim- ir og höfuðfötin sem þú notaðir við öll tækifæri sem þú gast. Já, þú varst alls staðar, í öllum veislum og öllum aftnælum síðan ég man eftir mér. Ein elsta minning mín um þig er þegar þú komst alltaf til okkar öðra hvoru og eldaðir lambakjöt og bakaðir pönnu- kökur. Síðan líka nammið endalausa, sem var stundum ekki alveg á réttum neysludegi, en það þýddi ekkert að segja um það, því þú varst það ákveð- in að enginn komst upp með neitt múður í návist þinni. Elsku amma, þú vissir hvað mér þótti vænt um þig og þykir ennþá. Ég óska þér alls hins besta á óförnum vegum. Guð blessi þig- Þitt langömmubam, Björg. Elsku hjartans amma. Ég sakna þín mjög mikið, en ég á margar fal- legar minningar um þig. Þú varst alltaf svo góð við mig og gafst mér margt fallegt. Guð blessi þig og varð- veiti. Þín Perla. Ástkær móðursystir mín, Jakobína Mathiesen, er látin. Mig langar að minnast þeiraar góðu og sérstöku konu með fáeinum orðum. Hún var ekki einungis sérstök, hún var líka einstök manneskja - hafði til að bera gífurlegan viljastyrk, stolt og stór- mannlegt yfirbragð. Hún var engum lík. Fyrst man ég eftir henni er ég var, eins og svo oft, skilinn eftir í um- sjá þeiraa hjóna, Jóns og hennar, á Strandgötunni í Hafnarfirði, þegar móðir mín og faðir fóra erinda sinna í Reykjavík. Þau komu frá Keflavík og lá leiðin eftir þjóðveginum fram hjá verslun Jóns Mathiesen, en þau bjuggu þá uppi á efstu hæðinni. Mér var það svo alltaf tilhlökkunarefni þegar ég átti von á að vera hjá Dönnu og Jóni, það vora yndislegir dagar. Eg minnist einnig með mikilli gleði þeiraa ánægjulegu stunda er ég átti með systranum Sossu og Dundu og hversu góðar þær vora við litla frænda, gáfu honum meira að segja stundum kóka kóla. Hjá Dönnu og Jóni fékk ég alltaf sítrón, það fannst mér óskaplega gott. Já! Ekki stóð á trakteringunum í húsi hjá Dönnu frænku minni. Ég minnist einnig glæsilegu jólaboðanna hjá Jakobínu og Jóni er þau höfðu flutt upp á Hringbraut J.M. í nýtt og fallegt hús. Þar var ætíð margt um manninn á jóladag, bæði ættingjar Jakobínu og Jóns. Ég held að ég muni eftir einu slíku boði á Strandgötunni. Svo sann- arlega hef ég margt að þakka henni Jakobínu frænku minni frá æsku- og unglingsáram mínum. Ég þakka einnig fyrir hversu vel hún reyndist mér síðar á erfiðustu tímamótum í lífi mínu og raunar Jón líka. Svo mikill var viljastyrkur og hugprýði hennar Jakobínu að hún gat fyrir rúmum mánuði, þá orðin hundrað ára, hugg- að og veitt systur minni styrk í henn- ar miklu sorg. Við Steinunn systir mín viljum og þakka Jakobínu hversu vel hún reyndist móður okkar bæði á yngri og efri áram. Það verður vart fullþakkað. Ég og Steinunn sendum Guðfinnu, Laura, Hrand og Jóni okk- ar dýpstu hluttekningarkveðjur. Megi góður Guð blessa minningu Jakobínu og alla hennar niðja. Einar G. Ólafsson. Jakobína Mathiesen er látin á 101. aldursári. Hennar aldamót vora liðin og hvíldin var það sem hún hafði þráð. Hún var fædd í Keflavík og þar ólst hún upp í Petersenshúsi eins og það var nefnt. Elst sjö barna þeiraa hjóna Guðfinnu Andrésdóttur frá Hvaleyri við Hafnarfjörð og Júlíusar S. Petersen kennara og síðar kaup- manns í Keflavík. Ung kom hún til náms og verslunarstarfa í Hafnar- firði og þar hitti hún fyrir mannsefnið sitt, ungan íþróttamann og kaup- mann, Jón Mathiesen, en hann rak í yfir 50 ár verslun sína í myndarlegu húsi sem hann byggði við Strandgötu í Hafnarfirði. Jón andaðist 1973. Ég var ekki hár í lofti þegar leiðir okkar Jakobínu lágu saman. Eigin- maður hennar, frændi minn Jón og faðir minn Árni, vora miklir bræður og það hafði mótað líf þeiraa og lífs- viðhorf frá unga aldri. Þegar þeir eignuðust síðan fjölskyldur varð þar mikill samgangur á milli og við börn- in þeiraa, dætur Jakobínu og Jóns, Soffía, sem lést fyrir aldur fram 1964, og Guðfinna, húsmóðir í Bandaríkj- unum, og systkini mín og ég vorum á svipuðum aldri. Ég vandi því snemma komur mínar á heimili þeirra og æv- inlega var mér tekið þar opnum örm- um og ávallt velkominn. Sá samgang- ur hélt áfram þegar nýjar kynslóðir uxu úr grasi. Á heimili þeiraa Jakobínu og Jóns var oft gestkvæmt. Frændfólk og vinir komu þar og gjaman var skotið skjólshúsi yfir þá sem þurftu, oft yfir lengri tíma, og starfsmönnum Jóns í verslun hans gleymdi Jakobína ekki. Enginn einn var henni þó nátengdari en frændi hennar Jóhann Petersen, en hann átti frá unga aldri athvarf á heimili foreldra Jakobínu í Keflavík. Þegar árin liðu hóf Jakobína þátt- töku í félagsmálum og átti þar langan og farsælan feril. Skipti ekki máli hvort um stjómmál var að ræða, líkn- armál, bindindismál eða málefni kvenna. Hún vakti ævinlega athygli þar sem hún kom og hlustað var á þegar hún kvaddi sér hljóðs. Henni var sýndur mikill trúnaður og hún oft valin til forystu. Naut hún ævinlega mikils stuðnings eiginmanns síns til þeirra fjölbreyttu starfa sem henni vora falin. Þegar sjálfstæðiskonur í Hafnarfirði bundust félagslegum samtökum og stofnuðu Vorboða var hún meðal stofnenda og var kjörin annar formaður félagsins. Gegndi hún þeim störfum af miklum þrótti og reisn í 26 ár. Víðar á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins lágu spor Jakobínu til forystu í Reykjaneskjördæmi, Landssambandi sjálfstæðiskvenna og hún var kosin til setu á landsfund- um Sjálfstæðisflokksins. Barátta fyr- ir sjálfstæði og frelsi, mannréttindum og manngildi var henni í blóð borin og Sjálfstæðisflokkurinn var rétti vett- vangurinn í þeirri baráttu og era henni að leiðarlokum þökkuð ómet- anleg störf. Þegar ég óx úr grasi og hóf þátt- töku í stjórnmálum naut ég stuðnings og leiðsagnar Jakobínu. Þá eins og þegar ég var yngri vildi hún leiðbeina mér og aðstoða. Hún bar umhyggju fyrii' mér og velferð minni á refilstig- um stjómmálanna. Þannig var því einnig varið með aðra þá sem á eftir komu og vora hennar. Hjálpsemi hennar og velvilji og umfram allt sá ásetningur að allir létu gott af sér leiða vildi hún að réði ferðinni fyrst og fremst. Á Hrafnistu í Hafnarfirði dvaldi Jakobína sín síðustu ár. Þar naut hún umönnunar þess góða fólks sem þar starfar. Umhyggja fjölskyldunnar var henni afar kær og hún fylgdist vel með þeim öllum og var stolt af. Þang- að komu einnig vinir hennar og þótti henni vænt um það. Fyrir ekki löngu sat ég hjá henni og við spjölluðum saman. Hún vildi fylgjast með öllum sem henni vora viðkomandi og hafði eins og vant var skoðanir á málefnum líðandi stundar. En nú beið hún eftir sólarlaginu og þess að Guðfinna dóttir hennar kæmi heim. Þá kvaddi Jakobína Mathiesen þennan heim 19. júní. Þá var öldin hennar liðin. Við kveðjum Jakobínu með virð- ingu og þakklæti. Fjölskylda mín þakkar henni langa og ánægjulega samfylgd og biður henni Guðs bless- unar á landi lifenda. Matthías Á. Mathiesen. Góð kona er gengin. Langri og merkri ævi er lokið. Snemma kom í ljós hversu Jakobínu Mathisen var eðlislægt að leggja góðum málum lið. Á þeim vettvangi minnist ég hennar árið 1921. Þá var kvennadagurinn 19. júní haldinn með miklum hátíðar- höldum í Keflavík, heimabæ Jak- obínu. Margs konar skemmtanir vora þar þá i boði og þar á meðal söngleik- urinn Neiið efth’ danska skáldið Hostrap - Þar lék Jakobína annað aðalhlutverkið, ungu stúlkuna. Ég man hana vel, ljóshærð, grönn, falleg stúlka í ljósum kjól og söng þar sína söngva sem voru þá alþekkt og vin- sæl lög. Þannig vildi til að við urðum samferða í Hafnarfjörð í háhjóla Fordbíll með blæjum í stað glugga og þétt setið eins og hægt var. Þá var bflaöld rétt að byrja. Árið 1929 giftist Jakobína Jóni Mathisen kaupmanni í Hafnarfirði, annáluðum öðlings- manni. Þá stóðu Góðtemplarastúkur í miklum blóma og þau Jón og Jak- obína vora lífið og sálin ásamt mörgu ungu fólki á þeirai tíð. Bindindiskona var Jakobína alla sína löngu ævi. Hún gerðist enn fremur einn af sterkum liðsmönnum náttúralækningastefn- unnar og lagði stund á göngur og úti- vist löngu áður en var almennt viður- kennt ágæti þess að ástunda heilsusamlega lífshætti. Þessa áhuga síns naut Jakobína alla ævi því hún hélt góðri heilsu til líkama og sálar fram í háa elli. Jakobína var snemma áhugasöm um landsmálin og studdi Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Þegar konur fóra að láta til sín taka í stjórn- málum lagði Jakobína Mathisen þar lið og munaði sannarlega um hana eins og alls staðar sem hún lagði hönd að. Hún var einn af stofnendum sjálf- stæðisfélagsins Vorboðans og varð þar formaður í mörg ár. Þá starfaði hún lengstum í Kvenréttindafélagi íslands og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Eiginleikar Jakobínu Mathisen í félagsmálum voru stefnu- festa, lipurð og friðsemi ásamt óvenjulegri lagni við að vinna með hörðum andstæðingum án þess að úr yrði óþarfa óvild vegna mismunandi skoðana. Einkum var þessi eiginleiki hennar auðsær í Kvenréttindafélag- inu, sem var þverpólitískt, og risu oft háar öldur á þeim vettvangi eins og alls staðar í pólitíkinni hér fyrram. Samt hélt Jakobína stöðugum vin- sældum í öllum þessum félögum. Hún hafði alltaf að leiðarljósi góðan til- gang þeiraa sem hún vann með, þótt stundum skildu leiðir að markinu. í einkalífi sínu var hún gæfukona, fyr- irmyndareiginkona og móðir sem bjó manni sínum og tveimur dætram hið besta heimili, enda var jafnræði með þeim hjónum. En þrátt fyrir mikla lífsgæfu fór Jakobína sannarlega ekki varhluta af þungum sorgum. Soffía dóttir þeirra veiktist af erfið- um sjúkdómi og andaðist í blóma lífs- ins, öllum harmdauði. Jón Mathisen dó á góðum aldri og Jakobína var ekkja mörg löng ár. Hér á Hrafnistu dvaldi hún til dauðadags, vel metin og vinsæl af öllum. Hún var löngu farin að þrá hvíldina og að hitta ástvini sína í öðra ljósi. Guðfinna dóttir hennar kom á hverju ári úr annarri heimsálfu til þess að finna ástkæra móður sína og hún dvaldi við dánarbeð hennar til síðustu stundai-. Það er gott að minn- ast Jakobínu Mathisen, vammlausrar merkiskonu sem alls staðar vildi láta gott af sér leiða. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig Guðmundsdóttir. Kveðja frá Krabbameinsfélagi Ilafnarfjarðar í dag er kvödd hinstu kveðju heið- urskonan Jakobína Mathiesen. Jak- obína var fædd 9. mars 1900 og hafði því nýlega náð 100 ára aldri. Jakobína var gift Jóni Mathiesen kaupmanni í Hafnarfirði er lést árið 1973. Þau hjón vora bæði meðal stofnfélaga Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar þegar það var stofnað 10. apríl 1949 og sat hún í fyrstu stjórn þess. Jak- obína var ávallt mjög virkur félags- maður og sat hún oftast í stjórn fé- lagsins fram til ársins 1971 eða í 22 ár. Á 50 ára afmæli félagsins var Jakobína gerð að fyrsta heiðursfé- laga Krabbameinsfélags Hafnar- fjarðar í viðurkenningarskyni fyrir öflugt starf og stuðning við félagið. Jakobína var mjög lifandi og fé- lagslega virk og lét sig flest varða um menn og málefni. Hún hafði heil- brigða lífshætti í fyrirrúmi og hélt góðri líkamlegri heilsu lengst af og var andlega mjög ern fram á það síð- asta. Hún bjó á Hrafnistu í Hafnar- firði síðustu æviárin og var mjög ánægjulegt að heimsækja hana og rabba við hana um málefni dagsins. Hún fylgdist vel með öllu sem var að gerast í samfélaginu og safnaði í slík- um heimsóknum ávallt að sér nýrri vitneskju um málefni félags síns og störf í þágu mannúðar með nákvæm- um fyrirspurnum. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar þakkar Jakobínu fyrir framlag henn- ar og vottar efth’lifandi dóttur og öll- um öðram ástvinum hennar innilega samúð í minningu góðrar konu. Anna Björk Guðbjörnsdóttir, formaður. Hreinskilni er það sem fyrst kem- ur í hugann þegar Jakobínu Mathie- sen er minnst. Margt var það fleira sem einkenndi þessa góðu konu og aflaði henni virðingar allra þeiraa mörgu samferðamanna sem henni kynntust. Jakobína var prýðilega greind og hélt skýrri hugsun út ævi sem entist öldina alla. Hún fylgdist ótrúlega vel með því sem gerðist í þjóðfélaginu og nánast til æviloka velti hún málum þess fyrir sér, mynd- aði sér skoðun á þeim og var alltaf til- búin að rökræða viðhorf sín til þjóðfé- lagsmála. Hún var föst fyrir þegar hún hafði mótað afstöðu sína og sann- færst um rétta stefnu. Sjálfstæðis- flokknum í Hafnarfirði var hún áreið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.