Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ^ ' ......-.. UMRÆÐAN Dansað kringum gullkálfínn ÁKVÖRÐUNIN ár- ið 1000 um að lögtaka kristni var afdrifarík og mikilvæg ákvörðun í sögu íslenskrar þjóðar. Nú eru liðin þúsund ár frá því hinir heiðnu ása- trúarmenn tóku kristni af pólitískum ástæðum, til að halda friðinn. Hvernig ber okkur að minnast þess? Alþingi ákvað að minnast þessara tíma- móta með því að fjár- magna ritun verks um kristni á íslandi og áhrif hennar á þjóðina gegnum aldirnar. Kostnaður við út- gáfu ritverksins „Kristni á Islandi" var ríflega 60 milljónir króna. Þar að auki hefur verið ákveðið að stofna svonefndan „Kristnihátíðar- sjóð“ á hátíðarþingfundi á Þingvöll- um og fær sá sjóður til ráðstöfunar 100 milljónir króna á ári næstu fimm árin. Markmið hans verður annars vegar að efla fræðslu og rannsóknir n. á menningar- og trúararfi þjóðarinn- ar og hins vegar að kosta fornleifa- rannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Að veita svo miklu fé í hið fyrmefnda, fræðslu og rannsókn- ir á menningar- og trúararfi þjóðar- innar, finnst mér stangast á við það Vestur-íslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net grundvallaratriði að stjórnvöld skuli ekki gera upp á milli fólks á grundvelli trúarbragða eða trúleysis. Eg er hins vegar afar hlynnt eflingu fornleifarann- sókna á helstu sögu- stöðum. Heildarkostnaður við kristnitökuhátíðina ku nema um 760 millj- ónum þegar vegabæt- ur, hátíðir á lands- byggðinni og umhverf- isbætur vegna hátíðar- haldanna eru taldar með. I ár fékk kristni- Kristnihátíð >• Arið þúsund var íslenska þjóðin nauð- beygð til að taka kristni, segir Margrét K. Sverrísdóttir, og þús- und árum seinna er hún nauðbeygð til að verja óheyrilega miklum fjár- munum í að fagna því. hátíðarnefnd heilar 324,5 milljónir til ráðstöfnar. Persónulega finnst mér að ritið um kristni á Islandi hefði mátt nægja Margrét Sverrisdéttir til að minnast þessara tímamóta. Rit- ið er hið veglegasta, 1600 síður og kostar hver síða litlar 38.000 krónur þegar upp er staðið. Síðan hefðu söfnuðir getað haldið hátíðarmessur að vild í tilefni þessara tímamóta. En valdhafamir boða til hátíðar á Þingvöllum af því þeir telja brýnt að þjóðin fagni þeim tímamótum að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á íslandi. Ein- hverjir hefðu jafnvel viljað verja þessum peningum á annan máta og fundist það meira í anda kristilegs kærleika að bæta hag þeirra sem minnst mega sín með þeim upphæð- um sem hér er varið til kristnihátíð- ar. Hefði til dæmis mátt aflétta neyð- arástandi í tryggingamálum öryrkja. Hvað ef lýðurinn mætir ekki? Fyrir skömmu var gerð könnun meðal almennings á því hvort menn hygðust sækja umrædda kristnihá- tíð. Niðurstaðan varð sú að fáir höfðu hugsað sér það. Það er ekkert skrýt- ið, fólkið í landinu hafði ekki þörf fyr- ir þessa hátíð. Nú voru góð ráð dýr en valdhöfum brást ekki bogalistin. í stað kristnihátíðar flýttu þeir sér að auglýsa upp alls kyns skemmtiatriði, leiklist og tónleika í von um að laða lýðinn að. Dæmi um þetta er heilsíðu auglýsing í Morgunblaðinu 27. júní sl. þar sem þetta virðist vera ein alls- herjar leiklistar- og popphátíð og minna gert með kristnu gildin þar. Þá þarf að varast að kalla þjóðina of oft til hátíða á Þingvöllum, tilefnið þarf að vera ærið hverju sinni og helst ekki oftar en á aldar fresti. Árið þúsund var íslenska þjóðin nauðbeygð til að taka kristni og þús- und árum seinna er hún nauðbeygð til að verja óheyrilega miklum fjár- munum í að fagna því. Dýrt er drottins orðið. Höfundur er framkvæmdastjdri Frjálslynda flokksins. Kristnitaka í skugga gíslatöku KIRKJUNNAR menn fagna um þessa helgi 1000 ára afmæli kristni í landinu. Fyrir okkur sem stöndum utan kirkj- unnar er fátt nema gott um þetta að segja. Það er eðlilegt að það fólk sem tilheyrir kristinni kirkju fagni afmæli hennar. En heldur þyk- ir mér hvimleitt að heyra því haldið fram aftur og aftur að kristnitakan hafi verið friðsamleg aðgerð og laus við ofbeldi. Fátt er fjær sanni. Tvö hundruð árum eftir kristni- tökuna rituðu kristnir munkar sögu þessa atburðar. Þar segir frá því að Þangbrandur reynir hér trúboð með góðu og illu en verður lítið ágengt. Þegar Ólafur Tryggvason Noregs- konungur fréttir af slæmum viðtök- um íslendinga verður hann reiður mjög og skeytti skapi sínu á íslensk- um höfðingjasonum sem dvöldu ytra. Hann ...lét taka marga ís- lenzka menn ok setja í járn, hét sum- um drápi, en sumum meiðslum, en sumir váru ræntir.“ Hinir kristnu í hópnum báðu löndum sínum griða og segir þá Ólafur: „Allir menn skulu frið hafa, ef þit Hjalti bindizt fyrir, at kristni gangist við á Islandi, en taka mun ek í gísling þá menn, er mér þykja bezt menntir af Islendingum, þar til er reynt er, hversu þetta mál ferr.“ Mennimir sem Ólafur tekur í gíslingu eru fjórir ungir synir helstu höfðingja heiðinna manna á íslandi, Kjartan Ólafsson frá Hjarðarholti í Dölum, Halldór Guðmundsson frá Möðruvöllum í Eyjafírði, Kolbeinn Þórðarson úr Hrafn- kelsdal og Svertingur Runólfsson undan Eyjafjöllum. Einn úr hverjum landsfjórð- ungi. Það er síðan í skugga þessarar gíslatöku sem Þorgeir Ljósvetninga- goði leggst undir feld og hugsar ráð sitt. Hann má vita það að fjórmenningamir sem eiga syni sína undir öxi Noregskonungs munu ekki þakka honum fyrir ef hann leggst gegn kristnitökunni. Þrátt fyrir heiðin- Kristni Heldur þykir mér hvim- leitt að heyra því haldið fram aftur og aftur, seg- ir Bjarni Harðarson, að kristnitakan hafi verið friðsamleg aðgerð og laus við ofbeldi. dóm meta þessir fjórmenningar líf sona sinna meira en nokkuð annað. Þannig er okkur flestum farið. Allir þessir fjórmenningar era liðmargir á Bjami Harðarson SUMARJAKKAR 20% AFSLATTUR SUNNUDAG KL.11-18 OPIÐ LAUGARDAG KL.10-18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.