Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 55

Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 5&U. Góðar fréttir fyrir leikskólabörn Alþingi og enn sterkari heima í sínu héraði. Líklega er ástæðan fyrir því hve Þorgeir liggur lengi yfir þessari ákvörðun að honum þykir erfitt að standa frammi fyrir vinum sínum, Þór og Óðni, uppvís að þessum svik- um. Runólfi í Dal og öðrum framá- mönnum ásatrúarinnar þykir á hinn bóginn gott úr því sem komið er að geta þvegið hendur sínar af þessu leiðindamáli. í landinu hafði til þessa ríkt trúfrelsi og af ræðu Þorgeirs er ljóst að hann vonaðist til að svo gæti verið áfram og gerði sér að vonum litla grein fyrir kúgunamáttúru kristinnar kirkju. Öðru hvoru heyrum við af gísla- tökumálum úti í hinum stóra heimi. Ómennin sem að því standa fara að eins og Ólafur helgi, taka til fanga saklaust fólk sem ekkert hefur með atburðarásina að gera og hótar að drepa það. Flestum er svo farið að þykja þetta ofbeldisfólk andstyggilegt og við finnum til með því fólki sem neyðist til að láta undan ofbeldi af þessu tagi. En þegar kristin kirkja lítur yfir farinn veg horfa menn með velþóknun til gíslatökumálsins á Al- þingi árið 1000. Nær væri kristnu fólki að skammast sín fyrir bæði þetta afnám trúfrelsis rétt eins og ég veit til að margt af því skammast sín fyrir galdrabrennur, rannsóknar- réttinn og auðsöfnun kirkjunnar. Það er nær fyrir kristna kirkju að hampa því sem vel er gert eins og menningarvarðveislu klaustranna, spítalarekstri um allan heim og lengi mætti áfram telja mörg góð verk unnin í nafni kristni og kirkju. En kristnitakan var hvorki falleg athöfn né farsæl fyrir þjóðina. Raunar held ég að þetta óþverra- bragð Noregskonungs hafi setið lengi í þjóðinni. Kristnisaga er vænt- anlega skráð af munkum 200 árum eftir að atburðurinn verður. Skrá- setjararnir eru rækilega heilaþvegn- ir Hvíta-Kristi en samt treysta þeir sér ekki til að hylma yfir voðaverkið, gíslatökuna, þótt vafalaust sé frá- sögnin öll mjög hlutdræg. Höfundur er blaðamaður á Selfossi. FYRIR fáum dögum hlutu Leik- skólar Reykjavíkur viðurkenningu borgaryfirvalda fyrir starfsárangur á árinu 1999. Var viðurkenningin veitt „fyrir öndvegisstarf, þar sem tekist er á við krefjandi og skap- andi verkefni af faglegum metn- aði“. Þessi viðurkenning hvetur starfsfólk leikskólanna til að halda áfram á sömu braut og láta fagleg- Leikskólar Starfsfólkið fær háa ein- kunn hjá foreldrum, segir Bergur Felixson, sem telja það sýna kunnáttu og hæfni, taka vel á móti börnunum. ar áherslur ráða mótun starfs þeirra. En starfsfólk leikskólanna hefur verið að fá aðrar viðurkenningar undanfarið og að þessu sinni frá foreldrum leikskólabarna. Slíkar viðurkenningar eru ekki síður mik- ilvægar því gott samstarf og sam- ráð við foreldra er grundvöllur að góðu leikskólastarfi. Skoðanakannanir meðal foreldra eru orðnar fastur liður í starfsemi Leikskóla Reykjavíkur. Niður- stöður eru bæði notaðar til að meta starfsemina í heild og einnig geta einstakir leikskólar borið saman sína stöðu miðað við heild, fengið upplýsingar um styrk eða veikleika í starfi og unnið úr því. í vor var gerð foreldrakönnun í nær helmingi leikskóla Reykjavík- ur. Alls svöruðu 1882 foreldrar könnuninni og var það 70% að- spurðra, sem er mjög gott svar- hlutfall. Mig langar til að draga fram nokkra þætti sem vöktu athygli mína. í spurningum um samskipti við leikskóla kemur fram að foreldrar telja sig fá góðan aðlögunartíma fyrir börnin (87%) og nægilegar upplýsingar liggi fyrir um leikskól- ann í upphafi (93%). Starfsfólkið fær háa einkunn hjá foreldrum sem telja það sýna kunn- áttu og hæfni (87%), taka vel á móti bömunum í byrjun (93%) og bera umhyggju fyrir þeim og miða starfið við þarfir þeirra (93%). Þá telja foreldrar (97%) að bömunum líði vel í leikskólanum og leikskóladvölin sé þroskandi og lær- dómsrík (97%). Um það bil helm- ingi foreldra fannst vel staðið að kynningu á nýju starfsfólki og er það of lágt hlutfall og verður vonandi hægt að bæta það með samstilltu átaki. Svör um aðbúnað einstakra leik- skóla gefa einnig tilefni til úrbóta. í 68 % tilfella svömðu mæður könnunnini og í 5% tilvika svöraðu feður svo enn þá eiga mæðumar meira í börnunum en við feðurnir en það er samt jákvæð þróun að í 27% tilfella svömðu foreldrarnir sameigin-"^r lega. Eg óska starfsfólki Leikskóla Reykjavíkur til hamingju með það hve ánægðir foreldrar eru með leikskóladvöl barna sinna og hve vel þeir meta störf þeirra. Það eru góðar fréttir fyrir leikskólabörn. Það em og góðar frétt- ir fyrir okkur sem störfum að leikskólamálum í Reykjavík. , _ Höfundur er framkvæmdastjóri Leikskdla Reykjavíkur. Fleiri stæ&i Nýlega voru tekin í notkun 420 ný bílastæ&i viS Listabraut, bak viS Borgarleikhúsiö. ViS Kringluna eru því samtals yfir 2000 frí bílastæSi. Einnig er auSvelt að komast í Kringluna meS strætó (sjó kort). ^IIO-111-112-115 MIKLABRAUT 110-111-113-115 Bergur Felixson Vér mölbúar! RÍKISSTJÓRNIN er að hrinda í framkvæmd þeim stefnumiðum að flytja ýmsa opinbera starfsemi frá höfuðborg- arsvæðinu. Meðal þess sem þar ber á góma er flutningur jafnréttis- stofu. Flutningurinn hefur vakið talsverð við- brögð og endurspeglar í hnotskurn þann vanda sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir: Við viljum halda byggð í landinu en vér mölbúar fórnum engu. Ég segi: Til hamingju með jafn- réttisstofu, Akureyring- ar! Borgarstjórinn í Reykjavík sagði nýverið í samtali við Morgunblaðið nýverið að menn skyldu forðast hreppapólitík og vera ekki að reyna að ná frá borginni mikilvægri starf- Flutningur Umræðan er á villigöt- um, segir Jóhann Guðni Reynisson. Það er í lagi að flytja starfsemi frá höfuðborgarsvæðinu. semi því borgin sé í alþjóðlegri sam- keppni. Það er rétt en sveitarfélög á Islandi em í sambærilegri sam- keppni: Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur em á vissan hátt í sam- keppni við borgina og önnui- sveitar- félög um fyrirtæki, menningu, listir og afþreyingu. Ég er Hafnfirðingur, bý í Hafnarfirði og vil njóta þess að hafa í Hafnarfirði fjölþætta starf- semi. Mér er mikilvægt að hér starfi öflug fyrirtæki, hér sé blómleg menning og menntun á öllum stig- um, svo- eitthvað sé nefnt. Öflugur bær í Hafnarfirði er styrkur fyrir höfuðborgina á nákvæmlega sama hátt og sterk höfuðborg er mikilvæg fyrir Hafnar- fjörð eins og önnur sveitarfélög á Islandi. Blessuð börnin Talsvert hefur verið rætt um skólastarf samhliða nýrri nám- skrá sem gerir ráð fyr- ir auknu valfrelsi nem- enda. Margir telja að til þess að nemendur njóti valmöguleikanna til fullnustu verði þeir að vera margir saman. Mjög margir. Sérstakir unglingaskólar hafa ver- ið nefndir í því sambandi til þess að ná sem flestum saman á einn stað svo nemendurnir fái uppfylltar þær þarf- ir sem skapaðar em í námskrá. Sam- kvæmt þessu sitja nemendur í fá- mennari skólum ekki við sama borð. Samkvæmt þessu virðist það vera brot á mannréttindum barna að ala þau upp utan höfuðborgarsvæðisins! Niðurstaðan: Umræðan er á villigöt- um. Það er í lagi að flytja starfsemi frá höfuðborgarsvæðinu. Það er í lagi að veigamikil starfsemi sé utan höf- uðborgarinnar. Það er í lagi að upp- fylla ekki fjölskrúð tilbúinnar þarfar í gmnnskólanámi þar sem hver ein- staklingur fær i mörgum tilvikum notið sín og sérkenna sinna betur í fá- mennari skólum. Það er sem sagt í lagi að búa úti á landi. Það er eigin- lega bara býsna gott! Höfundur er forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála hj:í Hafn- arfjarðarbæ. Jóhann Guðni Reynisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.