Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 65

Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. JUNI2000 I DAG BRIDS Uinsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞAÐ ERU æði mörg ár síð- an Theodore Lightner setti fyrst fram hugmyndir sínar um útspilsdobl gegn slemm- um, en það var í grein í The Bridge World árið 1929. Lightner hugsaði dæmið þannig: Andstæðingarnir hafa sjálfviljugir farið í slemmu, sem þeir búast við að vinna. E>ví er fátítt að uppskera mikið með sektar- dobli og betra að nýta sögn- ina til að benda makker á út- spil. Flestir keppnisspilarar nota einhvers konar „Lightner-dobl“ í þeim skilningi að slemmudobl bið- ur makker um að hugsa sinn gang vel og leita að ein- hverju óeðlilegu útspili. En hvað er „óeðlilegt útspil“? Lightner setti fram nokkrar meginreglur: Dobl bannar tromp, bannar lit sem vörn- in hefur sagt og biður fyrst og fremst um útspil í hliðar- lit blinds, eða hliðarlit sagn- hafa, hafí blindur ekki sýnt hliðarlit. Sumir fylgja þess- um reglum Lightners um- hugsunarlaust, en aðrir leyfa frjálslegri túlkun og ætlast til að makker „lesi“ spilið rétt. í reynd er sú krafa ósanngjörn. Hér er síðasta dæmið frá gömlum Norðurlandamótum, en það kom upp 1998 í Noregi. Við sögu koma tveir af landsliðs- spilurum opna flokksins, sem nú eru að spila í Hvera- gerði, Magnús Magnússon og Anton Haraldsson, en þeir spiluðu saman hluta af síðasta Norðurlandamóti. Norður gefur; NS á hættu. Norður A Q ¥ AG10542 ♦ Q75 * ADG Austur Vestur *D52 ¥86 ♦ 92 *1098753 ♦1097643 ¥K97 ♦ Á6 +42 Suður +ÁK8 ¥D3 ♦ KD10843 +K6 Vestur Norður Austur Suður Magnús Schaffer Anton Bruun - lhjarta 2spaðar 3 tíglar 4 lauf 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Dobl Allirpass Þetta var í leik gegn Dön- um. Eins og sést við ná- kvæma skoðun er hjarta eina útspilið sem drepur slemmuna. Ef sagnhafi stingur upp ás og spilar laufi þrisvar, trompar austur og tryggir sér þannig slag á hjartakónginn til hliðar við tígulásinn. Auðvitað hafði Anton enga tryggingu fyrir því að hjarta út myndi bana slemmunni, en hann vildi hvorki spaða né lauf. Sér- staklega óttaðist hann að makker myndi gefa slag með því að koma út í spaðan- um, til dæmis frá kóng. En Lightner-doblin höfðu ekki komist á dagskrá i skömm- um undirbúningi og Magnús ákvað að „lesa“ útspilið, eins og títt er um spilara nútím- ans, og valdi lauf í þeirri trú að þar væri Anton með eyðu. Sem gat auðvitað vel verið. Það er svo merkilegt, að þótt hugmyndir Lightners séu komnar til ára sinna, þá hefur enginn enn sem komið er betrumbætt þær að ráði. Árnað heilla A ÁRA afmæli og ferming. í dag, fóstudaginn 30. júní • V/ verður sjötugur Jón Jónsson, framkvæmdastjóri, Melabraut 28, Seltjarnarnesi. Eiginkona hans er Ástríður Gréta Pálsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Sama dag verður fermdur í Dómkirkjunni í Reykjavík dóttursonur Jóns, Jón Reynir Gústafsson, Bauganesi 33, Reykjavfk. f7A ÁRA afmæli. í dag, I V/ fóstudaginn 30. júní, er sjötugur Gunnar Val- geirsson, flugvirki, Hraun- braut 30, Kópavogi. Um þessar mundir dvelur hann í sumarhúsi sínu í Biskups- tungum. r A ÁRA afmæli. Þann OU 21. júní sl. varð fimmtugur Sævar B. Þórar- insson, skipstjóri, Fornuvör 4, Grindavík. I tilefni þess hefur hann opið hús fyrir vini og vandamenn í dag, föstudaginn 30. júní eftir kl. 20 í húsi Björgunarsveitar- innar Þorbjörns, Seljabót 10, Grindavík. K /\ÁRA afmæli. Á morg- OU un, laugardaginn 1. júlí, verður fimmtugur Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Eiginkona Níelsar Árna er Kristjana Benediktsdóttir, skjalavörður nefndasviðs Alþingis. I tilefni afmælisins bjóða hjónin öllum ættingj- um og vinum til fagnaðar í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á afmælisdaginn 1. júlí kl. 17-20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fýrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavik UOÐABROT LANDSLAG Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri. Islands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna. íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka, undir klöpp og skútar taka. íslands er það lag. Heyrið brim á björgum svarra, bylja þjóta svipi snarra. Islands er það lag. Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir náttúrunnar, Islands eigið lag. Innst í þínum eigin barmi eins í gleði og eins í harmi ymur íslands lag. Grímur Thomsen. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert forvitinn ogfram- takssamur og átt auðvelt með aðganga í augun á öðrum með glensi og gamansemi. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Ekki hvað síst hversu góðar fréttir þú færð. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefðir gott af því að breyta til á einhver hátt hvort sem er heima fyi'ir eða í vinnunni. Gefðu þér tíma til að hugsa málið. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) Þú átt bágt með að einbeita þér að starfinu þar sem áhyggjur af einkamálum dreifa athyglinni. Láttu einkamálin hafa forgang. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú þarft að taka þig saman í andlitinu og einbeita þér að því sem fyrir liggur. Kapp er best með forsjá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þér er nauðsyn að hafa allt á hreinu varðandi eignir þínar og fjárhag enda ágætt að hafa í huga að hver er sinnar gæfu smiður. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) Með sama áframhaldi mun vinna þín skila þér arði og ánægju. Farðu samt var- lega því einhver reynir vilj- andi að villa þér sýn. Vog rn (23. sept. - 22. okt.) Þú þarft að gæta þess að að hnýta alla enda þess máls sem þú ert að glíma við á vinnustað þínum. Án þess gæti allt farið úr böndun- um. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú munt ekki sjá árangur erfiðis þíns strax en varastu óþolinmæði því þitt starf eins og allt annað, hefur sinn tíma. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) KSr Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyr- ir manni. Vertu þolinmóður og leystu hvern hnút fyrir sig. Steingeit — (22. des. -19. janúar) Mundu að virða skoðanir annarra þótt þær komi ekki alveg heim og saman við það sem þér finnst. Vertu víðsýnn og jákvæður. Vatnsberi « (20. jan. -18. febr.) Cán! Þú ert í skapi til að vera kærulaus og það er allt í lagi. Þú þarft virkilega á góðri hvíld að halda til að ná góðu jafnvægi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist eftir- sókn eftir vindi. Vertu raunsær í peningamálun- um. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. flugustangir ...með lífstíðarábyrgð Utsölustaðir: Útilíf Veiðibúð Lalla Vesturröst Einkatímar/námskeið, sími 694 5494 Ný námskeið hefst 11. og 19. júlí Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójaínvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, m Eignamiðlun Suðurnesja hefur fengið í einkasölu 3000 fermetra verslunar- og þjónustubyggingu á tveimur hæðum á Njarðarbraut 11 í Njarðvík. Framkvæmdir við bygginguna eru að hefjast um þessar mundir og eru verklok áætluð þann Lapríl 2001. Staðsetning byggingarinnar er mjög góð, hún er staðsett við Reykjanesbraut nálaegt helstu íbúðarkjörnum á Suður- nesjum í hverfi sem nú byggist hratt upp. Byggingin verður seld í stærri eða smærri einingum eftir því sem við á. Endanlegar teikningar hússins verða fullfrágengnar á næstu vikum og því er mögulegt fyrir hugsanlega kaupendur af stórum hlut í bygging- unni að hafa áhrif á endanlegt útlit þeirra. Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá: Eignamiðlun Suðurnesja í síma 421-1700.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.