Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arni Sæberg Ilalldór Hreinsson þyrluflugmaður fer til Grænlands í dag. Fer í ævintýraferð með ísbrjóti HALLDÓR Hreinsson, þyrluflug- maður og flugvirki, heldur í dag áleiðis til Grænlands á móts við rússneska ísbijótinn Kapitan Dran- itsyn, en Halldór mun sinna verk- efnum um borð í skipinu. Búið er að breyta ísbijótinum í lúxusskemmti- ferðaskip og fer það eina ferð á ári hringinn í kring um norðurskautið. ísbrjóturinn er að koma frá Sval- barða og siglir á næstu dögum með- fram austurströnd Grænlands, suð- ur fyrir Iandið og upp með vcsturströndinni. Siglt verður í gegpi um hafsvæði þar sem ís er á siglingaleiðinni. Komið verður m.a. við í Scoresbysundi, Angmagssalik, Nuuk, Syðri-Straumsfirði og Thule. Lögð er áhersla á að leyfa farþeg- um að kynnast stórkostlegri og hrikalegri náttúru Grænlands, auk sögu og menningar íbúa landsins. Halldór sagði að hlutverk sitt um borð í Kapitan Dranitsyn væri að fara með farþega í útsýnisflug frá skipinu og fljúga með þá inn í þorp- in á strönd Grænlands. „Þetta er spennandi verkefni. Ég hef flogið þarna nokkrum sinnum og veit þess vegna að þetta er skemmtilegur staður. Það verður mjög spennandi að fá að vera um borð í þessu stóra skipi og fá að sigla inn um ísjakana. Þetta er tækifæri sem er óvíst að maður fái aftur,“ sagði Halldór í gær. Halldór sagði að veður væri oft mjög gott á Grænlandi á þessum árstfma. Menn mættu allt eins búast við 20-30 stiga hita. Hann mun fylgja skipinu frá Scoresbysundi til Thule, en þaðan flýgur hann þyrl- unni til Narssarssuaq. Halldór var ráðinn til starfa um borð í fsbrjótinum vegna fyrri starfa hans fyrir Air-Alpa þyrlu- flugfélagið, sem rekur þyrluna sem hann flýgur. Félagið var að sækjast eftir flugmönnum sem jafnframt hafa flugvirkjamenntun. Samgöngunefnd skoðar jarðgangastæði SAMGONGUNEFND Alþingis er ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar á ferðalagi um Austfirði og Norður- land til að skoða hugsanleg jarð- gangastæði, annars vegar á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og hins vegar á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Ámi Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður nefnd- arinnar, sagði að tilgangur ferðar- innar væri fyrst og fremst að kynnast aðstæðum og fylgjast með þeim rannsóknum sem væru famar af stað. Rannsóknir hafnar við Fáskrúðsfjörð Árni sagði að ákveðið hefði verið að heimsækja bæina fjóra, þar sem jarðgangagerð þar væri framar í for- gangsröðinni en annars staðar á landinu. „Við höfum hitt sveitar- stjómarmenn á viðkomandi stöðum og heyrt í þeim hljóðið og borið sam- an bækur okkar,“ sagði Ámi. Ami sagði að rannsóknir væm hafnar við Fáskrúðsfjörð og að þar væri byrjað bora til að reyna að finna hvemig bergið væri á milli setlaga. Hann sagði að ráðgert væri að ljúka þeim rannsóknum í ágústmánuði og að rannsóknir við Siglufjörð og Ól- afsfjörð hæfust síðar á árinu. Árni sagði að þar sem hópurinn hefði verið kominn til Austfjarða hefði einnig verið ákveðið að heim- sækja Vopnafjörð og skoða mögu- legt jarðgangastæði þar undir Hell- isheiði, en hann tók það fram að það jarðgangaverkefni væri aftar í for- gangsröðinni en þau tvö fyrmefndu. Vera er komin út, full af góðu efni til að lesa í sumarfríinu! Karlar á nýrri öld. Baráttukona úr Dýrafirði - viðtal við Ólöfu G. Valdimarsdóttur arkitekt. Breska þingkonan og leikkonan Glenda Jackson. Fyrstu nemendur í FrumkvöðlaAUÐI. „Eðli" kynjanna - um Hellisbúann, Karlar eru frá Mars Konur eru frá Venus o.fl. Vera er tíl á öllum helstu blaðsölustöðum og í áskríft í síma 552 2188 eða vera@yortex.is t Tryggingafélögin ofmátu tjón um rúma tvo milljarða Bótasjóðir 18 milljarð- ar í lok síðasta árs EKKI em gerðar leiðréttingar á árs- reikningum vátryggingafélaga, þótt seinna komi í Ijós að framlög í svo- kallaða bótasjóði hafi reynst of há, að sögn Ragnars Hafliðasonar hjá Fjár- málaeftirlitinu. Þeir vom í lok síðasta árs orðnir 17,9 milljarðar króna. Lög- boðnar ökutækjatryggingai- hafa al- mennt verið gerðar upp með tapi í reikningum vátryggingafélaganna undanfarin ár. í skýrslu Fjármálaeft- irlitsins frá september sl. segir að sennilega hafi tjónaskuld trygginga- félaganna, þ.e. framlag í bótasjóði, verið ofinetin um rúma 2 milljarða króna vegna áranna 1991 til 1996. Því hefur afkoma fyrirtækjanna verið tveimur milljörðum króna betri en ársreikningar gefa til kynna. Sá háttur er hafður á, við gerð árs- reikninga vátryggingafyrirtækja, að færa framlag í bótasjóði til gjalda í rekstrarreikningi og skuldar í efna- hagsreikningi. Framlagið miðast við áætlað tjón, þ.e. þær bótagreiðslur sem félögin gera ráð fyrir að þurfa að greiða í framtíðinni vegna bóta sem ekki em greiddar á því ári sem um ræðir. Samkvæmt skýrslu Fjármála- eftirlitsins var sú áætlun félaganna rúmlega tveimur milljörðum of há íyrir fyn-greint tímabil. Bótasjóðir hækka á hveiju ári Bótasjóðir tryggingafélaganna hafa hækkað síðustu ár og vom orðn- ir 17,9 milljarðar í árslok 1999, sam- anborið við 11,4 milljarða 1994. Ragn- ar Hafliðason segir að vissulega geti svo sýnst að tryggingafélögin hafi dulbúið hagnað sinn í gegnum árin með of háu framlagi í bótasjóð. „Það er ekki óeðlilegt að einhveijir fái það á tilfinninguna, miðað við umræðuna. En á þessum tímapunkti getum við ekkert sagt um hvort svo sé,“ segir hann. Hann segir að þótt framlag hafi reynst tveimur milljörðum of mikið á tímabilinu 1991-96, geti verið að raunin hafi verið önnur á þeim ámm sem síðan em liðin. „Einnig getur verið, ef losnað hefur úr tjónaskuld, að ekki hafi þurft að leggja eins mikið til hliðar á ámnum sem komu á eftir,“ segir Ragnar. Ragnar segir að ekki sé hægt að segja með vissu um afkomu vátrygg- inga fyrr en að nokkram ámm liðn- um. Hann segir þó vert að skoða hvort tjónamat félaganna hafi verið of hátt, í ljósi vaxtar bótasjóðanna. „Jú, þetta var meðal annars skoðað sérstaklega í skýrslu okkar í fyrra. Það er hins vegar alveg ljóst að ýms- ar breytingar hafa orðið í rekstrar- umhverfi félaganna, auk þess sem skaðabótalögunum var breytt. Þama gætu verið skýringar á hækkunar- þörfinni,11 segir hann. Áhrif á vísitölu óviss Sem kunnugt er tilkynntu Sjóvá- Almennar á mánudag um 29% hækk- un á iðgjöldum lögboðinna ökutækja- trygginga að meðaltali og iðgjöldum vegna kaskótrygginga um 15%. Tals- menn annarra félaga hafa gefið í skyn að þau muni fylgja í kjölfarið. Rós- mundur Guðnason, deildarstjóri vísi- töludeildar Hagstofunnar, segir erf- itt að meta áhrif hækkunar iðgjalda á vísitölu neysluverðs. Verið sé að vinna við að reikna hana út, en vísi- talan verður birt eftir viku, 12. júlí. Sýningin Bú 2000 hefst á morgun Ætlað að varpa ljósi á mikilvægi landbúnaðar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verið er að undirbúa sýninguna sem hefst á morgun. LANDBÚNAÐARSÝNINGIN „Bú 2000 - Landbúnaður er lífsnauðsyn“ verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 6.-9. júlí. Sýningin er vöra- og þjónustusýning sem ætlað er að kynna íslenskan landbúnað við alda- hvörf. Markmið sýningarinnar, segir Sig- urrós Ragnarsdóttir, sýningarstjóri Bús 2000, er að kynna landsmönnum hvað sé að gerast í landbúnaði. Ekki hefur verið haldin sambærileg sýn- ing í Reykjavík síðan 1987 og segir Sigurrós miklar framfarir hafa átt sér stað á þessum tíma auk þess sem neysluvenjur þjóðarinnar hafi tekið nokkmm stakkaskiptum. Sýningunni er ætlað að varpa Ijósi á mikilvægi landbúnaðar í nútíma- þjóðfélagi, glæða skilning þéttbýlis- búa á hlutverki hans í vexti og vel- ferð íslensks samfélags og kynna bændum nýjungar á þeirra sviði. Sýningin höfðar því jafnt til almenn- ings sem fagmanna í greininni, segir Sigurrós. Yfir 70 þátttakendur verða í Laug- ardalshöllinni og kynna það helsta á sviði landbúnaðar. Þar mun verða að finna allt „frá grasrót á disk neytand- ans,“ segir Sigurrós. Þar verða hinar ýmsu landbúnaðarafurðir kynntar og gestum gefst kostur á að bragða á þeim. Bændur geta fræðst um nýj- ungar á sviði landbúnaðarvéla og tækja. í ljósi þess að íslenskur landbún- aður er nútímaleg, tæknivædd at- vinnugrein verður lögð sérstök áhersla á að kynna nýjar búgreinar, vekja athygli á hollustu og hreinleika afurða íslensks landbúnaðar og sýna nýja tækni sem landbúnaðurinn hef- ur tekið í þjónustu sína. Bú 2000 og Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn hafa tekið höndum saman um að gera Laugardalinn að vettvangi fyrir nokkurs konar fjöl- skylduhátíð sýningardagana. Sigur- rós segir aðgöngumiða á sýninguna gilda í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn. Þeir sem kaupa miða í garðinn fá svo miða á sýninguna. Miðaverð er 500 krónur og er aðgangur ókeypis fyrir öryrkja. Börn, yngri en 12 ára, fá ókeypis aðgang í fylgd með full- orðnum. Ólæti á Austurvelli LÖGREGLAN hafði afskipti af dmkknu fólki sem lét ófriðlega á Austurvelli um miðjan dag á mánu- dag. Að sögn lögreglu hafa svona uppákomur oft verið fylgifiskar hlýrra sumardaga, en þeir sem vom hvað dmkknastir vora fluttir í fanga- geymslur til að sofa úr sér. Aðrir vom færðir til síns heima en lög- reglan segir að um hafi verið að ræða fyrrverandi fastagesti veitingastað- arins Keisarans sem var nýlega lok- að. í fyrrinótt gerðist það einnig á Austurvelli að styttan af Jóni Sig- urðssyni var „skreytt" með víra- drasli og jurtum. Lögreglan fjar- lægði draslið í gærmorgun en ekki er vitað hver var að verki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Drasli var komið fyrir á stytt- unni af Jóni Sigurðssyni. Sparisjóð- ur kaupir hús KBB SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hefur keypt húseign Kaupfé- lags Borgfirðinga við Egilsgötu í Borgarnesi. Asett verð var milli 60 og 70 milljónir en Morgunblaðinu er ekki kunn- ugt um hvert verðið var. Húseign KBB er tvær hæðir og kjallari. Starfsfólki var til- kynnt um kaupin í gær. Kaup- félagið hóf fyrir skömmu bygg- ingu nýs verslunarhúss við Borgarbraut, skammt frá Borgarfjarðarbrúnni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.