Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
AND POWER
- • umm
<||)
Erma-
hnappar
og offita
„Appearance and Power“ Kim K.
P. Johnson og Sharron J. Lennon
ritstýrðu. 201 bls. Berg, Oxford,
2000.
VIÐ erum skrýtin dýr, mennirn-
ir. Ósköp upptekin af því hvernig
við lítum út. Andarungarnir á
tjöminni hafa ekki miklar áhyggjur
af því hvort þeir eru sætir eða nógu
grannir eða nógu valdsmannslegir.
Þeir bara svamla um í ró og næði.
Og gogga í aðra unga ef þeim mis-
líkar eitthvað. Við getum víst ekki
leyft okkur að gogga í þá sem okk-
> ur sýnist. Við verðum að grípa til
annarra ráða í lífsbaráttunni.
Mannveran metur umhverfi sitt
á mjög sjónrænan hátt. í daglegu
lífi erum við stöðugt að leggja mat
á annað fólk - t.d trúverðugleika
þess eða tryggð. Eða bara hvort
okkur langar að fara með því í bíó...
Og svo virðist sem útlit fólks hafi
sitt að segja, sérstaklega ef marka
má rannsóknir þær sem hér er
safnað saman í eina bók. Fræði-
menn á ýmsum sviðum bregða upp
ólíkum sjónarhomum á valdabar-
áttu manna á milli. Þeir sýna okkur
hver á sinn hátt hversu mikla þýð-
ingu útlit hefur í samskiptum okkar
- hvemig við upplifum aðra og
hvemig við skynjum áhrif og völd
þeirra út frá útlitinu einu og sér.
Þessu hafa margir gert sér grein
fyrir og nýtt sér. Hvers vegna ætli
páfinn sé alltaf í sömu hvítu fötun-
um og ætli við tökum frekar mark á
lækni ef hann er í hvítum slopp?
Það er vel farið ofan í saumana á
ólíklegustu hlutum. Lögregluþjónn
til þrjátíu ára (sem inn á milli
skyldustarfa las til doktorsprófs í
mannfræði) skrifar um breytingar
á lögreglubúningum. Hinn vinalegi
lögregluþjónn sem rölti um og
hjálpaði andamömmu yfir götuna
er smám saman að breytast í svip-
lausan og vígalegan Robocop.
Breytt útlit - breytt skilaboð.
Dama með doktorsgráðu horfði á
fullu á vídeó og skrifar hér um bún-
inga í Star Trek þáttunum og þýð-
ingu þeirra. Rætt er svo við menn
sem sýna símboðann og marga
- lykla til að virðast mikilvægir og
konur sem hættu að ganga í grænu
eftir að ráðist var á þær. Bókin er
algjört bland í poka og bráð-
skemmtileg.
Við viljum stýra því hvaða augum
aðrir líta okkur og miðum útlit okk-
ar út frá því. Hvað gefurðu til
kynna með fötunum sem þú klæðist
- eða með hárgreiðsunni, skart-
. gripunum eða jafnvel holdafarinu?
Sumir svelta sig því fordómar
gagnvart feitu fólki fá að þrífast
óáreittir. Aðrir lyfta og fara í ljós
svo þeir virðist alltaf hressir. Og til
að þú náir langt á vinnustað gæti
skipt máli hvort beltið þitt er í stíl
við skóna. Ansi sorglegt...
Silja Björk Baldursdóttir
HVERJU KLÆDDUST KÚREKARNIR?
Kúrekar í
bleikum nærfötum
Kúrekar eru án efa svölustu hetjur kvikmynd-
anna. Glitrandi sporar, rykugur hattur ofan í
augu og snjáðar gallabuxur einkenna ímynd
þeirra en hverju klæddust hetjur sléttunnar í
raun og veru? Hvernig hljóma bleik nærföt?
Ljóst er að
margir kúrekar
kusu að klæðast
bleikum nærföt-
um og lögðu
ekki mikið upp
ár ímyndinni.
ERT þú, lesandi góður, einn þeirra
sem heldur að kúrekar hafi þeyst
um sléttumar í villta vestrinu með
fægðar byssur í beltinu og glamr-
andi spora á hvom stífbónuðu leð-
urstígvéli? Ef svo er ættirðu að end-
urskoða hug þinn því sagnfræð-
ingurinn Tom Lindmier og
áhugamaðurinn Steve Mount rann-
sökuðu málið og komust að hinu
sanna.
Líktust dýrum
Þeir Steve og Tom
eyddu sjö áram í að
afla efnis fyrir
bókina „I see
By Your Out-
fit“ en í henni er
lögð áhersla á að bijóta
niður goðsagnir og komast að því
hveiju kúrekamir í raun og vem
klæddust er þeir vora og hétu í
Wyoming-fylki í Bandaríkjunum.
Það fyrsta sem þeir félagar ráku
sig á var að kúrekar tóku margir
hveijir ullarbuxur fram yfir galla-
buxur, vom með veiðihúfur úr flau-
eli á höfði og klæddust loðnum hlífð-
arbuxum svo þeir líktust meira
dýmm en veiðimönnum. Þá klædd-
ust þeir siðum nærbrókum í ýms-
um litum, fyrst hvítum og bláum en
um aldamótin síðustu vom bleikar
orðnar mjög vinsælar.
En hvemig komust höfundar bók-
arinnar að þessum niðurstöðum?
M.a. með því að taka viðtöl við ætt-
ingja kúrekanna, skoða dagbækur
þeirra, minjasöfn, gamlar ljósmynd-
ir og aldagamla vörulista og póst.
Þegar niðurstaðan var fundin var
ljóst að hún átti lítið skylt við þá
ímynd sem flestir hafa um kúreka
og á rætur sinar að rekja til Holly-
wood. Stíll kúrekanna var einfaldur
enda líklegt að þeir hafi haft um
margt annað að hugsa en að pússa
stígvélin sín og elta tískustrauma í
klæðnaði.
Bókin „I See By Your Outfit" hef-
ur selst vel í Bandaríkjunum en
Lindmier, annar höfunda bókarinn-
ar, er nokkuð undrandi á þeirri at-
hygli sem hún hefur vakið. Hann,
sem er sagnfræðingur að mennt, fær
varla svefnfrið fyrir fólki sem vill
vita allan sannleikann um klæðnað
Teikning/Sigurður Óli Jensson
fólks áður fyrr. Þá séu sumir svo
uppteknir af því að finna það eina
rétta að saumasporin, brotin og fald-
urinn verður að vera ekta.
„Þetta er fólk sem krefst þess að
ekki sé vikið út frá hinni réttu mynd
kúrekans þegar um hann er fjallað
og það vill líkja eftir kúrekum i einu
og öllu,“ segir Lindmier og and-
varpar en hreyfing þessa fólks var
nokkuð öflug í Bandaríkjunum á átt-
unda áratugnum. „Að mörgu leyti er
þetta fólk sem getur ekki sætt sig
við það sem er að gerast í nútíma
samfélagi og freistar þess að fanga
anda samfélags og tíma sem er
löngu liðinn."
Kúrekar fönguðu athygli Banda-
ríkjamanna er þeir tóku í ríkum
mæli að reka nautgripi sína í norð-
urátt frá Texas-fylki eftir að borg-
arastyijöldinni lauk um 1860. En
fljótlega fór dulúðin og rómantíkin
af kúrekunum er girðingar og
stærðar búgarðar tóku að rísa. Þrátt
fyrir það blundaði ímynd kúrekans í
þjóðarsálinni sem sumir fengu útrás
fyrir að tjá sig um í bókum og síðar
kvikmyndum og sjónvarpsmyndum
og þáttum. Alla tíð hefur verið deilt
um einkennisklæði kúrekanna enda
komu þeir frá ólíkum svæðum og
klæddust því ekki eins en ekki síst
vegna þess að kúrekatíminn (villta
vestrið) entist í aðeins tæplega eina
kynslóð.
Komnir af kúrekum
í upphafi varð hugmyndin að bók-
inni til vegna deilna um klæðaburð
kúrekanna. Sagan hófst fyrir tólf ár-
um er hópur gallharðra kúrekaað-
dáenda gekk út af kynningu sem
þeir félagar Lindmier og Mount
héldu um h'fsstíl kúrekanna. Þá fóm
þeir sjálfir að spyrja sig spurainga
sem engin svör fengust við.
„Það fyrsta sem mig langaði að
gera var að henda þessu fólki út og
lumbra vel á því,“ rifjar Lindmier
upp. Hann hafði æma ástæðu til að
reiðast þvi' bæði hann og Mount ólust
upp í Wyoming og áttu forfeður sem
vom kúrckar. Eiginkona Lindmiers
er búningahönnuður og hafa bún-
ingar hennar verið notaðir í mörg-
um vestrum. „Ef þeir em ekki réttir,
þá notum við þá ekki,“ fullyrðir hún.
í bókinni er rfkust áhersla lögð á
kúrckana í Wyoming en einnig
koma aðrir hlutar sléttunnar miklu
við sögu s.s. Montana, norðurhluti
Colorado og Norður- og Suður-
Dakóta.
John Langellier, sem var áður
safnvörður á byggðasafni í Los Ang-
eles, segir bók Lindmiers og Mounts
kveða niður gamla kúrekadrauga
frá Hollywood. „Kvikmyndimar era
ekki sagnfræðilegar, þær em fyrst
og fremst skemmtun. Oft lætur
raunvemleikinn í minni pokann fyr-
ir listrænum sjónarmiðum. En þótt
gömlu vestramir séu ekki ákjósan-
legir til sögukennslu getur verið að
ástæðan liggi í því að enginn vissi
raunvemlega hvemig kúrekar
klæddust og að því litla sem var vit-
að var ómögulegt að koma til skila á
hvíta Ijaldinu."
fmynd kúrckanna varð mun
glæsilegri er vestramir komu til
sögunnar. Þó er hún ekki alveg út í
hött því á fyrstu áratugum síðustu
aldar vom prentaðir vöralistar sem
sýndu að kúrekar gátu keypt skraut
á hatta sína. „Það var merkilegt að
sjá kúrekana ganga inn í ímynd
kvikmyndanna," segir Mount, „svo
að hluta til hefur kvikmyndin aðlag-
að kúrekana að fmyndinni."
Leikarinn John Wayne átti mikinn þátt í að skapa þá fmynd sem flestir hafa um kúreka villta vestursins.
Forvitnilegar bækur
Gagnleg
gagnslaus
þekking
Isaac Asimov’s Book of Facts, gefin
út 1979 af Wing Books í New York.
504 sfður innb. Lesin á Gráa kettin-
um f maf til júlf.
BANDARÍSK-rússneski rithöf-
undurinn Isaac Asimov er merki-
legur um margt og þá ekki síst
gríðarleg afköst enda skrifaði hann
hundruð bóka um margvíslegustu
málefni. Hann kom til Bandaríkj-
anna frá Rússlandi barn að aldri og
lauk á sínum tíma doktorsgráðu í
efnafræði. Vísindalegur grunnur
skáldverka hans var fyrir vikið yfir-
leitt mjög traustur og traustari en
flestra samrithöfunda hans.
Asimov er þekktastur fyrir
skáldsögur sínar um vélmenni og
lögmál vélmennanna sem hann
kynnti í þeim og einnig Found-
ation-bókaröðina. Hann skrifaði
reyndar helstu bækurnar í þeim
seríum mjög snemma á ferlinum en
eyddi svo síðustu árum ævinnar í
að skrifa gríðarlega vinsæl fram-
höld þeirra til að tengja þær saman
í einn sagnabálk. Til viðbótar við
þetta skrifaði hann grúa annarra
skáldsagna auk óteljandi smásagna
og greina um ýmis málefni. Einnig
skrifaði hann nokkuð af bókum um
vísindi og tækni, þar á meðal vin-
sælar bækur sem útskýrðu vísinda-
legar niðurstöður á alþýðlegan hátt.
Skáldverk Asimovs hafa elst illa
en innan um eru ágætis verk eins
og til að mynda Nightfall, sem er
kannski það merkasta sem eftir
hann liggur. Bækur hans nýtast þó
vel til greiningar á hugarástandi
bandarísks þjóðfélags á fimmta,
sjötta og sjöunda áratugnum enda
voru vísindaskáldsögur þá gríðar-
lega vinsælar, meðal annars fyrir
það hvemig þær endurspegluðu
vonir manna um að vísindin ættu
eftir að skapa betri heim og bjart-
ari framtíð.
Sú bók sem hér er gerð að um-
talsefni er að nokkru leyti dæmi-
gerð fyrir Isaac Asimov og þá trú
hans að upplýsingar séu lausn allra
vandamála. I bókina hefur hann
safnað saman óteljandi fróðleiks-
molum um ólíklegustu hluti og fyr-
irbæri, til að mynda um konunga
og drottningar, nátturufræði, mat,
snilligáfu, bókmenntir, orð, orku,
uppgötvanir og þar fram eftir göt-
unum. Flest sem hann tiltekur
flokkast undir ónauðsynlega þekk-
ingu en eins og menn vita er fátt
gagnlegra en gagnslaus þekking.
Book of Facts er ekki þess eðlis
að menn setjist niður og lesi hana í
einum rykk en hún er vel til þess
fallin að grípa niður í hana, til að
mynda á kaffihúsi, og sanka að sér
ýmislegum sagnastúfum sem hægt
er að skreyta sig með í samkvæm-
um þó flest í henni sé þess eðlis að
það sé forvitnilegt fyrir það að
mönnum skuli þykja það forvitni-
legt.
Árni Matthíasson