Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 25
LISTIR
Dj assgeggj ar ar
AP
List á lofti
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
LIPUR OG LÆVÍS -
SWEET AND LOWDOWN
★ ★★%
Leikstjóri og handritshöfundur
Woody Allen. Tónskáld Dick Hym-
an. Kvikmyndatökustjóri Fei Zhao.
Aðalleikendur Sean Penn, Sam-
antha Morton, Uma Thurman, Ant-
hony LaPaglia, John Waters,
Gretchen Mol. Lengd 95 mín. Fram-
leiðandi Sony Classic Pictures. Ár-
gerð 1999.
AÐ þessu sinni fjallar Woody All-
en um annað aðalhugðarefni sitt,
djasstónlistina, og úr verður e.k.
leikin heimildarmynd um sveifluna á
þriðja og fjórða áratugnum, á meðan
heimurinn var tiltölulega saklaus, og
þó. Aðferðina höfum \úð séð áður í
verkum þessa einstaka kvikmynda-
gerðarmanns. Býr til persónu sem á
að vera ein aðalstjama tímabilsins,
skírir hana Emmet Ray (Sean Penn)
og setur í það harðsnúna hlutverk að
vera ein skærasta stjama djassár-
anna.
Ray er yfirburða gítarleikari, eng-
inn stendur honum á sporði annar en
rúmenski sígauninn og goðsögnin
Django Reinhardt - sem Ray óttast
einan manna. Persónan er undarlega
samansett. Ray hefur ómælda tón-
listarhæfileika sem em nánast hans
eina eftirsóknarverða vöggugjöf.
Fullur af rembingi og óbilandi sjálf-
umgleði stendur honum nánast á
sama um allt mannkyn - nema hann
geti notfært sér það. Að auki er hann
kærulaus, kvensamur, þjófóttur al-
kóhólisti, en spilar eins og engill.
Tvær konur koma inn í líf gítar-
snillingsins um sinn, hin mállausa
Hattie (Samantha Morton) og Blan-
che (Uma Thurman), upprennandi
rithöfundur og selskapsljón. Hattie
elskar hann út af lífinu en Ray kann
vitaskuld ekki að meta slíkar trakt-
eringar og gengur síðar í mislukkað
hjónaband með Blanche sem endar
með ósköpum.
Allen heldur sig skilmerkilega inn-
an heimildarmyndaaðferðanna með
því að setja sjálfan sig í hlutverk
sögumannsins og blanda með jöfnu
millibili viðtölum við menn sem áttu
að þekkja goðsögnina, voru samtíð-
armenn Rays eða meðleikarar. Þá
dregur hann upp hápunktana í lífs-
hlaupi gítarleikarans, sem eru tals-
vert á reiki (!), svo við fáum að sjá í
sumum tilfellum nokkrar útgáfur af
sömu atburðum. Það er ekki að
spyrja að því, Allen tekst þessi frá-
sagnarmáti afskaplega vel og fer af
og til á kostum. Hann hefur breytt
aðferðunum heldur betur að því leyti
að nú er hann sjálfur ekki lengur
nafli alheimsins heldur bíður færis í
skugganum að segja sitt álit á málun-
um. Ekki nóg með það heldur er Ray
ekkert líkur leikstjóranum að öðru
leyti en hvað tónlistinni viðvíkur.
Skopskynið er ríkulegt sem fyrri
daginn líkt og heilabrot um lífíð og
tilveruna en skoðanir og persóna
Rays á minna skylt við þá karaktera
sem Allen hefur verið að byggja á
eigin persónu, nánast alfarið.
Það sem mest er um vert er að
breytingarnar lukkast, ekki síst
vegna stórkostlegrar frammistöðu
Seans Penn, sem gleypir myndina
með húð og hári. Það er ekkert annað
en unun að sjá hvernig þessi magnaði
leikari býr til uppskáldaða persónu
með öllum sínum einkennum og tökt-
um frá toppi til táar. Gerir hana svo
ljóslifandi að áhorfandinn hefur á til-
finningunni að hún hreinlega hljóti
að hafa verið til. Til að byija með er
útlitið vel við hæfi, undurfurðuleg
blanda af Chaplin og Skara skrípó.
Málfarið virðist hæfa þessum mikla
listamanni, monthana og félagslega
einsetumanni nákvæmlega. Nokkuð
flottur á ytra borðinu en fátt um fína
drætti á því innra. Otrúlegastur er
Penn þá hann handleikur gítarinn,
þá vaknar þessi moðhaus til lífsins,
augun fara að ljóma af innbyrgðum
tilfinningum sem annars virðast ekki
til staðar. 'Langir, fimir fingumir
eiga ekki í vandkvæðum með gripa-
ganginn og engu líkara en leikarinn
sjálfur spili. Kevin Spacey stóð hon-
um að engu leyti framar í túlkun
sinni í Amerískri fegurð. Það var
brautargengi myndarinnar en ekki
hæfileikarnir sem gerðu útslagið á
Óskarsverðlaunaafhendingunni í
vetur. En eins og flestir vita þá er
það fyrst og fremst þröngur hópur
aðdáenda sem heldur tryggð við
þennan óviðjafnanlega leikstjóra,
handritshöfund og húmorista.
Samantha Morton er óaðfinnanleg
í túlkum hinnar máUausu Hattie og
Uma Thurman er fallegt næturfiðr-
ildi. Aukaleikaramir valdir af kunnri
smekkvísi Allens sem slær enga
feUnótu á því sviði frekar en endra-
nær. Og þá er aðeins tónhstin eftir.
Við njótum góðs af ást AUens á þessu
dýrðlega tímaskeiði djassins, hver
klassOdn á eftir annarri hljómar um
salinn aUt þangað tU síðustu titlamir
hverfa af tjaldinu í blálokin. Allen
hefur tekist að heilla menn upp úr
skónum eina ferðina enn - með mik-
ilsverðri hjálp úrvalsfólks og ódauð-
legrar tónlistar. Og Penns.
Sæbjörn Valdimarsson
ÁSTRALSKI listamaðurinn John
Moriarty, sem er af frumbyggja-
ættum, stendur hér framan við
eitt stærsta nútímalistaverk sem
gert hefur verið.
Verkið er flugvél hins ástralska
Quantas flugfélags og var hönnuð
af hönnunarfyrirtæki Moriarty.
Vélin ber heitið „Nalanji Dream-
ing,“ eða „Draumur Nalanji" og
er ætlað að vera eins konar leið-
arljós að þvi að sættir náist milli
hvítra íbúa Ástralíu og frum-
byggja landsins.
Nýjar bækur
• MÁL og menning hefur gefið
út bókina Kristnitakan á Þing-
völlum eftir dr. Gunnar Krist-
jánsson.
I þessari bók rekur höfundur-
inn aðdraganda og afleiðingar
kristnitökunnar á Þingvöllum og
segir m.a.: „Þótt heimildir um
kristnitökuna séu traustari en um
flesta afburði í fornri sögu lands
og þjóðar þá er hún að mörgu
leyti talsverð ráðgáta. Hvernig
gat þjóðin tekið svona mikla og
afdrifaríka ákvörðun á þann hátt
sem heimildir lýsa? Hvaða þættir
skiptu mestu í þeirri atburðarás?
Þótt margir eigi heiðurinn af
því að málin náðu svo farsælum
lyktum þá hefur nafn Þorgeirs
Ljósvetningagoða, oddvita heið-
inna manna, borið hæst. Hann
lýsti því yfir að allir Islendingar
skyldu hafa ein lög og einn sið og
sá siður skyldi vera kristinn.“
Kristnitakan á Þingvöllum er
72 bls., prýdd fjölda ljósmynda.
Kápuna gerði Loftur Olafur
Leifsson en bókin er prentuð í
Prentsmiðjunni Odda hf. Verð:
1990 kr.
Á notuðum bílum
frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf.
eí on J
tn753TT=?^^7e3íll 1 1 "■ ÍjTTTIÍ ívlOO