Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 45 FRÉTTIR LEIÐRÉTT Stjórnar Gospelsystrum I frásögn af gospeltónleikunum á Þingvöllum síðastliðið laugardags- kvöld, hér í Morgunblaðinu í gær, var mishermt að Margrét Pálma- dóttir væri stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur. Hið rétta er að Sigrún Þorgeirsdóttir er stjómandi Kvennakórs Reykjavíkur, en Mar- grét Pálmadóttir er stjórnandi Gosp- elsystra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Auglýsingablað Tekið skal fram að blaðið Land- búnaðarvika í Reykjavík, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, var auglýs- ingablað og gefið út af Sýningum ehf. Rangt föðurnafn I frétt í blaðinu í gær á bls. 57 var sagt frá áheitasöfnun til styrktar MS-félaginu. I myndatexta var farið rangt með föðurnafn Sveinfríðar Olgu og var hún sögð Vernharðs- dóttir en átti að vera Veturliðadóttir. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfss Röng mynd úr Gula húsinu Vegna mistaka birtist ekki rétt mynd með umfjöllun um mynd- listarsýningu í Gula húsinu í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu um leið og rétt mynd birtist. Hún er af verkinu Notaleg hrosshúð og hlý- legur sjónvarpseldur eftir Ásmund Asmundsson. Ráðstefna um sókn gegn sjálfs- vígum DAGANA 7. til 16. júlí verður hald- in ráðstefna í Menntaskólanum við Sund í Reykjavík á vegum samtak- anna Styrkur unga fólksins 2000 í samvinnu við Sókn gegn sjálfsvíg- um. Verður þar leitast við að hjálpa ungu fólki „að hafa áhuga á lífínu og gefast ekki upp“, segir m.a. í frétt frá samtökunum. Samtökin Styrkur unga fólksins 2000 eru þverkirkjulegt félag sem starfar meðal ungu kynslóðarinnar. í frétt frá samtökunum segir að á íslandi sé ein hæsta tíðni sjálfsvíga meðal unglinga á Norðurlöndunum og að stór hópur fólks sé djúpt sokkinn í neyslu áfengis og vímu- efna. „Við byggjum aðferðafræði okkar á kristnum gildum sem eru stólpi þjóðfélags okkar og styrkja þannig siðferðisvitund unga fólks- ins.“ Samtökin eiga á ráðstefnunni samstarf við Sókn gegn sjálfsvígum sem vinna að því að lækka tölur um sjálfsvíg unglinga á íslandi. Auk dagskrár ráðstefnudagana er boðið upp á tónleika og fleiri at- riði í hátíðarsal MS og 12. júlí verða þar minningartónleikar um þá sem fallið hafa fyrir eigin hendi. t>á munu aðstandendur Styrks unga fólksins 2000 fara á ýmsa fjölfarna staði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum og boða fagn- aðarerindið. „Við sýnum fólki að þetta er nútímafagnaðarerindi og að það sé tilgangur með lífinu. Við trúum því að fagnaðarerindið sé besta forvörnin," segir einnig í frétt samtakanna. Kynningar- námskeið í hugleiðslu KYNNINGARNÁMSKEIÐ í hug- leiðslu verður haldið dagana 6., 7., 8. og 9. júlí í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, kl. 20-22 fimmtu- dag og föstudag, kl. 15-17 laugar- dag og kl. 10-12 og 15-17 sunnu- dag. Það nægir að mæta á eitt af ofantöldum námskeiðum en síðan verður boðið upp á ókeypis fram- haldsnámskeið vikuna á eftir, segir í fréttatilkyninngu frá Sri Chin- moy miðstöðinni. Enn fremur segir m.a.: „Á þess- um kynningarnámskeiðum verður leitast við að kynna hvað hug- leiðsla hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að nýta sér hana í nútíma þjóðfélagi. Hvernig við 4 könnum okkar innri mann, hvað ' hann hefur að geyma og hvernig við getum nýtt okkur það í dag- legu lífi. Kenndar verða einfaldar en áhrifaríkar einbeitingar- og hugleiðsluæfingar sem er ætlað að kyrra hugann og sýna hvað innra með okkur býr.“ Aðgangur er ókeypis að öllum námskeiðunum. Gengið með strönd Skerjafjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús- inu, Miðbakkamegin kl. 20. Farið verður upp Grófina, með Tjörninni og um Háskólahverfið suður í Skerjafjörð. Síðan eftir strandstígnum austur að Ylströnd- inni og um skógargötur Öskjuhlíð- ar. Að því loknu verður val um að halda göngunni áfram að Hafnar- húsinu eða fara með SVR. Allir vel- komnir. Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Break Grand Comfort Break státar ekki aðeins af stærra farangursrými en aðrir skutbílar í sama flokld heldur hefur hann aflan þann öryggis- og þægindabúnað sem hugurinn gimist. Mégane Break fasst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; enn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl. RENAULT N V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.