Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 45
FRÉTTIR
LEIÐRÉTT
Stjórnar
Gospelsystrum
I frásögn af gospeltónleikunum á
Þingvöllum síðastliðið laugardags-
kvöld, hér í Morgunblaðinu í gær,
var mishermt að Margrét Pálma-
dóttir væri stjórnandi Kvennakórs
Reykjavíkur. Hið rétta er að Sigrún
Þorgeirsdóttir er stjómandi
Kvennakórs Reykjavíkur, en Mar-
grét Pálmadóttir er stjórnandi Gosp-
elsystra. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Auglýsingablað
Tekið skal fram að blaðið Land-
búnaðarvika í Reykjavík, sem fylgdi
Morgunblaðinu í gær, var auglýs-
ingablað og gefið út af Sýningum
ehf.
Rangt
föðurnafn
I frétt í blaðinu í gær á bls. 57 var
sagt frá áheitasöfnun til styrktar
MS-félaginu. I myndatexta var farið
rangt með föðurnafn Sveinfríðar
Olgu og var hún sögð Vernharðs-
dóttir en átti að vera Veturliðadóttir.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfss
Röng mynd úr Gula húsinu
Vegna mistaka birtist ekki rétt
mynd með umfjöllun um mynd-
listarsýningu í Gula húsinu í blaðinu í
gær. Beðist er velvirðingar á þessu
um leið og rétt mynd birtist. Hún er
af verkinu Notaleg hrosshúð og hlý-
legur sjónvarpseldur eftir Ásmund
Asmundsson.
Ráðstefna
um sókn
gegn sjálfs-
vígum
DAGANA 7. til 16. júlí verður hald-
in ráðstefna í Menntaskólanum við
Sund í Reykjavík á vegum samtak-
anna Styrkur unga fólksins 2000 í
samvinnu við Sókn gegn sjálfsvíg-
um. Verður þar leitast við að hjálpa
ungu fólki „að hafa áhuga á lífínu og
gefast ekki upp“, segir m.a. í frétt
frá samtökunum.
Samtökin Styrkur unga fólksins
2000 eru þverkirkjulegt félag sem
starfar meðal ungu kynslóðarinnar.
í frétt frá samtökunum segir að á
íslandi sé ein hæsta tíðni sjálfsvíga
meðal unglinga á Norðurlöndunum
og að stór hópur fólks sé djúpt
sokkinn í neyslu áfengis og vímu-
efna. „Við byggjum aðferðafræði
okkar á kristnum gildum sem eru
stólpi þjóðfélags okkar og styrkja
þannig siðferðisvitund unga fólks-
ins.“ Samtökin eiga á ráðstefnunni
samstarf við Sókn gegn sjálfsvígum
sem vinna að því að lækka tölur um
sjálfsvíg unglinga á íslandi.
Auk dagskrár ráðstefnudagana
er boðið upp á tónleika og fleiri at-
riði í hátíðarsal MS og 12. júlí verða
þar minningartónleikar um þá sem
fallið hafa fyrir eigin hendi. t>á
munu aðstandendur Styrks unga
fólksins 2000 fara á ýmsa fjölfarna
staði á höfuðborgarsvæðinu og í
nágrannabyggðum og boða fagn-
aðarerindið. „Við sýnum fólki að
þetta er nútímafagnaðarerindi og
að það sé tilgangur með lífinu. Við
trúum því að fagnaðarerindið sé
besta forvörnin," segir einnig í frétt
samtakanna.
Kynningar-
námskeið í
hugleiðslu
KYNNINGARNÁMSKEIÐ í hug-
leiðslu verður haldið dagana 6., 7.,
8. og 9. júlí í Tónskóla Sigursveins,
Hraunbergi 2, kl. 20-22 fimmtu-
dag og föstudag, kl. 15-17 laugar-
dag og kl. 10-12 og 15-17 sunnu-
dag. Það nægir að mæta á eitt af
ofantöldum námskeiðum en síðan
verður boðið upp á ókeypis fram-
haldsnámskeið vikuna á eftir, segir
í fréttatilkyninngu frá Sri Chin-
moy miðstöðinni.
Enn fremur segir m.a.: „Á þess-
um kynningarnámskeiðum verður
leitast við að kynna hvað hug-
leiðsla hefur upp á að bjóða og
hvernig hægt er að nýta sér hana í
nútíma þjóðfélagi. Hvernig við 4
könnum okkar innri mann, hvað '
hann hefur að geyma og hvernig
við getum nýtt okkur það í dag-
legu lífi. Kenndar verða einfaldar
en áhrifaríkar einbeitingar- og
hugleiðsluæfingar sem er ætlað að
kyrra hugann og sýna hvað innra
með okkur býr.“
Aðgangur er ókeypis að öllum
námskeiðunum.
Gengið með
strönd
Skerjafjarðar
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld,
miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús-
inu, Miðbakkamegin kl. 20.
Farið verður upp Grófina, með
Tjörninni og um Háskólahverfið
suður í Skerjafjörð. Síðan eftir
strandstígnum austur að Ylströnd-
inni og um skógargötur Öskjuhlíð-
ar. Að því loknu verður val um að
halda göngunni áfram að Hafnar-
húsinu eða fara með SVR. Allir vel-
komnir.
Gijótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Mégane Break Grand Comfort
Break státar ekki aðeins af stærra farangursrými en aðrir skutbílar
í sama flokld heldur hefur hann aflan þann öryggis- og þægindabúnað
sem hugurinn gimist. Mégane Break fasst nú í sérstakri Grand Comfort
útgáfu; enn betur búinn.
Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl.
RENAULT
N
V