Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 47
Árnað heilla
P A ÁRA afmæli. í dag,
ÍJ V/ miðvikudaginn 5. jú-
lí, verður fimmtug Sigríður
Jóna Friðriksdóttir, snyrti-
sérfræðingnr, Öldugranda
9, Reykjavfk. Hún tekur á
móti ættingjum og vinum á
Sexbaujunni, Eiðistorgi,
milli kl. 17 og 20 í dag.
BRIDS
Dmsjón: (iuðmundur
Páll Ai'narson
OFT ER árangursríkt að
fara í þrjú grönd eftir inná-
komu þótt eitthvað vanti
upp á tilskilinn punkta-
fjölda. Svíinn Eriksson
ákvað að göslast í gröndin
þrjú á rýrum styrk eftir
innákomu Magnúsar Magn-
ússonar á tveimur hjörtum
yfir 14-16 punkta grandopn-
un félaga síns. I’etta var í
síðari leik íslands og Sví-
þjóðar á NL í Hveragerði:
Austur gefur; NS á
hættu.
N'orður
* A10
* KG63
* 43
+ 87542
Vestur Austur
+DG85 +7643
♦ 1098752 ♦7643
♦ KD ♦ 98652
+D +Á103
Suður
+K92
»D4
♦ ÁG107
+KG96
Vestur Norður Austur Suður
Magnús Eriksson Þröstur Nikson
- - Pass 1 grand
2 hjörtu Pass 3grönd Pass Pass
Eriksson á aðeins átta
punkta en hann veit að KG í
hjarta eru vel staðsett spil
og svo ætti innákoman að
hjálpa Nilsson að reikna út
skiptinguna. Þegar áhorf-
endur í sýningarsalnum
virtu íyrir sér allar hendur
leit út fyrir spennandi bar-
áttu því vörnin mátti hvergi
misstíga sig. En Magnús og
Þröstur Ingimarsson gáfu
sagnhafa engin tækifæri.
Magnús kom út með hjarta,
lítið úr borði og Þröstur átti
fyrsta slaginn á blankan ás-
inn. Nú kom til greina að
skipta yfir í háan tígul, þá
gæti sagnhafi hugsanlega
„lesið“ tígulstöðuna en
Þröstur spilaði tígulfimmu.
Gosinn frá Nilsson og
Magnús drap á drottningu.
„Spilar hann tígulkóng?"
veltu menn fyrir sér. Nei,
Magnús skipti yfir í spaða-
drottningu. Nilsson drap á
ásinn og spilaði laufi á gosa
og drottningu Magnúsar.
„Spilar hann smáum
spaða?“ spurðu menn. Nei,
Magnús spilaði réttilega
hjarta. Nilsson tók slaginn
heima og lagði niður lauf-
kóng. Nú var öllu lokið;
Þröstur spilaði spaða og aft-
ur spaða þegar hann komst
næst inn á lauftíu svo Nils-
son endaði þrjá niður: 300 í
AV og 8 IMPar til íslands
þar sem Anton og Sigur-
björn Haraldssynir tóku tvö
hjörtu enn niður á hinu
borðinu.
bjósmyndastofan Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 10. júní sl. í Fríkirkj-
unni í Reykjavík, af sr. Hirti
Magna Jóhannssyni, Eyrún
Jóhannesdóttir og Einar A.
Jónsson. Heimili þeirra er
að Gautavík 28, Reykjavík.
Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 10. júní sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Ein-
ari Eyjólfssyni Helena
Björk Rúnarsdóttir og Ósk-
ar Freyr Pétursson. Heimili
þeirra er að Eyrarholti 16,
Hafnarfírði.
Þessar síkátu frænkur og vinkonur héldu tombólu í
Víðidal í Húnaþingi vestra til styrktar RKÍ og söfnuðust
1.570 krónur. Þær heita Guðrún Ingadóttir, 7 ára, og
Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir, 7 ára.
Hlutavelta
Alþjóðlegt stærðfræðiár
Árið 2000 er alþjóðlegt stærðfræðiár. 27. september stendur
Flötur samtök stærðfræðikennara fyrir Degi stærðfræðinnar.
Þá munu vonandi sem flestir skólar landsins hafa stærðfræö-
ina í fyrirrúmi. Flötur er með bækling í undirbúningi sem sendur
verður í alla skóla. I honum veröa hugmyndir að verkefnum til
þess að vinna þennan dag. Þema dagsins verður rúmfræði.
Þraut8
Á afmælisdaginn þegar Bjarki var 14 ára og pabbi hans 41 árs
tók Bjarki eftir því að það voru sömu tölur f aldri þeirra en í
öfugri röð. Eftir hve mörg ár gerist það aftur?
Svar við þraut 6.
Svarið er; Tígul tvistur, hjarta fimma og spaða nia.
Svar við þraut 7. ]1M[ = ]V21 eða3/4 = 1/2x,
Svariðer2/3. (1/3) x eða6x = 4
Einnig fyrst 1/2 er tvisvar sinnum 1/4 hlýtur svarið að vera
tvisvar sinnum 1/3
Hér ereu þrjár vefslóðir
fyrir þá sem vilja spreyta httpy/www.ismennt.is/vefir/heilabrot/
sig á stærðfræði- http://syrpa.khi.is/~stae/krakkar.htm
þrautuum: http://www.raunvis.hi.ls/~stak/
LJOÐABROT
HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND
Hver á sér fegra fóðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við yzta haf.
Ó, ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný.
Hver draumur rætist verkum í,
svo verði íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Islands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Hulda.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbam dagsins:
Þú ert ákaflega starfssamur,
útsjónarsamur og þrautseig-
ur oggefst ekki upp fyrr
en ífulla hnefana.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Stundum verður maður að
leggja sig fram til þess að
greina kjarna málsins. Láttu
aðra ekki þvæla þér til hluta,
sem þú innst inni ert mótfall-
inn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur vind í seglin þessa
dagana, en þarft eins og allir
að gæta þess að siglingaleiðin
sé frjáls. Varaðu þig á klækja-
brögðum keppinautanna.
Tvíburar
(21. maí-20. júní) AA
Þú þarft að leggja þig allan
fram til þess að áheyrendur
þínir viti hvað þú ert að fara.
Talaðu tæpitungulaust og
segðu kost og löst á hverjum
hlut.
Krabbi
(21. júní - 22. júH)
Svarið við spurningu, sem þú
hefur lengi velt fyrir þér, er
að finna hjá nánum vini.
Hlustaðu vandlega á það sem
hann segir og dragðu þínar
ályktanir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Þú þarft að taka fjármálin
föstum tökum og í stað þess
að veigra þér við aðgerðum,
skaitu skera niður öll þau út-
gjöld sem þú frekast mátt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <DfL
Við eigum ekki nema einn
skrokk í þessari jarðvist svo
þú skalt gæta hans vel og
gera ekkert það sem getur
valdið honum tjóni.
(23. sept. - 22. okt.)
Nú er ekki rétti tíminn til
þess að taka einhverja
áhættu. Haltu þig við troðnar
slóðir. Aðrir tímar koma síð-
ar, þegar öðru vísi stendur á.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.) MK
Finndu þér einnhvem sem þú
getur deilt hugsunum þínum
með. En gættu þess vandlega
að flýta þér ekki um of; það
gæti haft hörmulegar afleið-
ingar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) flk)
Þótt starfið sé skemmtilegt
verður þú líka að gefa sjálfum
þér tíma til annars svo ekki sé
nú talað um vini og vanda-
menn. Þeir þarfnast þín líka.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4MP
Nú ferðu að sjá fyrir endann á
því verkefni, sem þú hefur
varið mestum tíma þínum til.
Þú ert vel að verðlaunum
kominn og mátt njóta sigurs-
ins vel.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.)
Mundu að það er ekki bara
það sem fólk segir, sem skipt-
ir máli. Það tjáir líka ýmislegt
með líkamanum sam betra er
en verra að standa klár á.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) >%■*>
Nú tekur alvaran við eftir
ljúfa frístund. Gakktu glaður
til verka, því þú átt í vændum
skemmtileg verkefni, sem
gera kröfur til allra þinna
hæfileika.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MATHYS <3
Stöðvið lekann
með pensli
■■■ 09
Fillcoat
Vatnsvörn
ÁRVfK
ÁRMÚLA 1 • SlMI 568 7222 • FAX 558 7295
Helgarferð til
London
13. júli frá kr.
29.990
Oagjluo Hl london
a»a timmtudaga
Heimsferðir bjóða þér einstakt
tilboð til London, helgamar 13. og
20-júlí, þar sem þú getur notið hins
besta í heimsborginni á hreint frábæmm
kjömm. Við höfum nú fengið nokkur herbergi á sértilboð á
Bayswater hótelinu, í hjarta London. Öll herbergi með baði,
sjónvarpi, síma, móttaka, bar og veitingastaður. Bókaðu strax og
tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Verð la'.
29.990
Flug fram og til baka, gisting
með morgunverði I 4 nætur í 2ja
manna herbergi, skattar.
*í
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Við flytjum
verslunina í
ágúst
40-80%
afsláttur af öllum
fatnaði
Dragtir — blússur — kjólar
bolir og sportfatnaðu
Opið á laugardögum frá kl. 10-14.
mraarion
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147