Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Frá opnun réttarsög-usýningarinnar. Á myndinni eru f.v. Hjálmar Jóns- son, alþingismaður, Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar á Blönduósi, Jón ísberg, fyrrverandi sýslumaður á Blönduósi, Þórhildur fsberg, Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi og Sólveig Pétursdótt- ir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Réttarsögu- sýning opnuð á Blönduósi RÉTTARSÖGUSÝNING var ný- lega opnuð á Blönduósi og ávarpaði Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra gesti við það tækifæri. Sólveig kvað í ræðu sinni lands- menn vera betur meðvitaða um stað- bundna menningu sína og menning- arminjar nú en áður. Merkingar sögustaða sagði hún hafa batnað, góðar leiðsögubækur hafa verið gefnar út og hvers konar söfnum fjölgað. Þó segir hún að enn megi gera bet- ur svo þjóðinni verði gert kleift að kynnast landi sínu og byggðarlögum nánar, „t.d. mætti setja upp skilti við þjóðvegina í hveiju landnámi, þar sem getið yrði þeirra landnáms- manna, sem Landnáma segir frá og geta þess hvaðan þeir komu“. Ein röksemdin fyrir staðsetningu miðstöðvar réttarsögu og réttar- rannsókna á Blönduósi er sú að síð- asta aftakan á íslandi fór fram á Þrí- stöpum í Vatnsdalshólum í nágrenni Blönduóss. Aftakan fór fram í janú- armánuði árið 1830. Þar voru líflátin þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir fyrir morð á Natani Ketilssyni. „Sjálf tengist ég því máli á þann hátt að ég er afkomandi Nat- ans Ketilssonar, sem myrtur var ásamt öðrum manni og þá einnig skyld þeim sem aftökuna fram- kvæmdi með öxi, en það var sem kunnugt er Guðmundur Ketilsson bróðir Natans," sagði Sólveig. Sólveig kvað refsingar sem tíðkuð- ust fyrr á öldum harðúðugar og taldi ýmsar ástæður liggja þar að baki. „Hugarheimur manna var annar en nú er jafnt hér á landi sem erlendis. Hin kröppu kjör sem nánast allir landsmenn bjuggu við gerðu þá e.t.v. harðbrjósta. Lífið var stutt og harðúðugt," sagði Sólveig. „Refsing- ar voru ekki síst dæmdar öðrum til viðvörunar og ríkjandi skoðun var að verja yrði öryggi þegnanna með svo harðneskjulegum refsingum sem raun ber vitni.“ Að lokum bætti hún við: „Þótt margt geti vafalaust sætt gagnrýni í dómsmálaframkvæmd nútímans þá hygg ég að landsmenn séu mér sam- mála um að þar hafi orðið stórstígar breytingar tíl bóta.“ Utanríkisþj ónustan kynnt á Vestfjörðum HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, mun opna ljósmyndasýn- ingu „Yfirlit yfir þróun íslenskrar utanríkisþjónustu" í Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði í dag, mið- vikudaginn 5. júlí 2000. Hann mun jafnframt halda fyrirlestur um ut- anríkisþjónustuna og utanríkismál. Utanríkisráðherra mun einnig taka þátt í kynningu á starfsemi Viðskiptaþjónustu utanríkisráðu- neytisins á meðal fyrirtækja á ísa- firði og af Vestfjarðasvæðinu, í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Kynningin verður haldin í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4 og hefst kl. 15:45. Ljósmyndasýningin er sett upp í tilefni af sextíu ára afmæli utan- ríkisþjónustunnar. Hún var fyrst opnuð í Þjóðarbókhlöðunni á af- mælisdegi utanríkisþjónustunnar 10. apríl og síðan á Ákureyri 29. maí síðastliðinn. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17 og stendur frá 5. júlí til 5. ágúst næstkomandi. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 19 UTSALAN ...er í fullum gangi! Hjá Q7jönu Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 ^ ^ & lau. frá kl. 10-14. ___Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. YFIRDÝNUR MEÐ STILLANLEGU TIFANDI SEGULSVIÐI Þýsk gœðavara, byggð á tvíblindum vísindarannsóknum, þar scm staðfest cru góð óhrif segulsviðsmeðferðar á ýmsa sjúklingahópa með allt að 70% órangri. Þessi einfalda meðferð getur styrkt heilsuna á margvíslegan hátt m.a. aukið veilíðan og úthald, linað verki, örvað úthreinsun, styrkt bióðflæðið út í kalda limi, örvað upptöku bióðisins á súrefni, bætt svefninn og dregið úr þunglyndi. Með hjólp lítils tœkis er stillt á þó tíðni sem við á í hvert skipti sem þú œtlar að hvfla þig á dýnunni. Uppl. í síma 4834840, netpóstur: natthagi@centrum.is '3'».' w-: f*t§0 ÚTIYISTAR ss H ARKAÐUR viö Faxafon í Roykjavík fU*] 2sss 990 Vestur-lslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net ICELANDAIR HÓTELS Reykjavfk • Keflavfk • Flúðir • Höfn • HéraÖ • Kirkjubæjarklaustur Allir krakkar sem gista hjá okkur fá gefins leikjabók Latabæjar OULLDROPiNN - ÓB bensfn í samvinnu við Gull 909 ""'I S lækkar verðið á bensíni jBlHr qIUíc um 9,09 kr/lítrann frá kl. 8.00 - 9.09 á morgun - fimmtudag. ódýrt bensín I Hlustaöu á Gull 909 og fylgstu vel með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.