Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 6
O MiUVlKUDAGUKb. JULliiUUU MUKUUiNBLADiD FRÉTTIR Skrifað undir samning um þjónustu við strandarstöðvar Kostnaður framvegis greiddur úr ríkissjóði Morgunblaðið/Þorkell Undirskrift samningsins fdr fram fyrir framan tréskipið Aðalbjörgu RE5 á Miðbakka á Reykjavíkurhöfn. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirrituðu í gær samning um þjónustu við strandar- stöðvar. Skrifuðu þeir Gústav Amar, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnun- ar, og Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, einnig undir samninginn en hann er að formi til gerður milli Póst- og fjarskiptastofn- unar sem verkkaupa og Landssíma íslands hf. sem veitir þjónustuna. Að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra gengur samn- ingurinn út á það að tryggja sem all- ra best öryggi sjófarenda. Felur hann í sér að áfram verði haldið úti sjálfvirkri tilkynningaskyldu og upp- lýsingakerfi sem Landssíminn rekur í samstarfí við Slysavamafélagið Landsbjörg í strandarstöðvum sem reknar em við íslandsstrendur. Samningurinn gildir til ársins 2003, að því er kom fram í máli Sturlu á blaðamannafundi sem hald- inn var í gær, og er gert ráð fyrir að í ár greiði ríkissjóður Landssímanum 172,6 milljónir fyrir veitta þjónustu, og síðan 147,5 milljónir á árinu 2001 og 118 milljónir árið 2002. Ekki hægt að ætlast til þess lengur að Landssíminn borgi ,Ástæðan fyrir því að við teljum eðlilegt að ríkissjóður greiði þennan kostnað er að þama er um öryggisat- riði að ræða sem ekki er hægt að senda reikning fyrir,“ sagði Sturla á fundinum í gær. „Allt fram til þessa árs hefur Landssíminn af sínum tekjum greitt þennan kostnað. Nú þegar búið er að skapa það lagaumhverfi, að það er samkeppni á fjarskiptamarkaði, þá er ekki lengur hægt að gera þá kröfu til Landssímans og viðskiptavina Landssímans að hann greiði þennan kostnað við öryggisgæsluna. Því er það að við gemm nú þennan samning við Landssímann og Landssíminn fær þá greitt fyrir skilgreinda þjón- ustu sem samningurinn gerir ráð fyrir, en við reiknum með því að á samningstímanum verði lagt á ráðin um það að þessi þjónusta verði boðin út og að liðnum þessum samnings- tíma fari fram útboð.“ Kvaðst Sturla þegar hafa skýrt frá því á ríkisstjómarfundi að hann stefndi að því að þannig verði staðið að málum að þjónustan verði veitt utan höfuðborgarsvæðisins, og að þau fyrirtæki sem í framtíðinni munu bjóða í þennan rekstur þurfí því að finna leiðir til þess að starf- semin verði veitt utan höfuðborgar- svæðisins. Þetta yrði þáttur í þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að færa verkefni út á land. Alþingi gefinn forláta eikarstóil Vinargjöf sem sýnir góðan hug Skota SIR DAVID Steel, forseti skoska þjóðþingsins, afhenti Alþingi ís- lendinga á laugardag forláta eik- arstól að gjöf í tilefni kristnihá- tíðarhaldanna en Steel sótti hátíðina á Þingvöllum um helgina sem sérlegur fulltrúi skoska þingsins. Stóllinn er sjö fet eða 2,10 metrar á hæð og fagurlega útskorinn og kemur til með að sóma sér vel i Alþingishúsinu við Austurvöll, að sögn Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, en hann veitti stólnum viðtöku. „Sir David Steel var mikill au- fúsugestur til íslands," sagði Halldór, „og það gladdi okkur mjög hversu mikinn sóma Skotar gera okkur á þessum timamótum með því að gefa okkur þennan forláta grip, þennan sögulega stól, sem mun prýða Alþingi og við munum finna stað sem hæfir.“ Bætti Halldór því við að gjöfin sýndi góðan hug Skota til Islend- inga en þjóðirnar tvær hefðu átt mjög góð samskipti allt frá upp- hafi Islandsbyggðar og á milli þeirra hefði ávallt verið mikil vinátta. Ljóst er að stóllinn verður ekki í sjálfum þingsal Alþingis því hann fellur ekki fyllilega að inn- réttingu salarins. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvar honum verður komið fyrir en Halldór sagði að menn væru að ræða það sin á milli einmitt þessa dagana. Breytingar á forystu Alþýðusambands Austurlands Sigurður óskar eftir að hætta sem formaður SIGURÐUR Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austurlands, hef- ur óskað eftir því að gerður verði við sig starfslokasamningur. Sig- urður sagði í samtali við Morgun- blaðið að ástæðan fyrir þessu væri deilur sem orðið hefðu í kringum starfslokasamning Björns Grétars Sveinssonar, fyrrverandi formanns Verkamannasambandsins. Sigurður hefur tekið virkan þátt í verkalýðsbaráttu á Austurlandi í 35 ár og verið formaður ASA frá árinu 1988. Hann hefur auk þess tekið mikinn þátt í störfum Verkamanna- sambandsins og var t.d. formaður verkfallsnefndar VMSÍ á síðast- liðnu vori. Sigurður stóð ásamt Birni Snæbjömssyni, formanni Einingar á Akureyri, og Hervari Gunnars- syni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, að starfslokasamningi við Björn Grétar, en hann var gerð- ur þegar fyrir lá að stóru verka- mannafélögin á höfuðborgarsvæð- inu báru ekki traust til Björns Grétars til formennsku í nýju lands- sambandi ófaglærðra launamanna sem fyrirhugað er að stofna í haust. Gagnrýndur fyrir starfsloka- samning við Björn Grétar Sigurður sagði að ástæða þess að hann hefði óskað eftir því að hætta væri fyrst og fremst sú gagnrýni sem hann hefði orðið fyrir vegna að- komu sinnar að starfslokasamningi við Björn Grétar. Félagar hans í verkalýðshreyfmgunni, m.a. á Aust- urlandi, hefðu gagnrýnt þennan samning harðlega. Baklandið hefði því ekki verið eins sterkt og hann hefði vænst. „Ég er sannfærður um að við stóðum rétt að málum varðandi starfslok Björns Grétars. Hins veg- ar hefur því verið haldið fram að ég, Björn Snæbjörnsson og Hervar Gunnarsson hefðum fórnað Bimi Grétari fyrir stöður okkur til handa í nýju sambandi. Þetta er auðvitað ekkert annað en uppspuni og aðför að okkur þremur. Þessu eru haldið fram til að sverta mannorð okkar og veikja stöðu okkar í verkalýðs- hreyfingunni. Viðbrögð mín við þessum ásökun- um eru að óska eftir að gerður verði við mig starfslokasamningur. Það er sorglegt að verða vitni að þessu samstöðuleysi. Hér hafa menn vik- um saman staðið í innbyrðis deilum í stað þess að nota tímann til að berjast fyrir hönd launafólks,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Porkell Varaformaður viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis um þungaskatt Ríkið fellir niður 70% af skatti til almenningsvagna KRISTINN H. Gunnarsson, vara- formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, vill vekja athygli á að ríkið fellir niður 70% af þunga- skatti til almenningssamgangna en það svarar til 82 milljóna eftir breytingar sem gerðar vom á fmm- varpi um þungaskatt sl. vetur. Þar af fer mest til fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu að hans sögn. Haft var eftir borgarstjóra í frétt Morg- unblaðsins í gær að sveitarstjómar- menn leggi áherslu á að ríkið komi að almenningssamgöngum og jafn- framt að ákveðið hafi verið að setja niður umræðuhóp skipaðan fulltrú- um ríkisins og sveitarfélaganna til að fara yfir stöðuna. Kristinn sagði að sl. vetur hafi verið lagt fyrir efnahags- og við- skiptanefnd framvarp um þunga- skatt. „Þá lét ég taka saman fyrir mig yfirlit um þungaskatt sem fjár- málaráðuneytið vann og lagt var fram í nefndinni," sagði hann. „Þar kemur fram að ríkið endurgreiðir 70% af þungaskatti til rekstraraðila almenningsvagna. Það er reyndar framkvæmt þannig að hann er aldrei innheimtur heldur er hann felldur niður og er aldrei mkkað inn. Þetta var á síðasta ári og fyrir breytingu sem gerð var á þunga- skatti um 105,5 milljónir í brúttó- álagningu á almenningsvagna á ári og 70% af þeirri upphæð var um 73,9 milljónir. Þannig að fyrirtækin greiddu um 31,6 milljónir og var upplýst að þessi afsláttur færi nán- ast allur til Strætisvagna Reykja- víkur og Almenningsvagna. Ríkið leggnr til 82 milljónir Eftir breytingu sem var gerð á lögunum hækkaði álagning að því að talið er í rúmar 117 milljónir en áfram er veitt 70% niðurfelling eða um 82 milljónir. Það sem fyrirtækin borga er því 35 milljónir." Kristinn sagði að sér fyndist gæta ónákvæmni í ummælum borg- arstjóra því ríkið legði í raun um 82 milljónir á ári til almenningssam- gangna með því að fella niður 70% af þungaskatti. „Ég er ekki þar með að segja að ríkið og sveitar- félögin eigi ekki að ræða þessi mál en þau eiga að ræða þau á þeim gmndvelli sem er réttm- í málinu og þarna er um falinn ríkisstyrk að ræða,“ sagði hann. „Þetta er hvergi bókað og menn vita ekki af þessu. Ef þetta væra greiðslur til fyrir- tækja utan af landi þá hétu þetta styrkir og væm nákvæmlega skrá- settir og kallaðir byggðastefna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.